Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 30

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 30
: ALEX „BUCK“ BUCHANAN er /fV. diskótekari í Top of the Rock og spilar { aðallega kántrýtónlist eins og höfuðfat hans ber reyndar með sér. þeir muni sitja heima, svo bætir hún við „en þeir sem hlusta á rokk og ról munu örugglega mæta vel.“ Kimberley tekur það fram að hún sé ekki mikið fyrir svona búmm búmm tónlist en fíli rokkið hins vegar vel. Hún nefnir Aerosmith og Led Zeppelin sem dæmi og segist hlakka til að heyra í Bubbleflies. Það er ekki laust við að mér renni að minnsta kosti volgt vatn milli skinns og hörunds því ég veit að tónlist Bubbleflies er töluvert ann- arrar ættar en sú sem Steven Tyler og félagar í Aerosmith hafa verið að spila síðustu tuttugu ár. Ég reyni að fara varlega í sakirnar þegar ég út- skýri fyrir henni að Bubbleflies séu nú ekki grjótharðir rokkarar og ef ég ætti að nefna einhverja áhrifa- valda þá væru það einna helst Sly and the Familystone. Hún verður undrandi eitt augnablik en hristir síðan höfuðið og segist líka hafa gaman að Sly. Ég ákveð að fara og athuga hvernig strákunum gengur að stilla græjunum upp og mæti Kidda kanínu umboðsmanni Bubbleflies og restinni af bandinu, þeim Palla, Ými, Pétri og Tóta sem voru að koma á öðrum bíl. A Islandi en samt ekki á íslandi. Þeir eru komnir með samning í hendurnar og Kiddi er að stauta sig í gegnum hann. Þetta er heljarinnar lesning upp á fimm vélritaðar síður á miklu stofnanamáli. Palli er skráður sem forsvarsmaður hljóm- sveitarinnar og á þar af leiðandi að undirrita samninginn fyrir hennar hönd. Hann er þó hálf smeykur við það og segist allt eins eiga von á því að vera munstraður í herinn ef hann setji nafn sitt á einhverja pappíra frá honum. Samningurinn segir að hljómsveitin eigi að skemmta frá tíu til korter í tvö, eða í tæplega fjóra tíma með hléum. Einhverjum úr hljómsveitinni verður að orði að ef það eigi að ganga upp hafi þeir um tvennt að velja, annað hvort að semja þrjár LP plötur í fyrsta hléinu eða spila sömu lögin þrisvar sinnum. Strákarnir pæla ekki lengi í þessu heldur flýta sér í bjórinn og þykjast hafa himin höndum tekið þegar þeir uppgötva verðið á veigunum. Það líður aftur á móti ekki á löngu þar til við rekum okkur óþyrmilega á að þó við séum landfræðilega ennþá staddir á íslandi erum við ekki á íslandi að flestu öðru leyti. í fýrsta lagi kemur í ljós að rafmagns- mál á Vellinum eru með töluvert öðrum hætti en annars staðar á landinu.' Rafmagnið í innstungun- um er uppá 110 volt en ekki 220 eins og allar græjurnar eru gerðar fyrir, og það eru engir straumbreytar með í farangrinum. Kimberley er kölluð til og hún ræsir út tvo ís- lenska rafvirkja. Meðan beðið er eftir þeim er meiri bjór sóttur en þá hljómsveitin hljómi þokkalega. Venjulega er Einar, eigandi kerfis- ins, með í för til að sjá um þessa hlið mála en í þetta skiptið ætla strákarnir að redda þessu sjálfir með liðsinni Snorra rótara. Þetta lítur ekki beinlínis út fyrir að vera auðvelt, að minnsta kosti ekki í mínum augum. Fljótlega verður það ljóst að strákarnir eru ekki heldur alveg klárir á þessu. Þá er ekkert annað að gera en að hringja í bæinn og fá leiðbeiningar hjá Ein- ari. Dabbi fer í það mál. Hann kem- ur fúrðu fljótt til baka. Nei, fyrir- mæli Einars voru ekki svona ein- föld. Davíð gat ekki hringt í hann og ekki yfirhöfuð nokkurn mann utan girðingarinnar. Það er ekki hægt að hringja til íslands úr sím- anum í klúbbnum. Þetta kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir en Kimberley útskýrir fyrir okkur að Völlurinn er allur á öðru símkerf- i en landið. Og það undirstrikast enn frekar að við erum ekki á ís- lensku yfirráðasvæði. Kiddi og Pét- ur ákveða að keyra í sjoppuna á Fitjum og hringja þaðan. Palli er rífandi og ekki laust við að stemmningin minni á atriði úr hinni goðsagnakenndu kvikmynd Blues Brothers þegar bræðurnir Jake og Elwood, leiknir af John Belus- hi og Dan Akryod, slysast til að bóka hljómsveit sína á kántrýbar við litla lukku gestanna. 1 myndinni ! - ..., PETUR OG DAViÐ Spá í takkana þrjúþúsund og kaplana sjöhundruð. kemur annað babb í bátinn. Núna eru yfirmenn Top of the Rock komnir á svæðið og þeir vilja sjá skírteini með mynd hjá hverjum og einum sem sýnir að hann sé tutt- ugu og eins árs eða eldri. Það eru bara tveir svo vel útbúnir, undirrit- aður og hljómborðsleikari sveitar- innar. Hinir eru steini lostnir og þó þeir segi að sá yngsti sé tuttugu og tveggja er ekki neinu tauti við stjórnendurna komið, „No ID, no beer,“ ítrekar sá sem framfylgir reglunum. Þetta er paradísarmissir fýrir strákana. „Ég ætla að láta ljós- rita passann minn í plakatstærð og gefa honum næst þegar við kom- um,“ segir Davíð sársvekktur. Það er þó bót í máli að rafvirkjarnir eru komnir og og eftir smá bauk er allt klappað og klárt og rafmagnið komið á. Þá er bara að klára að stinga þessum sjöhundruð köplum hljóðkerfisins í rétt göt og snúa tökkunum þrjúþúsund þannig að fljótur að setja sig í spor Vallarbúa og spyr: „Hvað gera hermennirnir þegar þeir kynnast íslenskum stelpum, þeir geta ekki einu sinni hringt í þær, þurfa þeir að kaupa sér bréfdúfur til að flytja boð á milli?“ Það getur enginn svarað þessu. Fyrsta settið. Kiddi og Pétur koma fljótlega til baka með leiðbeiningar skrif- aðar á blað og eftir það er ekki lengi verið að gera allt klárt. Klukkan er rúmlega hálf ellefu og framkvæmdastjórinn er orðinn óþolinmóður því Bubbleflies átti að stíga á svið klukkan tíu. Það er ekki eftir neinu að bíða og hljóm- sveitin byrjar að spila. Fyrsta sett- ið gengur frekar stirðlega, strák- arnir eru kaldir og Snorri er enn að fínstilla takkana þrjú þúsund. Viðtökurnar eru heldur ekkert Pörin raða sér upp í eina röð á góif ínu, kart og kona tii skipt istf kariamir með vinstri hönd á stórri beltissylgj- unni. $íðan hefst dansinn sem felst ■• fyrst og fremst í ákveðnum fótahreyfingum sem aíiir gera i takt. vinna Blúsbræðurnir kúrekana á sitt band með því að taka nokkur lög í kántrýútsetningu og fá á end- anum alla viðstadda til að tárfella með því að spila Stand by Your Man. Það er alls ekki öll nótt úti hjá Bubbleflies, kvöldið er ungt og ennþá fáir í húsinu. 1 stóra salnum eru aðeins nokkrar hræður en öllu fleiri í sveitasælunni í þeim minni. Ég virði fyrir mér gestina. Flestir karlmann- anna eru með yfir- varaskegg og mikill meirihluti þeirra er í gallabuxum, þó nokkrir eru í kú- rekastígvélum, með kúrekahatta og stór- ar beltissylgjur. Konurnar eru öllu misleitari hópur en þarna átta ég mig á því að það er sjálf- sagt ýmislegt til í því að íslenskar konur séu þær fallegustu í heimi. Meðan Bubbleflies er að spila koma tveir gestanna og setjast við borðið hjá mér og Kidda. Annar þeirra kynnir sig og segist heita Michael. Hann heldur á plötunni sem hljómsveitin gaf út síðasta haust og spyr hort ég haldi að það sé séns á því að hljóm- sveitarmeðlimir áriti hana fýrir sig. Ég segi honum að það verði ábyggi- lega auðsótt mál. Fyrsta setti lýkur og strákarnir koma og MichaeÍ fær nöfnin þeirra á plötuna sína. Félagi hans er upprifinn og er þess fullviss að Michael sé kominn með safh- grip í hendurnar. „Hugsaðu þér ef þeir breyta nú einhvern tímann um stíl og rneika það, þá hefúr þessi plata mikið söfnunargildi,“ segir hann. Michael fer á barinn og nær í nokkra bjóra sem hann setur á borðið. Palli stenst ekki mátið og fær sér sopa en það hefði hann bet- ur látið ógert því árvökull eftirlits- maðurinn spottar það og kemur umsvifalaust og gerir harðorða at- hugasemd við athæfið. Þegar eftir- litsgaurinn fer segir Michael: „Þetta er algjör asni (asshole), hann er alltaf svona leiðinlegur.“ Mér leikur forvitni á að vita hvaða stöðu ná- unginn gegnir dags daglega, sé hann fyrir mér sem hörku liðþjálfa í ætt við Louis Gossett jr. í Offlcer and Gentleman. Ég spyr því Micha- el sem segir „hann er líka asni hversdags“, en bætir síðan við með semingi: „hann vinnur við F15 vél- arnar.“ Bubbleflies er að stíga aftur á svið og töluvert hefur bæst við af gest- um. Þar af nokkrar íslenskar stelp- ur sem virðast heimavanar. Vafa- laust einhverjir piltar spældir yfir því í Keflavík. < tlHwm A kántrýballi í hinum salnum. Þeim er greinilega að fjölga í hópnum sem eru hrifnir af Bubbl- eflies, tveir strákar um tvítugt skella sér á gólfið í villtan dans og margir standa við barinn og dilla sér. Ég rölti mér hins vegar yfir í kántrýsal- inn sem er orðinn fullur af fólki. Nokkur pör eru á dansgólfinu, þar af þrjú þar sem annar aðilinn er með stóran kúrekahatt. Þau dansa hring eftir hring og ég undra mig á dansstílnum, finnst þau draga lappirnar einhvern veginn svo ein- kennilega á eftir sér. Undrun mín verður þó enn meiri þegar disk- ótekarinn setur nýjan sveitasöng á fóninn og pörin raða sér upp í eina röð á gólfinu, karl og kona til skipt- ist, karlarnir með vinstri hönd á stórri beltissylgjunni. Síðan hefst dansinn sem felst fýrst og fremst í ákveðnum fótahreyfingum sem all- ir gera í takt. Ég er orðlaus og þarf að klípa mig til að muna að ég er ennþá á íslandi. Þegar undrun mín rénar hugsa ég með mér að þetta fólk yrði sjálfsagt ábyggilega jafn hissa ef það sæi aðfarirnar á dans- gólfinu í Rósenberg-kjallaranum á góðu föstudagskvöldi þegar helm- ingurinn af liðinu er kominn úr að ofan og er kófsveittur. Óvæntum uppgötvunum mín- um er þó ekki lokið þetta kvöld því þegar ég rýni inn í diskótekaraklef- ann uppgötva ég þá furðulegu stað- reynd að það er svertingi sem ræð- ur þar ríkjum. Þetta verður maður að kynna sér betur og banka ég því upp á hjá honum. Hann er hinn vinalegasti, býður mér inn og segist heita Alex Buchanan en bætir við að flestir kalli sig Buck. Hann segir mér að hann hafi verið á íslandi í tæp þrjú ár, sé giftur íslenskri konu og kunni ákaflega vel við sig hér. Þegar ég undra mig á að hann skuli spila kántrýtónlist segir hann að þetta sé einfaldlega uppáhalds tón- list hans. Og hann lætur sér ekki nægja að spila hana því hann kenn- ir líka kúrekadansana sem liðið á gólfinu er að dansa. Það er farið að síga á seinni hluta kvöldsins og ég færi mig aftur yfir í stærri salinn. Þar er líka fín stemmning, hljómsveitin orðin vel heit og fullt af fólki að dansa. Klukkan verður tvö og ballið á enda. Nokkrir koma og þakka strákunum fyrir skemmtunina og gera góðan róm að spilamennsk- unni. Einn segir að hann hafi alls ekki búist við þessu og lýsir því yfir að herbergisfélagi hans verði ör- ugglega mjög spældur yfir því að hafa misst af þessu íjöri. Nú er ekkert annað eftir en að taka saman, koma dótinu út í bíl og keyra í bæinn. Strákarnir koma þó fljótlega aftur því miðvikudagurinn er planaður undir kynningarstarf- semi inn á Vellinum og er þegar búið að bóka þá í viðtal í sjónvarpi og útvarpi. Ég kem hins vegar ekki til með að sjá Völlinn á næstunni nema í gegnum girðinguna en nú veit maður að þarna er ekki ísland held- ur lítið brot af Bandaríkjunum. O 30 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.