Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 27

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 27
Fyrir nokkrum misserum spratt upp sú kenning að réttast væri að vana kynferðisafbrotamenn; einkum þá sem fremdu glæpi sína á börnum. Ef slík krafa fengi hljómgrunn yrði á ný til stétt böðla á Islandi, það er stétt manna sem hefur at- vinnu af því að framkvæma líkamlega refsingu á afbrotamönnum; vana þá, augnstinga, hýða, hengja eða hálshöggva. Þessi stétt úreltist upp úr síðustu aldamótum þegar líkamsrefsingar voru aflagðar. Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur rifjar hér upp nokkur atriði úr stéttarsögu íslensku böðlanna. „Var hantt ellimóður orðinn og víst nokkuð skeifhöggur með árun- um. “ Það fékk Bjöm Þorleifsson að reyna. Eftir sex högg leit hann upp afhöggstokknum og mœlti nokkuð þung- lega til böðulsins: „Höggðu betur maður“, lá síðan grafkyrr á meðan Jón böðull sarg- aði afhonum höfuðið, víst í einum 30 höggum. Fyrir 16 - 30 vandarhögg 1 ríkisdal og 48 skildinga Fyrir tvisvar 27 vandarhögg 2 ríkis- dali Fyrir þrisvar 27 vandarhögg 3 ríkis- dali Kagstrýking 5 ríkisdali Auk þess fékk böðullinn greidd- an útlagðan kostnað, t.d. vegna ferða og uppihalds fjarri heimili. Eitthvað hafa greiðslur til böðla verið mismunandi. Þannig má nefna að Guðmundur Ketilsson er sagður hafa fengið 60 dali fyrir að höggva Agnesi og Friðrik, en það var geypifé, og segir sína sögu um viðhorf til verksins. Sjaldan brotnar 1rel bein á huldu... Óþokki manna á böðulsembætt- inu var náttúrulega ekki öldungis út í bláinn, einkum þegar maður veltir fyrir sér í hverju starfið var fólgið. Líkamlegar hegningar, sem böðl- arnir lögðu á brotamenn, voru af ýmsu tagi; líflátsrefsingar voru einkum brenna, drekking, henging og hálshögg. Einnig önnuðust böðlar aflimun, húðstrýkingu og brennimerkingu, svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt lögum áttu þeir sem dæmdir voru fyrir sérlega grimmileg morð að klípast með glóandi töngum áður en þeir voru teknir af lífi, einu sinni þar sem ódæðið var framið, tvívegis á leið- inni þaðan til aftökustaðarins og loks einu sinni á aftökustaðnum. Vegna staðhátta og fjarlægða á ís- landi heimilaði konungur að amt- maður veldi einn stað þar sem slík- ir sakamenn væru klipnir fimm sinnum. Hlýtur það að hafa fallið í hlut böðlanna að hita tangirnar vandlega og glípa dauðamennina síðan, öðrum til vamaðar. Þá má rifja um söguna af Bimi Péturssyni á Öxl, hinum illræmda Axlar-Birni, sem líklega telst vera fýrsti íslenski sportveiðimaðurinn því hann drap fólk mestan part sér til skemmtunar. Frásagnir af aftöku hans eru að vísu með miklum þjóð- sagnablæ, en í annálum segir meðal annars ffá því að Axlar-Björn hafi fýrst verið limamarinn með sleggj- um, síðan afhöfðaður og svo sund- urstykkjaður og festur upp á stang- ir. Víst er slík viðvik voru ekki á færi veiklyndra sálna. Þjóðsagan segir að á meðan Ólafúr böðull, sem raunar á að hafa verið ná- ffændi Axlar-Bjarnar, baukaði við í annálum segir meðal annarsfrá því að Axl- ar-Bjöm hafi fyrst verið limamarinn með sleggj- um, síðan afhöfðaður og svo sundurstykkjað- ur ogfestur upp á stangir. að mylja beinin í útlimum hans með sleggju hafi sakamaðurinn sagt: Sjaldan brotnar vel bein á huldu, Ólafur frœndil Varla þarf að taka ffam að Axlar-Björn dó án minnstu iðrunar og fyrirhöfn Ólafs böðuls því forgefins. ...lagðist á höqgstokk- inn og bauð goða nótt I ljósi þess hversu illa gekk að manna böðulsstarfið og áður er getið, læðist að manni sá grunur, að það hafi verið ærið misjafh söfnuð- ir sem lét til leiðast. Flestir böðlarn- ir voru enda glæpamenn af ein- hverju tagi og sumir beinlínis ill- menni. Um miðja 18. öld var konuskinni til dæmis drekkt vestur á fjörðum. Hún hét Guðrún Valdadóttir og var gefið að sök að hafa átt böm með feðgum, en það var sifjaspell samkvæmt Stóradómi og lá líflát við. Var Guðrún sjálf látin sauma utan um sig pokann kvöldið fyrir aftökuna og vissi vel til hvers hann var ætlaður. Framganga böðulsins við aftökuna þótti með miklum endemum; segir Gísli sagnritari Konráðsson að... ...tnenn þeir, sem voru við aftök- una, hefðu sagt, að tvisvar hefði böð- ullinn orðið að bæta grjóti í pokann, því að hatin hefði viljað fljóta upp, en að síðustu héldi böðullinn pokan- um niðri með broddstaf, og þeir gert orð A því, hve illmannlega hann hefði stungið niður broddstafnum, svo sagt var, að Davíð sýslumaður hefði ekki getað á það horft, gengið frá ogfallið tvisvar næstum í ómegin, en verið getur, að frásögn þessi sé að einhverju leyti ýkt. Og frá 1698 er dæmi um að böð- ull hafi gengið svo karlmannlega ffam í húðstrýkingu að sakamaður- inn, sem Jón hét og var Guð- mundsson, dó af sárunum. Verð- ur sú harðneskja líklega fremur kennd dómurum heldur en böðli. Eins eru fjölmörg dæmi í heim- ildum um böðla sem ekki voru starfi sínu vaxnir af ýmsum öðrum ástæðum, til dæmis sakir elli. Fræg er sagan um aftöku Björns Þorleifs- sonar árið 1602, en hann var dæmdur fyrir hórsakir, fals og fleiri yfirsjónir. Björn hafði fyrir andlátið fengið góða iðran og kvatt alla með handabandi; hann lagðist á högg- stokkinn og bauð góða nótt. Böðullinn hét Jón. Var hann elli- móður orðinn og víst nokkuð skeifhöggur með árunum. Það fékk Björn Þorleifsson að reyna. Eftir sex högg leit hann upp af högg- stokknum og mælti nokkuð þung- lega til böðulsins „Höggðu betur maður", lá síðan grafkyrr á meðan Jón böðull sargaði af honum höf- uðið, víst í einum 30 höggum. Varð þetta til þess að brýnt var fyrir yfir- völdum að hafa ævinlega örugga menn í böðulsembætti. Ekki virðist það hafa komið að miklu gagni; um miðja 17. öld var Jón sem kallaður var Sýjuson dæmdur til dauða fyrir að gera stjúpdóttur sinni tvívegis barn. Hann var hálshöggvinn en það var ekki fyrr en eftir 30 högg sem höf- uðið losnaði. Og ffægt dæmi í við- bót er náttúrulega aftaka Jóns Arasonar biskups sem hafði yfir: In manus tuas, domine, commendo spiritum meum — Faðir, í þínar hendurfel ég anda minti, beið svo á meðan sjö högg féllu áður en hann fékk friðinn, og siðskiptin gengu í garð. Jómfrúr og klemmur Raunar var ekki hægt að kenna böðlunum um allt sem aflaga fór við aftökur hér á landi. Oft börm- uðu valdsmenn sér yfir ófúllkomn- um verkfærum; axirnar voru til dæmis bitlausar og jafnvel svo deig- ar að málmurinn flattist út á svíra dauðamannsins. Árið 1680 er fært í þingbækur með augljósum fegin- leik að þá hafi Einar Þorsteinsson sýslumaður á Felli í Mýrdal gefið Óxarárþingi nýja öxi. Hún var reynd þá þegar á Sæmundi Þor- lákssyni, sem átt hafði bam með systmngu sinni og grafið það með leynd í moldargólfi. Er ekki annars getið en nýja öxin hafi reynst vel. Auk þess sem axirnar vom oft og tíðum ófullnægjandi kvarta valds- menn stundum yfir því, að þá vanti ýmsar græjur til að geta lagt á óbótamenn þær refsingar, sem þeir ættu skilið. Þannig sagði í dómi yfir Jóni Ingimundarsyni, árið 1729, að sökudólgurinn verðskuldi að: ...leggjast á steglu og hjól, en þar sem hér á landi er hvorki þau meðöl aðfá, sem þar til brúkast, langtsíður þann matin, sem það skyldi gera, og hér ei entiþá hefur verið brúkað, svo menn viti. Þess í stað var höggvin hægri höndin af Jóni áður en hann missti höfuðið; að því búnu líkaminn brenndur en höfúðið sett á stjaka og afhöggna höndin negld á stjak- ann undir höfðinu. Þá er þess getið að Herluf Daa höfuðsmaður hafi verið sérlegur áhugamaður um að konur sem ekki vildu segja til barnsfeðra sinna væru pyntaðar til sagna „með jómf- rúm og klemmum á þeirra fingr- um.“ Slík verkfæri voru hins vegar til allrar hamingju ófáanleg í land- inu eða að minnsta kosti mjög fá- séð. I(eqagerð í stað huðsirýkingar Eins og hjá mörgum öðrum „...eftir að aðstoðar- presturinti séra Þor- varður Jónsson áður til- hlýðilega hafði búið hana undir dauðann, var höfuð hennar líka afhöggvið afsama böðli og með sama hagleik og þeim, er aðframan get- starfsstéttum var erilsamt hjá böðl- um hluta úr ári en rólegt þess á milli, og Öxarárþingin voru efalítið háannatími þeirra. Á þinginu 1705 voru til dæmis sex aftökur vegna óleyfilegra barneigna. Eftir þvi sem leið á öldina tóku refsingar hins vegar að breytast. Líflátsdómum fækkaði og farið var sparlegar með hrísvöndinn, en hegningarvinna kom í staðinn. Þannig var Jóni Steingrímssyni í Múlaþingi til dæmis heimilað árið 1753 að vinna að vegagerð í heimahögunum í stað þess að sæta húðláti og sektum fyrir yfirsjónir sínar. Vitanlega átti hér mikinn hlut að máli, að mannúð- legri viðhorf til refsinga voru að ryðja sér til rúms og eins hitt, að með árunum gerðist sífellt erfiðara að fá þokkalega böðla til starfa. Þessara breytinga sér þegar stað árið 1734 er ákvæði Jónsbókar um að þjófar skyldu hengdir voru af- lögð; áður voru menn hýddir fyrir fyrsta brot, brennimerktir fyrir annað brot og kaghýddir fyrir fjórða brot en hengdir fyrir stór- þjófúað í annað sinn. Samkvæmt Norsku lögum sem þá tóku gildi skyldi stórþjófnaði í annað sinn og smáþjófnaði í fjórða sinn refsað með kaghýðingu, brennimerkingu og ævilangri þrælkun. íslenskir glæpamenn virðast hafa misskilið þessa linun refsinga lítilsháttar því svo er að sjá sem glæpum hafi fjölg- að í kjölfarið og enda mörg harðær- in um miðja 18. öldina. Tóku sýslu- menn sig að endingu saman og sendu konungi bænarskrá um að fá að hengja þjófa á nýjan leik, en fengu ekki. Um þetta leyti voru í farvatninu ráðagerðir um að reisa betrunarhús í Reykjavík og var ákvörðun þar um tekin árið 1759; eftirleiðis skyldi vera óheimilt að kaghýða né brennimerkja án þess að það væri fyrst borið undir konung. Magnús Gíslason amtmaður lagði meðal annars til að sakamönnum væri gefinn kostur á að leysa sig undan brennimarki og hýðingu með vinnu við fangelsisbygginguna. Typtunarhúsið var tilbúið árið 1770 og höfðu hérlendir bófar lagt margar vinnustundir í bygginguna, þótt ekki verði sagt að þeir hafi unnið þar óeigingjarnt starf. Bygg- ingin stendur enn við Lækjargötu í Reykjavík og er nú kallað Stjórnar- ráðshúsið. Með tilkomu hegningarhússins breyttust dómar mikið í þá átt að sakamenn voru fremur dæmdir til fangelsisvistar um lengri eða skemmri tíma. Var ekki frítt við að sums staðar væri öfundast út í fangana í typtunarhúsinu við Arn- arhól; þeir voru búsettir í einu af örfáum steinhúsum landsins á meðan þorri manna hírðist í torf- kofúm og munu fangarnir oftast hafa haft þokkalegt að éta en al- múginn snapaði gams. Fjölmörg börn komu undir í fangelsinu og föngum voru kennd börn víða í ná- grenninu, og stundum var kvartað yfir drykkjuskap í fangelsinu. Fang- arnir nutu nokkurs frelsis og stunduðu meðal annars sjó- mennsku eða réðust i vistir í ná- grenninu. Fýlan í garð tugthúslimanna kemur glögglega ffam í bréfi sem Halldór Jakobsson sýslumaður rit- aði árið 1771 þegar fangelsið hafði starfað um eins árs skeið. Hann segir m.a.: Sagt er að sakafólkið hafi aflað þar barna, grœði penitiga og jjármuni út undan, gangandi fyrir utan alslags járn, opsyn [þ.e. eftirlit] eður eftir- rekstur sem vinnumenti eður frjálsir ráðsmenn þeirra fyrir sunnan, eig- andi kjör og kosti miklu ypparlegri en frómur og fátœkur almúgi. Hver einn letitigi getur nú svo vel svarað sínutn húsbónda eður hústnóður: Betra er að vera í tugthúsinu en hjá þér. Égvildifara þangað... Er ekki ósennilegt að við þessa skipan mála hafa margir hugsað hlýlegar til böðlanna en nokkru sinni fyrr og refsinga sem þeir lögðu á glæpamenn. Enda þótt hegningarhúsið við Arnarhól væri tekið til starfa var ekki svo að skilja sem böðulsemb- ættin legðust af; að vísu var orðið dauflegt í hálshögginu, Guðmund- ur Ketilsson sem hjó Agnesi og Friðrik árið 1830 annaðist síðustu opinberu aftökuna á tslandi, en landsmenn voru hýddir alla 19. öld- ina. Undir aldarlok má hins vegar heita að almenningsálitið í landinu hefði snúist gegn líkamlegum refs- ingum. Landsmenn höfðu þá orðið meira álit á að þeir, sem skrikuðu fótur á þröngum vegi hins dyggð- uga lífs, væru dæmdir til refsivistar upp á vatn og brauð, og settu ekki lengur fyrir sig hið ljúfa líf innan fangelsisveggjanna. Af hagleiksmönnum Líklega kemur það dálítið flatt upp á flesta að ffétta, að líflátshegn- ing hafi verið í íslenskum lögum fram til 1928 og húðlát lögboðin refsing allar götur til 1940 er ný hegningarlög tóku gildi. Vitanlega var, þegar hér kom sögu, einasta um dauða lagabókstafi að ræða (einhvers staðar þykist ég hafa lesið að Steindór Gunnarsson í Stein- dórsprenti hafa síðastur hlotið op- inbera flengingu í Steininum eftir aldamótin). Líkamlegar refsingar og þá um leið embætti böðulsins eru vitnisburður um veröld sem var, gerólíkt samfélag því sem við þekkjum; okkur finnst til dæmis varla við hæfi að tala um handlægni né hagleik þegar verið er að lýsa líf- láti, sem þó var sjálfsagt á fyrri tíð. Færsla í fógetabók Húnavatnssýslu um aftöku Agnesar og Friðriks ork- ar svo smekklaus á nútímafólk að við borð liggur að hún verði hlægi- leg: Eftir að presturinn, Jóhann Tóm- asson, hafði lokið áminningarrœðu sinni til sakamannsins Friðriks Sig- Fjölmörg böm komu undir ífangelsinu og föngum voru kennd böm víða í nágrenninu, og stundum var kvart- að yfir drykkjuskap í fangelsinu. Fangamir nutu nokkurs frelsis og stunduðu meðal annars sjómennsku eða réðust í vistir í nágrenninu. urðssonar, var höfuð hans tekið af með einu axarhöggi. Gjörði það bóndinn Guðmundur Ketilsson, sem til þess var af amtinu skipaður böð- ull, og fratndi hann þetta verk, sem honum var falið, með handlægtti og ódeigutn huga. Sakamaðurinn Agnes Magnúsdóttir, sem meðan á þessu stóð hafði verið geymd á afviknum stað, þar sem hún gat ekki séð til af- tökustaðarins, var því næst sótt, og eftir að aðstoðarpresturinn séra Þor- varður Jónsson áður tilhlýðilega hafði búið hana undir dauðann, var höfuð hennar líka afhöggvið af satna böðli og með sama hagleik og þeim, er að framan getur. © FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 27

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.