Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 39

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 39
Sérð þú muná Markúsi ogÁma? Óskar Guðmunds- son blaðamaður: „Mismunur þeirra á eftir að koma í Ijós. Ég held að pólitískar áherslur Sjálfstæðis- fiokksins miðist nú við þá samkeþþni sem hann hef- ur fengið. Þar skipta persónur ekki mestu máli." Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi: „Ekki afgerandi. “ Mörður Árnason ís- lenskufræðingur: „Annar er rúmlega á miðjum aldri en hinn er afyngri kynslóð. Mér þótti vera töggur i'Markúsi. Ég áeftir að sjá hvort hann fihnst líka í Árna. Pólitískt stendur Markús í raun og veru fyrir gamaldags konservatívisma. Aður en Arni setti uþp mjúka andlitið var hann hins vegar formaður Félags frjáls- hyggjumanna. “ Þorbjörn Brodda- son dósent: „Nei, í rauninni eru þetta menn afsama tagi. Pólitískt séð er svipur þeirra mjög líkur. “ Ensérðþú mun á Ingi- björgu og Sigrúnu? Óskar Guðmunds- son blaðamaður: „Já, ég sé pólitískan mun á þeim. Sigrún kemur úr hinni klass- ísku hreyfingu fram- sóknarmanna sem setti mark sitt á fyrrihluta aldar- innar. Ingiþjörg Sólrún er hins vegar afkvæmi, og hefur verið í forystu fyrir, þeirrar pólítísku hreyfingu sem setti mark sitt á vinstri hreyfinguna síðustu tvo áratugi. Þannig tengja þær sam- an fortíð, samtíð og framtíð hvor á sínum vallarhelmingi." Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi: „Já, Ingibjörg er mun vinstrisinnaðri en Sigrún. “ Mörður Árnason ís- lenskufræðingur: „Önnur er borgar- stjórnarefni en hin er einn af 30 frambjóð- endum á lista. “ "*-2 Þ°rbjörn Brodda- w son dósent: U „Já, þetta eru ólíkar konur. Ég held hins JXM ur að pólitískum mál- efnum muni þær greina lítið á. Þær eru svo ólikir pólitíkusar. “ © Maðurinn á hœkjunnifór ífýlu © Ungkratar vilja samfylkingu gegn ást Stöðvar 2 á íhaldinu tjórnmála- menn hafa misharðan skráp og það fer ekki alltaf eftir því hversu lengi þeir hafa verið í pólitík. Þegar Sighvatur Björgvinsson og Steingrímur Hermannsson áttu saman fund á Hótel Loftleiðum um umsókn þess síð- arnefnda um bankastjórastöðu Seðlabankans sagði Stöð 2 frétt af fundinum og birti mynd þar sem Sighvat- ur opnaði bílhurð fyrir Steingrími sem kom að- vífandi og studdi sig við hækju. Fréttamaðurinn, Karl Garðarsson, var að segja fréttina undir þessari mynd og sagði að „maðurinn með hækjuna“ hefði sótt um stöðu Seðlabankastjóra. Steingrímur tók þetta mjög óstinnt upp og hefur síðan ekki sinnt skilaboðum frá þessum Karli. Aðrir fréttamenn Stöðvarinnar geta náð tali að honum þegar þeir kjósa. En ekki Karl... Þar sem minnst er á Stöð 2 þá fór fréttaflutningur Stöðvarinnar af borgar- stjóraskiptunum í Sjálfstæðis- flokknum mjög fyrir brjóstið á stuðningsmönnum R-listans. Ung- kratar munu hafa undirt að fá ungliðasamtök hir minnihlutaflokkanna í borgarstjórn til að sam- þykkja áskorun til félag: hyggjufólks um að segj; upp áskrift að Stöðinni. Á miðvikudagskvöld ge fréttastofa Stöðvarinnar siðan bragarbót og birti kynningu á odd- vita R-listans, Ingibjörgu Sólrúnu GIsladóttur, í sama hetjustílnum og kynning á Árna sigfússyni hafði verið i/öldið áður. Eftir stendur óánægja ungkratanna I sérstakan fréttatíma í há- u á mánudag, viðtöl við ystumenn Sjálfstæðis- ís í beinni útsendingu á mánudagskvöldið og að yfirlýsing Ingibjargar um að hún væri borg- arstjóraefni R-listans nánast drukknaði í þessu öllu... Athugasemd vegna viðtals í eintaki 10. mars sl. Vegna greinar í eintaki 10. rnars með viðtali við mig er rétt að benda á eftirfarandi: Þeir sem hafa lesið athuga- semdir mínir í lesendadálkum blaða eða á íþróttasíðum að undanförnu hafa væntanlega tekið eftir því að þá er ég að segja frá staðreyndum eða að benda á að Skotsambandið hafi skýrt ósatt frá staðreynd- um. Ég legg yfirleitt ekki mat á staðreyndirnar heldur læt ég þær tala sínu máli. T.d. benti ég á það nýlega að keppandi hefði hlotið þriðja sæti í keppni þegar Skotsambandið var búið að skrökva því í íjöl- miðlum að hann hefði hlotið efsta sætið. Þar talaði stað- reynd en ekki mitt mat. Á árunum 1988 til 1991 voru vinir mínir í stjórn Skotfélags Reykjavíkur. Á þeim tíma tel ég að hatursherferð hafi verið í gangi gegn okkur af hálfu stjórnar Skotsambands ís- lands, t.d. voru lögleg met sem við settum ekki viður- kennd og ósannar skýrslur komu frá Skotsambandinu. Eftir að ný stjórn var kosin í Skotfélagi Reykjavíkur í mars 1991 gerðist sú stjórn banda- maður stjórnar Skotsam- bandsins í hatursherferðinni gegn okkur að okkur fannst, og eftir það hófum við að keppa fyrir UMF Aftureld- ingu og gerum það enn. Sér- stök skotdeild hefur ekki verið stofnuð í UMFA. Lesendur geta sjálfir t.d. lagt mat á þá staðreynd að þáver- andi íslandsmet mitt sett á Norðurlandameistaramóti fyrir níu árum í Staðlaðri skammbyssu, 550 stig, hefur enn ekki fengist innfært í skrá Skotsambandsins yfir íslands- met. Sama gildir um fleiri met min og vina minna. Skotsam- bandið gefur engar skýringar á því hvers vegna það vill ekki skrá þessi met. Skráin hefst við árið 1967 og ástæðan getur því ekki verið sú að metin séu of gömul. Er það kannski staðreynd að Skotsambandið skrái bara met eftir geðþótta? Carl J. Eiríksson ÉQ VEIT PAD EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON TÆKI VIKVNNAR Tæki vikunnar svæfir mann bæöi og vekur á blíðlegri hátt en maður hefur mátt hingað til venjast. Þetta er lítið handhægt taeki sem auðvelt er að ferð- ast með hvert á land sem er. Pegar notandi vill fara að sota stillir hann á eitthvert það hljóð sem honum hugnast að sofna út frá. Til dæmis á „sveitaóm" þar sem heyra má kurr f dúfum, væl í uglu uppi í tré, spangól í úlfi í fjarska, kvak í froski úti í tjöm og .skelli i engisprettu. Eða á „sjávamið” og sofna út frá því, gutli öldunnar við ströndina og léttu mávagargi. Þá er einnig boðið upp á suð sem sértræð- ingar hafa blandað saman eftir ítarlegar rannsóknir á áhrifum hljóða á syfju. Þetta suð má síðan blanda þannig að heyrist í þokulúðri í fjarska, urtubömum á stein og skipsklukkum hringja á mat niður í messa. En þetta undratæki svæfir mann ekki aðeins. Það vekur mann líka. Og ekki við neitt vélrænt ýlfur eins og vekjara- klukka heldur með hanagali, klukkna- hljóm og öðrum hljóðum sem fá mann til að líða inn í daginn. Að blóta Þorra...mat Ég veit það ekki. Þorrablót. Þetta árlega. Hvort maður eigi að fara. En fer. (Enfer). Auðvitað. Sniglaband- ið. Skúli Gauta bróðir Nínu og langborð fyrir 200 manns í nánd við Montparnasse. Þorrablótin í París hefjast á því að drukkin er kýr sem er hérlendur vinsæll bland- drykkur. Hvítvín og cassis 90/10 samkvæmt Sigmari B. Enda við hæfi að byrja á því að drekka kýr áður en maður étur rollu, sumir fá sér jafnvel asna með henni en svo fer allt í hund og kött, þegar menn fara að haga sér eins og svín. Hesta- skál er síðan drukkin undir morg- un á einhverjum slorbarnum í lest- arstöðvanánd. Svo vaknað daginn eftir eins og hörpuskel. 1 skel- þynnku. Af hverju eru engir sjávar- réttir á Þorrablótum? Landinn allt- af meira til sveita en sjávar, alla vega þegar sá mag-állinn er á hon- um, blessuðum. „Nei, blessaður!“ heyrir maður sjálfan sig segja hvað eftir annað og reynir að muna hvað sá blessaði heitir á meðan hann seg- ir: „Og þú ert alltaf hér.“ Já, alltaf hér, á Þorrablóti, að blóta Þorra sem eitt sinn þýddi fórnarhátíð en þýðir nú að blóta Þorra...mat. Úða í sig afkrulluðum höíðum, mauk- orðnum rófum og dindlum og dæsa svo seddulega. „Djöfull er þetta nú ógeðslega vont maður...“ Kannski ekki vont en að vissu leyti ógeðslegt. Maður stendur sjálfan sig að því að naga framan úr kind, sjúga úr henni augun og bíta undan hrúti. „Hefurðu farið í sleik við rollu?“ spyr baldinn gari á næsta borði um leið og maður ullar upp í sig sviðatungunni sem er hin eina og sanna íslenska tunga, eður hvað? „meeeeee...“ Verndun tungunnar fyrir lítið hér á Thorrabloti. Skúli segir „yes, I like it“ eftir hvert lag sem borðið syngur.“Ari dúaarí dúra dei...arí dúarí dára...“ Jónas Árnason all over og manni finnst það einhvern veginn svo þjóðlegt þetta „yess“, af því að maður er bara hress... Brennivín á borðinu og svona, og hákarlahúmor í gangi. Kæstur strókur út úr manni þegar maður er kysstur eftir matinn og svo fer viðrekstrarkviðan um salinn og eftir matinn, þegar allir eru bún- ir að ropa saman í kór að gömlum íslenskum sið. Fjöldasöngur. Fjöld- aropi. Þjóðlegt. Og fróðlegt, Frökk- um að sitja samdauna daunandi Is- lendingum og virða fyrir sér þetta fyrirbæri sem fjöldasöngur er, sér- staklega þegar stelpurnar stíga þéttriðnar af nælonsokkum upp á borðin og syngja „þetta er ekki ekki ekki þolandi“ að vera svona karl- mannslaus. „Vá!“ segja augu frans- manna, hingað íjölmenntir til að reyna að ná í nýja íslenska konu. Hina íslensku Konu. Kyrjandi kvennalistakyrju sem valsar um á borðum og stólum, er ekki í glasi heldur ofan í því upp að ökklum, og deyr síðan glæsilega við borð- sendann áður en ballið byrj- ar. Af barþjónum borin út af staðnum þar sem hún selur upp úr sér fyrra matvæli. Út á stétt. Þar sem kindin kemur upp í henni og út úr henni. Þeim verður lítið ágengt bless- uðum Frökkunum á jökkun- um, nú fremur en í fyrra, þeir verða að láta sér nægja sviðna tungu úr tvílembu norðan Húnaþingi í stað þess að fá upp í sig ekta íslenska aupair- tungu, ósviðna. I stað þess að komast undir kvenmannsrófu verða þeir að láta rófustöpp- una duga. íslensku stelpurnar mega ekkert vera að neinu svona, þær eru á dúndrandi fylleríi og það er fúll tæm djobb. Nordjobb. Þær vilja ekkert með franska karlpunga hafa, heldur vilja bara þessa gömlu góðu súr- suðu, óloðna. (Hinir forboðnu óboðnu ávextir.) Maður er í þess- um og þvílíkum pælingum (pælið í því) á miðju dansgólfinu, í miðjum húsdýragarðinum, og ér að reyna að dansa við...ja... ég veit það ekki...einhvers konar paradans sem líkist þó meira íslenskri glímu. Þeg- ar fullir íslendingar dansa á balli eru þeir í keppni, hvor geti dansað hraðar, fremur en þeir séu að tjá hug sinn til dansmakans á tilfínn- „Nei, blessaður!“ heyrir maður sjálfan sig segja hvað eftir annað og reynir \ að muna hvað sá blessaði heitir á meðan hann segir: „Og þú ert alltafhér.“ like it.“ En þarf upp á klóið, þar sem þetta kemur út úr mér: Kvölda tekur, sest er sól was the real rock’n roll, Johnny Hall and Matti Joch they could rock around the clock. David Stevens Beautywood everybody understood. Bólu Hjálmar Bayby Lotion brings me poetry in motion. Renni svo upp og renni mér aft- ur niður ú blússukösina, hvalavöð- una, en er von bráðar kominn und- ir hatt og himinn, í hönd sem leiðir mann framhjá líkunum fyrir utan og blótuðum Þorramat í snyrtileg- um ælupollum. Sjá, þarna glitrar á heillegan hrútspung. „Oui, la cult- ure islandaise est trés interessante.“ (Hátíðin endar á því að konur æla eistum.) Þorrablót? Ég veit það ekki... © T 0 71 ,.T.- *' ríkan hátt að dæmi suðlægari þjóða. Þarna sér maður skemmti- legan hælkrók og par á hausinn í laginu „Ég var að rúnta á ræfilsleg- um Ford fimmtíu og sjö...“ sem hljómar þarna í fyrsta sinn eins og þjóðvísa. Kveðskapur á Þorrablóti. Fjöldasöngur og popp.Rokkur og rokk. Jónas, Grímur Thomsen og svo Magnús Eiríksson. „Yess, I FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 39

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.