Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 19

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 19
Kleppsvegur 42 ÞAR sem fyrri glæpurinn var framinn „Það var óhapp að þeir skyldu hittast á þessum stað á þessum tíma og báðir undir áhrifum áfengis. “ Einnig lauk hann pungaprófi. Samfangi Þórðar af Hrauninu segir Þórð hafa reynst sér mjög góður vinur. „Hann var búinn að vera hér í þrjú ár þegar ég kom inn og hann reyndist mér mjög vel. Það er slæmt að sjá hvernig nú er komið fyrir honum. Þetta er kerfinu að kenna. Það er' sama hvort menn hafa setið inni í tvo mánuði eða 16 ár; þeir eru ekkert búnir undir að sleppa út. Doddi er þannig maður að ég bjóst við að hann myndi spjara sig. Ég geri ráð fyrir að hann taki nú út sinn dóm eins vel og hann gerði síðast. Ég reyni að taka eins vel á móti honum og ég get þegar hann kemur hingað aftur,“ segir fanginn en hann situr enn inni. Ætlaði að sigra heiminn „Doddi er óskaplega rómantísk- ur og kom mér mjög á óvart. Hon- um finnst neífiilega svo gaman að gleðja aðra,“ segir síðari eiginkona 18 ÁRA Á BÁT Á LAUGAVATNI „Barngóður maður og mikið fyrir útiveru." niður, eins og ákærði hafði haldið.“ Óskar fékk fjórar stungur í bakið og gengu þrjár á hol. Hann var lát- inn þegar lögregla kom á staðinn. Þórður fékk 13 ára dóm og sat hann inni í 7 ár. Sannað þótti með framburði vitna að Þórður hefði sagt að hann ætlaði að drepa Óskar. Góður vinur Dóttir Þórðar var ekki nema 6 ára þegar hún var farin að taka rút- una ein austur til að heimsækja pabba sinn. „Ég var auðvitað hrædd um að fangelsisvist Dodda hefði slæm áhrif á dóttur okkar en svo var ekki. Hún vildi alltaf vera bara ein með honum og kom alltaf glöð og kát til baka. Fangaverðirnir hjálpuðu henni að komast úr rútunni inn í hús í verstu byljunum,“ segir mamma hennar. Þau feðginin nutu líka ýmissa forréttinda. „Ég vildi ekki láta leita á mér og slapp við það. Einu sinni þegar hann átti afmæli fékk ég líka að fara með köku til hans. Ég fór í hverjum mánuði og stundum allt upp í þrisvar sinnum. Pabbi hefúr alltaf talað við mig eins og ég sé jafningi hans. Vinir mínir taka þessu vel og ég hef ekki orðið fyrir neinu aðkasti vegna pabba míns,“ segir dóttirin. „Doddi hefúr aldrei skammað dóttur sína. Hann talar frekar við hana og hefur mikla þolinmæði gagnvart henni,“ segir móðir henn- ar. Systir Þórðar segir hann hafa fengið fatadellu fyrir austan: „Hann var allt í einu farinn að liggja í Free- mans listum." Þórður notaði tímann meðan hann sat inni til náms og útskrifað- ist sem vélvirki og rennismiður. FIMMTÚÖAGUR 17. MARS 1994 19

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.