Eintak

Útgáva

Eintak - 07.07.1994, Síða 25

Eintak - 07.07.1994, Síða 25
ÁFENG^ KYNLÍF CX TRÚAR- BRÖGÐ Kynlíf Fegurð Trúarbrögð Ekkert Brennivín Skemmtun Smekkleysukvöld verður haldið í Venus á föstudagskvöldið þar sem fram koma tíu gæðabönd sem öll eiga lög á disknum Smekkleysa í hálfa öld. Meðal hljómsveita er Maus sem nýbúin er að taka upp myndband við lagið Skjár sem er á disknum. Maus er á leiðinni í hljóðver þar sem á að taka upp disk. „Við vitum ekki enn hvort við gefum hann út sjálfir eða fáum aðra til þess. Því er ekki enn ljóst hvað mörg lög verða á honum,“ segir Eggert Gíslason bassaleikari. Ásamt honum er í hljómsveitinni Páll Ragnar Pálsson gítarleikari, Daníel Þorsteinsson trymbill og Birgir Steinarsson gítarleikari og söngvari. Mausarar fást við ýmislegt í sum- ar og er Birgir leiðbeinandi í vinnu- skólanum, Eggert vinnur á bensín- stöð en Palli og Danni eru í bæjar- vinnunni sem Palli segir að mestu leyti vera sjálfboðavinna. Þegar Mausarar eru spurðir hvort grúppíur fylgi þeim líta þeir frernur vandræðalegir hver á ann- an. „Við viljum ekki særa stelpurnar sem koma á tónleikana okkar og kalla þær grúppíur,“ segir Birgir. Hann las bókina um flautuleikar- ann frá Hamelin þegar hann var yngri, en hún er um verktaka nokk- urn sem losaði bæjarbúa við rottur og þegar þeir vilja ekki greiða hon- um fyrir meindýraeyðinguna losar hann þá við öll börnin líka. ,Ætli hann hafi ekki bara verið fýrsti rokkarinn,“ segir Birgir. Smekkleysukvöldið hefst kl. 21:30 annað kvöld og stendur til kl. 2:00. Hver hljómsveit leikur í hálftíma og leika þær í þessari röð: Victory Rose, Los, Tjalz gizur, Yukatan, 2001, Curver, Maus, Olympia, Kol- rassa krókríðandi og Bubbleflies. Endað er á frægustu böndunum en hafið í huga, lesendur góðir, að skrifað stendur að þeir sem verða fyrstir verða einn daginn síðastir og þeir sem nú eru síðastir verða fyrst- ir. O Jóhann í kjólföt- unum Jóhann Álfþórsson kemur allt- af fram í kjólfötum þegar hann leikur á píanó fyrir fólk. „Ef maður ætlar að gera eitthvað á annað borð er eins gott að gera það með stíl,“ segir hann. Jóhann hefur skemmt gestum Lækjarbrekku með píanóleik að undanförnu. Hann nam píanó- smíði í Þýskalandi og vinnur við píanóviðgerðir og stillingar milli þess sem hann situr við píanóið. „Ég ætlaði mér alltaf að verða eitthvað en ég lenti í þessu,“ segir hann. „Ég stundaði píanónám sem patti en hafði ekki þolinmæði til þess. Ég kann þess vegna engar nótur en spila eftir eyranu.“ Jóhann heldur mikið upp á Gershwin og spilar aðallega rólega tónlist. Hann hefur spilað í List- dansskóla íslands og svo er hann gjarnan pantaður í ýmiss konar veislur. „Það er alls ekki leiðinlegt að spila bakgrunnstónlist og oft legg- ur fólk frá sér hnífapörin og klapp- ar. Það frnnst mér mjög gefandi," segir Jóhann. „Það er svo frábært að fá útrás við að spila á píanó.“ Elcki telur hann sig þó vera nógu færan til að geta haldið opinbera tónleika. „Ég er bara atvinnuglamrari," segir Jóhann. O % Maggi Legó úr Rósenberg-kjallaranum koma fram í Hressó kl. 22:00 og sjá um gleði fram eftir nóttu. Bláeygt sakleysi spilar á Gauki á Stöng i kvöld og er óvíst að margir leggi leið sína á Gaukinn til að hlusta á þá sveit. Jón Óafsson og hljómsveit veröa ásamt Ri- chard Scopie með Elo syrpu. Auk þess verður Hláturfélag Suðurlands með skemmtidagskrá. Frábærir nýir kokteilar. Það er aldeilis. BAKGRUNNSTÓNLIST Oli Stephensen leikur á flygilinn á Sólon Is- landus. Nú er hann á neðri hæðinni enda Klúbbi Listahátíðar lokið. L E 1 K H Ú S Hárið sýnt í Islensku óperunni kl. 20:00 i leik- stjórn Baltasars Kormáks. Davíð Þór Jónsson þýddi textann „Okkar sól á engan samastað..." UPPÁKOMUR Tónlistaruppákoma er það kallað sem vera skal á Hressó kl. 15:00. Leikið verður af fingrum fram. SVEITABÖLL Borgardætur og Sniglabandið veröa á Flugdögum á Egilsstöðum og spila á Hótel Valaskjálf langt fram á nótt. O P N A N I R Sigurður Kristjánsson opnar sýningu i Gall- erí Greip. Siguröur er elsti núlilandi myndlistar- maður landsins og jafnvel Erró státar ekki að slikum titli. Sigurður sem er fæddur 1897 sijgldi til náms út til Kaupmannahafnar árið 1918.1 Gallerí Greip verða jafnframt sýnd verk eftir Kristján Fr. Guðmundsson en hann hefur lifað og hrærst í myndlistarheiminum áratugum saman og notið tilsagnar færustu listamanna þjóðarinnar. Allar myndir á sýningunni eru til sölu, pælið i því. Sýningin stendur opin til 28. júlL Hermína Dóra Ólafsdóttir opnar fyrstu einkasýningu sina Hjá þeim á Skólavörðustígn- um. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og stendur sýningin út mánuðinn. í Þ R Ó T T I R Hjólreiðar I dag fer fram keppnin um Islands- meistaratitilinn í götuhjólreiðum. Keppnisleiðin liggur frá Reykjavík til Hvolsvallar en þó byrjar aðeins A-flokkur keppnina hér í borginni. Kl. tíu á laugardagsmorguninn verður ræst út á Ing- ólfstorgi. Keppt er í fjórum flokkum, A flokki, U- flokki fyrir unglinga, K-flokki fyrir konur og B- llokki lyrir byrjendur og er öllum frjálst að taka þátt. F E R Ð I R Utivist - Fimmvörðuháls-Básar Helgarferð 9.-10. júní. Gengið frá Skógum á laugardag með Skógá upp i Fimmvörðuskála þar sem gist verður. Á sunnudag er gengið yfir jökul og nið- ur í Bása. Brottför klukkan 9.00 á laugardags- morgun frá BSf. Útivist - Háfjallasyrpa 3. áfangi Dagsferö. Að þessu sinni verður gengið á Hvalfell fyrir botni Hvalfjaröar. Þægileg ganga sem reikna má með að taki um 6 klukkustundir. Ferðafélag íslands. Hvítárnes-Karls- dráttur, bátsferð Helgarferð 9.-10. júní. Gist í Hvítárnesi. Farmiðasala á skrifstofu Ferðafélags íslands. Ferðafélag íslands - Gönguferð á Heklu Dagsterð. Gengið verður frá Skjólkvium og tek- ur gangan fram og til baka 8 klukkustundir. Nánari upplýsingar hjá Ferðafélagi íslands. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp barnanna Hjólinu hans Dodda er stolið og Sól- veig fær bangsa Péturs að láni. 10.35 Hlé 14.55 Mótorsport 15.25 (þróttahornið 15.55 HM í knattspyrnu Spánn - Italía 18.20 Tákn- málsfréttir 18.30 Völundur 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Berti og búálfurinn 19.30 HM í knatt- spyrnu Bein útsending trá 8 liða úrslitum I Datt- as. 21.35 Lottó 21.40 Fréttir og veður 22.10 Spæjarar Framhatd á sjónvarpsmynd trá föstu- dagskvöldinu. Tvær konur komast að þvíað þær eru gittar sama manninum og leita helnda. ■ 00.00 Óði-Max - Handan Þrumuhvolfs- ins. Mad Max: Beyond the Thunderdome. Þriðja myndin í Mad Max myndaflokknum. Þessi er ekki eins góð og tvær fyrri myndirnar en þó er gaman að fylgjast með Mel Gibson og Tinu Turner. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Komi til framlengingar í leikjunum á HM í knattspyrnu raskast þeir liðir sem á eft- irkoma. STÖÐ 2 09.00 Morgunstund 10.00 Denni dæmalausi 10.25 Baldur búálfur 10.55 Jarð- arvinir 11.15 Simmi ogSammi 11.35 Eyja- klíkan 12.00 Skólallf í Ólpunum 12.55 Gott á grillið 13.25 Geggjaður föstudagur Jodie Foster í mynd um unga stúlku sem lendir i lík- ama móðursinnar. 15.00 Aftur til Bláa Lónsins Return to the Blue Lagoon. Fyrri myndin haíði sinn sjarma en þessi er ömurleg. 16.40 Reimleikar WaltDisneymynd frá 198817.55 Evrópski vinældalistinn 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 20.00 Falin myndavél 20.25 Mæðgur 20.55 Alltaf vinir Forever Friends. Afskapleg sæt og skemmtileg mynd um vináttu tveggja kvenna. Bette Midler er frábær og Barbara Hershey litlu slðri. 22.55 Játningar Confessions. Two Fac- T ó n 1 i i s t G a u k s ins næstu vik u FIMMTUDAGUR 7. júli FÖSTUDAGUR 8. júLÍ LAUGARDAGUR 9. júLÍ SUNNUDAGUR 10. júLÍ MÁNUDAGUR 11. júLÍ ÞRIÐJUDAGUR 12. júLÍ MIDVIKUDAGUR 13. júLÍ LIPSTICK BLÁEYGT BLÁEYGT MANNAKORN MANNAKORN LED ZEPPELIN LED ZEPPELIN LOVERS SAKLEYSI SAKLEYSI TÓNLEIKAR TÓNLEIKAR FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 25

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.