Eintak - 07.07.1994, Qupperneq 30
aM 11 i'i t-1:1
Bandaríkjamenn stóðu í Brössum á þjóðhátíðardeginum
Brasilíumenn betri
Brasilíumenn komust í hann
krappann á mánudagskvöldið þeg-
ar þeir mættu gestgjöfunum í sjötta
leik 16 liða úrslita HM í Bandaríkj-
unum. Bandaríkjamenn vörðust af
öllum lífs- og sálarkröftum og voru
greinilega staðráðnir í að selja sig
dýrt og veita snillingunum í brasil-
íska liðinu verðuga keppni.
I fyrri hálfleik var þó þegar ljóst
hvert stefndi. Eftir hættulegt færi
Bandaríkjanna strax á upphafsmín-
útunum fóru sóknir Brassanna að
þyngjast og þeir fóru að skapa sér
meiri og hættulegri færi. Romario,
markahæsti maður þeirra, fór illa
með nokkur ágæt færi, skaut í
stöng og þaðan af verra.
Rétt fyrir leikhlé dró til tíðinda.
Úti á hliðarlínunni vinstra megin
áttust við Leonardo hjá Brössum
og Bandaríkjamaðurinn Tab Ra-
mos. Eitthvað fór baráttan illa í
kappana og eftir handalögmál var
Leonardo vikið af leikvelli fyrir að
gefa Ramosi olnbogaskot í andlitið.
Ramos, sem fékk áminningu fyrir
atvikið, var borinn af leikvelli og
kom ekki aftur inn á.
í seinni hálfleik jókst þungi bras-
ilísku sóknarinnar enn þótt þeir
væru einum færri. Sem fyrr óð Ro-
mario í færum og oft munaði litlu
að illa færi fyrir Bandarikjamönn-
um, sem vörðust af kappi og
skeyttu minnstu um sóknarleik.
Varnarmaðurinn Alexei Lalas
stóð sig eins og hetja í leiknum og
hafði góðar gætur á Romario.
Það var síðan ekki fyrr en rúm-
um stundarfjórðungi fyrir leikslok
að Romario gaf gullfallega send-
ingu á félaga sinn Bebeto, sem
skoraði markið sem réði úrslitum.
Engum blöðum er um það að fletta
að Brasilíumenn voru sterkari aðil-
inn I leiknum og úrslitin voru
sanngjörn, en mörgum fannst
Brassarnir þurfa að hafa undarlega
mikið fyrir sigrinum og var Rai sárt
saknað á miðjunni, en Perreira
þjálfari ákvað að setja fyrirliðann út
'úr liðinu og láta Mazinho í hans
stað. „Mazinho er í góðu formi og
þetta var ákveðin tilraun,“ sagði
Perreira aðspurður um valið. Eins
er marga farið að lengja eftir tæki-
færi til að sjá undrabarnið Ronaldo
leika listir sínar inni á vellinum en
hann mun vera nokkuð laginn með
boltann. Perreira hefur látið hafa
eftir sér að þar sé lykilleikmaður á
ferð og þess vegna er fjarvera hans
nokkurt undrunarefni. ©
Alexei Lalas
horfir skelfdur á eftir boltanum á leið í markið eftir skot Bebeto. Og
upphaf marksins var að sjálfsögðu gullfalleg sending frá Romario.
STORI DOMUR
FIMMTUDAGUR 7. JULI 1994
gerði þá að toppdómurum, það er
að segja af tilfmningu fyrir leikn-
um og „common sense“.
En hverjir hinna 24 útvöldu
dómara á HM ‘94 eru ennþá
„syndlausir" og þar með líklegustu
kandídatarnir fyrir sjálfan úrslita-
leikinn? Frakkinn Joel Quiniou
hlýtur að teljast hafa góða mögu-
leika, en hann hefur sýnt mjög
trausta og yfirvegaða dómgæslu í
tveimur erfiðum leikjum, það er
leik Rússa og Svía, þar sem hann
dæmdi meðal annars tvær víta-
spyrnur sem venjulegir áhorfendur
þurftu nokkrar endursýningar til
þess að sannfærast um að væru
réttar, og síðan leik Bandaríkja-
manna og Brasilíumanna, þar sem
hann vék meðal annars hinum
annars frábæra bakverði samba-
drengjanna, Leonardo, afleikvelli
fyrir ruddalegt olnbogaskot. Dan-
inn Peter Michelsen, sem FIFA
valdi besta dómara heims síðastlið-
in tvö ár, hlýtur einnig að eiga góða
möguleika eftir nokkuð farsæla
dóntgæslu í leikjum Spánverja og
Suður-Kóreumanna og Hollend-
inga og íra. Þá eykur það vissulega
möguleika þeirra félaga að Frakkar
og Danir komust ekki í úrslita-
keppnina að þessu sinni. Af öðrum
líklegum kandídötum þá má ncfna
Ungverjann Sandor Puhl, Eng-
lendinginn Phil Don og Argcnt-
ínumanninn Francisco Lamol-
ina.
Sama hver þessara heiðurs-
manna síðan verður fyrír valinu þá
Gylfi ÞórOrrason
milliríkjadómari skrífar um
dómgæsluna á HM 94
vona ég að FIFA leyfi honum að
nota sinn persónulega stíl við
dómgæsluna en reyni ekki að fjar-
stýra honum eins og vélmenni með
því að mata hann á enn frekari fyr-
irmælum uni hvernig honum beri
að haga sér en hann hefur þegar
meðtekið. Nóg virðist kornið í
þeim efnum. Sem betur fer eru
dómararnir ekki allir steyptir í
sama mótið frekar en leikmennirn-
ir sjálfir, en leikreglurnar eru þó
öllum góðunt dómurum ljósar.
Túlkun þeirra byggist hins vegar á
mati viðkomandi dómara á að-
stæðum brota hverju sinni og þetta
mat verður aldrei hægt að sam-
ræma fullkomlega. Sá sem hnossið
hlýtur verður því fyrst og fremst að
treysta eigin dómgreind; dæma eft-
ir eigin sannfæringu og umfram
allt vera sjálfunt sér samkvæmur.
©
Rauða spjaldið Hvetjir fá það, leikmenn eða dómarar?
Mönnum kann að koma það
heldur spánskt fyrir sjónir að þrátt
íyrir að aukaspyrnunum í HM í
Bandaríkjunum hafi fækkað um að
meðaltali 11 frá því :,em var á Ítalíu
1990 (þ.e. úr 39 í 28 að meðaltali í
leik í riðlakeppninni) þá hafi gulu
spjöldunum á sama tínia fjölgað úr
sextíu í níutíu og þeim rauðu úr
þremur í sex. Aðalástæðan fyrir
þessari fjölgun er að sjálfsögðu
strangari fyrirmæli FIFA til dóm-
aranna, þannig að leikmenn vita
nú að ef þeir brjóta af sér þá eru
meiri líkur á því en áður að brot-
inu fylgi einnig refsing í formi guls
eða rauðs spjalds með tilheyrandi
leikbönnum. Þannig má færa gild
rök fyrir því að strangari dómgæsla
fyrirbyggi grófan leik. Færri frí-
spörk að meðaltali í leik hafa einn-
ig haft það í för með sér að „virkur
leiktími", það er að segja, sá tími
sem boltinn er i leik af 90 mínútna
leiktíma, hefur aukist úr um það
bil 50 mínútum á Ítalíu 1990 í um
það bil 61 mínútu nú (að meðaltali
í leik í riðlakeppninni). Af ofanrit-
uðu mætti því í fljótu bragði draga
eftirfarandi ályktun: Strangari
dómgæsla = færri leikbrot = bolt-
inn lengur í leik = fleiri mörk =
skemmtilegri leikir.
En þessi ströngu fyrirmæli og
stöðugar áherslubreytingar FIFA á
þeim virðast hafa sett allt of mikla
pressu á eina áhugamanninn sem
eftir er i knattspyrnunni á HM,
nefnilega dómarann. FIFA hótaði
því fyrir keppnina að þeir sem ekki
stæðu sig í stykkinu yrðu sendir
heim og nú að loknum leikjum 16
liða úrslitanna hafa nokkrir þegar
hlotið rauða spjaldið, þar á meðal
þeir Röthlisberger og Pairetto,
sem báðir þóttu líklegir kandídatar
fýrir sjálfan úrslitaleikinn. Röthlis-
berger dæmdi ekki vítaspyrnu í
leik Þjóðverja og Belgíumanna og
Pairetto dæmdi aukaspyrnu fýrir
utan teig fyrir brot sem virtist vera
framið fyrir innan teig í leik Arg-
entínumanna og Rúmena. í báð-
um tilfellum taldi FIFA jafnframt
að rauða spjaldið hefði átt að fýlgja
með í kaupunum. Gífurleg pressa
var því sett á dómarana sem
dæmdu tvo síðustu leikina í 16 liða
úrslitunum, það er Mexíkóann
Brizio Carter, sem dæmdi leik
Itala og Nígeríumanna, og Sýr-
lendinginn Al-Sharif, sem dæmdi
leik Búlgara og Mexíkóa, en hana
virtust hvorugur þeirra þola. Cart-
er rak Italann Zola út af fyrir að
því er virtist engar sakir, en sleppti
síðan landa hans Maldini fyrir
gróft brot, og Al-Sharif dæmdi
vítaspyrnu á Búlgara sem vakti
furðu flestra, auk þess sem hann
rak út af sinn leikmanninn úr
hvoru liðinu fyrir saklaus brot.
Báðir höfðu þessir dómarar dæmt
leiki í riðlakeppninni og fengið
mjög góða dóma fyrir frammi-
stöðu sína þar. Menn hljóta því að
leiða hugann að því hvort þessi ít-
arlegu og síbreytilegu fyirmæli
FIFA til dómaranna geri þeim ekki
ókleift að dæma á þann hátt sem
„Þessi ströngu fyrirmæli og stöðugar áherslu-
breytingar FIFA á þeim virðast hafa sett allt of
mikla pressu á eina áhugamanninn sem eftir er
íknattspyrnunni á HM, nefnilega dómarann. “