Eintak - 07.07.1994, Page 31
Nígeríumenn hársbreidd frá fjórðungsúrslitum
ítalir grétu af gleði
Það voru ekki tár vonbrigða sem
láku í stríðum straumum niður
kinnar ítalskra leikmanna jafnt sem
áhorfenda á Foxboroleikvellinum á
þriðjudagskvöldið, heldur tár ein-
skærrar gleði. ítalir voru komnir
áfram í átta liða úrslit HM og sigur
hafði unnist á frábæru liði Nígeríu-
manna. En tæpara mátti það ekki
standa.
Leikurinn var spennandi og
skemmtilegur á að horfa. Nígeríu-
menn voru greinilega staðráðnir í
að flaska ekki á lélegum varnarleik
og því voru þeir rólegri í sókninni
en í undanförnum leikjum. Þeir
tóku þó forystuna í fyrri hálfleik
með ágætu marki Daniels Amok-
achi eftir varnarmistök Costac-
urta í vörn ítalanna.
I seinni hálfleik gerðist fátt
markvert framan af. ftalirnir voru
mun meira með boltann en ógn-
uðu lítið og Nígeríumenn virtust
ekki vera í teljandi vandræðum.
ítalski þjálfarinn Arrigo Sacci sá
að eitthvað varð að gera og skipti
inn á Gianfranco Zola fyrir Sig-
nori. Zola var ekki búinn að vera
lengi inn á þegar hann fékk reisu-
passann fyrir að því er virtist lítið
brot.
Þrátt fyrir að vera einum færri
tókst ítölum að herða pressuna enn
og Ioks tveimur mínútum fyrir
leikslok jafnaði Roberto Baggio
með góðu og hnitmiðuðu skoti rétt
utan markteigs. Staðan var því
sanngjarnt orðin eitt mark gegn
einu og því var framlenging óum-
flýjanleg.
í framlengingunni voru ítalir
sterkari og rétt fyrir leikhlé fram-
lengingarinnar skoraði Baggio ann-
að mark sitt úr víti eftir að gróflega
hafði verið brotið á bakverðinum
Benarifo. Skömmu seinna voru
Nígeríumenn nálægt því að jafna
þegar einn þeirra fékk boltann
óvænt á markteig en nýtti ekki gull-
ið færi.
Niðurstaðan var því tiltölulega
sanngjarn sigur ftalanna og Níger-
íumenn halda heim á leið en ljóst er
að í keppninni að fjórum árum
liðnum mun reynast erfitt fyrir
önnur lið að ráða við sterka og
leikna leikmenn liðsins. O
Eftir herfileg varnarmistök Terry Phelan náði Marc Overmars til boltans og sendi glæsilega fyrirgjöfá Dennis Bergkamp sem skoraði af
miklu öryggi. Fyrra mark Hollendinga var staðreynd.
Hollendingar betri en írar
Sanngjamt en leiðinlegt
Eftir fjóra fyrstu leikina í sextán
liða úrslitum heimsmeistarakeppn-
innar þótti leikur fra og Hollend-
inga í Orlando á mánudaginn held-
ur bragðdaufur og leiðinlegur. Það
ætti þó í raun ekki að koma á óvart,
írar leika breskan bolta en eiga i
erfiðleikum með að skora mörk en
Hollendingar leika illa en skora þó.
Þessi leikur var engin undan-
tekning frá þessu. Liðin virtust
jafnvíg úti á vellinum og það eina
sem skildi þau að og réði í raun úr-
slitum í leiknum var einstaklings-
framtak þriggja leikmanna hol-
lenska liðsins, manna sem geta ráð-
ið úrslitum.
Jack Charlton sagði eftir leik-
inn að betra liðið hafi sigrað. „Við
áttum í erfiðleikum með að skora
mörk en lékum ágætlega úti á vell-
inum. Ég get ekki verið annað en
sáttur við leik liðsins og því höld-
um við glaðir heim á Ieið.“
Bæði mörk leiksins voru skoruð í
fyrri hálfleiknum. Bæði komu eítir
mikilvæg einstaklingsframtök, hið
fyrra eftir herfileg varnarmistök
Terry Phelan þar sem Marc Ov-
ermars náði glæsilegri fyrirgjöf á
Dennis Bergkamp sem skoraði af
miklu öryggi. f seinna markinu,
sem kom rétt fyrir leikhlé, var mis-
tökum írska markvarðarins Pat
Bonner algjörlega um að kenna.
Miðjumaðurinn Wim Jonk þrum-
aði þá á markið af þrjátíu metra
færi en Bonner hélt boltanum ekki
og inn fór hann.
í seinni hálfleik sóttu frarnir
mun meira án þess að skapa sér
nein sérstök marktækifæri. Hol-
lendingarnir tóku þá óskiljanlegu
ákvörðun að bakka með aílt liðið
og leyfa frunum að stjórna miðju-
spilinu. Árangurinn varð linnulítil
stórsókn fra í öllum seinni hálf-
leiknum en þó verður að segjast
eins og er að broddinn vantaði í
sóknir Iranna, framherjarnir fengu
litla hjálp og markvörður Hollend-
inganna þurfti sjaldan að verja með
tilþrifum.
Hollendingar voru sanngjarnir
sigurvegarar þessa leiks. Hins vegar
er óhætt að setja spurningamerki
við áframhaldandi þátttöku þeirra í
keppninni. Liðið leikur afskaplega
brothættan varnarleik sem byggist
mikið á þversendingum og stjórn-
un Ronald Koemans. Þversend-
ingarnar misfórust með öllu í
leiknum og var óþolandi að sjá
hverja sendinguna á fætur annarri
fara beint í fætur mótherja. Eins er
fyllilega orðið tímabært að endur-
skoða varnarþátt Koemans, eins og
áður hefur verið vikið að hér í blað-
inu er honum lítill greiði gerður
með staðsetningu hans í vörninni
og verður áreiðanlega athyglisvert
að fýlgjast með því hvernig Hol-
lendingar taka á frískum og eld-
fljótum Brasilíumönnum um helg-
„ÉG FER Á PUTTANUM“
gæti Þjóðverjinn Stefan Effenberg verið að syngja með sjálfum
sér á þessari mynd. Effenberg lék heldur ósannfærandi með liði
Þjóðverja gegn Suður-Kóreumönnum um daginn og fór svo að
áhorfendur tóku að gera hróp að honum. Viðbrögð hans voru
þessi, fallegt bros og Ijótur fingur og árangurinn varð ókeypis far-
seðill heim á leið daginn eftir og útilokun frá frekari þátttöku í
keppninni.
Eftir að ítalarnir voru komnir hálfa leið út á flugvöll tókst
Roberto Baggio að renna boltanum undir vörn Nígeríu og í
bláhornið á markinu. Þar með tryggðu ítalarnir sér
framlengingu og síðar sigur.
Búlgarir koma enn á óvart
Stoichkov sterkur
og Mexíkó úr leik
Það er víst óhætt að segja að lið
Búlgaríu sé eitt þeirra liða sem hvað
mest hafa komið á óvart í keppn-
inni til þessa. Liðið leikur oft á tíð-
um bráðskemmtilega knattspyrnu
og gerir falleg mörk og þess á milli
verst það fimlega.
Búlgarir mættu Mexíkómönnum
i hörkuspennandi og stórskemmti-
legri viðureign á þriðjudagskvöld-
ið. Fyrirfram var búist við opnum
og spennandi leik og byrjunin var í
samræmi við það.
Það var lítið liðið af fyrri hálfleik
þegar Búlgarinn Hristo Sto-
ichkov hafði komið liði sínu yfir.
Markið kom eftir glæsilega send-
ingu inn fyrir flata vörn Mexíkó-
manna og Stoichkov brunaði fram
völlinn og þrykkti knettinum í net-
ið, glæsilegt mark og algjörlega
óverjandi lyrir Jorge Campos í
markinu.
Skömmu seinna voru Búlgarir
mjög óheppnir að komast ekki
tveimur mörkum yfir er Emil
Kostadinov átti glæsilega auka-
spyrnu í stöngina hjá Mexíkó. Eftir
þetta fóru Búlgarir nokkuð að gefa
eftir og Mexíkómenn komust affur
inn í leikinn. Um miðbik hálfleiks-
ins fengu þeir vítaspyrnu þegar
framherji þeirra Luis Roberto Al-
ves var felldur í vítateignum. Am-
briz skoraði örugglega úr spyrn-
unni og staðan var því orðin jöfn á
ný
I seinni hálfleik gerðist fátt
markvert utan tveggja vafasamra
brottvísana. Dómarinn var reyndar
alveg gríðarlega afkastamikill og
þau voru eitthvað á annan tuginn,
spjöldin sem hann hóf á loff.
Það var því ljóst að til framleng-
ingar þurfti að grípa og í henni
gerðist nákvæmlega ekki neitt.
Leikmenn höfðu greinilega sætt sig
við að hlíta tilviljanakenndum úr-
skurði og úrslitum vítapyrnu-
keppni og því voru sóknir liðanna
bæði fáar og ómarkvissar.
Því var vítaspyrnukeppnin óum-
flýjanleg og í henni höfðu Búlgarir
betur. Mexíkómenn brenndu
þremur fýrstu spyrnum sínum en
Búlgarir aðeins einni. Það var því
vítaskyttan lordan Letchkov sem
tryggði liði sínu farseðilinn inn í
fjórðungsúrslitin þar sem liðið
mun mæta heimsmeisturum Þjóð-
verja. ©
Liðið mitt
Páll Pétursson
alþingismaður
Það vill nú svo illa til að liðið
mitt er dottið út. Það var Níg-
ería. Mér finnst þeir spila
skemmtiiega knattspyrnu og
gaman að horfa á þá. Ég á
ekkert sérstakt uppáhaldslið
lengur. Ég geri ráð fyrir að
Þjóðverjar vinni. Þeir spila
taktískt og skynsamlega en
ekki skemmtilega að sama
skapi. Kalla þeir það ekki iðn-
aðarfótbolta?
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994
Sport
31