Eintak - 07.07.1994, Page 35
Vatnaskil í keppni þeirra bestu
Hveijir hafa
staðið sig best?
Nú þegarsextán lið halda heim á leið eftir keppni í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar og átta lið halda áfram til að kljást
um sjálfan trtilinn er við hæfi að Irta um öxl og rýna í frammistöðu einstakra leikmanna. Roger Milla og Satvatore Schillachi voru menn
keppninnar fyrir fjórum árum, en hverjir verða það nú? Oleg Salenko er tæpast maður keppninnar þrátt fyrir að hann hafi skorað fimm
mörk í einum leik. Ekki heldur Maradona vegna lyfjamála og enn hefur Roberto Baggio ekki sýnt það sem búist var við af honum.
EINTAK velur fimmtán bestu menn HM, enn sem komið er. Auðvitað eru skoðanir skiptar og margir sem gætu komist í liðið
em þar ekki en þannig er nú einu sinni boltinn...
Gheorghe Hagi
Hefur aldeilis slegið í gegn á
HM ‘94 og er endanlega búinn
að sanna sig sem einn af bestu
leikmönnum heims. Hefur skor-
að þrjú mörk íkeppninni og
hefur þar að auki „búið til“ hin
fyrir félaga sína. Rúmenar eru
nú á nýjum slóðum í fjórðungs-
úrslitum og í Rúmeníu vilja
menn gera Hagi að forseta.
Martin Dahlin
Framherjinn, sem sænska liðið
hefur alltaf vantað. Einhver til
að reka pottþéttan endahnút á
sóknirnar, einhver, sem býr til
mörk upþ á eigin spýtur.
Romario
Besti maður Brassanna hingað
til og einn af mönnum keppn-
innar til þessa. Sumum finnst
hann einum of kærulaus, en
engum dyljast ótrúlegir hæfi-
leikar og sköpunargáfa. Hvort
hann verður maður keppninnar
veltur mikið á gengi liðsins alls.
Hristo Stoichkov
Þessi frábæri framherji hefur nú
leitt lið Búlgara inn á nýjar víddir
í knattspyrnunni með því að
koma því í fjórðungsúrslitin.
Ótrúleg barátta hans og mark-
heppni hefur leitt til fjögurra
geysimikilvægra marka og án
hans væri liðið lítils virði.
Alexei Lalas
Loksins kom varnarmaður.
Bandaríkjamenn eiga örugglega
einn besta varnarmann heims í
dag og hann lítur út eins og
írskur geithafur. Lalas er skyn-
samur leikmaður og mjög ógn-
andi íloftinu.
Fernando Hierro
Spánverjar eru mættir með
gjörbreytt lið og stundum er
hrein unun á að horfa. Leikgleð-
in er í fyrirrúmi og Hierro hefur
leikið þeirra best. Samt gætu
fleiri verið á þessum stað.
Michael Preud’homme
Frábær markvörður með Belg-
um og líklega sá besti í heimin-
um í dag. Ótrúleg markvarsla
hans á krítískum augnablikum
tryggir honum þetta sæti og í
raun ætti það að vera ofar.
Alain Sutter
Sýndi það og sannaði að hann
er ómissandi fyrir svissneska
liðið. Spilaði frábærlega gegn
Rúmenum, en þegar hann
meiddist sþilaði liðið allt illa og
var lítt ógnandi.
Dennis Bergkamp
Hollendingar eru enn inni og
það er ekki síst Bergkamp að
þakka. Hann er mikill snillingur í
að nýta færin sín og falleg mörk
hans íkepþninni hafa haft mikið
að segja.
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994
JURGEN KLINSMANN
Þýska liðið hefur getað reitt sig
á snilli Klinsmanns þegar á hef-
ur þurft að halda. Fjögur stór-
kostleg mörk tryggja sess hans
og líklega er tími Klinsmanns
kominn. Þýska liðið virðist nú
einnig vera að rétta úr kútnum
og því á mörkum hans eftir að
fjölga.
Daniel Amokachi
Nígeríumenn hafa svo sannar-
lega undirstrikað að eftir þeim á
að taka og að fjórum árum iiðn-
um verður kannski fátt sem
stöðvar þá. Amokachi var einn
besti maður liðsins íkeppninni,
var duglegur og gerði oft fal-
lega hluti.
Guiseppi Signori
Hefur reyndar leikið upp og of-
an íkeppninni. Átti sannkallað-
an stórleik gegn Norðmönnum,
þar sem hann leiddi liðið einum
færri til sigurs í ákaflega mikil-
vægum leik. Er frábær þegar
hann fær almennilegt tækifæri
til þess.
Diego Armando Maradona
Af hverju gerði hann þetta? Eftir
að hafa spilað eins og engill og
gert lið Argentínumanna að sig-
urstranglegu liði þurfti þetta að
gerast. Menn voru þegar farnir
að tala um hann sem mann
keppninnar og kónginn, sem
snúinn væri aftur. Samt er hann
íþessum hóþ því enginn getur
tekið snilldina frá honum.
Oleg Salenko
Hann gerði það sem engan ór-
aði að hægt væri að gera á HM.
Gegn Kamerúnum gerði hann
fimm afsex mörkum Rússa og
gerði það að verkum að allt í
einu áttu Rússar möguleika á
þvíað komast áfram. Það brást
og því fer hann varla ofar en
þetta.
Ortega
Fær sæti meðal allra stjarnanna
vegna þess að hann á það skil-
ið. Enginn hefur leikið jafnvel og
hann miðað við tíma og tæki-
færi. Var hent inn í lið Argentínu
til að fylla skarð kóngsins sjálfs
og komst frábærlega frá því. Er
greinilega mjög leikinn með
knöttinn og á örugglega ein-
hvern tímann eftir að verða í
peysu númer tíu.
SPAIR
Þorgrímur Þráinsson hefur kom-
ið víða við í lífinu. Hann var lengi
einn af okkar allra bestu knatt-
spyrnumönnum, var sem klettur í
sterku liði Vals og með landslið-
inu. Hann hætti þeirri iðkan fyrir
nokkrum árum og sneri sér í aukn-
um mæli að ritstörfunum.
Þorgrímur er ritstjóri íþróttablaðs-
ins og afkastamikill rithöfundur,
sennilega sá vinsælasti á landinu.
Hann hefur átt metsölubækurnar
nokkur síðustu árin og hyggur á
enn frekari skriftir á næstunni.
Þorgrímur gægist hér í kristalskúl-
una og rýnir í úrslit leikja kvöldsins
í fyrstu deildinni.
Stiarnan - FH 2:1
Stjarncm erþað vel spilandi lið að
það hlýtur að fara að sigra leik. FH-
ingarnir eru auðvitað gríðarlega
sterkir en liðið hlýtur að tapa leikj-
um eins og aðrir.
Þ6r - KR 1:2
Þórsararþurfa nauðsynlega að
vinna sigur í þessum' leik en ég sé þá
ekki vinna KR. KR-liðið er einfald-
lega allt of sterkt fyrir Þórsara og
það er alvcg Ijóst að Vesturbœing-
arnir eru komnir á beinu brautina.
Fram - ÍBV 3:2
Þetta verður árciðanlega hraður,
fjörugtir og skemmtilegur leikur.
Bæði lið geta dottið niður á tnjög
góða leiki og einnig mjög slœma.
ÍA - ÍBK 3:1
/ Ijósi síðustu atburða er Ijóst að
þetta verður tnjög merkilegur leikur.
Mér hefur fundist lið Keflvíkinga
eiga tnjög mikið inni en ég held að
Skagamenn séu einfaldega allt of
sterkir á heimavelli.
1. deild
Staðan ÍA 7 14: 2 17
FH 7 6: 2 16
KR 7 11 : 3 11
ÍBK 7 10: 7 8
Valur 8 8 :16 8
UBK 8 8:20 8
Þór 7 10: 8 7
Fram 7 11 :12 7
ÍBV 7 4: 6 7
Stjarnan 7 5 :11 4
Markahæstir:
Óli Þór Magnússon: 4
Tómas Ingi Tómasson: 4
Mihajlo Bibercic: 3
Ríkharður Daðason: 3
Valur - Breiðablik
1 :3
Sigurbjörn Hreiðarsson (89.) -
Grétar Steindórsson (11.),
Rastislav Lazorik (34.), Arnar
Grétarsson (90.)
, Lárus Sigurðsson - Davíð
j Garðarsson (Jón Grétar
Jónsson 79.), Kristján Hall-
dórsson, Guðni Bergsson,
Atli Helgason - Steinar Dagur Adolfs-
son, Hörður Már Magnússon, Ágúst
Gylfason, Eiður Smári Guðjohnsen -
Kristinn Lárusson, Einar Örn Birgis-
son (Sigurbjörn Hreiðarsson 56.)
Guðmundur Hreiðarsson -
Einar Páll Tómasson, Valur
Valsson (Vilhjálmur Haralds-
son 72.), Gústav Ómarsson
- Hákon Sverrisson, Rastislav Lazo-
rik, Arnar Grétarsson, Grétar
Steinmdórsson, Gunnlaugur Stefáns-
son - Jón Stefánsson, Kristófer Sig-
urgeirsson (Ásgeir Halldórsson 89.).
Áminningar:
Davíð hjá Val og Lazorik hjá Blik-
um.
Maður leiksins:
Rastislav Lazorik, UBK.
35
íporf