Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 21 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 897 4236 Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019 864 4820 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Marenia Kristín Hrafnkelsd. 475 6662 8606849 Búðardalur Aron Snær Melsteð 434 1449 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Helgi Týr Tumason 478 8161 864 9207 Egilsstaðir Þurý Bára Birgisdóttir 471 2128 8620543 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna S. Eiríksdóttir 475 1260 475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Erla Ösp Ísaksdóttir 848 5361 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 848 3397 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 4386858/8549758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjánss. 4366925 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Elísabet Sigurðardóttir 894 0387 464 1987 Hvammstangi Harpa Vilbertsdóttir 451 2455 892 0644 Hveragerði Sveinn og Erna 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 4878172/8931711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Hjörtur Freyr Snæland 486 8874 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 477 1124 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2650 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904 Patreksfjörður Sigríður Valdís Karlsdóttir 456 1119 456 1349 Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 456 1287 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488 892 0488 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Þórunn Snæbjörnsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 854 7488 Selfoss Sigdór Vilhjálmsson 846 4338 Seyðisfjörður GB Bjartsýn ehf, Birna 472 1700 897 0909 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Kristín Björk Leifsdóttir 452 2703 849 5620 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 430 1414 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Anna Elísa Karsldóttir 456 4945 Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655 Vestmannaeyjar Guðrún Kristín Sigurgeirsd. 481 3293 699 3293 Vík í Mýrdal Æsa Gísladóttir 867 2389 Vogar Una Jóna Óafsdóttir 421 6910 663 0167 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Þingeyri Hildur Sólmundsdóttir 456 8439 867 9438 Þorlákshöfn Íris Valgeirsdóttir 483 3214 8486214 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 468 1515 DREIFING MORGUNBLAÐSINS Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Staður Nafn Símanúmer Staður Nafn Símanúmer Styrkur til framhaldsnáms í mannréttindum Mannréttindastofnun Háskóla Íslands er rannsóknastofnun á sviði mannréttinda við Háskóla Íslands. Megintilgangur stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifingu á niðurstöðum þeirra og að styðja við kennslu á þessu sviði. Í þessu skyni styrkir stofnunin m.a. stúdenta til náms í mannréttindum. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands. Mannréttindastofnun auglýsir hér með styrk til framhaldsnáms í mannréttindum lausan til umsóknar, vegna námsársins 2005-2006. Umsóknir berist fyrir 1. mars nk.: Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Lögbergi við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir María Thejll, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, í síma 525 5203, netfang mariath@hi.is Einnig er hægt að sjá upplýsingar á www.lagadeild.hi.is MANNRÉTTINDASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS streita af því að fólk hefur ekki að- gang að skapandi verkefnum.“ En burtséð frá formlegri list- kennslu í skólum, hvað geta foreldrar gert sjálfir til að örva og gefa sköp- unarkrafti barna sinna lausan taum- inn? „Leyfa þeim! Hafa pappír, liti, skæri, lím, tuskur, garn, heftara … hafa þetta alltaf innan seilingar. Leyfa þeim að klippa, þau geta klippt niður bæklinga, allt þetta skrautlega sem kemur inn um lúguna, klippa þetta og setja saman með límstifti, búa til myndir. Og plastperlur, leyfa þeim að leika með perlur og búa til gjafir. Þau fá svo mikla útrás í þessu, að hugsa út einhver mynstur og setja saman liti, og þetta eru oft flókin og úthugsuð mynstur sem smákrakkar setja saman. Það er svo mikilvægt að það sé aðgengi að föndurdóti á heim- ilinu og svo dettur krökkum svo margt í hug. Mjög ung búa þau til sínar eigin grímur, oft mjög frum- stæðar, en það er alveg ótrúlegt hvað þau geta mikið. Eins er sniðugt að vera með kassa með einhverjum bún- ingum, sjölum og slæðum, pilsum, einhverju svona skrýtnu, og jafnvel bara efnisbútum sem þau geta sveip- að um sig. Og þá búa þau til leikhús. Eins ef þau hafa aðgang að hljóðfær- um eða einhverju öðru sem þau geta fengið hljóð úr, þá halda þau tón- leika. Þau tala kannski saman í kort- er og sýna svo það sem þau hafa und- irbúið, hreyfa sig, spila, syngja og dansa. Og þá er svo mikilvægt að horfa og hlusta, því þegar þau eru að tjá sig svona þá verða þau að fá at- hygli. Svo skiptir miklu máli að lesa. Það er til svo mikið af dásamlegum barnabókum. Og ef þau venjast því að það sé lesið fyrir þau, þá halda þau áfram að lesa. Það er kannski aðal- atriðið, að það sé alltaf sjálfsagt að þau hafi aðgang að efni til að skapa. Hvort sem það eru hljóð, orð, pappír eða litir. Listauppeldi snýst alls ekki um að ala upp atvinnulistamenn, því það að vera manneskja sem nýtur lista, fer á málverkasýningar, á tón- leika, les góðar bækur, þetta er svo mikið innihald í lífinu. Og það er mjög mikilvægt að byggja þennan grunn.“ Hugrekki gegn einelti Þegar þú skrifar og setur upp verk fyrir börn, ertu með það í huga varð- andi efnistökin og/eða framsetningu að verkið sé „fyrir börn“? „Auðvitað velur maður sögu sem höfðar til barnsins í manni sjálfum, sem manni finnst falleg og veit að börnin munu skilja. En barnasýning verður samt að vera í mörgum lögum. Það verður að vera eitthvað fyrir full- orðna fólkið líka, og það verður að vera eitthvað fyrir börn á öllu því ald- ursbili sem sýningin er hugsuð fyrir. Svo þarf allt sem er gert fyrir börn að vera svo rosalega gott. Auðvitað þarf allt að vera gott sem maður gerir, og ég er með tímanum farin að sætta mig við mína fullkomnunaráráttu, það sem ég geri það vil ég gera vel og þetta hef ég kennt börnunum mínum. Það skiptir ekki eins miklu máli hvað það er sem þú ert að gera, þú bara gerir það vel. Og það sem gert er fyr- ir börn þarf að gera sérstaklega vel.“ Hvað með boðskap? Reynir þú að koma einhverju sérstöku á framfæri til barna í verkum þínum? „Já, en óbeint náttúrlega og þá í einhvers konar dæmisögum. Eitt sem mér finnst til dæmis virkilega mikilvægt að börn læri er hugrekki. Þetta snertir meðal annars einelti í skólum. Ef börnin sem eru hlutlaus hefðu hugrekki til að standa með fórnarlambinu á móti þeim sem beita einelti, þá væri mun minna um það. Einelti á sér meðal annars stað vegna þess að það er fullt af börnum sem skortir þetta hugrekki, hugrekki til að standa með þeim sem minna mega sín, standa með því góða og því sem þau í raun og veru vilja standa með. Hugrekki hversdagshetjunnar er eitt af því sem ég reyni alltaf að hafa með í sögunum mínum. Að einhver, sem er kannski ekkert voðalega hugrakk- ur, sýni hugrekki gegn ofurefli. Og styrk, við eigum öll styrk.“ Vil sjá meiri tilraunamennsku í leikhúsinu Aðeins aftur að öllum þessum ólíku listgreinum. Leikhúsið og brúðuleik- húsið heillaði þig sem barn, tónlistin líka og svo fórstu í myndlistarnám … „Ég fór út í myndlistarnám því það var einhvern veginn alltaf eins og það væri aðalatriðið. En samt þurfti ég alltaf að vera að skipta mér af leik- húsinu og tónlistin var mér lífsnauð- synleg. Og í dag er mér til dæmis nauðsynlegra að fara á tónleika en á myndlistarsýningar. Og það er mér nauðsynlegra að fara á myndlistar- sýningar en í leikhús.“ Hver er þín skoðun á leikhúsinu hér og nú? „Ég vil sjá leikhús þar sem gerðar eru tilraunir með leikhúsformið, þar sem það er togað og teygt og forsend- unum, grensunum og þanþolinu ögr- að. Ég vil sjá tilraunir með aðferðir, með raddbeitingu og framsögn, til- raunir með mögulegar og ómögu- legar hreyfingar mannslíkamans. Um leið vil ég að leikhúsið sé skemmtilegt, uppbyggilegt og endi- lega pólitískt, það er að segja taki af- stöðu. Ég myndi vilja sjá meiri til- raunamennsku í leikhúsinu. Í ritlistinni, kvikmyndalistinni, nú- tímatónlistinni, myndlistinni og dans- inum er í meira mæli verið að gera slíkar tilraunir. Án þeirra verður engin þróun. Og þannig hafa listirnar þroskandi áhrif á þá sem njóta lista. Það er listauppeldi hinna fullorðnu.“ Og þá er líklega mikilvægt að byrja snemma, á börnunum? „Já, þá er náttúrlega best að byrja á börnunum!“ inn að betri heimi Morgunblaðið/Jim Smart Mist Þorkelsdóttir semur tónlist óperunnar Undir drekavæng, sem segir af fiðrildi og tígrisdýri sem kynnast hlutskipti hvort annars þegar fiðrildið verður stórt en tígrisdýrið lítið. Hér er tígrisdýrið í fangi fiðrildisins sem Marta G. Halldórsdóttir leikur. Við hlið hennar eru Örn Magnússon og Bergþór Pálsson í hlutverkum sínum. bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.