Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 25
styrksnefnd Reykjavíkur vinna sjálfboðastarf. Nefndin hefur löngum staðið fyrir fjáröflun en starfsemi hennar byggist þó ekki síst á gjöfum. Við erum afskaplega þakklátar öllum þeim sem gefið hafa til starfsins hér. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa styrkt okkur rausnarlega, fyrir jólin fengum við t.d. 10 milljónir króna frá Bónus og byggðist sú gjöf á 5.000 króna mat- armiðum. Væru fleiri en tveir í heim- ili fékk viðkomandi tvo matarmiða, en auk þess voru viðkomandi afhent- ar matargjafir og fatnaður. Í boði er hátíðamatur Íslendinga Í boði var hangikjöt með venju- legu meðlæti – hátíðamatur Íslend- inga, ís og ávextir, vel útilátið. Fyrir þá peninga sem inn komu keyptum við mat og fengum hann á afskaplega góðu verði,“ segir Ragn- hildur. „Þegar upp var staðið fannst okk- ur þetta fé nýtast betur svona. Einn- ig var í boði heilmikið af gjöfum, bók- um, leikföngum og fleira,“ segir Guðlaug Jónína.“ En hverjir eru það sem nýta sér fyrirgreiðslu Mæðrastyrksnefndar? „Það er nokkuð stór hópur fólks sem af einhverjum ástæðum býr við erfiðar kringumstæður,“ segja þær stöllur. „Sumir hafa misst ástvini eða lent í veikindum, aðrir eru atvinnulausir, enn aðrir í erfiðleikum sem hafa dregið úr þeim baráttuþrek og þann- ig mætti telja. Margar einstæðar mæður leita til nefndarinnar Talsvert margar einstæðar mæð- ur leita til okkar, sumar þeirra hafa ekki fjölskyldunet á bak við sig og eru illa launaðar eða atvinnulausar. Aldrað fólk á líka margt hvert erfitt með að lifa af ellilaunum sínum, eink- um þeir sem leigja. Erfiðleikar setja mark sitt á fólk og margir finna líka sárt til einsemd- ar. Mér virðist sem hópurinn, sem leitar eftir fyrirgreiðslu hjá Mæðra- styrksnefnd, sé að yngjast og einnig fjölgar öryrkjum – sá hópur er líka að yngjast. Okkar hlutverk er að veita fyrir- greiðslu fólki sem býr í Reykjavík, einkum mæðrum og börnum. En við höfum farið aðeins út fyrir þetta svið og miðum þá við að viðkomandi hafi börn á sínu framfæri. Í öryrkjahópn- um eru nokkrir karlmenn sem við höfum tekið ákvörðun um að veita fyrirgreiðslu, sumir þeirra búa í ná- grenninu og koma hingað oft. Við förum eftir reglum – en engin regla er án undantekninga. Oft er sem betur fer aðeins um tímabundna erfiðleika að ræða hjá þeim sem til okkar koma. Sumir sem eru í námi eru kannski illa settir í bili, sem og þeir sem eru atvinnu- lausir. En þegar úr rætist kemur sumt af því fólki sem fengið hefur fyrirgreiðslu hér og gefur til starfs- ins eða býður fram aðstoð. Slíkar heimsóknir eru mikið gleðiefni, bæði er gaman þegar vel gengur hjá fólki á ný og líka erum við ánægðar þegar við finnum að fyrirgreiðslan hjá okk- ur hefur verið mikils virði fyrir við- komandi.“ gudrung@mbl.is Þær Kristín Njarðvík og Halldóra Sigurbjörnsdóttir flokka föt. F.v. Anna Kristjánsdóttir, Steinunn V. Jónsdóttir og Magnea Tómasdóttir í eldhúsinu. Fremri röð f.v. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Halldóra Sigurbjörnsdóttir og Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir. Aftari röð f.v. Anna Kristjánsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, Steinunn V. Jónsdóttir, James Rice mannfræðingur, Kristín Njarðvík, Magnea Tómasdóttir og Margrét Kr. Sigurðardóttir. og um fóstureyðingar“, sem varð að lögum 1935. Þá voru fóstureyðingar hvergi leyfðar nema í Rússlandi og á Grikklandi ef líf móður var í stórri hættu. Í íslensku lögunum var gert ráð fyrir að fóstureyðingu mætti leyfa ef konan hefði alið mörg börn með stuttu millibili og af félagslegum ástæðum. Framfærslulög tóku gildi í ársbyrjun 1936. Með þeim áttu fátækraflutningar að vera úr sögunni og innheimta barnsmeðlaga var ein- földuð. Í þessum lögum kom loks að hinum langþráða ekknastyrk, en orðalagið var óljóst og olli deilum milli Mæðrastyrksnefndar og framfærslunefndar Reykjavíkur. Þótt lagabálk- urinn um framfærslu og alþýðutryggingar væri til bóta voru lögin stórgölluð að mati Mæðra- styrksnefndarkvenna, sem höfðu vakandi auga með framkvæmd þeirra og veitti ekki af. Fimm ekkjur stóðu í miklu stappi við framfærslu- nefnd og höfðu að lokum sigur, í framhaldi af því var Mæðrafélagið svokallaða stofnað. Mæðradagurinn festi sig fljótt í sessi í hug- um bæjarbúa en erfitt reyndist stundum á þessum haftatímum að fá að flytja blómin hingað frá útlöndum og kostaði bréfaskriftir og oft eftirgangsmuni við gjaldeyrisyfirvöld. Starfið á níunda áratugnum gekk vel Eftir því sem ríkidæmi Íslendinga jókst á eft- irstríðsárunum óx einnig þörfin fyrir aðstoð við fátæka. Í áranna rás þróuðust mál þannig að æ meiri vinna hlóðst á tiltölulega fáar konur þótt Mæðrastyrksnefnd væri fullskipuð. Farið er nú fljótt yfir sögu. Árið 1981 var Unnur Jónsdóttir kosin formaður Mæðra- styrksnefndar Reykjavíkur í stað Aldísar Bene- diktsdóttur og varð fimmta konan sem gegndi formennsku í nefndinni. Fyrsti formaðurinn var sem fyrr greindi Laufey Valdimarsdóttir, þá Guðrún Pétursdóttir og svo Jónína Jónsdóttir. Unnur tók við blómlegu búi að því leyti að fasteignir Mæðrastyrksnefndar tvær, að Njáls- götu 3 og Hagamel 19, voru metnar á rúmlega 1200 þúsund krónur. Sjálft starfið var í sömu skorðum og verið hafði um alllangt skeið; jóla- söfnun, úthlutun peninga og fatnaðar fyrir hver jól og sala mæðrablóms í maí, til ágóða fyrir orlofsdvöl kvenna á vegum nefndarinnar. Starfið á níunda áratugnum gekk vel og mik- ið safnaðist fyrir hver jól, nefndin fékk einnig fjárframlög frá ríki og Reykjavíkurborg. En heimilum sem þurftu fjárhagsaðstoð fjölgaði líka talsvert. Snemma árs 1993 barst Mæðrastyrksnefnd íbúð að gjöf frá aldraðri konu, Ástu Guðjóns- dóttur. Íbúðin var seld 1995 og andvirðið látið renna inn í jólasöfnun nefndarinnar að ósk gef- anda. Á útmánuðum 1980 hafði verið ákveðið að hætta að fá skólabörn til að selja mæðrablóm- ið, eins og gert hafði verið í nærri hálfa öld, en virkja félagskonur í sölustarfið. Um þetta leyti tók að gæta samkeppni við blómasala borg- arinnar sem farnir voru að selja blóm á mæðradaginn og loks mótmæltu þeir því að Mæðrastyrksnefndin fengi að selja lifandi blóm. Máli þessu lauk með sáttum. Nefndin hélt áfram að selja blóm á mæðra- daginn í mörg ár eftir þetta og fór ágóðinn í að greiða fyrir uppihald aldraðra kvenna í orlofs- dvöl á vegum Reykjavíkurborgar. Árið 1984 bauð Gísli Sigurbjörnsson, for- stjóri elliheimilisins Grundar, konum frá Mæðra- styrksnefnd að dvelja í húsum sínum í Hvera- gerði og gekk það svo til í mörg sumur. Manneskjan minnkar ekki þótt hún stríði við vandamál Fataúthlutun Mæðrastyrksnefndar hefur haft aðstöðu á nokkrum stöðum í miðbæ Reykjavík- ur en í byrjun árs 1991 óskaði Sigrún Bene- diktsdóttir, lögmaður nefndarinnar, leyfis til að svipast um eftir nýju húsnæði fyrir fataúthlut- unina. Reykjavíkurborg keypti húsnæði nefnd- arinnar að Hagamel 19 en nefndin keypti þess í stað götuhæð að Sólvallagötu 48. Æ meira barst af fatnaði til nefndarinnar en árið 1993 voru öll met slegin. En þörfin var líka mikil og var fataúthlutun einu sinni í viku allt árið og opið flesta daga fyrir jólin. Mæðra- styrksnefnd tók að standa fyrir flóamörkuðum með notuð föt í kirngum 1990. Mæðrastyrksnefnd hefur lengi gefið fólki kost á ókeypis lögfræðiaðstoð. Flest málin vörðuðu sifjamál. Lögfræðingar hennar voru m.a. Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir. Sigrún Benediktsdóttir starfaði fyrir Mæðra- styrksnefnd frá árinu 1984 allt til ársins 1999 er hún fór í framhaldsnám. Hún sagði grund- vallaratriði að hún ynni með konum en ekki fyrir þær. „Manneskjan minnkar ekki þótt hún eigi við einhver vandamál að stríða. Það skiptir geysilegu máli að setja sig ekki á háan hest,“ sagði Sigrún þegar hún rifjaði upp störf sín fyr- ir nefndina. Nú hafa aðrir tekið að sér lög- fræðiaðstoðina. Allan síðasta áratug sótti æ fleira fólk eftir fyrirgreiðslu Mæðrastyrksnefndar, stærsti hóp- urinn var þó einstæðar mæður sem höfðu fyrir að sjá allt upp í fjórum til sex börnum. Markmiðið að liðsinna mæðrum og bágstöddum Um miðjan áratuginn varð breyting á starfs- háttum Mæðrastyrksnefndarinnar. Árið 1995 var annarri grein laga nefndarinnar breytt þannig að „einstæðar“ var fellt út og greinin orðuð þannig: „Markmið Mæðrastyrksnefndar er að liðsinna mæðrum og bágstöddum“. Fyrir jólin 1999 bar jólasöfnunin minni árang- ur en verið hafði næstu árin á undan og varð nefndin að ganga á eigin sjóði til að geta veitt öllum sem leituðu til hennar einhverja úrlausn. Á aðalfundi 1999 var samþykkt að hætta al- veg sölu á mæðrablóminu, þar sem ekki væri lengur grundvöllur fyrir henni. Voru það nokkur tímamót, þar sem sala mæðrablómsins hafði sett svip á bæjarlífið í meira en 60 ár. Upp úr árinu 2000 varð mikil umræða um fátækt í samfélaginu og blandaðist Mæðra- styrksnefnd inn í þá umræðu. Æ fleiri leituðu eftir fyrirgreiðslu hjá nefndinni, svo eftir því var tekið og fréttir þar um birtar í fjölmiðlum. Enn eitt söfnunarmetið var sett fyrir jólin 2001, þá var fjöldi þeirra sem leitaði fyrirgreiðslu 1.335 og úthlutanir námu 11 milljónum króna, mest í matarmiðum. Úthlutun var á Sólvallagötunni hvern miðvikudag allt árið og fjóra daga í viku í desember. Biðraðir mynduðust og fengu 200 manns afgreiðslu þegar flest var. Mæðrastyrksnefnd hafði fyrir nokkru tekið að styrkja fátækar fjölskyldur vegna ferminga en árið 2002 fór nefndin að veita sjúkum fjár- hagsaðstoð til að leysa út lyf, var það gert í samvinnu við starfsfólk lyfjabúða. Haustið 2003 urðu deilur innan Mæðra- styrksnefndarinnar sem lyktuðu með því að Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður sagði af sér og við tók Hildur G. Eyþórsdóttir. Nýja stjórnin fékk góðar viðtökur hjá fyrirtækjum og einstaklingum þegar jólasöfnun hófst, rétt eins og endranær. Fé og matvæli streymdu inn og eru félagskonur fullar þakklætis fyrir þá rausn fyrirtækja og einstaklinga. Enn er þörf fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Evrópusambandið skilgreindi fátækt í sam- þykkt sinni 1984: „Þeir einstaklingar, fjölskyldur eða hópar skulu teljast fátækir sem búa við svo takmarkaðar bjargir (efnahagslega, menn- ingarlegar og félagslegar) að þeir eru útilokaðir frá ásættanlegum lágmarkslífsháttum sem tíðkast í þjóðfélagi þeirra.“ Meðan enn eru til hópar sem lifa við eða undir fátæktarmörkum um lengri eða skemmri tíma er þörf fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur. Nefndin starfar enda ótrauð að sömu markmiðum og sett voru fram við stofnun hennar fyrir hartnær 80 árum – að leggja þeim lið í samfélaginu sem stríða við fátækt og ein- semd. (Samantekt GG úr handriti að sögu Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur) á háan hest MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.