Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 gosdrykkurinn, 8 gjalds, 9 venja, 10 kjöt, 11 gæfa, 13 peningar, 15 stilltar, 18 vondan, 21 ríkidæmi, 22 kalviður, 23 sigruðum, 24 matarskrína. Lóðrétt | 2 leyfi, 3 röska, 4 sjúga, 5 lykt, 6 þvotta- snúra, 7 at, 12 spil, 14 reyfi, 15 ræma, 16 greppa- trýni, 17 hunda, 18 svelg- inn, 19 láðs, 20 að undan- teknu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gaufa, 4 hælum, 7 uggur, 8 lætur, 9 sót, 11 aumt, 13 árar, 14 ókátt,15 hagl, 17 alur, 20 áta, 22 fánýt, 23 gætin, 24 romsa, 25 agnir. Lóðrétt |1 gaupa, 2 ungum, 3 aurs, 4 holt, 5 letur, 6 múrar, 10 ófátt, 12 tól, 13 áta,15 hafur, 16 gónum, 18 látin, 19 Rún- ar, 20 átta, 21 agga. Sögufélag efnir til málþings næsta þriðju-dag milli kl. 13.30 og 16.30 vegna útgáfu áþriggja binda ritverki, Stjórnarráð Ís-lands 1964–2004, sem kom út í fyrra í til- efni af aldarafmæli heimastjórnar á Íslandi. Ákvörðun um samningu ritsins var tekin af stjórn- völdum árið 1999. Ritstjórn skipuðu Björn Bjarna- son (formaður), Heimir Þorleifsson og Ólafur Ás- geirsson, en ritstjóri er Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur. Ritið er hugsað sem framhald á tveggja binda verki Agnars Kl. Jónssonar, Stjórn- arráð Íslands 1904–1964, sem kom út árið 1969. Í bókunum er m.a. rakin þróun Stjórnarráðsins, litið yfir sögu ráðuneyta, fjallað um stjórnarmyndanir og samskipti innan ríkisstjórna auk stjórn- málaþróunar og fleiri hluta sem snerta íslenska stjórnmálasögu. Fjögur erindi verða flutt á málþinginu og síðan verða umræður um verkið. Helga Jónsdóttir borg- arritari fjallar um 1. bindi, Svanur Kristjánsson prófessor um 2. bindi og Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur um 3. bindi. Þá flytur Guðni Th. Jó- hannesson, sagnfræðingur og formaður Sagnfræð- ingafélags Íslands, erindi um verkið í heild sinni. „Þetta er opinber saga hins opinbera, en ekki kannski mikið um sérstakar opinberanir í því,“ segir Guðni um ritverkið. „Hins vegar er verkið auðvitað kærkomið fyrir þá sem hafa áhuga á sögu og samtíð Íslands og mikill fengur að því að fá svona rannsókn á umsvifum og vexti ríkisvalds- ins.“ Hvaða atriði standa upp úr á síðustu fjörutíu ár- um stjórnarráðsins? „Vöxtur hins opinbera hefur auðvitað verið mjög mikill. Stjórnarráðið árið 2004 er svo miklu umsvifameira en það var við upphaf þess tímabils sem er til umfjöllunar. Það er kannski eitt það helsta sem stendur upp úr. Í þessu sambandi má til dæmis nefna að einum manni, Agnari Kl. Jónssyni, var treyst til að skrifa sögu stjórnarráðsins 1904–1964 en til þessa seinna verks voru ráðnir sex höfundar. Það segir sitt.“ Hvað lærdóm getum við dregið af sögunni? „Einhver sagði – gott ef það var ekki Napóleon – að engir hefðu breytt gangi sögunnar jafnmikið og sagnfræðingarnir. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og með nýjum tímum koma nýjar áherslur og nýjar túlkanir. Hvað sögu stjórnarráðsins varðar sérstaklega, þá er kannski helst hægt að draga þann lærdóm að um leið og velmegun hefur aukist á Íslandi hafa umsvif ríkisins aukist. Hitt er svo annað mál hvort það hefur gerst vegna aukinna umsvifa ríkisins eða þrátt fyrir það.“ Stjórnmálasaga | Málþing um þriggja binda ritverk um sögu Stjórnarráðs Íslands Opinber saga hins opinbera  Guðni Th. Jóhann- esson er fæddur í Reykjavík árið 1968. lauk stúdentsprófi frá MR og tók BA-próf í sagnfræði og stjórn- málafræði frá Warwick University á Englandi 1991. Hann stundaði síðan nám í rússnesku og lauk MA-prófi í sagn- fræði frá HÍ 1997. Þá lauk hann doktorsnámi frá Queen Mary, Uni- versity of London árið 2003. Guðni hefur starfað sem fréttamaður og kennari í sagn- fræði. Hann er nú formaður Sagnfræðinga- félags Íslands. Guðni er kvæntur Elizu Reid og á hann eina dóttur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess hverju þú klæðist, fólk veitir þér athygli þessa dagana. Þú ert í sviðs- ljósinu. Fólk hlustar líka á það sem þú hefur fram að færa. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu það eftir þér að læra eitthvað nýtt. Þig langar til þess að víkka sjóndeild- arhringinn og fara í ferðalag. Hvernig væri að færa aðeins út kvíarnar? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert fullur af ástríðum upp á síðkastið, tvíburi góður. Rómantíkin liggur í loftinu. Þú lifir líka af ástríðu um þessar mundir. Þig langar til þess að fylgja eðlishvöt- unum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gættu þess hvernig þú tjáir þig við þína nánustu. Þú átt gott með að læra af sam- skiptum þínum við aðra. Fylgstu líka með því hvernig þeir fara að því að gera sig skiljanlega. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leggðu þig fram við að bæta skipulagið í lífi þínu. Þú finnur þig knúinn til þess að henda reiður á hlutunum um þessar mundir og hefur kraft til þess að fylgja því eftir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Komandi vikur verða lifandi og skemmti- legar. Vertu viss um að hafa tíma til þess að lyfta þér upp. Afþreying með börnum veitir þér sérstaka gleði núna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Umhverfi þitt hefur mikil áhrif á þig, þess vegna er heimilið þér afar mikilvægt. Þú þarft að eiga þér athvarf þar sem hlut- irnir eru í jafnvægi. Samræmi í litavali og mjúk handklæði eru gott dæmi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þig langar til þess að upplýsa einhvern um eitthvað sem er þér mikilvægt. Talaðu við náungann. Ekki síst systkini þín og ættingja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fylgdu eftir þínum snjöllu viðskipta- hugmyndum. Þig þyrstir sífellt í að auðg- ast á einni nóttu. Skyndiríkidæmi, skyndi- ævintýri og gleði! Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sólin og venus eru í þínu merki núna og þar af leiðandi áttu gott með að laða að þér fólk og tækifæri. Notaðu þetta hag- stæða andrúmsloft þér til framdráttar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Virtu þörf þína fyrir aukna einveru. Þú nýtur þín í félagsskap vina en þarft samt sem áður að taka það rólega á næstu vik- um. Láttu það eftir þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Trúðu nánum vini fyrir innstu draumum þínum og þrám, viðbrögðin gætu komið þér á óvart. Aðrir geta lagt þér lið við að ná takmarki þínu. Vertu opinn fyrir því. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þú kannt að leiða, leiðbeina, hafa áhrif, skemmta, kenna og útskýra fyrir öðrum. Þú hefur góða tjáskiptahæfileika, hefur líka gaman af því að sjá eitthvað verða að veruleika og býrð yfir framsýni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Útsala aukaafsláttur Félagsstarf Aflagrandi 40 | Verslunarferð í Hag- kaup Skeifunni 2. febrúar kl. 10, kaffi í boði Hagkaupa, rúta frá Aflagranda og Grandavegi 47. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð kl. 14, fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur kl. 20. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Færeyjarferð 24. maí til 2. júní. Ekið verður til Seyðisfjarðar. Siglt verður með Norrænu til Færeyja. Ekið um eyjarnar. Gist á Hótel Klaksvik og Hótel Hafnia. Nokkur sæti laus.Skráning í s. 588–2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Ferð í Borgarleikhúsið að sjá Híbýli vindanna kl. 20, Rútan fer frá Garðabergi kl. 19.30. Félagsstarf Gerðubergs | Á þriðjudög- um er m.a. postulínsnámskeið og perlu- saumur án leiðsagnar. Á fimmtudögum eftir hádegi er leiðsögn í myndlist og fjölbreytt föndur. Allar upplýsingar á staðnum, s.575 7720 og www gerdu- berg.is. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Þorrablót verður 4. febrúar kl. 17. Fordrykkur í anddyri. Myndlistarsýning Listasmiðju Hæðargarðs opnuð form- lega. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Guðný Anna Guðmundsdóttir. Minni kvenna. Minni karla. Söngur, dans og harm- ónikkuspil. Sölu miða lýkur 2. feb. Upp- lýsingar í síma 568-3132. Vesturgata 7 | Þorrablót verður föstud. 11. febrúar. Sigurgeir v/flygilinn, þorra- hlaðborð, veislustjóri Árni Johnsen. Örn Arnarsson skemmtir v/undirleik Jónasar Þóris. Fjöldasöngur. KKK syngja v/ undirleik Sigrúnar Þórsteinsd. Danssýn- ing. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Happdrætti, skráning og uppl. 5352740. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Sunnudagaskóli kl. 11. – Æskulýðsfélag kl. 20. Bessastaðasókn | Sunnudagaskólinn í sal Álftanesskóla kl. 11. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20.00. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587–9070. Háteigskirkja | Aðalfundur verður þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20 í Setrinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Munið fé- lagsgjaldið. Spilum bingó. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldursskipt barnakirkja á meðan samkomu stendur. Hægt er að horfa á beina útsendingu á www.gosp- el.is eða hlusta á fm. 102.9. Einnig er samkoma sunnud. áður á Ómega kl. 20. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Ljósmynd/Örn Þórarinsson Unaðsdalskirkja. Spekingarnir tala. Norður ♠G8532 ♥6 ♦ÁD8754 ♣3 Eitt er að kunna kerfið sitt, annað að velja réttu sögnina. Oft og iðulega koma tvær eða fleiri sagnir til álita og þá er fróðlegt að heyra álit meist- aranna. Dæmið að ofan er út tímaritinu The Bridge World. Þetta er sveita- keppni og allir eru utan hættu. Vestur er gjafari og vekur á Standard-laufi. Hvað myndi lesandinn segja með spil norðurs? Eitt og annað kemur til greina, en augljósu möguleikarnir eru einn tígull eða einn spaði. Af 30 spekingum í TBW völdu 18 einn tígul, en aðeins 3 einn spaða. Sex spekingar vildu stökkva hindrandi í tvo tígla. Nokkrir vildu segja þrjá tígla eða jafnvel passa. Heyrum rökin að baki: Nick Nickell: Einn tígull. Þetta eru mikil sóknarspil ef makker á „fitt“ og því borgar sig ekki að hindra með tveimur tíglum. Ég hyggst melda spað- ann næst þótt andstaðan sé komin upp í fjögur hjörtu. Howard Weinstein: Einn tígull. Ég á lengri og betri tígul en spaða, en ætla að melda spaðann ef ég fæ tækifæri til. Robert Wolff: Einn tígull. Látum Marshall Miles um það að segja einn spaða. Sjálfur sé ég enga ástæðu til að þegja yfir tíglinum. Marshall Miles: Einn spaði. Eina vonin í geim liggur í því að makker eigi fjórlit í spaða og því er best að koma litnum strax á framfæri. Ég er ekki nógu sterkur til að segja spaðann á síð- ari stigum. Al Roth: Tveir tíglar. Til að byrja með, en ég væri vís til að melda spað- ann síðar. Rétt og rangt? Það er ekki til, sem betur fer. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is SÝNINGUNUM Carnal knowledge og Gengið niður Klapparstíg lýkur í dag, en þær hafa verið uppi í Ný- listasafninu síðan í desember. Carn- al Knowledge er samsýning átta listamanna frá Norðurlöndunum og Perú. Díana Storåsen sýningar- stjóri lýsir þessum hópi sem sam- ansafni listamanna sem tjá sig ljóð- rænt af ævintýralegum feminísma sem á margan hátt túlkar styrkinn í konunni. Gengið niður Klapparstíg er nýr hluti yfirgripsmikillar mynd- verkaraðar sem heitir Ímynd borg- ar. Í heildarverkinu er reynt að sýna fjölbreytta mynd borgarinnar sem rýmis með aðferðum kvik- myndunar og ljósmyndunar. Nýlistasafnið er opið frá kl. 13 til 17 í dag. Sýningum lýkur í Nýló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.