Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Samband íslenskra banka-manna var stofnað 30. jan-úar árið 1935 og fagnar því70 ára afmæli sínu í dag.Sambandið byggðist upp- haflega á tveimur starfsmannafélög- um, Starfsmannafélagi Landsbank- ans sem var stofnað árið 1928 og Starfsmannafélagi Útvegsbankans sem var stofnað 1933. Að því er fram kemur í bókinni „Með oddi og egg“ um sögu stéttarfélaga á Íslandi, hóf SÍB þá þegar afskipti af hagsmuna- málum félagsmanna. Þannig var fyrsta málið sem kom til kasta þess ráðning bakara í starf gjaldkera í Út- vegsbankanum á Ísafirði. SÍB hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á fræðslu- og menntamál og hafði framan af ekki mikil afskipti af kjaramálum. Sambandið mótmælti þó hinu svokallaða dýrtíðarfrum- varpi ríkisstjórnarinnar árið 1943 og hóf á 6. áratugnum að gefa umsagnir og koma að undirbúningi reglugerða um störf og launakjör bankamanna. Árið 1978 fékk sambandið fullan samnings- og verkfallsrétt en sam- bandið hefur aðeins einu sinni gripið til verkfallsvopnsins. Það var í des- ember árið 1980 þegar SÍB hóf verk- fall til að mótmæla Ólafslögunum svokölluðu sem felldu úr gildi 3% launahækkun sem sambandið hafði þá nýlega samið um. Verkfallið stóð í fjóra daga, enda hafði sambandið þá fengið aftur umsamda launahækkun. Félagar SÍB eru starfsmenn allra viðskiptabanka og sparisjóða í land- inu og einnig þeirra félaga sem þessi fyrirtæki eiga, s.s. Reiknistofu bank- anna, Tölvumiðstöðvar Sparisjóð- anna, verðbréfafyrirtækjanna og fjármögnunarfyrirtækjanna. Þá eru starfsmenn Seðlabankans aðilar að SÍB og einnig starfsmenn Byggða- stofnunar. Alls eru félagsmenn SÍB um 3.900 talsins. SÍB er ekki aðili að heildarsamtök- um stéttarfélaga en tillaga þess efnis hefur verið felld á tveimur þingum sambandsins, síðast í fyrra. Friðbert Traustason hefur gegnt formennsku í SÍB frá árinu 1995. Hann segir sam- bandið ekki hafa goldið þess að vera utan heildarsamtaka stéttarfélaga. „Okkur hefur farnast vel að vera sjálfstæð og höfum fram til þessa ekki haft neitt til heildarsamtaka að sækja. Við erum í langflestum tilvik- um með betri réttindi en önnur stétt- arfélög og sumir félagsmenn eru hræddir um að þau myndu skerðast ef við gengjum til samstarfs við önn- ur stéttarfélög. Auk þess hefur það heldur ekki alltaf legið ljóst fyrir inn- an hvaða samtaka SÍB ætti best heima, þegar félagsmenn voru starfs- menn bæði einkabanka og ríkis- banka. Þetta væri þó ekki vafamál í dag, enda eru félagsmenn allir starfs- menn einkafyrirtækja og þess vegna ætti SÍB eingöngu samleið með ASÍ ef til þess kæmi.“ Standa vörð um réttindin Friðbert segir að hlutverk stéttar- félaga sé nú sem endranær fyrst og fremst að standa vörð um réttindi starfsmanna. Hlutverk og skyldur stéttarfélags séu þó mun fleiri og fjöl- breyttari. „Ég er þeirrar skoðunar að stéttarfélög eigi að semja um kaup og kjör fyrir hönd sinna félagsmanna upp að vissu marki, þannig að tryggt sé að kjör þeirra haldist í takt við hagvaxtarþróun og vísitöluþróun. Við höfum því lagt áherslu á að semja um launataxta og um 75% okkar fé- lagsmanna eru á launatöxtum. En þegar búið er að ávinna rétt- indin þarf stöðugt að standa vörð um þau. Það verður sífellt algengara að reynt sé að skerða réttindi starfs- fólks og stéttarfélögin þurfa í aukn- um mæli að standa á bak við sitt fólk varðandi til dæmis lögfræðikostnað og aðstoða það þegar það lendir í bar- áttu við launagreiðanda.“ Menntunarmálin sífellt mikilvægari Friðbert segir að SÍB hafi áunnið mjög góð lífeyrisréttindi fyrir sína fé- lagsmenn, sem og góðar líf- og slysa- tryggingar. Þá hafi sambandið verið í fararbroddi varðandi fæðingarorlof. „En sí- og endurmenntun er senni- lega sá þáttur í starfsemi stéttar- félaga sem breyst hefur hvað mest á undanförnum árum og áherslan á þennan þátt fer stöðugt vaxandi. Við erum til að mynda í mjög góðri sam- vinnu við bankana í þeim efnum, enda eru bankarnir sennilega þau fyrirtæki sem leggja hvað mest í menntamál. Um 2,5% af rekstrar- kostnaði bankanna liggja í sí- og end- urmenntun. SÍB hvetur félagsmenn sína ein- dregið til að nýta sér þá menntunar- kosti sem í boði eru innan sem utan fyrirtækjanna og styður fólk til menntunar á öllum stigum. Við erum til dæmis í samstarfi við Menntaskól- ann í Kópavogi um sérstaka fram- haldsskóladeild sem bæði er í stað- námi og fjarnámi fyrir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem vilja sækja sér sérhæfðar námseiningar á fram- haldsskólastigi. Einnig erum við í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Viðskiptaháskólann á Bifröst fyrir þá sem vilja sækja sér aukin réttindi eftir stúdentspróf. Jafnframt erum við í samstarfi við endurmenntunar- stofnanir Háskóla Íslands og Háskól- ans í Reykjavík. Við viljum með þessu gera félagsmenn okkar hæfari til að fást við þær öru breytingar og framþróun sem á sér stað á vinnu- markaðnum almennt, og jafnframt ef aðstæður breytast eigi fólk fleiri tækifæri á vinnumarkaðnum en ella.“ Sí- og endurmenntunarmál taka þannig einna mestan tíma starfs- manna SÍB um þessar mundir. „Einnig hafa jafnréttismál verið fyr- irferðarmikil í okkar starfi síðustu misseri. Innan allra banka eru starf- andi jafnréttisnefndir sem vinna í nánu samstarfi við SÍB. Um 70% fé- lagsmanna SÍB eru konur en hlutur kvenna í stjórnunarstöðum innan bankanna hefur ekki verið sem skyldi, þrátt fyrir að innan bankanna séu margar mjög vel menntaðar og hæfar konur.“ Láta fara lítið fyrir sér Aðspurður tekur Friðbert undir það að ekki hafi farið mikið fyrir SÍB í kjaraumræðunni á undanförnum áratugum. Hann segir það reyndar vera nokkuð meðvitað sem sam- bandið reyni að láta fara lítið fyrir sér án þess þó að gefa eftir í baráttunni fyrir bættum kjörum sinna umbjóð- enda. „Að mínu mati þarf að ríkja traust á vinnumarkaði og gagnkvæm virðing viðsemjenda. Við höfum aldr- ei byrjað kröfugerð okkar á því gefa upp fyrirfram ákveðnar kröfur og festast síðan í skotgröfunum sem leiðir oft til skítkasts áður en menn setjast að samningaborðinu. Við höf- um komist hjá því í gegnum tíðina og þess vegna hafa kjarasamningar okkar jafnan farið hljótt.“ Útrásin hefur áhrif Íslenskur fjármálamarkaður hefur tekið algerum stakkaskiptum á allra síðustu árum og segir Friðbert að þessar breytingar hafi einnig haft sín áhrif á stéttarfélagið. „Útrás stóru fjármálafyrirtækjanna hefur breytt Forðast skotgrafirnar Það er jafnan hljótt um kjarabaráttu bankamanna en þeir njóta engu að síður einna bestu réttinda ís- lenskra launþega. Samband íslenskra bankamanna fagnar 70 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni ræddi Helgi Mar Árnason við formann sambandsins, Friðbert Traustason. Morgunblaðið/Silli Gjaldkerastöður í bönkunum hafa alltaf verið skipaðar konum en konum í stjórn- unarstöðum fjölgar hægt. Úr afgreiðslusal Landsbankans á Akureyri 1954. Morgunblaðið/Þorkell Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna. „SAMSTARF bankamanna og stjórn- enda bankanna hefur alla tíð verið með ágætum og báðir aðilar notið góðs af því,“ segir Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, sem gegndi formennsku í Sambandi íslenskra bankamanna á árunum 1975 til 1979 en segja má að á þessum árum hafi sambandið orðið að alvöru verkalýðs- félagi. „SÍB varð í raun ekki stéttarfélag í eiginlegum skilningi fyrr en árið 1977 þegar samningsréttur bankamanna var viðurkenndur og staðfestur með lögum. Jafnframt fengu bankamenn um leið verkfallsrétt, rétt sem reyndar hefur lítið verið notaður.“ Sólon segir að lengst af hafi farið hljótt um starf- semi félagsins og sjaldan slegið alvar- lega í brýnu milli þess og viðsemjenda þess. „Það er þó alls ekki þannig að menn hafi alltaf verið sammála. En jafnan hafa málin verið leyst í mikilli sátt og í gegnum tíðina hafa banka- menn átt velvilja stjórnenda bankanna og mætt skilningi. Það er kannski vegna þess að félagið er ekki ýkja stórt og semur auk þess fyrir hönd starfs- manna allra bankanna. Það hefur kom- ið sér vel fyrir báða aðila, enda eru bankamenn þeir launþegar sem njóta hvað bestu réttindanna,“ segir Sólon. Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri og fyrrverandi formaður SÍB. Sjaldan slegið alvarlega í brýnu Morgunblaðið/Golli Í SÍÐUSTU kjarasamningum náðum við fram fullum launum í fæðingarorlofi fyr- ir okkar félagsmenn og erum afskap- laga stolt af því,“ segir Helga Jóns- dóttir, varaformaður Samtaka íslenskra bankamanna og formaður Félags starfsmanna Landsbanka Íslands hf. Hún segir að allir bankamenn, konur jafnt sem karlar, fái nú greiddan allan mismun þess sem þeir fá úr fæðing- arorlofssjóði og af fullum launum. Þar að auki greiði bankarnir sérstakan fæð- ingarstyrk, rúmar 40 þúsund krónur. „Bankamenn hafa alla tíð haft mjög góð kjör í fæðingarorlofi og hafa reyndar verið í fararbroddi í þeim efnum. Við tókum fyrst upp hina svokölluðu 80% reglu í kjarasamningunum 1997 og í reynd má segja að lög um fæðing- arorlof sem síðar voru sett hafi byggst á okkar samningi. Bankarnir hafa alla tíð verið tilbúnir að koma til móts við fólk í þessum efnum, til dæmis ef fólk vill lengja fæðingarorlof sitt með því að vinna í hlutastarfi.“ Helga segir að SÍB taki þátt í nor- rænu jafnréttisstarfi og þar hafi verið reynt að kortleggja fjölda kynjanna í yf- irmannsstöðum í bönkum og fjár- málastofnunum. Hún segir að staðan sé svipuð á öllum Norðurlöndunum, það er að konur séu jafnan í miklum minnihluta í æðri stjórnunarstöðum. „Samkvæmt lögum eru í gangi jafnrétt- isáætlanir innan bankanna og þar starfa jafnréttisnefndir í nánu samstarfi við starfsmannafélögin og SÍB. Það sem hefur áunnist í þessum málum á seinni árum er að hlutfall kvenna í stöð- um útibússtjóra hefur verið að aukast og konum í stöðum millistjórnenda fjölgar jafnt og þétt. Vonandi heldur þessi þróun áfram þegar kemur að öðr- um stjórnunarstöðum í bönkunum. Reyndar er hlutfall karla og kvenna nokkuð breytilegt innan einstakra sviða bankanna því svo virðist sem konur velji sér annars konar störf en karlar. Þannig er eins og konur vilji síður starfa þar sem vinnutími er óreglulegur, eins og til dæmis í verðbréfadeildum.“ Helga segir að jafnréttisstarf SÍB miði einnig að því að hvetja konur til að sækja um yfirmannsstöður í bönk- unum. „Konur hafa síður borið sig eftir auglýstum stjórnunarstöðum og úr því þarf að bæta. Hluti af því er að bjóða upp á aukna menntamöguleika, til dæmis með endurmenntun,“ segir Helga. Í fararbroddi með fæðingarorlof Morgunblaðið/Jim Smart Helga Jónsdóttir, varaformaður Sambands íslenskra bankamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.