Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 33 enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum.“ Í grundvallarriti sínu um stjórnskipan Íslands bendir Ólafur heitinn Jóhannesson á að þrátt fyrir heimildir utanríkisráðherra til ákvarðana um ut- anríkismál hljóti Alþingi að hafa mikil áhrif á með- ferð utanríkismála almennt. „Utanríkisráðherra hlýtur að hafa meiri eða minni samvinnu við þann þingmeirihluta, sem styður stjórnina, annars á hann á hættu, að hann verði að víkja úr embætti,“ segir Ólafur. Hann bendir jafnframt á að til að tryggja Alþingi aðstöðu til að fylgjast með og hafa áhrif á utanríkismál, „án þess þó að nauðsynleg leynd um mál sé rofin,“ hafi utanríkismálanefnd verið sett á stofn. „Skylda ríkisstjórnarinnar til að bera mál undir utanríkismálanefnd er ótvírætt víðtækari en svo, að hún taki einungis til þeirra samninga, sem samþykki Alþingis er áskilið til, og auðvitað getur utanríkismálanefnd eigi veitt það samþykki í stað þingsins. Utanríkismálanefnd á samkvæmt þingskapalögunum skýlausa kröfu til, að utanríkisráðherra hafi við hana samráð um öll meiriháttar utanríkismál,“ segir Ólafur Jóhann- esson. Í lögunum og í útleggingum Ólafs Jóhannes- sonar segir hvergi að ríkisstjórn eða ráðherra verði að fá formlegt samþykki utanríkismála- nefndar fyrir ákvörðunum sínum, þótt hafa þurfi samráð við nefndina og upplýsa hana. Enda segir Eiríkur Tómasson að ákvæðið í þingsköpunum, eins og það sé úr garði gert, hrófli ekki við þeirri skipan stjórnarskrárinnar að utanríkisráðherra fari með óskorað vald til stjórnvaldsákvarðana nema því séu sett skýr takmörk í stjórnarskrá eða lögum. Fram hefur komið að Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd í aðdrag- anda Íraksstríðsins, síðast 12. marz 2003, sex dög- um fyrir ákvörðunina um stuðning við aðgerðir gegn Saddam Hussein. Þá felldi meirihluti nefnd- arinnar að afgreiða úr nefnd tillögu vinstri grænna um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áform- um um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak“. Ætti þá ekki að liggja nokkuð ljóst fyrir hver afstaða meirihluta nefndarinnar var? Líkt og Ólafur Jóhannesson bendir á, hlýtur ut- anríkisráðherra að þurfa að vinna með meirihluta þingsins, vilji hann vera viss um að halda embætt- inu. Eins og áður sagði, lýsti Halldór Ásgrímsson því yfir á þingfundi að meirihluti Alþingis útilok- aði ekki valdbeitingu í Írak. Ekki voru bornar brigður á það og ekkert hefur komið fram um að ráðherrarnir tveir hafi ekki haft stuðning þing- flokka sinna, meirihluta þingsins, við ákvörðun sína. Stjórnarandstöðunni hefði auðvitað verið í lófa lagið að láta reyna á slíkt með vantrauststil- lögu. Því er svo við að bæta að margumrædd ákvörð- un var auðvitað eitt af helztu umræðuefnunum í kosningabaráttunni, sem stóð sem hæst er Íraks- stríðið hófst. Ekki kom fram þar annað en að frambjóðendur stjórnarflokkanna styddu lang- flestir stefnu stjórnvalda í málinu – og ríkisstjórn- in hélt meirihluta sínum í kosningunum, hvað sem skoðanakönnunum sem sýndu andstöðu við stefn- una í Íraksmálinu leið. Írak og inni- haldið Þótt miklu púðri hafi verið varið í að gera form ákvarðanatök- unnar um Íraksmálið tortryggilegt, liggur ekki annað fyrir en að farið hafi verið eftir lögum og stjórnskipan landsins. Nú, tveimur árum eftir að ákvarðanirnar voru teknar, virðist miklu brýnna að ræða málefnalega um núverandi stöðu mála í Írak og þá lærdóma, sem draga má af stríðinu í landinu. Jafnframt þarf að ræða málið í víðara samhengi, því að Íraks- málið er í raun aðeins angi af einu stærsta við- fangsefni okkar samtíðar í alþjóðastjórnmálum, sem er hvernig eigi að taka á einræðisherrum, sem kúga þegna sína og ógna öryggi umheimsins og hvernig eigi að stöðva eða fyrirbyggja fjölda- morð og víðtæk mannréttindabrot. Ástandið í Írak er vissulega slæmt um þessar mundir. Hryðjuverk öfgamanna gera að verkum að almenningur óttast um líf sitt. Lífskjörin eru slæm. Bandaríkjamönnum hefur mistekizt að vinna traust almennings og tryggja öryggi hans. Listinn yfir mistök þeirra er langur og ljótur. En væri íraska þjóðin betur sett ef umheimurinn hefði ekkert aðhafzt og Saddam Hussein væri enn við völd ásamt hinum morðingjunum sem skipuðu valdaklíku hans? Nú um helgina fara fram fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Írak um áratuga- skeið. Íraska þjóðin er í fyrsta sinn í þeirri að- stöðu að geta sjálf ákveðið hvernig hún vill haga framtíð sinni. Öfgamennirnir, sem hóta frambjóð- endum og kjósendum lífláti, taki þeir þátt í kosn- ingunum, verðskulda ekki að vera kallaðir upp- reisnarmenn. Þeir eru morðingjar með vondan málstað. Stefna umheimsins gagnvart Írak verð- ur að tryggja að þeir nái ekki yfirhöndinni í land- inu, því að þá verður stutt í nýja harðstjórn í anda Saddams eða talibanananna í Afganistan. Við nú- verandi aðstæður er tómt mál að tala um að draga til baka stuðning við ríkin, sem reyna að koma á lögum og reglu í Írak. Þvert á móti verða öll ríki að leggjast á eitt að byggja landið upp. Hér á landi þarf meðal annars að ræða hvernig Ísland geti sem bezt lagt sitt af mörkum í því starfi. Á heimurinn að sitja hjá? Eitt af því, sem helzt var gagnrýni vert við hernaðinn gegn Sadd- am Hussein var að ekki skyldi gripið til aðgerða gegn honum miklu fyrr. Hann hafði kúgað, pyntað og myrt lands- menn sína þúsundum saman í áratugi. Hann hafði framið þjóðarmorð á Kúrdum með efnavopnum. Hann hafði tvisvar ráðizt á nágrannaríki sín. Hon- um var hlíft alltof lengi af því að hann kom sér í mjúkinn hjá Vesturlöndum á tímum kalda stríðs- ins. Og hvað með alla hina einræðisherrana og öfga- mennina? Hvernig á að stöðva morð þeirra og mannréttindabrot? Við verðum að horfast í augu við að oft verður það eingöngu gert með hervaldi. Hervald var það eina, sem dugði til að stöðva drápin og nauðganirnar á Balkanskaga. Það var það eina, sem dugði til að koma harðstjórn talib- ana í Afganistan frá völdum. Það hefði líka getað dugað til að stöðva þjóðarmorðið í Rúanda. Og sennilega er hervald eina leiðin til að stöðva morð- in og nauðganirnar í Darfúr í Súdan. Ef klerka- stjórnin í Íran eða stalínistarnir í Norður-Kóreu verða uppvísir að því að reyna að smíða sér kjarn- orkuvopn getur líka komið til þess að alþjóða- samfélagið sjái sér ekki annað fært en að hóta beitingu hervalds. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna liggja nú fyrir viðamiklar tillögur, þar sem annars vegar er gert ráð fyrir að ekki sé hægt að heyja svokallað fyr- irbyggjandi stríð án samþykkis öryggisráðs sam- takanna, en hins vegar viðurkennt að slík vald- beiting geti átt fullan rétt á sér. Þar er líka lagt til að samtökunum verði auðveldað að grípa til hern- aðaraðgerða og að ítrekuð verði skylda þeirra til að stöðva eða fyrirbyggja þjóðarmorð, þjóðern- ishreinsanir og stórfelld mannréttindabrot. Þess- ar tillögur verðskulda rækilega umræðu á vett- vangi íslenzkra stjórnmála. Eins og önnur aðildarríki SÞ verður Ísland að gera upp við sig hvort það vill gera að almennri reglu í alþjóða- kerfinu að grípa í taumana í þágu hinna kúguðu og ofsóttu. Við verðum að átta okkur á því að slíkt getur kostað miklar fórnir, rétt eins og Íraksstríðið, og orðið pólitískt afar óvinsælt í þeim ríkjum, sem leggja til herlið og peninga. Við verðum að skilja að þar sem herlið kann að verða sent til að skakka leikinn, t.d. í Súdan, kann það að sæta stöðugum árásum öfgamanna lengi á eftir. Á það að þýða að umheimurinn heykist á að koma bágstöddu fólki til bjargar? Á frekar að bíða eftir því að óðir ein- ræðisherrar ráðist á nágrannaríkin en að reyna að stöðva þá áður? Hvernig getum við lært af Íraks- stríðinu og þeim mörgu mistökum, sem þar voru gerð? Hvernig getum við lagt okkar af mörkum til að styðja við uppbygginu efnahagslífs, lýðræðis- kerfis og réttarríkis í löndum, sem áratugum sam- an hafa búið við harðstjórn eða stríð? Þetta er innihaldið, sem er brýnt að ræða. Við komust varla til þess nema að hætta tilgangslausu karpi um fánýt formsatriði, hversu þjóðlegt sem það kann að þykja. Morgunblaðið/Árni TorfasonÍ byggingarvinnu við Vatnsenda. „Þótt miklu púðri hafi verið varið í að gera form ákvarð- anatökunnar um Íraksmálið tor- tryggilegt, liggur ekki annað fyrir en að farið hafi verið eftir lögum og stjórnskipan lands- ins. Nú, tveimur ár- um eftir að ákvarð- anirnar voru teknar, virðist miklu brýnna að ræða málefnalega um nú- verandi stöðu mála í Írak og þá lærdóma, sem draga má af stríðinu í landinu.“ Laugardagur 29. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.