Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UM ÞESSAR mundir minnist
fangahjálpin Vernd fjörutíu og
fimm ára afmælis síns en hún var
stofnuð 1. febrúar 1960. Það voru
konur sem áttu stærstan þátt í því
að fangahjálpinni var ýtt úr vör og
munaði þar mest um styrka forystu
frú Þóru Einarsdóttur.
Mikilvægt er að gæta
ætíð að upphafinu og
hafa göfug markmið
frumherjanna að leið-
arljósi í starfi Vernd-
ar.
Fangahjálpin Vernd
hefur eins og nafnið
ber með sér það m.a.
að markmiði að lið-
sinna föngum svo þeir
geti fótað sig betur úti
í lífinu í lok afplán-
unar. Þess vegna hef-
ur Vernd rekið eigið
áfangaheimili nánast allt frá fyrstu
tíð og til þessa dags.
Á áfangaheimili Verndar dvelja
þau sem eru að koma úr fangelsum
eða standa á einhvers konar tíma-
mótum í lífi sínu og þurfa á aðstoð
að halda. Síðustu tíu árin hafa fang-
ar getað lokið afplánun sinni að
hluta til á áfangaheimilinu og sumir
allt að átta mánuðum. Um þetta var
gerður á sínum tíma þjónustu-
samningur við Fangelsismálastofn-
un ríkisins en samstarf Verndar við
hana hefur verið farsælt. Þetta fyr-
irkomulag styrkir fanga á göngunni
út í lífið og eflir ábyrgð þeirra.
Þau sem dvelja á
áfangaheimili Verndar
stunda vinnu af krafti
úti í þjóðfélaginu eða
eru í skóla. Á þessum
áratug sem þetta fyr-
irkomulag hefur verið
við lýði hafa á fimmta
hundrað fangar dvalið
á áfangaheimilinu um
lengri eða skemmri
tíma og hefur þeim
farnast alla jafna vel.
Úrræði sem þetta hef-
ur sýnt sig og sannað
og verður ekki frá því
snúið heldur það aðeins bætt því
alltaf má gera betur. Það er ekki
aðeins fjárhagslegur ábati sam-
félagsins af vist fanga á áfanga-
heimilinu því fangelsisrekstur kost-
ar sitt heldur og góður kostur fyrir
fanga og fjölskyldur þeirra. Sam-
félagið hefur því í öllu tilliti veru-
legan hag af því að þessi kostur sé
fyrir hendi og að vel og myndarlega
sé að áfangaheimilinu staðið.
Áfangaheimilið er að flestu leyti
sem hvert annað heimili þar sem
heimilisfólk gegnir ákveðnum
skyldum og verður að virða
ákveðnar grundvallarreglur svo allt
fari vel. Þá gangast fangar einnig
undir ákveðin skilyrði sem lúta að
dvöl þeirra á áfangaheimilinu og
séu þau rofin lýkur viðkomandi af-
plánun sinni í fangelsi.
Mörg þeirra er hefja afplánun í
fangelsi horfa strax í upphafi fanga-
vistar til þessa möguleika og hefur
hann því fólgna í sér mjög jákvæða
hvatningu til að láta afplánunina í
fangelsinu ganga vel fyrir sig enda
kemst fangi ekki á áfangaheimilið
hafi hann t.d. gerst nýlega brotleg-
ur við reglur fangelsis. Tilvist
áfangaheimilis Verndar hvetur þá
til dáða innan fangelsis sem utan
svo þeir verði nýtir þegnar sam-
félagsins og geti lifað ham-
ingjusömu lífi.
Fangahjálpin hefur gefið út á
fjórða áratug Verndarblaðið þar
sem fjallað er um málefni fanga og
fangelsa og kemur það að jafnaði út
einu sinni á ári. Í því má finna
margvíslegan fróðleik, m.a. fræði-
greinar, viðtöl og almennar fréttir
sem snúa að málum fanga og fang-
elsa. Síðasta blað fjallaði einkum
um konur og fangelsi.
Öllum þeim er vilja kynna sér
nánar starfsemi Verndar er bent á
heimasíðuna: vernd.is.
Farsælt starf Verndar byggist á
trausti félagsmanna, almennings,
stjórnvalda og fanga. Fyrir það er
þakkað af heilum hug á þessum
tímamótum.
Fangahjálp í 45 ár
Hreinn S. Hákonarson fjallar
um starfsemi Verndar ’Farsælt starf Verndarbyggist á trausti félags-
manna, almennings,
stjórnvalda og fanga.‘
Hreinn S. Hákonarson
Höfundur er fangaprestur þjóðkirkj-
unnar og formaður Verndar.
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekn-
ingarlítið menntamenn og af
góðu fólki komnir eins og allir
þeir, sem gerast fjöldamorð-
ingjar af hugsjón. Afleiðingar
þessarar auglýsingar gætu því
komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mann-
kynið þarf fremur á leiðsögn að
halda í þeirri list að þola góða
daga en á helvítisprédikunum á
valdi óttans eins og á galdra-
brennuöldinni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu
forsetans að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst
er að án þeirrar hörðu rimmu
og víðtæku umræðu í þjóð-
félaginu sem varð kringum
undirskriftasöfnun Umhverf-
isvina hefði Eyjabökkum verið
sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluað-
ferðirnar? Eða viljum við að
námið reyni á og þjálfi sjálf-
stæð vinnubrögð og sjálfstæða
hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómanna-
lögin, vinnulöggjöfina og kjara-
samningana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Í GREIN sem formaður Lækna-
félags Íslands, Sigurbjörn Sveins-
son, ritaði í Morgunblaðið 11.1. sl.
og fjallar um byggingu nýs sjúkra-
húss standa m.a. eftirfarandi orð:
„Guð láti gott á vita er haft á orði.
Davíð er þekktur fyrir annað en að
fara með staðlausa stafi.“ Það er
og. Mér og reyndar fleirum er
t.a.m. spurn hvort ummæli hans er
hér fara á eftir flokkist undir stað-
fasta stafi eða staðlausa; „aftur-
haldskommatittsflokkur“, „mein-
fýsishlakkandi úrtölumenn“. Á
fundi með samherja sínum og sálu-
félaga, George W. Bush, lét hann í
ljós þá einlægu skoðun sína að
heimurinn væri langtum öruggari
eftir innrásina í Írak, enda væri bú-
ið að koma á friði í flestum héruð-
um landsins. Að lokum sakar ekki
að minnast á viðbrögð hans við öllu
tali um fátækt hér á landi og það í
sjálfu góðærinu, enda hélt hann því
fram fullum fetum að það væru
helst efnaðir nískupúkar, sem leit-
uðu á náðir mæðrastyrksnefndar.
Í ljósi þessara orða held ég satt
að segja að formanni Læknafélags
Íslands, Sigurbirni Sveinssyni,
veitti ekki af að skoða hug sinn ögn
betur en þó sér í lagi eigin dóm-
greind.
Halldór Þorsteinsson
Dýrkum Davíð, hvað
sem tautar og raular
Höfundur er skólastjóri
Málaskóla Halldórs.
Á MIÐÖLDUM var það venja
stjórnvalda, og ekki hvað síst kirkj-
unnar manna, að halda
frá almenningi „óæski-
legum“ skoðunum og
þekkingu með því að
fjarlægja þau rit er
innihéldu þessa þekk-
ingu, stundum með því
að brenna þau opin-
berlega. Sú þekking
sem þar kom fram var
talin ógnun við heims-
mynd, og þar með póli-
tísk völd þessara
manna. Frægar eru
bókabrennur þýskra
nasista á 4. áratug 20.
aldar.
Meðal andstæðinga aðildar Ís-
lands að ESB skýtur stundum upp
kollinum þessi hugsunarháttur
bókabrennumanna, öll fræðsla um
ESB er áróður sem halda beri frá
fólki, ekki hvað síst æskufólki.
Fyrir nokkrum mánuðum birti
fyrrverandi menntamálaráðherra,
Ingvar Gíslason, grein í blöðum þar
sem hann hafði allt á hornum sér yf-
ir því að Fastanefnd
ESB fyrir Ísland og
Noreg hafði gefið út lít-
inn bækling sem kall-
aður er „Upplifðu Evr-
ópu“ og ætlaður er
ungu fólki á aldrinum
14–18 ára. Taldi hann
þetta vera hinn versta
áróður sem halda ætti
frá íslenskum ung-
mennum. Bæklingur
þessi, sem heitir á
frummálinu, norsku,
„Opplev Evropa“, inni-
heldur á einföldu máli
upplýsingar um upp-
byggingu ESB, sögu þess og þróun
og svo eru þar kaflar um einstök að-
ildarlönd. Bæklingurinn var saminn
af hópi manna, m.a. nokkrum norsk-
um kennurum. Í íslensku þýðing-
unni er með nokkrum orðum vikið að
sambandi Íslands og ESB í
tengslum EES-samninginn.
Í tengslum við þennan bækling
var svo gerð heimasíða, með stuðn-
ingi íslenskra fræðsluyfirvalda, sem
hefur slóðina www.esb.is/ung. Mér
var, sem mörgum öðrum, ekki
skemmt við að sjá mann, sem áður
hafði gegnt æðsta embætti mennta-
mála í landinu, fara hamförum gegn
upplýsingu ungs fólks um svo viða-
mikið mál sem þróun og uppbygging
Evrópusambandsins er. Maður spyr
sig eðlilega hver sé tilgangurinn, lifa
menn enn í heimi bókabrennumanna
sem telja upplýsingu ógna heims-
myndinni og beri því að halda frá
þeim sem eru að afla sér nýrrar
þekkingar. Þetta fyrirbæri þekkist
reyndar vel meðal trúarofstæk-
ismanna sem t.d. geta ekki hugsað
sér að börn þeirra séu upplýst um
þróunarkenningu Darwins.
Fimmtudaginn 20. þ.m. heggur
svo annar fyrrverandi mennta-
málaráðherra, Ragnar Arnalds, í
sama knérunn. Þar hnýtir hann í Ei-
rík Bergmann, sem hann segir hafa
verið „um skeið launaðan starfs-
mann áróðurskerfis ESB á Íslandi“,
en Eiríkur starfaði um skeið sem
fulltrúi hjá Fastanefnd ESB fyrir Ís-
land og Noreg. Í hverju felst „áróð-
ursstarfsemi“ fastanefndarinnar
Ragnar Arnalds?
Nú vill svo til að ég hef starfað
nokkuð fyrir þessa fastanefnd er
tengist fræðslumálum, m.a. þýddi ég
fyrrnefndan bækling og texta á
heimasíðuna, og er vel kunnugt um
að þar er þess mjög vel gætt að
blanda fastanefndinni ekki í deilur á
Íslandi um samband landsins við
ESB, s.s. um hugsanlega aðild að
því. Ég hvet menn til að fara inn á
fyrrnefnda heimasíðu og skoða þann
„áróður“ sem þar á væntanlega að
koma fram!
Nú er alþjóð kunnugt um heilaga
baráttu Ragnars Arnalds gegn inn-
göngu Íslands í ESB, en hver er til-
gangurinn með svona orðbragði,
helgar tilgangurinn meðalið?
Það er reyndar löngu orðið tíma-
bært að inn í námskrá grunn- og
framhaldsskóla verði tekin markviss
fræðsla um Evrópusambandið, sögu
þess og uppbyggingu. Þangað sækj-
um við nú stóran hluta af löggjöf
okkar og því nauðsynlegt að ungt
fólk, sem er að alast upp í dag, öðlist
þekkingu á stofnunum þess og fram-
kvæmdamáta við lagasetningu, ekki
síður en um Alþingi Íslendinga. All-
ar hinar þjóðir Norðurlanda hafa
sett slíkt inn í námskrá sína í sam-
félagsfræðum, ekki aðeins þær sem
eru aðilar að ESB, heldur einnig
Norðmenn sem eru í sömu stöðu
gagnvart ESB og við.
Bókabrennumenn?
Kristján E. Guðmundsson
fjallar um ESB og gerð
fræðsluefnis þar að lútandi ’Það er reyndar lönguorðið tímabært að inn í
námskrá grunn- og
framhaldsskóla verði
tekin markviss fræðsla
um Evrópusambandið,
sögu þess og uppbygg-
ingu.‘
Kristján E.
Guðmundsson
Höfundur er félagsfræðingur og
framhaldsskólakennari.
ÉG ER ein af fjölmörgum Íslend-
ingum með fótaför á bakinu eins og
Spaugstofumenn tjáðu það eftir hina
ýmsu fulltrúa kapítalismans hér á
landi. Það er grábölvað
að við skulum verða
fyrir hinum ýmsu nei-
kvæðu áhrifum úr vest-
urátt, eins og t.d. auknu
umfangi mannfólksins,
en ekki að sama skapi
jákvæðum áhrifum og
vil ég ræða eitt slíkt hér
sérstaklega í þessu
greinarkorni.
Hér á landi virðist
vera nokkuð um að
skorti verulega á þjón-
ustulund, heiðarleika
og virka hlustun við við-
skiptavini og ætla ég að
taka þrjú dæmi um það.
Snemma í haust varð
mér á að kaupa skó í
skóbúð Steinars
Waage, sem væri ekki í
frásögur færandi nema
að skórnir voru heldur
dýrir, kostuðu um
12.000 kr. og sá veru-
lega framan á þeim eftir þriggja daga
notkun. Þegar ég fór með skóna til
baka og ætlaði að skila þeim var mér
tjáð að ekki væri unnt að skila þeim,
ekki væri um gallaða vöru að ræða,
ég hlyti að hafa rekið tærnar í, en
hægt væri að gera við skóna mér að
kostnaðarlausu. Eftir talsvert þras,
þar sem ég var ekki sátt við að sitja
uppi með skó svo rýra að gæðum, var
gert við skóna. Skórnir voru nokkuð
þokkalegir þegar ég sótti þá en voru
orðnir eins og áður örfáum dögum
síðar.
Næsta atvik átti sér stað hjá Far-
miðasölu Flugleiða. Þangað leitaði ég
símleiðis eftir að hafa reynt að kaupa
miða á netinu og beðið í 20 mínútur
þar sem kerfið var frosið. Ég var þá
látin bíða í símanum í 40 mínútur, en
þá lagði ég á og hringdi aftur. Af-
greiðslan tók alls tæplega 3 klukku-
tíma en það sem var jafnvel verra var
að ég varð áþreifanlega vör við að
þeir þrír starfsmenn sem ég ræddi
við hlustuðu illa á það sem ég hafði að
segja því þeim lá svo á að útskýra
hvað ég hafði gert. En mér tókst þó
að útskýra málið, svona þegar ég
komst að og það sem meira var,
starfsmenn lagfærðu allt og ég var þó
nokkuð ánægð í lokin.
Ég vil taka fram að ég hef ætíð
verið mjög ánægð með þá þjónustu
sem ég hef fengið í háloftunum hjá
Flugleiðum en finnst þó vanta veru-
lega á virka hlustun hjá starfsfólki í
farmiðasölu.
Þriðja dæmið átti sér stað þegar
við hjónin keyptum notaðan bíl hjá
Bílabúð Benna á afborgunum. Okkur
var tjáð af sölumanni að við mundum
ekki þurfa að greiða seðilgjald að
upphæð kr. 400 á mánuði ef við bæð-
um um að innheimtubankinn skuld-
færði upphæðina beint
af reikningi hjá okkur.
Þegar við svo báðum
bankann um þetta,
kom upp á daginn að
slíkar reglur giltu ekki
um skuldabréf í inn-
heimtu og við yrðum
því að greiða seðilgjald.
Ég hringdi í Bílabúð
Benna og var tjáð eftir
nokkur símtöl að
hringt yrði í mig að at-
huguðu máli en ekkert
hefur verið hringt
ennþá tæplega mánuði
síðar.
Á meðan ég bjó í
nokkur ár í Bandaríkj-
unum kynntist ég
stakri þjónustulund og
virkri hlustun og hef
ekki ennþá vanist því
hér á landi hve gróflega
getur verið brotið á
fólki í viðskiptum. Að
sjálfsögðu eru eflaust til fyrirtæki í
Bandaríkjunum sem meðhöndla
kúnna sína ekki vel, en eftir reynslu
mina tel ég að slíkt séu undantekn-
ingar þar, en nokkuð algengt hér.
Sem betur fer er þjónusta við við-
skiptavini ekki alls staðar á þennan
hátt. Kúnninn getur auðvitað haft
rangt fyrir sér og eru dæmi um að
jafnvel í slíkum tilfellum upplifi hann
ríka þjónustulund, heiðarleika, virka
hlustun og sanngirni. Mig langar að
nefna eitt dæmi um slíkt. Ég hafði
pantað tíma hjá hársnyrtistofunni
Fagfólk fyrir börnin mín og hafði
fyrst verið boðinn tími einn dag en
síðan annan dag sem ég þáði. Ég
skrifaði þó bara fyrri tímann í dag-
bókina og gleymdi að skrifa hinn tím-
ann, sem varð til þess að þau mættu
ekki í klippingu á tilsettum tíma. Mér
brá við, fylltist sektarkennd og
bauðst til að greiða fyrir skaðann, en
var tjáð af eiganda stofunnar að þær
hefðu ekki farið út í svoleiðis, þó að
þetta hefði vissulega verið óþægilegt.
Ekki borgar sig fyrir fyrirtæki að
koma illa fram við kúnna sína.
Óánægðir kúnnar segja frá óförum
sínum, t.d. fjölskyldu, vinum og sam-
starfsfóki. Slíkar fréttir berast út og
eru öðrum víti til varnaðar. Þessi
sjálfsögðu sannindi virðumst við Ís-
lendingar því miður eiga eftir að
læra betur.
Freydís Jóna Freysteinsdóttir
fjallar um þjónustu
Freydís Jóna
Freysteinsdóttir
’Ekki borgarsig fyrir fyrir-
tæki að koma
illa fram við
kúnna sína.‘
Höfundur er lektor í félagsráðgjöf
við Háskóla Íslands.
Með fótaförin
á bakinu