Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ U ndir drekavæng heitir ný íslensk barnaópera sem frumsýnd verð- ur í dag á Myrk- um músíkdög- um. Höfundur tónlistar er Mist Þorkelsdóttir en Messíana Tómas- dóttir skrifar söguna auk þess sem hún býr til leikmynd, búninga og brúður og leikstýrir sýningunni. Messíana hefur töluverða reynslu af því að skrifa og setja upp óperur fyrir ungmenni og hefur samið texta við og sett á svið tvær óperur fyrir börn á grunnskólaaldri, Sónötu árið 1994, en þá samdi Hjálmar H. Ragnarsson tónlistina, og Skuggaleikhús Ófelíu árið 2001 við tónlist Lárusar H. Grímssonar. Snemma á síðasta ári setti hún svo á svið óperu fyrir ung- linga, Dokaðu við, Kjartan Ólafsson samdi tónlistina, og nú með fjórðu barnaóperu sinni, Undir drekavæng, höfðar Messíana til allra yngsta ald- urshópsins, leikskólabarna og yngstu grunnskólabarnanna. Það eru þau Marta G. Halldórs- dóttir og Bergþór Pálsson sem leika og syngja hlutverkin tvö í Undir drekavæng og Örn Magnússon leikur á píanó, auk þess sem þau stýra öll brúðum sem eru mikilvægur hluti af sýningunni. Sýningin sjálf tekur rúmlega hálftíma sem þykir passlegt fyrir þann aldur sem um ræðir, það er að segja börn á aldrinum tveggja til átta ára, en börnin mæta klukku- tíma fyrir sýninguna til að undirbúa sig því þau taka þátt í sýningunni með því að syngja og setja upp fugla- grímur sem þau búa til sjálf. „Já, börnin eru fuglar og taka þátt í sýningunni sem fuglar. Þau læra fuglahljóð og syngja fuglasöngva og eru fjórir ólíkir hópar af fuglum; hrafnar, heiðlóur, æðarfuglar og rjúpur. Það er mjög létt að gera þess- ar grímur, börnin þurfa bara að klippa út, hefta og skreyta,“ segir Messíana. Auk fuglanna eru þrjár persónur í verkinu, litli Dreki sem spilar á stóra Drekavæng sem er flygillinn, Fjóla fiðrildi í fiðrildastærð og Tígurinn sem er í fullri mannsstærð. Svo minnkar Tígurinn og verður að hanskabrúðu, en fiðrildið stækkar og fer í mannsstærð. „Síðan jafnar þetta sig, en þegar tígrisdýrið er búið að prófa að vera svona lítið og fiðrildið er orðið lítið aftur, þá ákveður Tígurinn að standa með og vernda þá smáu því hann veit hvað það er að vera lítill. Fiðrildið bjargar Tígrinum þegar hann er lítill með því að leyfa honum að búa í blóminu sínu og þess vegna vill tígr- isdýrið vernda og standa með nátt- úrunni.“ Sýningarnar fara fram í Gerðu- bergi og að sögn Messíönu stendur til að halda opnar sýningar í dag og sunnudagana 6. og 13. febrúar þar sem börnin koma klukkutíma fyrr eins og áður segir og undirbúa sig, en svo verða fleiri sýningar skipulagðar á leikskólum og í yngstu bekkjum grunnskóla. Þá fer undirbúningurinn fram í skólunum og börnin mæta á sýningar með grímurnar sínar og bú- in að hlusta á tónlistina af diski og læra lögin. Einnig stendur til að ferðast með sýninguna um landið og til útlanda, en henni hefur þegar ver- ið boðið til Finnlands. Messíana segist reyna að vera við- stödd hverja einustu sýningu verka sinna. „Með því að vera viðstödd þróa ég sýninguna. Mér finnst mikilvægt að upplifa salinn, að upplifa börnin og heyra í þeim á eftir, þá veit ég svolítið um hvernig þau taka sýningunni. Þessi pínulitlu börn, hvernig þau setj- ast og horfa og hlusta, ranka síðan við sér til að syngja – og taka þá þátt af lífi og sál – og finnst þau hafa áhrif á framvinduna með söng sínum, og samgleðjast svo í lokasöngnum. Ég held að listauppeldi hafi þannig áhrif á manneskjuna að hún verði hrein- lega betri. Og það er kannski þess vegna, meðal annars, sem ég er að gera þessar barnaóperur.“ Stofnaði leikfélag með krökkunum í hverfinu Messíana er fædd árið 1940 og er yngst níu systkina. Hún ólst upp í Laugarásnum í Reykjavík þar sem áhugi hennar á listum og listsköpun vaknaði og hún fékk ung tækifæri til að fá útrás fyrir áhuga sinn og for- vitni. „Ég var heppinn krakki, ég fékk sjálf listauppeldi. Pabbi minn, Tómas Albertsson, var óbóleikari og einn af stofnendum Tónlistarfélags Reykja- víkur og ég hafði svo gaman af tónlist að ég fór mjög ung með honum á flesta tónleika tónlistarfélagsins. Síð- an þegar ég hafði aldur til fór ég bara ein og þetta var mér geysilega mikils virði. Á sama tíma, alveg frá því að ég var átta ára, var ég í kórnum hjá Ing- ólfi Guðbrandssyni – barnakór Laug- arnesskóla – og það var mitt yndi, að syngja. Hann kenndi okkur mikið og það var raunveruleg tónlist sem við sungum. Ég var alltaf teiknandi líka, og komst á námskeið hjá Myndlist- arskólanum í Reykjavík. Ég mætti alltaf og sýndi góðan árangur og þeir sem mættu alltaf fengu gjaldið end- urgreitt, svo ég gat verið endalaust á námskeiðum. Eitt námskeiðið var hjá Gesti Þorgrímssyni í leir, en hann sýndi okkur líka brúðuleikhús og þá opnaðist fyrir mér alveg nýr heimur. Þá hef ég verið svona tíu ára en fjöl- skyldan mín segir mér reyndar að fyrsta brúðuleikhúsið mitt hafi orðið til þegar ég var tveggja ára. Þá bjó ég víst til brúðu með því að stinga hnykli ofan á herðatré. Svo talaði ég við þessa brúðu og fyrir hana, og fjöl- skyldan stóð og hló einhvers staðar í felum. Svo stofnuðum við leikfélag nokkrir krakkar þegar ég var í Laug- arnesskóla. Þetta var í níu og tíu ára bekk og við lékum og sungum fyrir „litlu“ krakkana, sem sagt krakka sem voru svona ári eða tveimur árum yngri en við. Ég skrifaði yfirleitt þessi leikrit og söngtexta, það var venjulega eitthvað um álfa og í mín- um sögum voru þetta allt rosalega góðar verur, björguðu öllu og hjálp- uðu fólki. Svo vorum við líka með leiksýningar fyrir hverfið og vorum ákveðin í því að við ætluðum ein- hvern tímann að byggja okkur leik- hús. Fullorðna fólkið hló að þessu og við skildum ekki af hverju það var að hlæja því okkur fannst þetta mjög eðlilegt, að við gætum byggt okkur leikhús.“ Erfitt að velja á milli listgreina Þegar Messíana komst á unglings- og fyrstu fullorðinsár sín hélt hún áfram að sinna þeim mörgu listgrein- um sem áttu hug hennar og sótti námskeið og nám af ýmsu tagi. Menntun hennar á sviði lista er þann- ig mjög breið og fjölbreytt eins og störf hennar síðar meir bera vitni um. Auk eigin verka hefur Messíana búið til leikmyndir og búninga fyrir 60–70 leiksýningar í leikhúsum hér á landi og erlendis og haldið fjölmarg- ar myndlistarsýningar þar sem stundum hafa verið fluttar hennar eigin tónsmíðar samdar með mynd- verkunum. Þar að auki stofnaði hún og rekur Strengjaleikhúsið sem sett hefur upp margar sýningar sem hún hefur staðið að. Messíana bjó erlend- is í áratug þar sem hún sótti nám af ýmsu tagi, meðal annars í Dan- mörku, Færeyjum og Bretlandi. En hvernig hófstu nám þitt í list- um? Var það alltaf ætlun þín að mennta þig og starfa að svo mörgum ólíkum listgreinum? „Ja, mér gekk alltaf vel í skóla, átti auðvelt með að læra og fannst gaman að þessu öllu. Ég ætlaði í langskóla- nám, að verða listfræðingur eða eitt- hvað í þá áttina, en raunveruleikinn varð annar því ég þurfti að fara að vinna strax eftir gagnfræðaskólapróf úr Kvennaskólanum, en pabbi dó þegar ég var fjórtán ára. Í Kvennó var mikil og góð tungumálakennsla og ég notaði fyrsta tækifæri sem mér gafst til að komast til útlanda. Ég fór út þegar ég var átján ára, en þangað til var ég í leiklistarskóla og mynd- listarskóla, og ætlaði að byrja í Pólý- fónkórnum en tímasetningar stöng- uðust á svo ég valdi leiklistina og myndlistina, en mér fannst erfitt að velja á milli listgreina. Ég bjó síðan í útlöndum í tíu ár, kom heim 28 ára, og þá var ég búin að eignast þrjú börn. Þennan tíma var ég alltaf að koma mér í nám í hinu og þessu. Ég tók textíl, bæði þrykk og vefnað, og náttúrlega frjálsa myndlist. Það var síðan í listaháskólanum í Árósum að ég kynntist einhverju alveg nýju. Ég hafði aldrei hugsað út í það að mynd- list og textíll og leiklist gætu samein- ast í leikmyndagerð. Þetta var mjög frjáls akademía og þarna voru nem- endur sem unnu með skólanum í litlu leikhúsunum í Árósum, svo ég var mikið í þessum leikhúsum að stússa og fékk að kíkja svolítið inn í þennan heim. Síðan þegar ég kom heim vann ég undir handleiðslu Magnúsar Páls- sonar í lítilli tilraunadeild í Mynd- lista- og handíðaskólanum og var líka í sniðteikningu í handavinnukenn- aradeildinni í Kennaraháskólanum og svona ýmsu öðru jafnframt. Ég gerði líka leikmyndir og búninga fyr- ir Grímu, sem var á þeim tíma aðal tilraunaleikhúsið og þar unnu at- vinnuleikarar eftir vinnu í leikhúsun- um. Á þessum tíma byrjaði ég að mennta mig aðeins í brúðuleikhúsi, og hef haldið því áfram í gegnum tíð- ina, meðal annars í Frakklandi.“ Listkennsla á að vera mun ríkari þáttur í skólakerfinu Þú segir að listauppeldi hafi mann- bætandi áhrif … „Já, ég held að listauppeldi sé lyk- illinn að betri heimi. Ég held að ef það væru ókeypis tónlistar-, mynd- listar- og leiklistartímar fyrir börn, þá myndi það skila sér í margfalt hamingjusamara fólki. Til dæmis öll þessi ofvirkni sem verið er að gefa lyf við, henni yrði þá beint inn á skap- andi brautir. Og það er allt í lagi að vera ofvirkur í listsköpun, það er bara gott! Ég held að hver einasta manneskja sé listamaður að upplagi. Og börn eru listamenn, öll börn. Og þau þurfa að fá útrás. Þau börn sem fá listauppeldi eiga ekki að vera for- réttindahópur og því á listkennsla að vera mun ríkari þáttur í skólakerf- inu. Öll börn eiga að hafa þennan kost í ríkum mæli því þetta er hluti af því að vera lifandi manneskja. Það er sorglegt hvernig sumir fá aldrei tækifæri til að fá útrás fyrir sköp- unarþrá, sköpunarþörf og sköpunar- getu, sem er eðlislæg. Það frústrerar og hemur eitthvað, og ég held til dæmis að mikið af ofvirkni sé bara Listauppeldi er lykill Morgunblaðið/Þorkell Messíana Tómasdóttir hefur skrifað og sett upp fjórar óperur fyrir börn og unglinga. Sú nýjasta, Undir drekavæng, verður frumsýnd á Myrkum músíkdögum í dag. Messíana Tómasdóttir er listamaður sem hefur síður en svo njörvað sig niður við eitt listform. Myndlist, sviðs- listir, skriftir og tónlist eru meðal áhuga- og starfssviða hennar sem hún sameinar oft á tíðum í skrautlegum leik- sýningum og óperum. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Messíönu um störf hennar og hugmyndir um listauppeldi, sem ganga meðal annars út frá því að öll börn séu lista- menn sem þurfi að fá útrás. ’Ég held að ef það væru ókeypis tónlistar-,myndlistar- og leiklistartímar fyrir börn, þá myndi það skila sér í margfalt hamingjusam- ara fólki. Til dæmis öll þessi ofvirkni sem ver- ið er að gefa lyf við, henni yrði þá beint inn á skapandi brautir. Og það er allt í lagi að vera ofvirkur í listsköpun, það er bara gott!‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.