Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 53
stundum lýtti skáldskap Davíðs en
hafði það takmark að efla þjóðar-
vitundina.
Varla er unnt að kalla Jón úr Vör
myndbrjót en hann leitaði nýrra
leiða með það ákveðnum hætti að
hann náði ekki til allra, gat virst
skáld fárra þegar öll þjóðin sat við
hné Davíðs. Undanskildir eru menn
eins og Steinn Steinarr og fleiri
sem leyfðu sér að gagnrýna þjóð-
skáldið.
Í bestu ljóðum sínum var Davíðgóðskáld en hann fjarlægðist
smám saman samtíma sinn í ljóða-
gerð. Aðrir komu í staðinn.
Það er gaman að velta fyrir sér
hver staða Davíðs Stefánssonar er
nú og geta sýningarnar fyrrnefndu
átt sinn þátt í því að leiða það í ljós.
Davíð er enginn forngripur þótt
margt hafi dofnað hjá honum og
lýsi öðrum tíma en þeim sem við bú-
um við. Rómantíska hans er nú oft-
ast bundin við afa og ömmu eða
réttara sagt langafa og langömmu.
En stundum talar hann beint til les-
andans á sinn látlausa hátt og er þá
orðinn sígildur. Svartar fjaðrir og
fleiri bækur Davíðs eru þá teknar
fram eins og þær séu ekki bara
heimild um liðinn tíma, heldur eigi
enn erindi.
Á afmæli Jóns úr Vör, 21. jan-úar, eru veitt verðlaun ogviðurkenningar fyrir ljóð í
samkeppni sem allir geta tekið
þátt í, en hún nefnist Ljóðstafur
Jóns úr Vör.
Linda Vilhjálmsdóttir fékk Ljóð-
stafinn að þessu sinni ásamt pen-
ingaverðlaun-
um fyrir ljóðið
niður sem ort
er í orðastað
sálar Hall-
gríms Péturs-
sonar. Að auki fékk hún viður-
kenningu sem líka er peninga-
upphæð fyrir annað ljóð ásamt
ungu skáldi, Vali B. Antonssyni.
Það er Kópavogsbær sem
hleypti þessari verðlaunaveitingu
af stað og fer vel á því í heimabæ
Jóns úr Vör.
Jón úr Vör fylgdist vel með
ljóðagerð ungra skálda og líka
roskinna skálda, gat hrifist en var
ekki alltaf jafn ánægður eins og
gengur. Oft fóru skáldin aðrar
leiðir en hann en sum líktust
honum, einkum í einfaldri
framsetningu og því að yrkja auð-
skilið.
Menn eru yfirleitt sammála þvíað telja Jón úr Vör til
fremstu skálda formbreyting-
arinnar við hlið Steins Steinars en
færa má rök fyrir því að Steinn
hafi staðið nær módernistum þótt
hann orti líka hefðbundið eins og
reyndar Jón úr Vör í fyrstu. Með
hljóðstaf nefnist ein bóka Jóns.
Einfaldleikinn var áberandi hjá
Jóni og hinn einfaldi góði hvers-
dagsmaður. Þorpið er sigur ein-
faldleikans í íslenskri ljóðlist og
stutt í prósann eða söguna í bók-
inni. Þannig orti Jón jafnan en
stundum fór hann inn á heim-
spekilegri brautir og einnig trúar-
legar.
Mér virtist Jón einkum hafa
áhuga á skáldum sem fóru sömu
leiðir og hann en út af því gat
brugðið.
Hundrað og tíu ár voru liðin fráfæðingu Davíðs Stefánssonar
frá Fagraskógi 21. janúar sl. Í því
tilefni var opnuð sýning og dagskrá
hófst í Þjóðmenningarhúsinu og
bættist Davíð þá í hóp Skálda mán-
aðarins. Einnig var opnuð sýning í
Amtsbókasafninu á Akureyri og
loks er kynning á skáldinu á Skóla-
vefnum.
Einfaldleikinn setti svip á ljóðlist
Davíðs frá upphafi frá því að hann
ávarpaði systurina með hinum
óbrotnu orðum: „Seztu hérna hjá
mér, / systir mín góð.“ Og í ljóðinu
um særðu skógarhindina síðar á
ferlinum er það líka einfaldleikinn
sem ræður ríkjum.
Þeir áttu því ýmislegt sameig-
inlegt Jón úr Vör og Davíð Stef-
ánsson.
Jón úr Vör varð aldrei þjóðskáld
eins og Davíð Stefánsson var kall-
aður. Jón var talinn til nýjunga-
manna alla tíð og átti ekki til þá
upphafningu og hátíðleik sem
Einfaldleikinn í
orðum skáldanna
’Davíð er enginn forn-gripur þótt margt hafi
dofnað hjá honum og
lýsi öðrum tíma en þeim
sem við búum við. Róm-
antíska hans er nú oft-
ast bundin við afa og
ömmu eða réttara sagt
langafa og langömmu.‘
AF LISTUM
Jóhann Hjálmarsson
johj@mbl.is
Davíð StefánssonJón úr Vör
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 53
MENNING
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
/
L
JÓ
S
M
Y
N
D
:
G
R
ÍM
U
R
B
JA
R
N
A
S
O
N
MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 •MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 • MIÐASALA Á NETINU:WWW.LEIKFELAG.IS • NETFANG:MIDASALA@LEIKFELAG.IS
eftir LionelBart
Einstakt nýárstilboð til Visa-kreditkorthafa:
Miðinn í janúar á aðeins 2.700 kr !
Sun. 9. jan. kl. 20.00 UPPSELT
Fim. 13. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus
Lau. 15. jan. kl. 14.00 UPPSELT
Lau. 15. jan. kl. 20.00 UPPSELT
Fös. 21. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus
Lau. 22. jan. kl. 20.00 Örfá sæti laus
Fös. 28. jan. kl. 20.00 Nokkur sæti laus
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
„Fjarskalega leiftrandi
og skemmtileg sýning“
– HÖB RÚV
„... hrein og klár snilld“
– HÖB RÚV
„Áfram LA!“
– S.A. Viðskiptablaðið
„... með vel fluttri tónlist,
fallegum söng og dansi
og stjörnuleik“
– H.Ó. Mbl
„... sterka útgeislun,
einlægni og leikgleði“
– AB Fréttablaðið
Sun 30. jan kl. 14.00 aukasýn
Sun. 30.jan. kl. 14.00 UPPSELT
Fim. 3.feb. kl 20.00 Aukas., örfá sæti
Fös. 4.feb. kl 20.0 UPPSELT
Lau. 5.feb. kl. 20.00 UPPSELT
Sun. 6.feb. kl. 14.00 Aukas., UPPSELT
Fös. 11.feb. kl. 20. 0 UPPSELT
Lau. 2.feb. kl. 20 Örfá sæti laus
S n. 13.feb. kl. 14. 0 Aukasýning
Fös. 18.feb. kl. 20.00 Örfá sæti laus
Lau. 19.feb kl. 2 .00 Örfá i
Fös. 25.feb. kl 20.00
Lau. 26.feb. kl. 20.00
Ath! ósót r pantanir seldar daglega!
Munið tilboð til Vis og Vildarkortshafa á flugi norður til 6. febrúar.
„glæsileg útkoma… frábær
fjölskylduskemmtun“
– S.S. Rás 2
www.urvalutsyn.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
2
71
89
01
/2
00
5
Úrval-Útsýn
í Hlíðasmára flytur að
Lágmúla 4
Sími: 585 4000
Verið velkomin!