Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í febrúarmánuði árið 1958 bar BjarniBenediktsson, þingmaður Sjálfstæðis-flokksins sem þá var í stjórnarandstöðu,fram þingsályktunartillögu í sameinuðuAlþingi um að þingið skyldi kjósa fimm menn til að endurskoða löggjöf um Stjórnarráð Íslands og gera tillögur um skipan ráðuneyta og skiptingu starfa milli þeirra. Kom fram í grein- argerð með tillögunni að löggjöf um Stjórnar- ráðið væri mjög í molum og skipan ráðuneyta eða stjórnardeilda væri orðin mjög með öðrum hætti en þar væri ráðgert. Hefði ráðuneytum verið fjölgað með ákvörðun einstakra ríkis- stjórna eða jafnvel ráðherra oft af veigalitlum ástæðum. Þá sagði orðrétt í greinargerðinni: Þvílík lausatök á hinni æðstu stjórn landsins eru óheppileg, hvernig sem á er litið. Efnt hefur verið til aukins kostnaðar, án þess að nokkur trygging væri fyrir bættum afgreiðsluháttum. Á stundum hefur hið gagnstæða beinlínis orðið afleiðingin. Með fjölgun starfsmanna og flókn- ara kerfi hefur málsmeðferð orðið lakari en áð- ur. Þá kom fram í greinargerðinni að brýn nauð- syn væri á að Stjórnarráðið sýndi öðrum rík- isstofnunum gott fordæmi í þessu efni. Þegar Bjarni mælti fyrir tillögunni á þingi gat hann þess að skortur á löggjöf hefði leitt til þess að skipan starfa innan Stjórnarráðsins væri „mjög á ringulreið“. Mjög óljóst væri hvaða ráðuneyti væru raunverulega til í Stjórnarráðinu. Tók Bjarni dæmi af bréfi sem nýlega hafði verið les- ið upp á Alþingi þar sem sjávarútvegsráðherra svaraði fyrirspurn um stækkun landhelginnar. Hefði svar ráðherrans verið með bréfhaus land- búnaðarráðuneytisins. Benti Bjarni á að hvor- ugt þessara ráðuneyta væru þó til að lögum heldur væri eitt atvinnumálaráðuneyti til. Taldi hann brýnt að ráða bót á þeim glundroða sem einkenndi skipulag Stjórnarráðsins enda ætti sú stofnun að vera til fyrirmyndar um reglusemi og gott starfsskipulag: Það á hér við sem ella, að eftir höfðinu dansa limirnir, og sú skipun, sem þarna er höfð, er annaðhvort líklega að verka til ills eða góðs, og það er enginn vafi á því, að þó að margt mætra manna, mjög mætra, sé í stjórnarráðinu, þá eru starfshættirnir í heild þannig, að ekki er til fyr- irmyndar. Tillagan var send fjárveitinganefnd til um- fjöllunar og var hún efnislega hlynnt henni en lagði til þá breytingu að í stað þess að Alþingi kysi sérstaka nefnd til að annast endurskoð- unina yrði skorað á ríkisstjórnina að láta endur- skoðunina fara fram. Bar henni samkvæmt til- lögunni að leggja fram lagafrumvarp um þetta efni svo fljótt sem verða mætti. Var tillagan samþykkt með þessari breytingu. Hinn 18. október skipaði Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra, síðan nefnd þriggja manna til að end- urskoða löggjöfina í samræmi við þingsályktun- ina. Athugasemdir Bjarna við skipulag Stjórnar- ráðsins voru ekki einsdæmi á þessum tíma. Þremur árum áður hafði Ólafur Jóhannesson, prófessor, vakið athygli á því í riti sínu Stjórnar- farsrétti að fjögur af níu ráðuneytum Stjórn- arráðsins hefðu ekki verið sett á stofn með lög- um. Taldi hann að forsetaúrskurður um verkaskiptingu milli ráðherra hefði ekki í för með sér skiptingu Stjórnarráðsins í ráðuneyt- isskrifstofur og veitti ekki heimild til stofnunar nýrra skrifstofustjóraembætta. Hann sló því þó ekki föstu að ólöglega hefði verið staðið að stofnun nýrra ráðuneyta, enda ljóst að tilvist þeirra hefði hlotið staðfestingu Alþingis eftir á með framlögum á fjárlögum til starfrækslu þeirra. Tónninn í umfjöllun hans var hins vegar sá að hér hefði ekki verið staðið að öllu leyti rétt að málum. Þá beindi hann enn fremur sjónum sínum að yfirstjórn ráðuneyta og taldi það „sennilega ekki alls kostar“ heppilegt að fleiri en einn ráðherra færi með stjórn einstaks ráðu- neytis, eins og tíðkast hafði. Embætti ætti að auglýsa Fljótlega eftir að Ólafur Jóhannesson tók sæti á Alþingi sem fyrsti þingmaður Norður- lands vestra árið 1959 hóf hann að beina spjót- um sínum að Stjórnarráðinu og kvað nokkuð fastar að orði en í Stjórnarfarsrétti. Í desember 1959 bar hann fram skriflega fyrirspurn á Al- þingi til ríkisstjórnarinnar þar sem hann spurð- ist fyrir um samkvæmt hvaða heimild sérstakt efnahagsmálaráðuneyti hefði verið sett á stofn og ráðuneytisstjóri skipaður í það. Þá laut fyr- irspurnin að því hvort stofnað hefði verið sér- stakt iðnaðarráðuneyti og ef svo væri eftir hvaða heimild. Í fyrirspurnarræðu sinni í febr- úar 1960 taldi Ólafur að það væri grundvall- arregla í íslenskum rétti að stofnun nýrra emb- ætta og nýrra stjórnarstofnana yrðu að byggj- ast á heimild í lögum. Það væri að minnsta kosti eðlileg og sjálfsögð regla. Þá benti Ólafur á að með lögum nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hefði sú regla verið lögfest að embætti ætti að auglýsa laus til umsóknar áður en skipað væri í þau. Ljóst væri hins vegar að nýr ráðuneytisstjóri efnahagsráðuneytisins hefði verið skipaður án slíkrar auglýsingar og spurði hann hvers vegna hér væri vikið frá skýrum fyrirmælum laga „og það einmitt af þeim aðilanum, sem hefur það hlutverk í þjóðfélaginu að halda lögunum uppi?“ Í svari sínu vísaði forsætisráðherra, Ólafur Thors, til hefðar og eldri fordæma vegna stofn- unar efnahagsráðuneytisins en tók undir að sjálfsagt mætti færa veigamikil rök fyrir því að lagaheimild þyrfti til stofnunar nýrra ráðu- neyta. Af umræðum þingmanna og ráðherra um fyr- irspurnina má ráða að samstaða hafi ríkt um þá skoðun að eðlilegt væri að Alþingi setti lagafyr- irmæli um stofnun nýrra ráðuneyta. Óeðlilegt væri að slíkar ákvarðanir væru aðeins teknar innan Stjórnarráðsins. Bjarni Benediktsson minnti af þessu tilefni á þingsályktunartillöguna sem hann hafði flutt árið 1958 og hafði hlotið samþykki á Alþingi eins og að framan er rakið. Hann tók þó ekki undir þá afstöðu Ólafs Jó- hannessonar að það leiddi af grundvallarreglu að heimild þyrfti í lögum til að stofna ráðuneyti. Benti hann í því sambandi á 15. gr. stjórnar- skrárinnar þar sem fram kemur að forseti skipi ráðherra, ákveði tölu þeirra og skipti störfum með þeim. Þótt þar væri ekki um fullnægjandi heimild að ræða út af fyrir sig þá gerði hann ráð fyrir að stuðst hefði verið við þetta ákvæði við stofnun nýrra ráðuneyta vegna þess að „stjórn- ardeildirnar eru svo nátengdar starfi ráð- herranna“. Þá benti Bjarni á þau fjölmörgu for- dæmi sem væru fyrir þessari framkvæmd og þau veittu ríka ástæðu til að telja að meðan ekki væru sett ný lagaákvæði yrði hún ekki talin fara í bága við lög. Rík þörf á breytingum Á yfirborðinu virðist afstaða Bjarna og Ólafs því hafa verið ólík þótt þeir væru sammála um að rík þörf væri á breytingum á skipulagi Stjórnarráðsins. Bjarni taldi nauðsynlegt að vinna að bættum vinnubrögðum innan Stjórn- arráðsins og í því skyni þyrfti að setja skýrari lög um skipulag þess þótt núverandi fram- kvæmd yrði ekki talin ólögleg. Gagnsemisrök einkenndu því málflutning Bjarna þar sem hann taldi að skýrara skipulag stuðlaði að aukinni hagkvæmni og betri vinnu- brögðum. Ólafur var hins vegar þeirrar skoð- unar að þáverandi framkvæmd væri ólögmæt. Vísaði hann í því sambandi til grunnreglu stjórnsýsluréttar um að stjórnsýslan skyldi vera lögbundin. Röksemdir Ólafs byggðust þó ekki á hefðbundinni útfærslu lögmætisreglunn- ar um að íþyngjandi athafnir stjórnvalda þyrftu að eiga sér stoð í lögum og að ráðstafanir þeirra mættu ekki fara í bága við lög. Grundvallar at- hugasemda hans var fremur að leita í fjárstjórn- arvaldi Alþingis. Benti hann á að stofnun ráðu- neyta fæli í sér kostnaðarauka fyrir ríkisvaldið og í því efni yrði að gæta hófsemi. Alþingi væri rétti vettvangurinn fyrir ákvörðun um slík mál þar sem nauðsynlegs taumhalds yrði gætt: Réttmæt varfærni er hér bezt tryggð með því, að Alþ. fjalli um þessi mál, þ.e.a.s., að ekki sé hægt að setja á fót ný embætti og nýjar stjórnarstofnanir án atbeina þess. Þar er fjallað um málin fyrir opnum tjöldum. Hér á Alþingi vissulega að standa á verði. Engri ríkisstj. á að haldast það uppi að sniðganga Alþ. í þessum efnum. Það er hlutverk Alþ., en ekki ríkisstj. að stofna ný embætti. Ákveðinn, lýðræðislegur mælikvarði virðist því hafa legið til grundvallar afstöðu Ólafs þar sem áhersla var lögð á að veigamiklar ákvarð- anir í þjóðfélagsmálum væru teknar á vettvangi þar sem opin umræða gæti farið fram um þær. Liður í því væri að aflétta þeirri leynd sem hvílt hefði á ákvarðanatöku um skipulag æðstu stjórnsýslu ríkisins. Þó að afstaða þeirra Ólafs og Bjarna hafi þannig byggst á ólíkum sjónarmiðum var meg- inþráðurinn í athugasemdum þeirra í raun svip- aður. Töldu þeir báðir nauðsynlegt að stemma stigu við skipulagslausum vexti í umsvifum rík- isins og að þar þyrfti sérstaklega að huga að Stjórnarráðinu. Umræðan á þingi endurspegl- aði enn fremur þá afstöðu að Stjórnarráðið hefði brugðist við mótun almennrar stefnu um upp- byggingu þess og ráðherrar ekki gætt hófs í skefjalausri fjölgun ráðuneyta. Í ljósi þessa þyrfti nú að styrkja vald Alþingis til íhlutunar um skipulag Stjórnarráðsins í því skyni að auka aðhald í rekstri ríkisins. Ekki var talið nægja að Alþingi hefði með fjárstjórnarvaldi sínu tök á því að hafa áhrif á það hvort stofna skyldi ný ráðuneyti. Rétt væri að Alþingi fjallaði um slík- ar fyrirætlanir áður en þær kæmu til fram- kvæmda enda hefðu slíkar breytingar mikil áhrif á fjárþörf ríkisins. Deilt um ábyrgð Erfitt var fyrir ráðherra viðreisnarstjórnar- innar að vísa athugasemdum Ólafs á bug. Bjarni Benediktsson, sem var dóms- og kirkjumála- ráðherra á þessum tíma, hafði sjálfur átt frum- kvæði að því að beina kastljósinu að skipulagi Stjórnarráðsins með fyrrgreindri þingsályktun- artillögu sinni. Þá verður ekki annað séð en að þingmenn hafi verið sammála þeim meginsjón- armiðum sem fram komu í umræðunni um Stjórnarráðið. Nokkrar deilur spruttu þó milli stjórnar og stjórnarandstöðu í kjölfar fyrir- spurnar Ólafs þar sem fyrst og fremst var tekist á um hvaða stjórnmálaflokkur bæri ábyrgð á þeirri venju að stofna ný ráðuneyti án þess að fyrirætlanir um það væru lagðar fyrir Alþingi. Embættismenn innan Stjórnarráðsins tóku hins vegar ekki eins djúpt í árinni og þingmenn. Einar Bjarnason, aðalendurskoðandi, vék að fjölgun ráðuneyta í umfjöllun sinni um Stjórn- arráðið í Úlfljóti, tímariti laganema árið 1953. Taldi hann þá fjölgun eðlilega í ljósi þess að „ríkisstjórnin varð stöðugt afskiptasamari um allt atvinnulíf, eftir því sem árin liðu, og störfin í Stjórnarráðinu jukust gríðarlega“. Þá vísaði hann til þess að sambærileg þróun hefði átt sér stað í nágrannalöndunum. Hann vék hins vegar að öðru atriði sem ekki var í brennidepli um- ræðunnar á Alþingi. Hann taldi að það sérkenni íslenska stjórnkerfisins að skipta yfirstjórn ráðuneyta milli tveggja eða fleiri ráðherra leiddi af sér nokkuð flókið skipulag og skapaði tölu- verðan vanda fyrir þá skrifstofustjóra sem þyrftu að taka tillit til tveggja eða fleiri ráð- herra. Hann tók þó fram að starf þeirra og Stjórnarráðsins í heild hefði gengið slysalaust fyrir sig og sýndi það „hve hlutlaust föstu starfsmenn stjórnarráðsins“ reyndu að vinna verk sín. Í greininni dró hann þó ekki úr því að mikilvægt væri að huga að endurskipulagningu Stjórnarráðsins: Nú hafa verkefni stjórnarráðsins margfald- ast síðan það var stofnað, og hverri viðbót við þau hefur verið ætlaður staður eftir því sem við varð komið. Það liggur í augum uppi, að skipu- lagning sú, sem gerð var við stofnun stjórnar- ráðsins, er öll úr lagi farin, og nýrrar er mikil þörf. Í henni mætti hefla burtu marga agnúa og gera stjórnarráðið hæfara en nú er til að gegna hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Agnar Kl. Jónsson gerði minna úr þeim vand- kvæðum sem ýmsir töldu hljótast af því að skipta verkefnum milli ráðherra án þess að verkaskiptingin milli ráðuneyta tæki samsvar- andi breytingum: Frá sjónarmiði Stjórnarráðsins og starfs- manna þess skipta slíkar breytingar sem þessar ekki raunverulega miklu máli. Embættismenn- irnir fá fleiri en einn ráðherra, sem fjalla um málefni ráðuneytisins. Þetta kann að skapa ein- hverja aukna fyrirhöfn í sambandi við af- greiðslu mála, aðallega ef skrifstofur ráð- herranna eru annars staðar en ráðuneytið er, en ekki er ástæða til að gera mikið úr slíku. Að öðru leyti virtust starfsmenn Stjórnar- ráðsins ekki taka mikinn þátt í umræðunni um skipulag og starfshætti Stjórnarráðsins á þess- um árum. Gagnrýnisraddirnar komu fyrst og fremst frá stjórnmálamönnum og meðal þeirra voru ýmsir fyrrverandi ráðherrar. Þeir horfðu á starfsemi Stjórnarráðsins frá nokkuð öðru sjón- arhorni en fastir starfsmenn þess og það kann að skýra mismunandi áherslur þingmanna og embættismanna. Þessar ólíku áherslur áttu eft- ir að koma skýrar fram áratug síðar í umræðum um frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands. Bókarkafli | Á sjötta áratug 20. aldarinnar fóru fram miklar umræður um skipulag Stjórnarráðs Íslands og talaði Bjarni Benedikts- son í gagnrýni sinni um „lausatök á hinni æðstu stjórn landsins“. Í kaflanum sem hér birtist úr fyrsta bindi Stjórnarráðs Íslands er fjallað um aðdragandann að nýskipan stjórnarráðsins 1970. Höfundur kaflans er Ásmundur Helgason. Lausatök á æðstu stjórn landsins Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ólafur Jóhannesson: „Engri ríkisstjórn á að haldast það uppi að sniðganga Alþingi í þessum efnum. Það er hlutverk Alþingis, en ekki ríkis- stjórna, að stofna ný embætti.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Bjarni Benediktsson: „Með fjölgun starfsmanna og flóknara kerfi hefur málsmeðferð orðið lakari.“ Stjórnarráð Íslands I–III bindi eftir þau Ásmund Helgason, Ómar H. Kristmundsson, Ólaf Rastrick, Sumarliða R. Ísleifsson, Jakob F. Ásgeirsson og Sig- ríði K. Þorgrímsdóttur kemur út hjá Sögufélaginu. Bækurnar eru prýddar fjölda mynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.