Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 52
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir
músíkdagar hefst í dag en þar er
íslensk tónlist sem endranær leidd
til öndvegis. Tveir viðburðir verða
í dag. Barnaóperan Undir dreka-
væng eftir Misti Þorkelsdóttur og
Messíönu Tómasdóttur verður
frumsýnd í Gerðubergi kl. 14 og kl.
20 verða formlegir opnunartón-
leikar hátíðarinnar haldnir í Lista-
safni Íslands en þar leikur Kamm-
ersveit Reykjavíkur undir stjórn
Bernharðar Wilkinson. Einleikari á
klarínett er Rúnar Óskarsson.
Myrkir músíkdagar eiga 25 ára
afmæli á þessu ári en tónskáldin
Atli Heimir Sveinsson og Þorkell
Sigurbjörnsson ýttu hátíðinni úr
vör árið 1980. „Þeir lögðu horn-
stein að þessu en á þessum árs-
tíma var ekkert að gerast í ís-
lensku tónlistarlífi. Það var þögn.
Atli Heimir og Þorkell gáfu fyrsta
tóninn,“ segir Kjartan Ólafsson,
formaður Tónskáldafélags Íslands
og umsjónarmaður hátíðarinnar.
Enda þótt nafnið sé dimmt urðu
Myrkir músíkdagar fljótt ljós í
myrkrinu, að sögn Kjartans, og
hafa stöðugt undið upp á sig síðan.
„Íslenskir hljóðfæraleikarar hafa
frá upphafi haft metnað og áhuga
á því að flytja íslenska tónlist og
hvatt til þess að hún verði til. Þeir
urðu því frá upphafi virkir þátttak-
endur í hátíðinni. Það er ekki síst
af þeim sökum sem hún hefur vax-
ið og dafnað. Umfangið hefur aldr-
ei verið meira en nú. Viðburðirnir
á hátíðinni í ár eru sextán, tón-
verkin nálgast hundraðið og fjöldi
flytjenda hleypur á hundruðum.“
Kröftug vítamínsprauta
Eitt af aðalsmerkjum hátíð-
arinnar er frumflutningur á nýrri
íslenskri tónlist og er hlutfall
frumfluttra verka nú komið yfir 30
prósent. „Með endurreisn Nýsköp-
unarsjóðs tónlistar, Musica Nova,
fyrir rúmu ári hefur þetta hlutfall
hækkað og á skömmum tíma er
sjóðurinn orðinn að einu helsta afli
nýsköpunar á sviði tónlistar á Ís-
landi. Sjóðurinn hefur verið kröft-
ug vítamínsprauta og vonandi á
honum eftir að vaxa fiskur um
hrygg – eins og allt bendir raunar
til,“ segir Kjartan.
Hann segir að tónlist sé auðvitað
fyrst og fremst huglæg verðmæti
en ekki megi gleyma áhrifum ný-
sköpunar. Með tilurð nýs tónverks
verði til keðja atvinnuskapandi
áhrifa inn í atvinnulífið. „Þessu
gleyma sumir hagfræðingar oft að
gera ráð fyrir.“
Hann segir ánægjulegt að á 25
ára afmælinu sé hátíðin farin að
vekja athygli utan landsteinanna.
Myrkir músíkdagar hafi öðlast
sérstöðu vegna fjarlægðar frá
íhaldssömum fagurfræðilegum við-
miðunum og séu þannig orðnir
áhugaverður viðburður í alþjóðlegu
samhengi.
Þannig er von á 10–20 erlendum
gestum að þessu sinni, þeirra á
meðal stjórnarmönnum í alþjóð-
legum samtökum nútímatónlistar
og Dananum Anders Beyer, rit-
stjóra Nordic Sounds, stærsta tón-
listartímarits á Norðurlöndum,
sem dreift er í tugþúsundum ein-
taka. „Hann ætlar að fjalla um há-
tíðina í tímariti sínu, auk þess sem
hann verður meðal þátttakenda í
pallborðsumræðum um skakka
stöðu nútímatónlistar í dag í Nor-
ræna húsinu næsta laugardag.“
Að sögn Kjartans kemur þetta
fólk að eigin frumkvæði en ekki
hefur verið unnið markvisst að
kynningu Myrkra músíkdaga er-
lendis fram að þessu. „Nú hefst sú
vinna,“ segir Kjartan.
Áheyrendur hafa heldur ekki
látið á sér standa. 2.000 manns
sóttu þar síðustu hátíð og í fyrra
nutu 3.000 manns dagskrár
Myrkra músíkdaga, að sögn Kjart-
ans.
Ríkisútvarpið kemur að hátíðinni
og mun taka upp stóran hluta tón-
leikanna og útvarpa víða um heim
„til kynningar á íslenskri tónlist og
Íslandi í leiðinni“, segir Kjartan.
Fjallað er um frumflutning
barnaóperunnar Undir drekavæng
á bls. 20–21 í blaðinu í dag en á
tónleikum Kammersveitar Reykja-
víkur verða flutt verk eftir Pál P.
Pálsson, Karólínu Eiríksdóttur,
Jón Nordal, Gunnar Andreas
Kristinsson og Tryggva M. Bald-
vinsson. Tvö síðastnefndu verkin
verða frumflutt.
„Á þessum tónleikum endur-
speglast í raun hugmyndin að baki
Myrkum músíkdögum, hátíðinni er
ætlað að brúa kynslóðabilið. Þarna
verða flutt verk fjögurra kynslóða.
Það er líka dæmigert að á hátíð-
inni í ár erum við bæði með
Kammersveit Reykjavíkur sem
dregið hefur vagninn í þrjátíu ár
sem einn okkar fremsti kamm-
erhópur og svo nýju kynslóðina,
kammerhópinn ATON, sem vakið
hefur mikla athygli á liðnum miss-
erum. Með öðrum orðum: Hér er
ekki spurt um nafnskírteini.“
Tónlist | Myrkum músíkdögum hleypt af stokkunum
Stefnumót kynslóðanna
Morgunblaðið/Golli
Gunnar Andreas Kristinsson, Tryggvi M. Baldvinsson, Rúnar Óskarsson og Bernharður Wilkinson.
Morgunblaðið/Þorkell
orri@mbl.is
Kjartan Ólafsson, formaður Tón-
skáldafélags Íslands.
52 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
• Föstudag 28/1 kl 20 UPPSELT
• Föstudag 4/2 kl 20 LAUS SÆTI
• Laugardag 5/2 kl 20 LAUS SÆTI
geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON
☎ 552 3000
www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18
“SNILLDARLEIKUR”VS Fréttablaðið
2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – NOKKUR SÆTI LAUS
3. sýning 18.feb. kl 20.00 – NOKKUR SÆTI LAUS
4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00
6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00
8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00
Miðasala á netinu: www. opera.is
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Í kvöld kl 20,
Lau 5/2 kl 20,
Su 6/2 kl 20,
Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT,
Fö 11/2 kl 20, - UPPSELT,
Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT
Fi 17/2 kl 20,
Fö 18/2 kl 20, - UPPSELT
Lau 19/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Í dag kl 14,
Su 6/2 kl 14,
Su 13/2 kl 14,
Su 20/2 kl 14 - AUKASÝNING,
Su 27/2 kl 14 - AUKASÝNING
SÍÐUSTU SÝNINGAR
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 4/2 kl 20,
Su 13/2 kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20
Ath: Miðaverð kr. 1.500
HÉRI HÉRASON
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 2. FEBRÚAR
Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upphaf vesturferða
Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga
Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna
Böðvar Guðmundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Íslendingum
Skráning hjá Mími Símenntun á www.mimi.is eða í síma 5801800
Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Í kvöld kl 20, - UPPSELT
Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT
Lau 12/2 kl 20, - UPPSELT
Su 13/2 kl 20, Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20
SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
gildir ekki á barnasýningar!
BOUGEZ PAS BOUGER
Frönsk - japönsk nýsirkussýning
Í dag kl 14 - AUKASÝNING
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS
Í kvöld kl 20,
Lau 5/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20
VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR
eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin
Aðalæfing fi 3/2 kl 20 - kr 1.000
Frumsýning fö 4/2 kl 20 - UPPSELT
Hátíðarsýning su 6/2 kl 20, Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20
Fö 11/2 kl 20 - Lokasýning
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20
Hljómsveitarstjóri ::: Esa Heikkilä
Einleikari ::: Una Sveinbjarnardóttir
Kór ::: Skólakór Kársness
undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Íslensk
verðlaunaverk
Í ár er haldið upp á 25 ára afmæli Myrkra músíkdaga,
tónlistarhátíðarinnar sem orðin er ómissandi þáttur í íslensku
tónlistarlífi. Þetta er ómetanlegur vettvangur fyrir ný íslensk
hljómsveitarverk og má enginn unnandi tónlistar okkar láta
þennan viðburð fram hjá sér fara.
Jón Nordal ::: Venite ad me, fyrir barnakór og hljómsveit
Atli Heimir Sveinsson ::: Draumnökkvi fyrir fiðlu og hljómsveit
Haukur Tómasson ::: Gildran – brot úr Fjórða söng Guðrúnar
Haukur Tómasson ::: Ardente
Kjartan Ólafsson ::: Sólófónía
TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR KL. 19.30
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
„Hrein og
klár snilld“
HÖB RÚV
Óliver! Eftir Lionel Bart
Sun. 30.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT
Fim. 03.2 kl 20 aukasýn. Örfá sæti
Fös. 04.2 kl 20 UPPSELT
Lau. 05.2 kl 20 UPPSELT
Sun.. 06.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti
Fös. 11.2 kl 20 Örfá sæti
Lau. 12.2 kl 20 Örfá sæti
Fös. 18.2 kl 20 Nokkur sæti
Lau. 19.2 kl 20 Nokkur sæti
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
Tilboð til Visa-vildarkorthafa:
Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb