Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚTRÁS 66º NORÐUR
Eigendur 66º Norður áforma að
opna tugi verslana í Skandinavíu og
víðar í Evrópu á næstu tveimur ár-
um. Greint er frá útrás fyrirtækisins
á Bandaríkjamarkaði á forsíðu við-
skiptahluta bandaríska dagblaðsins
The Wall Street Journal á föstudag.
Lög um hringamyndun
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra segir að frumvarp viðskipta-
ráðherra um endurskipulagningu
Samkeppnisstofnunnar og lög um
hringamyndun verði vonandi lagt
fyrir alþingi á næstu dögum.
Kosningar í Írak
Fyrstu lýðræðislegu þingkosning-
arnar í Írak í hálfa öld verða í dag,
sunnudag, en óvíst er um kjörsókn
vegna ástandsins í landinu. Rúmlega
14 milljónir manna eru á kjörskrá.
Hryðjuverkamenn hafa hótað að að
ráðast á kjörstaði og sagt að fólk
sem notfæri sér kosningaréttinn sé
að ganga erinda Bandaríkjamanna
og því réttdræpt.
Heilsársskóli á Bifröst
Viðskiptaháskólinn á Bifröst mun
frá og með næsta háskólaári bjóða
nemendum upp á heilsársskóla
þannig að stúdentar sem það vilja
geti lokið BS gráðu á tveimur árum í
stað þriggja með því að leggja stund
á nám allt árið. Þetta kom fram í
máli Runólfs Ágústssonar, rektors
skólans, við útskrift á Bifröst í gær.
Mengun í Barentshafi
Norskir vísindamenn segja að
mengun vegna eiturefna geti vaxið á
næstu árum í Barentshafi og svo
geti farið að setja verði reglur um
hámarksneyslu á fiski og kjöti frá
svæðinu. Óttast útflytjendur að
þetta geti eyðilagt ímynd hreina og
óspillta fisksins frá Norðurhöfum.
12,1% raunávöxtun LV
Raunávöxtun eigna Lífeyrissjóðs
verslunarmanna (LV) var 12,1% í
fyrra sem og árið 2003.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Auðlesið 46
Ummælin 11 Myndasögur 48
Hugsað upphátt 19 Dagbók 48/50
Þjóðlífsþankar 29 Víkverji 48
Sjónspegill 30 Staður og stund 50
Listir 31,51/53 Leikhús 52
Forystugrein 32 Af listum 53
Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61
Umræðan 34 Bíó 57/61
Bréf 36 Sjónvarp 62
Hugvekja 40 Veður 63
Minningar 40/44 Staksteinar 63
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu fylgir
auglýsingablaðið Ferðaáætlun 2005
frá Útivist.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
LÍKLEGT er að fjöldi manns muni
fara fram á bætur vegna slyssins við
Ingólfstorg á Hinsegin dögum í
ágúst 2002, þegar skyggni féll á stór-
an hóp áhorfenda, á grundvelli dóms
sem féll í Hæstarétti þar sem
Reykjavíkurborg var dæmd til að
greiða konu sem slasaðist 2,5 millj-
ónir króna.
Ríflega 30 manns voru fluttir eða
leituðu á slysadeild í kjölfar slyssins.
Meiðsli þeirra voru misjafnlega al-
varleg en fram kom í Morgunblaðinu
á sínum tíma að ein stúlka brákaðist
á tveimur hálsliðum og önnur hlaut
samfall á hryggjarliðum.
Tjón vegna slyssins fellur á Sjóvá-
Almennar sem var tryggingarfélag
Reykjavíkurborgar. Ekki fengust
upplýsingar hjá félaginu um hversu
margir hefðu leitað til þess vegna
slyssins og talið sig eiga rétt á bót-
um.
Stefán Geir Þórisson hrl. sem
flutti málið f.h. konunnar sagðist vita
af því að a.m.k. tveir ætluðu að óska
eftir bótum en væntanlega yrðu þeir
mun fleiri. „Það er klárlega von á
fleiri bótakröfum,“ segir hann. Hann
segir dóminn leggja töluvert ríkar
skyldur á Reykjavíkurborg og þar
með á aðra sem bjóða fram aðstöðu
fyrir útiskemmtanir. Stefán segir að
mál sem er í gangi í Danmörku
vegna banaslysa á Hróarskelduhá-
tíðinni fyrir nokkrum árum, reyni í
raun á sömu meginreglur. Málin
snúist um ábyrgð þeirra sem halda
hátíðirnar og þeirra sem leggi til að-
stöðuna.
Slysið á Hinsegin dögum
„Klárlega von
á fleiri bóta-
kröfum“
Yfir 30 manns fóru á slysadeild
PLAN B er nafn nýrrar
hljómplötuútgáfu sem
Einar Bárðarson er að
hleypa af stokkunum.
Meðal verkefna á fyrsta
starfsári fyrirtækisins
verður útgáfa á fyrstu
sólóplötu tenórsöngv-
arans Garðars Cortes
yngri og ný plata með
hljómsveitinni Skíta-
móral. Þá stefnir Plan B
á að vinna hljómplötu
stelpnabandsins Nylon
brautargengi erlendis.
Í viðtali við Bergþóru
Njálu Guðmundsdóttur í
Tímariti Morgunblaðsins
í dag segir Einar frá uppvexti sínum
og aðdraganda að því að hann hellti
sér út í „tónlistarbransann“ en næst-
komandi miðvikudag
stýrir hann verð-
launaafhendingu Ís-
lensku tónlistarverð-
launanna í fjórða og
jafnframt sitt síðasta
sinn.
Meðal samstarfs-
aðila hans í nýja
hljómplötufyrirtæk-
inu eru tónlistar-
mennirnir Friðrik
Karlsson og Nigel
Wright, en hann er
meðal annars þekkt-
ur fyrir að hafa verið
tónlistarstjóri Idol-
keppninnar hér
heima og „hirðtónlistarstjóri“ söng-
leikjahöfundarins Andrew Lloyd
Webbers.
Fyrsta platan frá Plani B
Einar Bárðarson
VARÐSKIPIÐ Týr megnaði ekki að
draga Dettifoss Eimskipafélagsins,
sem varð stýrisvana austur af
Eystrahorni, til Eskifjarðar í fyrri-
nótt vegna illviðris og stærðarmun-
ar á skipunum. Beðið var því um að-
stoð varðskipsins Ægis og var það
sent á vettvang í gærmorgun. Varð-
skipsmönnum á Tý sem kallaðir
voru til aðstoðar kl. 20.25 á föstu-
dagskvöld hafði tekist að koma taug
í Dettifoss en hún slitnaði kl. 23.37.
Reynt var aftur með góðum árangri
og var þá ákveðið að halda kyrru
fyrir með taugina á milli skipanna.
Að sögn Halldórs V. Guðmundsson-
ar skipstjóra á Dettifossi þótti ekki
ráðlagt að hafast meira að um sinn
þar sem Dettifoss var of þungur í
drætti fyrir Tý í suð-suðvestan-
stormi, 18–23 m/s. Því var ákveðið
að halda sjó og bíða komu Ægis sem
væntanlegur var um klukkan 11.
„Við erum það stórir að það þarf að
hafa taug í báðum endum til að
stýra okkur,“ sagði Halldór. „Það
hefur verið leiðinda vindur af landi
og við höfum því varla færst neitt úr
stað en við reynum að fara með
gætni.“
Þrettán manns í áhöfn
Þrettán manns eru í áhöfn Detti-
foss og höfðust þeir allir vel við að
sögn Halldórs, þrátt fyrir leiðinda
velting. „Það er haugasjór en að
öðru leyti er allt í lagi,“ sagði hann.
Dettifoss sem er 14.664 brúttó-
tonn að stærð var fulllestaður af
gámum sem Halldór sagðist vonast
til að færu ekki að velta til í lestinni.
Týr er hins vegar ekki nema rúm
900 brúttótonn að stærð og jafnstór
systurskipinu Ægi.
Vegna stormsins var 3–4 mílna
rek á Dettifossi en með því að keyra
vélar og vera bundinn við Tý aðfara-
nótt laugardags hélt Dettifoss sömu
staðsetningu sinni nokkrum sjómíl-
um austan við Eystrahorn. Gert var
síðan ráð fyrir því að gera aðra til-
raun við að taka skipið í tog til Eski-
fjarðar þegar aðstoðin frá Ægi
kæmi.
Dettifoss var of þungur í drætti fyrir varðskipið Tý
Héldu kyrru fyrir með
taug á milli í haugasjó
Varðskipið Ægir sent til aðstoðar
!
"
#
$
%
$
" „HEYRÐU, það er frekar tregt, fé-
lagi, ansi tregt,“ sagði Hörður
Harðarson á dögunum þegar
fréttaritari innti hann eftir afla-
brögðum. Smári ÞH 59, bátur
Harðar, var þá að leggjast að
bryggju á Húsavík eftir netaróður á
Skjálfanda.
Hörður sagði gæftaleysi hafa
verið fram eftir janúarmánuði hjá
smærri bátum á Húsavík. „Við lögð-
um ekki netin fyrr en um miðjan
mánuð og aflabrögðin hafa verið lé-
leg til þessa,“ sagði Hörður.
Hörður gerir bátinn út í félagi
við Randver Sigurðsson. Hann var
keyptur frá Djúpavogi sl. haust og
eru þeir tveir í áhöfn og leggja upp
afla sinn hjá saltfiskverkun GPG á
Húsavík.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hörður Harðarson tilbúinn með landfestar í stafni Smára eftir netaróður.
Húsavík. Morgunblaðið.
Tregt í netin hjá Smára
VÖRUBÍLL með gáma fauk út af
veginum til móts við býlið Dverga-
stein rétt norðan Akureyrar um kl.
7.30 í gærmorgun. Samkvæmt upp-
lýsingum lögreglunnar á Akureyri
hlaut bílstjórinn minniháttar meiðsl
en var fluttur með sjúkrabíl á slysa-
deild.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á
Akureyri í fyrrinótt og gærmorgun
vegna fjúkandi hluta. Munu þakplöt-
ur hafa losnað á einum stað, en ekki
er vitað um verulegt tjón.
Flutningabíll
fauk út af
TVEIR menn sem voru stöðvaðir
fyrir hraðakstur í umdæmi lög-
reglunnar í Borgarnesi á föstu-
dagskvöld reyndust við nánari
skoðun eiga fíkniefnabrotaferil að
baki. Í ljós kom að þeir voru með
4,5 grömm af ætluðu amfetamíni í
fórum sínum og voru handteknir.
Eftir yfirheyrslur á lögreglustöð
var þeim sleppt og telst málið upp-
lýst.
Tóku 4,5
grömm af
amfetamíni
♦♦♦