Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2. Ísl tal kl. 3.45 og 8. B.i. 10 ára VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I ÍSLANDSBANKI VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I   SIDEWAYS kl. 2, 8 og 10.40. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 14 ára „skylduáhorf fyrir bíófólk, ekki spurning!“ WWW.BORGARBIO.IS   ATH. miðaverð kr. 400. „Sideways er eins og eðalvín með góðri fyllingu. Hún er bragðgóð, þægileg og skilur eftir sig fínt eftirbragð“ Þ.Þ. FBL    Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit il f i r til . . . t , l i tj ri rit Óskarsverðlauna  „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. 5 T.V. Kvikmyndir.is Ó.Ö.H. DV “Þetta er stórkostleg kvikmynd sem virkar fyrir alla…” tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar-Cate Blanchett og Alan Alda. 11 tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit7 Sýnd kl. 4 og 8. Sýnd kl. 8 og10. B.i. 14 ára Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Frá þeim sem færðu okkur X-Men kemur fyrsta stórmynd ársins Svakalega flott ævintýraspennumynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner l l i i i j i i Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Sýnd kl. 4 og 6. Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Frá þeim sem færðu okkur X- Men kemur fyrsta stórmynd ársins i f - f i Svakalega flott ævintýraspen numynd með hinni sjóðheitu og sexý Jennifer Garner Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5.50 og 10.15.  MMJ kvikmyndir.com  Ó.Ö.H. DV „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ SV Mbl. Ó.H.T. Rás 2  Ó.H.T. Rás 2  Rokksveitin Vínyll sendir frá sér plötunaLP á fimmtudaginn í næstu viku. Verð-ur útgáfunni fagnað með ókeypis tón- leikum og gleðskap á Gauki á Stöng um kvöldið. Hljómsveitin er að verða þriggja ára gömul en flest af ellefu lögum plötunnar eru þó samin á tveggja ára tímabili. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar en hún sendi áður frá sér stuttskíf- una EP. Á þeirri skífu voru fjögur lög sem nutu nokkurra vinsælda. Þrjú þeirra eru í óbreyttri mynd á plötunni, þar á meðal lagið „Nobody’s Fool“, sem er fyrsta lagið sem hjómsveitin samdi. Upphafslag breiðskífunnar er hinsvegar fjórða lagið af EP, „Miss Iceland“ í algerlega nýrri útgáfu. Vínyl skipa fimm manns, Kristinn Júníusson syngur og tvíburabróðir hans Guðlaugur er á trommum, Egill Tómasson er á gítar, Arnar Snær Davíðsson á bassa og Þórhallur Berg- mann spilar á hljómborð. Strákarnir segjast hafa viljað taka öll lögin af EP upp aftur en ekki sé á allt kosið. Lögin falla samt vel inn í plötuna þó greinilegt sé að hljóm- sveitin hafi þróast nokkuð á þeim tíma sem hún hefur starfað. „Þetta hefur þróast mikið frá fyrstu hugmyndunum þegar við vorum að byrja að spila saman,“ segir Egill. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara útí,“ segir Kristinn en fyrsta hljómsveitaræfingin var haldin í febrúar árið 2002. „Við ákváðum að byrja að spila saman og það tók okkur smátíma að ná jafnvægi í bandið,“ segir Guðlaugur. „Síðastliðið eitt og hálft ár erum við búnir að taka stökk eins og með samspil og annað. Þetta er að verða skemmtilegra og skemmtilegra,“ segir Egill. „Við bara fórum í stúdíó og tókum þetta upp. Við höfum húmor fyrir því sem við erum að gera,“ segir Kiddi en upptökur gengu fljótt fyr- ir sig. „Við erum ekki að taka okkur sjálfa alltof alvarlega heldur leyfum okkur að gera ná- kvæmlega það sem lögin bjóða uppá,“ sam- sinnir bróðir hans. Hljómsveit undir sama nafni var starfandi fyrir nokkrum árum en Arnar og Egill voru ekki með þá. „Vínyll í þessari mynd hefur ekk- ert með gamla Vínyl að gera. Nafnið var til og þegar við byrjuðum að spila þá var þetta bara Vínyll,“ segir Egill. „Við nenntum bara ekki að kynna nýtt nafn til sögunar,“ segir Kristinn. Strákarnir hafa þó þekkst lengi en Egill, tví- burabræðurnir og Addi kynntust átta ára gaml- ir í Kópavogsskóla, þar sem fundir þeirra lágu saman oftar en ekki á skrifstofu skólastjóra eða yfirkennara. Þórhallur er af Seltjarnarnesinu og kynntst strákunum um sextán ára aldur en þá vantaði hljómborðsleikara. „Við bönkuðum uppá ýmis hús á Seltjarnarnesinu og leituðum að honum.“ Leitin bar árangur og eru strákarnir allir góðir vinir. Kristinn, Egill og Arnar hafa m.a.s. búið saman síðustu tvö ár. Þórhallur er með burtfararpróf í píanóleik og er sá eini í hljómsveitinni sem er menntaður í tónlist. Hann er líka í lögfræðinámi og fer út til Belgíu eftir útgáfutónleikana þar sem hann mun leggja stund á nám fram á sumar. Það á þó ekki að setja strik í reikninginn enda er Vínyll hljómsveit sem vinnur vel í törnum. Þórhallur fer líka út með hljómsveitinni á tónlistarhátíð- ina SXSW í Texas í mars. Um er að ræða eina allra stærstu tónlistarstefnu Bandaríkjanna þar sem safnast saman tónlistarmenn og fulltrúar útgáfufyrirtækja. Þeir eru spenntir að fara að spila á þessari tónlistarhátíð en sveitin hefur nokkrum sinnum farið út áður og spilað á hátíðum sem þessum. „Við erum á skjön við allt sem er að gerast þarna úti tónlistarlega séð,“ segir Kristinn og vill ekki samþykkja að þeir passi nákvæmlega inn í einhverja ákveðna bylgju. Hollt að spila í útlöndum Þeir hafa fengið góð viðbrögð og segjast vel geta staðist samanburðinn. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir Guðlaugur. „Við viljum selja þessa plötu og lifa eitttvað á þessu. Við viljum fá tækifæri til að spila og ferðast,“ segir Kristinn. „Það er hollt að spila í útlöndum fyrir fólk sem veit ekki hver þú ert eða hvaðan þú kemur. Gaman að fá hreinar og beinar skoðanir frá fólki.“ Þeir segja að það sé ekki það sama að fara til útlanda að spila og reyna „að meikaða“. Þetta snúist um að spila á nýjum stöðum og hitta nýtt fólk. Ekkert er enn ákveðið með útgáfu á plöt- unni á erlendri grundu og á það allt eftir að koma í ljós. Strákarnir segja að stundum virðist bransinn vera meira um útlitið en getu og segir að stand- ardinn sé ekki alltaf hár úti. „Mörg íslensk bíl- skúrsbönd myndu spjara sig vel þarna úti.“ Flottir búningar! Þar með er ekki sagt að Vínyll hugsi ekki um útlitið því hljómsveitin er þekkt fyrir að vera snyrtilega til fara í jakkafötum á tónleikum. Gekk það svo langt að eitt sinn þegar þeir komu fram í Stöð 2 var sagt við þá – flottir búningar! Vínyll er hjómsveit sem vill halda áfram að ögra sjálfri sér og hefur ekki áhuga á að gera sömu lögin og sömu plötuna aftur og aftur. „Þetta er spurning um á hvaða forsendum ertu í tónlist? Hvað viltu gera? Langar þig ekki að prófa það sem þú getur prófað,“ segir Guð- laugur. „Það er líka ákveðið kikk í því að ögra umhverfinu, að fólk hafi skoðanir á því sem þú ert að gera,“ segir Egill. Þeir eru skráðir fyrir lögunum í sameiningu nema Kiddi er skráður fyrir textunum. Þeir eru sammála um að textarnir skipti miklu máli og þeir verði að koma úr eigin reynsluheimi. Einhverjir hafa tekið eftir líkindum með lag- inu „Nobody’s Fool“ og „Vertigo“ með U2 en að hluta til innihalda lögin sömu hljóma og sama ryþma. Það gæti verið meira en tilviljun þar sem umboðsmenn U2 fengu plötuna EP senda fyrir margt löngu. Þeir ætla þó ekki að fara í mál út af þessu. „Þetta er „long shot“ en maður veit aldrei,“ grínast Egill. Ef til vill þýðir þetta að tíminn sé réttur fyrir Vínyl að koma með plötu og eru strákarnir viss- ir um það. „Okkur finnst það. Fólk hefur verið að mæta mjög vel á tónleika hjá okkur uppá síð- kastið,“ segir Guðlaugur. „Á rúmlega ári er búin að vera 200% aukning á tónleikaaðsókn hjá Vínyl,“ segir Egill en þess má geta að hljóm- sveitin hitaði upp fyrir Foo Fighters í Laug- ardalshöll í ágúst 2003. Mikil tónleikasveit „Það er stór partur af því að vera í bandi að geta spilað „live“ og látið það hljóma „live“,“ segir Kristinn en þeir eru allir sammála um að Vínyll sé mikil tónleikasveit. „Ég held við séum allir að hafa mest gaman af því að spila á tón- leikum,“ segir Egill. Hvernig er að vera starfandi rokkhljómsveit í Reykjavík? „Eins og staðan er núna er það mjög skemmtilegt. Fólk er byrjað að átta sig á því að tónlist skiptir það máli. Það er tónlistarvakning. Fyrir þremur árum var það leiðinlegt og það voru allir í jakkafötum með kreditkort,“ segir Guðlaugur. „Að vera í hljómsveit á Íslandi í dag, er að vera pínu dekraður, það er auðvelt fyrir hljómsveitir að koma sér á framfæri. Miðlar eru tiltölulega aðgengilegir. Tónleikastaðir eru að- gengilegir,“ segir Egill en sveitirnar þurfa vissulega að hafa eitthvað fram að færa. „Það er öllum drullusama, það þarf enginn aðra hljóm- sveit. En ef þú hefur eitthvað fram að færa er fólk tilbúið að hlusta.“ Tónlist | Rokksveitin Vínyll sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu sem ber heitið LP Ögrandi hljómsveit Ljósmynd/Ari Magg Strákarnir í Vínyl eru sammála um að það sé ágætt að vera starfandi rokkhljómsveit í Reykja- vík en líka sé nauðsynlegt að spila á fjarlægari slóðum og ná til nýrra hlustenda. Platan LP með Vínyl kemur út fimmtudaginn 3. febrúar. Um kvöldið verða útgáfutónleikar á Gauki á Stöng. Húsið verður opnað kl. 21 og það er ókeypis inn. ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.