Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 19 Um hva› snúast stjórnmál? Kynntu flér máli› í Stjórnmálaskóla Sjálfstæ›isflokksins í Valhöll mánudags-, flri›judags- og fimmtudagskvöld frá 9. til 25. febrúar. Valhöll Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Dagskráin ver›ur kynnt á heimasí›u Sjálfstæ›isflokksins, www.xd.is. Skráning og nánari uppl‡singar í síma 515 1700/515 1777 og á netfangi disa@xd.is - borgarmálin - listina a› hafa áhrif - flokksstarfi› - menntun og menningarmál - heilbrig›isfljónustu - umhverfismál - listina a› vera lei›togi - efnahagsmál - utanríkismál - sjávarútvegsmál Fyrirlestrar og umræ›ur, m.a. um Ky ntu þ álið í Stjórnmálaskól Sjálfstæðisflokksins í Valhöll frá 31. janúar til 24. febrúar. Námskeiðið fer fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöldumen auk þeirra verða tvö mánudagskvöld (tvær fyrri vikurnar) nýtt fyrir námskeiðið. Bor r lin listina að hafa áhrif flokksstarfið menntun og menningarmál heilbrigðisþjónustu ferða- og samgöngumál listina að vera leiðtogi efnahagsmál umhverfismál utanríkismál sjávarútvegsmál sjónvarpsþjálfun Dagskráin er á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is á hnapp Stjórnmálaskólans. Skráning og nánari upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is V ið erum tengd sterkum blóðböndum en þar sem við búum hvort á sínu landshorni eru sam- skiptin fátíð. Við erum líka mjög ólík. Hann er samkvæm- isljón og unir sér best á vettvangi dagsins. Ég er bókaormur á stöðugu flakki milli fortíðar og framtíðar. En á einum stað á leiksviði lífsins tölum við sama mál. Við segjum sögur, för- um með vísur og hlæjum. Þannig snertum við gleði- strenginn hvort hjá öðru. Ég skemmti mér alltaf jafn vel þegar hann segir frá hestamanninum sem starði opinmynntur á frægt málverk eftir Jón Stefánsson og spurði síðan með austfirskri hrynjandi: „Er þetta ekki Blesi frá Bjarnarnesi?“ Og ekki er hún síðri sagan af Austfirð- ingnum sem sagðist með for- kostulegu handapati hafa drepið í sér náttúruna með því að hafa aldrei fengið tækifæri til að nota hana. Þessi slyngi sögumaður tekur líka alltaf bakföll af kátínu þegar ég rifja upp frásögnina af rónanum sem grét út úr mér nokkra þúsundkalla í áföngum vegna skyldleika okkar aft- ur í ættir. Hvorugt okkar getur heldur varist hlátri þegar við minn- umst enn og aftur sögunnar af henni alnöfnu minni sem í eigin nafni sendi skeyti til fyrrverandi forsætisráð- herra Breta eftir háðulegar hrakfar- ir hans í kosningum og hafði það svo- hljóðandi „Sr. Winston Churchill. I’m with you.“ Samskipti okkar eru hjartastyrkj- andi. Það reyndi ég í erfiðum veik- indum. Að vísu áttu sögurnar hans ekki eins greiðan aðgang að mér og áður og ég fúlsaði ónotalega við tví- ræðri vísu. En þegar honum þóttu umræðuefni mín svo afspyrnu leið- inleg að hann gat ekki leynt því varð mér á að hlæja og sagði svo: „Þú tal- ar bara eins og Skafti Þóroddsson í Njálu, sem vildi ekki fá vandræði annarra í híbýli sín.“ Þetta sýndust honum ótvíræð batamerki enda var raunin sú. Og nú, þegar ólukkans veikindi eru farin að gera honum skráveifur, nota ég sama ráð og hann. Ég segi sögur. Kannski eru þær ekkert sér- lega merkilegar en ég vona að þær létti honum lund. Og hafi ég engar nýjar sögur, dusta ég rykið af ýms- um gömlum bröndurum eða vísum sem ég þykist vita að hitti í mark þótt talsverð vandræði hafi nú ratað í híbýli hans. Og hin „fagra gleði, guða logi,“ eins og þeir Schiller og Matthías kváðu, skín okkur báðum um stund. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson Á gleðistreng miklu í okkar störfum. Þrátt fyrir þá stefnu að fara eftir launasamningum í hverju landi þá gilda mörg okkar réttindamála, til dæmis lífeyrisrétt- indi og tryggingar, um starfsmenn úti um allan heim. Einnig hafa komið nýir hlutir inn í kjaramál okkar eftir einkavæðingu bankanna, svo sem kaupréttarákvæði og árangurs- tengdar greiðslur. Þá verða einstak- lingsbundnir samningar sífellt al- gengari og okkar hlutverk er þá að gæta þess að menn fari ekki fram úr sér í þeim efnum og afsali sér ekki sjálfsögðum réttindum. Okkar starf er því orðið nokkuð flóknara og um- fangsmeira en áður. En fyrirmynd slíkra samninga kemur erlendis frá og við höfum notið þess að vera í nánu samstarfi við samtök banka- og tryggingamanna á Norðurlöndum og fáum þaðan góða aðstoð og upplýs- ingar.“ Fjölskyldumálin verkefni framtíðar Og Friðbert telur að í nánustu framtíð verði áherslan í starfi SÍB áfram á mennta- og fræðslumál en einnig eigi fjölskyldumálin eftir að vega sífellt þyngra. „Auðvitað eiga stéttarfélög stöðugt að gæta hags- muna sinna umbjóðenda og það verð- ur alltaf hlutverk þeirra að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa áunnist. En verkefni framtíðarinnar verða eflaust að tryggja þeim sem þess óska meiri sveigjanleika á vinnumarkaðnum, til dæmis með því að gefa fólki sem er að koma sér upp fjölskyldu möguleika á hlutastörfum eða að hverfa tímabundið af vinnu- markaði. Þessi þróun er hafin á Norðurlöndum og þetta á eflaust eft- ir að færast í vöxt. Á sama hátt sé ég fyrir mér að svipaður háttur verði hafður á þegar fólk eldist, að því verði gefinn tími til að laga sig að því að hætta að vinna, til dæmis með því að minnka smám saman við sig í vinnu.“ Friðbert nefnir einnig að eitt af verkefnum framtíðarinnar sé að bæta líðan starfsmanna í vinnuum- hverfi sínu. „Firringin og hraðinn í þjóðfélaginu er farinn að leiða tals- vert inn á vinnumarkaðinn. Í könnun sem gerð var meðal okkar félags- manna kom í ljós að 8% starfsmanna hefur orðið fyrir einhverskonar áreiti í starfi, bæði frá samstarfsmönnum en einnig af hendi viðskiptavina. Verkalýðshreyfingin og atvinnu- rekendur þurfa að sameinast um að koma því til skila að fólk láti ekki óánægju sína bitna á hinum almenna starfsmanni,“ segir Friðbert Traustason formaður SÍB. Þess má geta að SÍB hætti við að halda afmælishátíð vegna 70 ára af- mælis samtakanna og gaf í stað þess andvirði hátíðar í söfnun Rauða krossins til styrktar förnarlömbum hamfara í Asíu. hema@mbl.is Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 14 82 5 Mallorca Gífurlega vinsæl * M.v. hjón með 2 börn, Aparthotel Brasilia, vikuferð með sköttum og 10.000 kr. afslætti 22. júní, netverð. 10.000 kr. afsláttur af fyrstu 300 sætunum eða meðan íbúðir eru lausar. Aðeins takmarkaður fjöldi sæta í hverju flugi á afslætti. Gildir ekki um flugsæti eingöngu. M.v. bókun og staðfestingu fyrir 7. febrúar 2005 eða meðan afsláttarsæti eru laus. Paguera Alcudia Playa de Palma frá því í fyrra 35% verðlækkun Fyrstu 300 sætin 10.000 kr. afsláttur á mann. Bókaðu núna og tryggðu þér lægsta verðið og vinsælustu gististaðina á Mallorca. 28.590kr. Flug báðar leiðir, með sköttum, netverð *Frá 33.895kr. Heimsferðir bjóða fjórða sumarið í röð beint flug til Mallorca og stórlækka verðið til þessa vinsælasta áfangastaðar Spánar. Mallorca hefur verið ókrýnd drottning ferðamanna undan- farin 40 ár enda getur enginn áfangastaður státað af jafn heillandi umhverfi og fjölbreyttri náttúrufegurð. Að auki eru strendurnar gull- fallegar og aðstaða fyrir ferðamenn glæsileg. Á Mallorca er frábært að lifa lífinu og njóta þess að vera í fríi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.