Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 27
auka hlut heimamanna á kostnað al- þjóðlegra starfsmanna. Hvort tveggja var ákveðinn sigur fyrir bæði alþjóðasamfélagið og heimamenn þar sem að brottför þessara samtaka þýddi að búið væri að uppfylla hluta af fyrirskipuðu starfi alþjóðasam- félagsins í Bosníu en þegar nánar er að gætt er sigurinn frekar takmark- aður. Evrópusambandið lagði til svo- kallaða eftirrekstrarsendinefnd til að sjá um lögreglumálin og alþjóðasam- félagið fylgist því áfram grannt með þróun löggæslu í landinu. Brottför UNHCR þýðir í stuttu máli að al- þjóðasamfélagið ákvað að heima- menn gætu, með hjálp lagaramma sem alþjóðasamfélagið hafði sett upp, séð um málefni flóttamanna sem vitja fasteigna sinna og snúa til síns heima en mjög hefur hægt á endurkomuferlinu síðustu ár og því ekki mikið starf framundan. Persónuárekstrar og samstarfserfiðleikar Svartsýnin sem við urðum vör við árið 2002 átti einnig rætur að rekja til þess að yfirmenn þriggja helstu samtakanna höfðu átt í samstarfs- örðugleikum. Það er almenn vitn- eskja í Bosníu að leiðtogum þriggja helstu alþjóðasamtakanna í Bosníu, þ.e. Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og skrifstofu aðalfulltrúa (OHR), kom illa saman og stór egó stóðu oft í vegi gagnlegra ákvarðana og samstarfs. Slíkir persónuárekstr- ar eru bæði vandræðalegir fyrir þá sem að málum standa og koma í veg fyrir framfarir. Þegar upp er staðið bar starf alþjóðasamfélagsins þess augljós merki að alþjóðasamtök sinntu umfram allt eigin hagsmunum og hægði það almennt á öllu upp- byggingarstarfinu. Þannig hafði árið 2003 ýmislegt breyst en í þessu sam- hengi er mikilvægt að benda á að Paddy Ashdown virtist yfir sand- kassaleiki hafinn og tók frá upphafi örugga forystu innan alþjóðasam- félagsins. Alþjóðasamfélagið á greinilega við ótal vandamál að stríða enda stórt í sniðum og sérhver alþjóða- og svæðastofnun starfar eftir ákveðn- um reglum og normum. Á svæðis- skrifstofum var mikið rætt um greinilegan skort á skilningi þeirra er starfa við höfuðstöðvar í Sarajevo, hvað þá í Vín eða New York, á því hvernig aðstæður voru á vettvangi. Sarajevo er heimur út af fyrir sig, og sömuleiðis bæir eins og Banja Luka og Mostar en meirihluti íbúa Bosníu býr við allt annan raunveruleika í smábæjunum út um allar sveitir. Eins má nefna að starfsmenn dvelja oft einungis um 6–12 mánuði á vett- vangi og skortur á stofnanaminni því landlægt vandamál meðal allra helstu alþjóðasamtakanna. Einnig verður þó að taka til greina að uppbygging alþjóðasamfélagsins í Bosníu er háð stuðningi og samvinnu stjórnmálamanna og íbúa landsins. Vandamálið er að forræðishyggja al- þjóðasamfélagsins – eða „fjórða heimsveldisins“ – hefur að vissu leyti orðið til þess að Bosníumönnum er hlíft við að taka erfiðar ákvarðanir. Einn viðmælanda okkar sagði Bosn- íumenn vel færa um að vinna saman, „það gera þeir afar vel þegar þeir sameinast gegn alþjóðasamfélaginu og eins virðist þjóðerni litlu máli skipta innan skipulagðrar glæpa- starfsemi.“ Stjórnkerfið sem Dayton-sáttmál- inn setti upp í Bosníu er eitthvert flóknasta stjórnkerfi sem um getur. Bæði árin bar öllum saman um að fljótlega þyrfti að taka Dayton-sátt- málann og stjórnarskrá Bosníu til gagngerrar endurskoðunar. Hin „heilaga kýr“ er af mörgum talin hamla framförum í Bosníu, en svo er aftur annað mál að ekki eru allir þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn og leiðtogar í Bosníu séu hæfir til að takast á við það verkefni að gæta fulls jafnræðis þjóðernishópa innan sameinaðs ríkis. Eins og staðan er í Bosníu í dag hefur aðalfulltrúi svo- kölluð Bonn-völd sem veita rétt til að breyta lögum og fjarlægja embætt- ismenn frá störfum en augljóst er að slíkt skipulag getur ekki gengið til frambúðar enda stefnir alþjóðasam- félagið að því að minnka viðveru sína í Bosníu og það er augljóst að auka þarf ábyrgð Bosníumanna sjálfra á stjórnskipulagi landsins. Paddy Ashdown, núverandi aðal- fulltrúi, hefur ítrekað gefið í skyn að æskilegt væri að arftaki hans í stöðu aðalfulltrúa hefði ekki þessi völd enda getur Bosnía aldrei sameinast Evrópu ef æðsti valdhafi í landinu er erlendur stjórnmálamaður. Því er nokkuð ljóst að því fyrr sem Bosn- íumenn sjálfir taka fulla ábyrgð á stjórn landsins, þeim mun fyrr getur alþjóðasamfélagið sagt sínu upp- byggingarverkefni lokið og gengið til eðlilegs samstarfs við ríkið Bosníu og Hersegóvínu. En þess er enn langt að bíða að Bosnía gangi til liðs við Evrópusambandið sem fullgildur meðlimur. Sameiginleg þjóðarímynd nauðsynleg Aðalmarkmið alþjóðasamfélagsins nú er að Bosnía geti í framtíðinni átt möguleika á því að ganga í Evrópu- sambandið og Partnership for Peace-áætlun Atlantshafsbandalags- ins. Til þess að þetta geti gengið eftir þarf landinu að vera stjórnað með lögum og reglum, efnahagurinn þarf að vera stöðugur og sjálfbær og stjórnarfar lýðræðislegt. Það þarf að uppræta spillingu og taka á skipu- lagðri glæpastarfsemi. Herina þarf að sameina – eins og staðan er í dag er talað um tvö og hálft herlið þar eð Króatar og múslimar eru ekki fylli- lega sameinaðir innan FbiH-herliðs- ins. Robert Beecroft, þáverandi sendiherra ÖSE í Bosníu, nefndi bæði árin hversu mikilvægt það væri að bæta menntun, fjölga atvinnu- tækifærum og einfaldlega auka áhuga ungs fólks á því að búa áfram í Bosníu. Einhvern veginn þurfi að samlaga þjóðernishópana og skapa þeim sameiginlega þjóðarímynd. Alla þessa þætti þarf að hafa í huga þegar alþjóðasamfélagið tekur að sér friðaruppbyggingarstarf, hvort sem það er undir hatti Sameinuðu þjóð- anna eins og í Kosovo eða skrifstofu aðalfulltrúa eins og í Bosníu. Uppbyggingarstarfið í Bosníu er gríðarlega flókið og mikið umfangs og því er ekki að neita að margt er ógert. Starfið hefði eflaust gengið hraðar fyrir sig ef alþjóðasamfélagið hefði haft skýr markmið allt frá upp- hafi en allt þar til að embætti aðal- fulltrúa fékk Bonn völdin til íhlutun- ar í innanlandsmálum ríkti sundurleysi í alþjóðasamfélaginu. Samstarfsörðugleikar settu síðar mark sitt á starfið og hindruðu einn- ig að markvisst væri gengið til verks. Margir háttsettir starfsmenn al- þjóðasamfélagsins í Bosníu voru afar ósáttir við hvernig að málum var staðið í Írak og fannst ekki vera tekið mark á reynslu þeirra í Bosníu þótt þeir hefðu reynt að koma skilaboðum áleiðis til ráðamanna í Washington. Markmið verða að vera skýr frá upp- hafi og þannig verður leiðin einnig greiðari en það virðist oft gleymast þegar anað er út í stóraðgerðir og jafnvel árásir án þess að huga að því hvað í friðar- og lýðræðisuppbygg- ingarstarfi felst. Hagræðingarferli sem átti sér stað í Bosníu frá 2001–2 hjálpaði heilmik- ið til og kom í veg fyrir að margir ’Við erum of fljót að gleyma hvernig um-horfs var í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld- ina og hversu langan tíma það tók að endur- byggja borgir og bæi víðsvegar um álfuna.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 27 Feneyska Rivieran og Portoroz • Glæsilegasta ferðanýjung ársins • Vikulegt flug í allt sumar, vinsælar brottfarir að seljast upp • Frábærir gististaðir á Lido di Jesolo, vinsælustu strönd Ítalíu SUMARIÐ 2005 Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax á www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 72 03 0 1/ 20 05 8.000 kr. bókunarafsláttur til 1. febrúar Lágmúla 4: 585 4000 Akureyri: 460 0600 • Vestmannaeyjum: 481 1450 Nánari upplýsingar um verð, gististaði og ferðatilhögun á www.urvalutsyn.is slá í g egn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.