Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Budget bílaleiga: 2 verð einfalt val. Tíminn er dýrmætur, ekki flækja málin. Fólksbílar 3.900 krónur á dag frá Toyota Yaris upp í Kia Magentis. Jeppar 6.900 krónur á dag frá Toyota Rav4 upp í Toyota Land Cruiser. Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur og kaskótrygging. Budget bílaleiga, Sími 562 6060, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík, www.budget.is Budget bílaleiga er á eftirfarandi stöðum á landinu: Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum, Þórshöfn, Þorlákshöfn og Bakka. Ákvarðanir eru erfiðar. Þær eru auðveldari þegar möguleikarnir eru bara 2. C o nc ep t NÚ er að líta dagsins ljós viðburða- dagskrá fyrir Eiða. Sigurjón Sig- hvatsson segir fyrirliggjandi að 3.–6. júní fari fram ráðstefna náttúru- fræðinga á Eiðum. Um miðjan júlí verði haldið námskeið fyrir börn og frá 24. júlí til 11. ágúst námskeið Signýjar Ormarsdóttur menningar- fulltrúa Austurlands með vestnor- rænum listnemum. Á sama tímabili mun verða annað barnanámskeið og einnig námskeið með Mæðrastyrks- nefnd. Dagana 11.–14. ágúst fer fram árlegt listamannaþing Ólafs Elíassonar. Af myndlistarsýningum sem áformaðar eru í sumar tiltekur Sig- urjón sýningu á hringvegarmyndum Dieters Roth í samvinnu við Listahátíð og opnar hún í júníbyrjun og fer svo hringferð um landið. Í júlílok verður opnuð sýning á Jöklu- myndum Ólafs Elíassonar í sam- vinnu við Lesbók Morgunblaðsins og KB banka. Á svæðinu við Eiða sem helgað er útilistagarði, standa vonir um að koma megi upp nýju listaverki eftir franska listamanninn Philippe Parreno og gert er ráð fyrir viðburðum í kringum verkið Macy’s eftir þá Paul McCarthy og Jason Rhoades, sem sett var upp í tengslum við Fantasy Island- sýninguna í fyrra. Þá segir Sigurjón að í sumar verði kynntar framtíð- arteikningar af sviðslistahúsi og endurbyggingu Rögnvaldarhúss, ásamt heildarskipulagi fyrir Eiða- svæðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fyrirhugaðir eru viðburðir tengdir innsetningu þeirra Pauls McCarthys og Jasons Rhoades. Eiðadagskrá tekur á sig mynd Egilsstöðum. Morgunblaðið. LOKAÐ hefur verið á skíðasvæð- um í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli á Akureyri undanfarna daga vegna veðurs. Mikinn snjó hefur tekið upp í Hlíðarfjalli og þær upplýsingar fengust að töluvert þurfi að kólna til þess að hægt verði að vinna með þann snjó sem eftir er. Í Bláfjöllum var suðvestanátt 10–15 m/s og rigning og fjögurra stiga hiti í gærmorgun. Lokað var í Bláfjöllum alla vikuna og áformað að lokað yrði áfram meðan hlýindin vara. Þó var opið tvö kvöld fyrir æfingar í síðustu viku. Í Oddsskarði var hvassviðri í gær og óljóst hvort tækist að opna skíðasvæðið en þar hefur ein lyfta af þremur verið opin að undanförnu, að sögn Rúnars Jó- hannssonar, forstöðumanns skíða- svæðisins í Oddsskarði. Lítil ofan- koma hefur verið í Oddsskarði það sem af er vetri og sagði Rún- ar að lítinn snjó hefði tekið upp. Að sögn Jóhanns K. Torfason- ar, forstöðumanns skíðasvæðisins í Tungu- og Seljalandsdal við Ísa- fjörð, var mjög hvasst í gær og var áformað að kanna með opnun svæðisins upp úr hádegi. Mikinn snjó hefði tekið upp á skíðasvæð- um í Tungudal en nægur snjór væri á göngusvæðinu í Selja- landsdal. Hlýindin undanfarið hafa leikið skíðamenn grátt Skíðasvæði víða lokuð Morgunblaðið/Jim Smart FRAMLEIÐSLA á kjöti dróst saman um 4,4% á síðasta ári. Verð á kjöti hækkaði hins vegar á síð- asta ári um 11,8%. Mestur sam- dráttur var í framleiðslu á svína- kjöti, en svínakjötsverð hefur einnig hækkað langmest. Það hækkaði um 60% í fyrra, en árið 2003 varð algjört hrun í greininni. Verð á svínakjöti er núna örlítið hærra en það var í árslok 2002. Samtals voru framleidd 24.116 tonn af kjöti í fyrra en 25.260 tonn árið 2003. Framleiðsla í öllum kjöt- greinum dróst saman, mest þó í svínakjöti, 9,8% og kjúklingum 5,6%. Um 1,7% minna var framleitt af lambakjöti í fyrra en árið 2003. Framleiðsla og sala á svínakjöti og kjúklingum hefur vaxið ár frá ári síðustu ár, en árið 2004 sker sig úr að því leyti að þá dróst neysla á þessum vörum saman. Sala á svína- kjöti dróst saman um 9% og sala á kjúklingum dróst saman um 3,4%. Hins vegar jókst sala á lambakjöti um 12,3%. Samtals seldust 7.159 tonn af lambakjöti. Þetta er mesta sala á lambakjöti á einu ári síðan árið 2000. Markaðshlutdeild lambakjötsins hefur vaxið mikið á þessu eina ári. Hún var 32,7% um síðustu áramót en var 29% fyrir einu ári. Eins og áður hefur komið fram gekk kjötmarkaðurinn gegnum mikla lægð á árunum 2001–2003. Verð á kjöti lækkaði mikið vegna offramboðs og framleiðendur töp- uðu miklu fé. Nokkur stór fyrir- tæki í greininni urðu gjaldþrota og önnur afskrifuðu skuldir samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Kjötverð hækkaði um 11,8% í fyrra Greinilegt er að minni fram- leiðsla hefur haft mikil áhrif á verðið því að verð á kjöti hækkaði um 11,8% að meðaltali á síðasta ári, en vísitala neysluverðs hækk- aði um 3,9%. Mjög mismunandi er milli kjötgreina hve hækkunin er mikil. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar hækkaði verð á svínakjöti í fyrra um 60%, en hafa verður í huga að algjört verðhrun varð á svínakjöti á árinu 2003. Verð á svínakjöti er núna 7,4% hærra en það var fyrir tveimur árum sem er hækkun í samræmi við verð- lagsþróun. Kjúklingar hækkuðu á síðasta ári um 8,8%, en þeir eru samt tals- vert ódýrari en þeir voru í árs- byrjun 2003. Lambakjöt og nauta- kjöt hækkaði í verði til neytenda um 14,4% í fyrra. Framleiðsla á kjöti dróst saman um 4,4% LÖGREGLUMENN á Akranesi höfðu afskipti af manni á föstu- dagskvöld sem reyndist hafa fíkniefni í fórum sínum. Maður- inn, sem áður hefur komið við sögu lögreglunnar, reyndi að flýja lögreglu og kastaði frá sér tveim- ur litlum bögglum sem reyndust innihalda 4 grömm af amfetamíni og 11 grömm af sveppum. Við leit á manninum á lögreglu- stöð fundust 1,5 grömm af am- fetamíni og í framhaldi af því var farið í húsleit á heimili hans. Þar fundust 25 grömm af hassi, 1,7 grömm af amfetamíni og 2,2 grömm af sveppum. Maðurinn var í framhaldi af því yfirheyrður og síðan sleppt. Málið er í rann- sókn. Tekinn með fíkni- efni á Akranesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.