Morgunblaðið - 30.01.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 30.01.2005, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Budget bílaleiga: 2 verð einfalt val. Tíminn er dýrmætur, ekki flækja málin. Fólksbílar 3.900 krónur á dag frá Toyota Yaris upp í Kia Magentis. Jeppar 6.900 krónur á dag frá Toyota Rav4 upp í Toyota Land Cruiser. Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur og kaskótrygging. Budget bílaleiga, Sími 562 6060, Dugguvogi 10, 104 Reykjavík, www.budget.is Budget bílaleiga er á eftirfarandi stöðum á landinu: Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum, Þórshöfn, Þorlákshöfn og Bakka. Ákvarðanir eru erfiðar. Þær eru auðveldari þegar möguleikarnir eru bara 2. C o nc ep t NÚ er að líta dagsins ljós viðburða- dagskrá fyrir Eiða. Sigurjón Sig- hvatsson segir fyrirliggjandi að 3.–6. júní fari fram ráðstefna náttúru- fræðinga á Eiðum. Um miðjan júlí verði haldið námskeið fyrir börn og frá 24. júlí til 11. ágúst námskeið Signýjar Ormarsdóttur menningar- fulltrúa Austurlands með vestnor- rænum listnemum. Á sama tímabili mun verða annað barnanámskeið og einnig námskeið með Mæðrastyrks- nefnd. Dagana 11.–14. ágúst fer fram árlegt listamannaþing Ólafs Elíassonar. Af myndlistarsýningum sem áformaðar eru í sumar tiltekur Sig- urjón sýningu á hringvegarmyndum Dieters Roth í samvinnu við Listahátíð og opnar hún í júníbyrjun og fer svo hringferð um landið. Í júlílok verður opnuð sýning á Jöklu- myndum Ólafs Elíassonar í sam- vinnu við Lesbók Morgunblaðsins og KB banka. Á svæðinu við Eiða sem helgað er útilistagarði, standa vonir um að koma megi upp nýju listaverki eftir franska listamanninn Philippe Parreno og gert er ráð fyrir viðburðum í kringum verkið Macy’s eftir þá Paul McCarthy og Jason Rhoades, sem sett var upp í tengslum við Fantasy Island- sýninguna í fyrra. Þá segir Sigurjón að í sumar verði kynntar framtíð- arteikningar af sviðslistahúsi og endurbyggingu Rögnvaldarhúss, ásamt heildarskipulagi fyrir Eiða- svæðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fyrirhugaðir eru viðburðir tengdir innsetningu þeirra Pauls McCarthys og Jasons Rhoades. Eiðadagskrá tekur á sig mynd Egilsstöðum. Morgunblaðið. LOKAÐ hefur verið á skíðasvæð- um í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli á Akureyri undanfarna daga vegna veðurs. Mikinn snjó hefur tekið upp í Hlíðarfjalli og þær upplýsingar fengust að töluvert þurfi að kólna til þess að hægt verði að vinna með þann snjó sem eftir er. Í Bláfjöllum var suðvestanátt 10–15 m/s og rigning og fjögurra stiga hiti í gærmorgun. Lokað var í Bláfjöllum alla vikuna og áformað að lokað yrði áfram meðan hlýindin vara. Þó var opið tvö kvöld fyrir æfingar í síðustu viku. Í Oddsskarði var hvassviðri í gær og óljóst hvort tækist að opna skíðasvæðið en þar hefur ein lyfta af þremur verið opin að undanförnu, að sögn Rúnars Jó- hannssonar, forstöðumanns skíða- svæðisins í Oddsskarði. Lítil ofan- koma hefur verið í Oddsskarði það sem af er vetri og sagði Rún- ar að lítinn snjó hefði tekið upp. Að sögn Jóhanns K. Torfason- ar, forstöðumanns skíðasvæðisins í Tungu- og Seljalandsdal við Ísa- fjörð, var mjög hvasst í gær og var áformað að kanna með opnun svæðisins upp úr hádegi. Mikinn snjó hefði tekið upp á skíðasvæð- um í Tungudal en nægur snjór væri á göngusvæðinu í Selja- landsdal. Hlýindin undanfarið hafa leikið skíðamenn grátt Skíðasvæði víða lokuð Morgunblaðið/Jim Smart FRAMLEIÐSLA á kjöti dróst saman um 4,4% á síðasta ári. Verð á kjöti hækkaði hins vegar á síð- asta ári um 11,8%. Mestur sam- dráttur var í framleiðslu á svína- kjöti, en svínakjötsverð hefur einnig hækkað langmest. Það hækkaði um 60% í fyrra, en árið 2003 varð algjört hrun í greininni. Verð á svínakjöti er núna örlítið hærra en það var í árslok 2002. Samtals voru framleidd 24.116 tonn af kjöti í fyrra en 25.260 tonn árið 2003. Framleiðsla í öllum kjöt- greinum dróst saman, mest þó í svínakjöti, 9,8% og kjúklingum 5,6%. Um 1,7% minna var framleitt af lambakjöti í fyrra en árið 2003. Framleiðsla og sala á svínakjöti og kjúklingum hefur vaxið ár frá ári síðustu ár, en árið 2004 sker sig úr að því leyti að þá dróst neysla á þessum vörum saman. Sala á svína- kjöti dróst saman um 9% og sala á kjúklingum dróst saman um 3,4%. Hins vegar jókst sala á lambakjöti um 12,3%. Samtals seldust 7.159 tonn af lambakjöti. Þetta er mesta sala á lambakjöti á einu ári síðan árið 2000. Markaðshlutdeild lambakjötsins hefur vaxið mikið á þessu eina ári. Hún var 32,7% um síðustu áramót en var 29% fyrir einu ári. Eins og áður hefur komið fram gekk kjötmarkaðurinn gegnum mikla lægð á árunum 2001–2003. Verð á kjöti lækkaði mikið vegna offramboðs og framleiðendur töp- uðu miklu fé. Nokkur stór fyrir- tæki í greininni urðu gjaldþrota og önnur afskrifuðu skuldir samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Kjötverð hækkaði um 11,8% í fyrra Greinilegt er að minni fram- leiðsla hefur haft mikil áhrif á verðið því að verð á kjöti hækkaði um 11,8% að meðaltali á síðasta ári, en vísitala neysluverðs hækk- aði um 3,9%. Mjög mismunandi er milli kjötgreina hve hækkunin er mikil. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar hækkaði verð á svínakjöti í fyrra um 60%, en hafa verður í huga að algjört verðhrun varð á svínakjöti á árinu 2003. Verð á svínakjöti er núna 7,4% hærra en það var fyrir tveimur árum sem er hækkun í samræmi við verð- lagsþróun. Kjúklingar hækkuðu á síðasta ári um 8,8%, en þeir eru samt tals- vert ódýrari en þeir voru í árs- byrjun 2003. Lambakjöt og nauta- kjöt hækkaði í verði til neytenda um 14,4% í fyrra. Framleiðsla á kjöti dróst saman um 4,4% LÖGREGLUMENN á Akranesi höfðu afskipti af manni á föstu- dagskvöld sem reyndist hafa fíkniefni í fórum sínum. Maður- inn, sem áður hefur komið við sögu lögreglunnar, reyndi að flýja lögreglu og kastaði frá sér tveim- ur litlum bögglum sem reyndust innihalda 4 grömm af amfetamíni og 11 grömm af sveppum. Við leit á manninum á lögreglu- stöð fundust 1,5 grömm af am- fetamíni og í framhaldi af því var farið í húsleit á heimili hans. Þar fundust 25 grömm af hassi, 1,7 grömm af amfetamíni og 2,2 grömm af sveppum. Maðurinn var í framhaldi af því yfirheyrður og síðan sleppt. Málið er í rann- sókn. Tekinn með fíkni- efni á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.