Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
E
itt hið ánægjulega
við listheiminn í
dag er að engin
ein stórborg
Evrópu sker sig
alveg úr á lista-
sviði, þannig að
hún sé miðja heimslistarinnar líkt og
París forðum daga. Hins vegar virð-
ist sjóða og krauma á vettvanginum
og fjölbreytnin tekið við af einstefnu,
samræðan aldrei opnari. Smærri
borgum hugnast einnig að taka þátt í
leiknum og söfn rísa á ólíklegustu
stöðum. Hverjum skyldi svo sem
hafa dottið í hug fyrir nokkrum ára-
tugum að „sveitaþorpið“ Ósló, sem
hefur varla meira en hálfa milljón
íbúa, kæmist á blað sem lifandi safn-
aborg? Ekki er það einungis olíu-
gróðinn sem
ræður för,
öllu frekar
réttur skiln-
ingur á þýð-
ingu sjón-
arheimsins
fyrir samfélagið. Þannig er Sam-
tímalistasafnið til húsa í fallega
hlöðnu og reisulegu steinhúsi í hjarta
miðborgarinnar hvar áður var virðu-
legur banki, svo er það Astrup
Fearnley-safnið, og nú eru menn að
undirbúa byggingu þriðja og stærsta
núlistasafnsins og þegar það rís hef-
ur minnsta höfuðborg Skandinavíu
slegið hinum við í uppbyggingu nú-
listasafna. Hliðstæða þessa væri að í
stað þess að úthluta Félagi íslenskra
myndlistarmanna með hálfum huga
lóð á Klambratúni á sínum tíma,
hefði Alþingi látið reisa byggingu yf-
ir myndlist í líkingu við Þjónustu-
miðstöðina sem nú trónar á sama
stað og gamli Listamannaskálinn var
áður og afhent listamönnum! Þá
hefði verið gaman að lifa og list-
umhverfið annað en það er í dag, í
öllu falli meira miðsvæðis og gagn-
særra.
Og skyldi mörgum hafa dott-ið í hug að tónlistarborginvið Dóná, sýnu kunnarifyrir Vínarvalsa, gleði,
gáska, hopp og hí en framsækni á
myndlistarsviði, myndi á fáum árum
skipa sér í framvarðarsveit um
úrskerandi listviðburði í Evrópu?
Vínarborg á að vísu mikla sögu frá
tímaskeiði Habsborgaranna, þar
gnæfa reisulegar hallir hlið við hlið í
miðborginni og yfir öllu trónir hinn
óviðjafnanlegi Stefánsdómur, andi
og sál borgarinnar. Arkitektúrinn
stendur fyrir sínu og hver sá sem
sækir Belvedere-setrið heim í suð-
austurhlutanum, eða Schönbrunn-
höllina í suðvesturhlutanum, verður
naumast samur á eftir. Einkum ef
viðkomandi gefa sér tíma til að reika
um lystigarða hallanna og svo Prater
á bökkum Dónár. Fyrr en varir er
ferðalangurinn kominn með fangið
fullt af seiðandi rómantík, á sækja
angurværar hugleiðingar um þennan
sérstaka hluta Evrópu á mektar-
tímum Austurríkis-Ungverjalands.
Háborg Maríu-Theresíu stór-
hertogaynju af Austurríki og þjóð-
höfðingja Ungverjalands og Bæ-
heims, keisaradrottningar Þýska-
lands í tvo áratugi, og seinna Franz
Jósefs I keisara Austurríkis og kon-
ungs Ungverjalands. Dáður og elsk-
aður af þegnum sínum og kallar enn
þann dag í dag fram djúp andvörp er
hans er minnst.
Gáskinn, léttleikinn og fegurðin
kom frá Vínarborg, þar var hið
fræga Vínarverkstæði og þar voru í
og með rætur Belle Epoque, fagra
tímabilsins og æskustílsins í Evrópu
sem varaði fram að fyrri heimsstyrj-
öldinni, þetta voru blóðríkir tímar,
veröld sem var. Stefan Zweig sagði
snilldarlega af þeim í samnefndri
bók, sem framkallar ekki síður djúp
andvörp. Þótt Rússneski herinn
veitti Vínaborg þung högg við her-
nám hennar í lok seinni heimsstyrj-
aldarinnar sér þess ekki lengur stað.
Miðborgin við Ringstrasse minn-
ismerki óviðjafnanlegrar og há-
fleygrar húsagerðarlistar fyrri alda
líkt og Prag og með því að sækja
þessar borgir heim getur hver og
einn gert sér í hugarlund hvernig
Evrópa leit út fyrir ófriðinn. Mikil er
sjálfseyðingarhvöt mannsins og þótt
hún sé hluti af eðli hans og lífsins í
það heila var hér of langt gengið. Á
seinni tímum eru flestir sérfræð-
ingar sammála um að þessi eyðilegg-
ing þýskra borga hafi í flestum til-
fellum haft lítinn annan tilgang en
sjálfa tortíminguna.
Ítímans rás hefur skrifarifylgst grannt með því hverniglistinn yfir mikilsháttarmyndlistarviðburði í art Das
Kunstmagazin verður stöðugt lengri
þegar Vínarborg er annars vegar,
sem gerir hana eina af mest spenn-
andi áfangastöðum á meginlandinu.
Svo komið beinast augun líka í æ rík-
ari mæli að sérkennum í listinni hvað
sem allri alþjóðahyggju viðvíkur,
einnig virðist útjöfnunaráráttan hafa
náð hámarki ásamt með dagskip-
unum sýningarstjóra um markað
þema. Ekki í eðli listarinnar að þjóna
eða drottna, einungis miðla líkt og
málarinn Paul Klee orðaði það svo
vel fyrir margt löngu, hann var vitur
maður og djúpt hugsandi um eðli
sjónarheimsins.
Datt svona í hug að beina aug-
unum að Vínarborg er ég í tiltektum
rakst á rúmlega þriggja ára hefti af
nefndu listtímariti, sem að meg-
inhluta var helgað Vínarborg. Þá
þegar var nútímalistasafn nýrisið í
hinu gamalgróna safnahverfi borg-
arinnar ásamt því að hin fornfræga
reiðhöll við hliðina var innréttuð sem
myndlistarsafn, umfang hennar má
marka af því að hún rúmaði 600
hross og 200 hestvagna og lystikerr-
ur! Þetta allt staðsett á svæði sem
nefnt var öxull hins mikla sam-
bandsríkis sem var og hét, hvar
íburðarmiklar hallir blasa við hvert
sem ferðalangurinn skáskýtur aug-
unum. Samtals er gólfflöturinn
60.000 fermetrar og í einu vetfangi
komst Vínarborg í röð 10 mikilvæg-
ustu listamiðstöðva heimsins.
Austurríkismenn hafa átt frábæra
málara, arkitekta, listhönnuði og vís-
indamenn, að ógleymdum tónameist-
urunum. Barróskur íburðurinn sam-
fara gleðinni í bland við blóðheit
ásthrif voru helstu auðkenni sjónar-
heimsins eins og kemur til að mynda
fram í myndverkum Gustavs Klimt,
Oskars Kokoschka og Egons Schiel-
es. Þeir allir lengi úti í kuldanum,
ekki síður en þýsk myndlist meðan
Parísarborg var miðja heimslistar-
innar en hafa risið upp til óþekktra
hæða á undangengnum áratugum.
Keisarar og keisaraynjur hafa
komið og farið en listin lifir, og
kannski ekki að undra þótt nektin og
erótíkin hafi verið ríkur þáttur í list-
sköpuninni. Hin lostþrungna 24.000
ára gamla stytta sem menn nefna
Venus frá Willendorf fannst nefni-
lega í nágrenni borgarinnar og Sig-
mund Freud iðkaði þar í tæp fimmtíu
ár umdeild fræði sín með kynhvötina
Segullinn Vínarborg
Myndlist er að áliti Gerwalds Rockenschaub (f. 1958) eitthvað alveg sérstakt og út af fyrir sig; Litaþynnur í áli, 120x200 cm, 1999.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
eftir Böðvar Guðmundsson
Leikgerð: Bjarni Jónsson
í samvinnu við Þórhildi Þorleifsdóttur,
Vytautas Narbutas og leikhópinn.
„Sýningin er veisla fyrir augað og gædd
glæsilegum skyndiáhlaupum í lýsandi
mannlegum örlögum sem opna stór
svið tilfinninga: ótta, vonar, ósigurs
og vinninga, hláturs og harma.
Þetta er glæsilega hugsuð og
velbyggð leiksýning sem er
öllum þeim til sóma sem að
henni standa.“
PBB DV
Viðskiptavinir KB banka fá 20% afslátt af
miðaverði á Híbýli vindanna í febrúar.