Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ N ýting jarðvarma til raforkuframleiðslu hefur aukist á undanförnum ára- tug og útlit er fyr- ir að hún muni vaxa enn á komandi árum. Jarð- varmavirkjanir hafa að ýmsu leyti minni áhrif á umhverfi og nátt- úrufar en vatnsaflsvirkjanir, og margir binda vonir við að meiri friður verði um virkjanamál og uppbyggingu stóriðju í framtíðinni ef hlutur jarðvarma í raf- orkuframleiðslunni verður stærri. Meðal annars er þá horft til nýrra aðferða sem verið er að þróa við djúpboranir, sem talið er að gætu stóraukið afköst jarð- varmavirkjana. En jafnframt er bent á að gera verði miklar rann- sóknir á jarðhitasvæðum áður en ráðist er í umfangsmiklar fram- kvæmdir, og að fara verði varlega í virkjun þeirra. Eins og sést á meðfylgjandi skýringarmynd er langmestur hluti raforkunnar ennþá unninn úr vatnsafli, eða um 83% árið 2003. Um 17% voru þá unnin úr jarðhita og hverfandi hlutfall úr eldsneyti. Hvað frumorkunotkun á Íslandi varðar er hlutur jarðhitans þó rúmlega 50%, enda er þá húshitun og önnur hitavatnsnotkun talin með. Aukið hlutverk jarðhita Hingað til hefur raforku til stór- iðjuframkvæmda að langmestu leyti verið aflað með vatnsafls- virkjunum. En með undirritun viljayfirlýsingar Orkuveitu Reykja- víkur, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls um orkukaup vegna stækkunar álversins á Grund- artanga urðu þau tímamót að sam- ið var í fyrsta sinn um að orku til stóriðjuverkefnis á Íslandi væri al- farið aflað með jarðvarmavirkj- unum. Ráðgert er að stækkað ál- ver taki til starfa á næsta ári. Þorkell Helgason, orku- málastjóri, segir að fyrirsjáanlegt sé að jarðvarminn muni gegna stórauknu hlutverki. Hann nefnir að verið sé að byggja virkjanir á Hellisheiði og á Reykjanesi, ekki sé langt síðan bæði Nesjavallavirkjun og virkjunin í Svartsengi voru stækkaðar, og stækkun á Kröflu- virkjun sé í bígerð. Þá séu miklir möguleikar fyrir hendi á Norð- austurlandi, meðal annars á Þeistareykj- um og í Gjástykki. Að sögn Þorkels eru hins vegar engar vatnsafls- virkjanir beinlínis í undirbúningi fyrir utan þær sem þegar hafa verið heimilaðar, Kárahnjúkavirkj- un og Búðarhálsvirkjun í Þjórsá. Jarðvarmavirkjanir með betri umhverfiseinkunn Verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarð- varma skilaði skýrslu um nið- urstöður fyrsta áfanga áætlunar- innar í nóvember 2003. Markmið rammaáætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti til raforkuframleiðslu, með tilliti til orkugetu, hagkvæmni, nátt- úruverndar og annarra sjón- armiða um nýtingu, svo sem úti- vistar og ferðamennsku. Í niðurstöðum fyrsta áfanga eru þeir virkjunarkostir sem til athugunar voru, jafnt í vatnsafli og jarðvarma, meðal annars flokkaðir eftir umhverfisáhrifum. Í a-flokk falla þær virkjanir sem teljast hafa minnst umhverfis- áhrif, og þar er hlutur jarð- varmavirkjana áberandi. Raunar falla flestar jarðvarmavirkj- anirnar sem til álita komu í a- flokk, en einungis tvær vatnsafls- virkjanir. Þær eru flestar í b eða c-flokki. Kárahnjúkavirkjun var metin til samanburðar og lenti í e-flokki, með þeim virkjunum sem töldust hafa mest umhverfisáhrif, en þegar hafði verið tekin ákvörð- un um að ráðast í byggingu hennar þegar vinna hófst við rammaáætlunina. Þorkell segir að það sé fróðlegt að skoða útkomu jarð- varmavirkjana gagn- vart vatnsaflsvirkj- ununum hvað varðar umhverfisáhrif. Sam- kvæmt þessum nið- urstöðum megi al- mennt draga þá ályktun að meiri frið- ur gæti orðið um byggingu þeirra jarð- varmavirkjana sem koma til álita en hugsanlegra vatnsaflsvirkjana. En hann undir- strikar þó að þetta sé ekki ein- hlítt. Öflugasta jarðhitasvæði landsins, Torfajökulssvæðið norð- an Mýrdalsjökuls, þar sem virkja mætti álíka mikla orku og í Kára- hnjúkum, lendi til dæmis í um- hverfisáhrifaflokki d. Það sé vin- sælt ferðamannasvæði og að mörg virkjunaráformin þar myndu væntanlega mæta andstöðu. Hann bendir ennfremur á að lakari um- hverfiseinkunn vatnsaflsvirkj- ananna geti að einhverju leyti skýrst af því að búið sé að rann- saka hvern einstakan virkj- unarkost betur. Áhrif jarð- varmavirkjananna séu hins vegar í rammaáætluninni metin út frá staðalforsendum og sértækar af- leiðingar þeirra því ekki komnar í ljós. Þá vísar Þorkell til þess að reynslan sýni að virkjanir sem mæti lítilli andstöðu á hugmynd- astigi geti valdið miklum deilum þegar á reynir. Því sé erfitt að draga afgerandi línur í þessum efnum. „Að slepptum nokkrum fögrum stöðum, svo sem við Mývatn eða í Landmannalaugum, þar sem eng- in áform eru raunar um að virkja, þá hygg ég þó að við munum ekki lenda í jafn miklum deilum um jarðvarmavirkjanir og um þær vatnsaflsvirkjanir sem valda mestum deilunum,“ segir Þorkell. „Einn kosturinn við jarð- varmavirkjanir umfram vatnsafls- virkjanir er sá að þær eru aft- urkræfar, það er að segja að hægt er að fjarlægja þær og ganga þannig frá umhverfinu að það líti nánast eins út og það var áður. Til dæmis má nefna Hvera- rönd við Námaskarð í Mývatns- sveit, sem er vinsælt ferða- mannasvæði, en það vita kannski ekki allir að hverirnir þar eru svo að segja allir gamlar tilraunabor- holur. Hins vegar má benda á að margir virkjanakostir í vatnsafli eru metnir á við meðal jarð- varmavirkjun hvað umhverfisáhrif varðar, eins og fram kemur í nið- urstöðum rammaáætlunarinnar, til dæmis Búðarhálsvirkjun í Þjórsá.“ Kostir og gallar Þorkell nefnir að jarðhitinn sé ekki í sama mæli endurnýj- anlegur og vatnsorkan. „Verið er að nýta hitanámur í jörðinni og það er misjafnt að hvaða marki eða hve ört þær endurnýja sig. Við mat á orkugetu jarðhitasvæða er aldrei miðað við að nýtingin vari lengur en í fimmtíu ár og við gerð fjárhagsáætlana er miðað við enn styttri tíma, svo sem þrjátíu ár, þannig að þær verða að borga sig upp á þeim tíma og helst vel það. En væntanlega Jarðvarmi eða Áform um byggingu vatnsaflsvirkjana hafa valdið miklum deilum hér á landi á undanförnum árum. Ýmsir telja að meiri sátt geti náðst um nýtingu jarðvarma til raforkuframleiðslu og að með nýrri tækni geti hann jafnvel leyst jökulsárvirkjanir af hólmi innan tíðar. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir kynnti sér orkukosti Íslendinga og ræddi við sérfræðinga um virkjanir og náttúruvernd. Þorkell Helgason Ferðamenn á gangi við Kröflu. Sjónarmið um hagnýtingu landsvæða til raforkuvinnslu annarsvegar og friðunar og útivistar hinsvegar takast á. Sveinbjörn Björnsson, formaður verkefnisstjórnar um gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, segir að niðurstöður fyrsta áfanga þeirrar vinnu hafi almennt verið á þann veg að um- hverfisáhrif jarðhitanýtingar til raforkuframleiðslu væru metin vægari en af vatnsaflsvirkjunum. En Sveinbjörn gerir þó þann fyrirvara að þar liggi ekki jafn mikil þekking og reynsla að baki. „Það eru viss atriði sem þarf að gæta að varð- andi jarðhitann,“ segir Sveinbjörn. „Miðað við þau stóru miðlunarlón sem vatnsaflið krefst er al- mennt talið að umhverfisáhrifin séu minni þegar um jarðhita er að ræða. Hins vegar er það svo að þau jarðhitasvæði sem tekin eru til virkjunar verða það sem kallað er manngerð, því leggja þarf vegi, háspennulínur og annað. Þau geta ekki lengur tal- ist villt og ósnortin. Þó kann að vera að unnt sé að koma jarðvarmavirkjunum fyrir í afmörkuðum döl- um þannig að aðrir hlutar svæðisins haldist svo til ósnortnir. Á Hengilssvæðinu er til dæmis virkjun á Nesjavöllum og verið að virkja á Hellisheiðinni, en í rammaáætluninni var mælt með því að Grændal- urinn fengi að vera í friði sem lengst. Torfajökulssvæðið er stærsta jarðhitasvæði landsins, en talið er að orkugeta þess sé á við Kárahnjúkavirkjun. Verkefnisstjórnin batt vonir við að greina mætti í sundur vissa hluta svæðisins þar sem heimila mætti virkjanir og halda öðrum hlutum al- veg friðuðum, fyrir útivist og ferða- menn. En gögnin sem við höfðum til grundvallar nægðu ekki til að gera upp á milli einstakra svæða, þannig að niðurstaðan varð sú að allt Torfa- jökulssvæðið lenti í flokki d varðandi umhverfisáhrif virkjana.“ Sveinbjörn segir að í rammaáætl- uninni sé bent á að skynsamlegt sé að nýta fyrst háhitasvæðin nærri byggð, því þar náist betri nýting á varma. „Þegar jarðvarmi úr há- hitasvæðum er notaður til raf- orkuframleiðslu eingöngu nýtast ekki nema um 10–15% varmans, og ef af- fallsvatninu er ekki dælt aftur niður í geyminn fara um 85% til spillis. En ef unnt er að nota varmann einnig til húshitunar eða í iðnaði næst fram betri nýting og virkjanir ættu þá jafnframt að verða hagkvæmari. Þess vegna voru almenn meðmæli okkar að menn veldu fyrst þau háhitasvæði sem eru nærri byggð, áður en farið væri að virkja á há- lendinu. Hér sunnanlands merkir það í raun Heng- ilssvæðið, Krýsuvík og Reykjanes, og þá Námafjall, Kröflu og Þeista- reyki fyrir norðan.“ Sveinbjörn bendir á að uppbygg- ing jarðvarmavirkjana sé tímafrek- ari en vatnsaflsvirkjana. „Þegar vatnsafl er virkjað veita menn saman ám, stífla og búa til miðl- unarlón, og byggja virkjunina strax í fullri stærð. En jarðhitasvæðin er hins vegar ekki hægt að virkja að fullu í fyrsta áfanga, heldur verður að virkja þau í smáum skrefum og láta líða nokkur ár á milli, svo að í ljós komi hvernig svæðið bregst við áður en lagt er meira á það. Þann- ig höfum við til dæmis verið að fikra okkur áfram á Nesjavöllum, þar sem aflið er nú komið upp í 90 MW og stefnt er að því að ná 120 MW. En til samanburðar mun afl Kárahnjúkavirkjunar verða 690 MW. Þannig að ef standa á undir álverksmiðju á borð við þá sem verið er að reisa á Reyðarfirði þyrfti að þróa fimm til sex slík jarðhitasvæði í einu upp í 120 MW. Það gæti tekið 10–12 ár og ekki er víst að markaðs- aðilinn sem hyggst kaupa raforku fyrir stóriðju geti beðið svo lengi með að byggja verksmiðjuna upp í fulla stærð. Þarna eru því ákveðin vandkvæði. En ef menn geta hins vegar látið sér duga iðnað sem þarf ekki nema 120 MW virkjun er tiltölulega auð- velt að bregðast við því með jarðhita. Þetta er í stuttu máli munurinn á eðli vatnsafls- virkjana og jarðvarmavirkjana. Menn vita hvað vatnsaflið gefur af sér, því þeir hafa mælt rennslið í ánum og þekkja fallið, en það er alltaf óvíst hvernig jarðhitasvæðin bregðast við þegar farið er að bora og taka úr þeim, og það getur tekið nokkur ár að meta hve mikið má leggja á þau.“ Lífríkið lítt rannsakað Sveinbjörn nefnir einnig að ekki hafi verið gerð- ar miklar rannsóknir á lífríkinu á háhitasvæðum. „Eitt af því sem menn vilja gera í næsta áfanga er að kanna lífríkið á háhitasvæðunum betur og sjá hvort þar leynist eitthvað sem ástæða er til að vernda. Við þurfum til dæmis að gæta þess að spilla ekki svæðum sem geyma mikilvægar hvera- örverur. Almennt er ekki mikið líf á háhitasvæð- unum vegna þess að þau hafa tilhneigingu til að þurrka það út með hita, brennisteini og öðru, en þó eru viss svæði, eins og til dæmis Grændalurinn, sem eru vel gróin og geyma fjölbreytt lífríki.“ Minni umhverfisáhrif en meiri óvissa Sveinbjörn Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.