Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ 7. febrúar 1995: „Sjónvarps- mynd þeirra Árna Snævars og Vals Ingimundarsonar sem sýnd var í fyrrakvöld stað- festir flest það, sem haldið hefur verið fram hér í Morg- unblaðinu á undanförnum ára- tugum um samskipti sósíalista á Íslandi og kommúnista í Austur-Evrópu og þá sér- staklega Austur-Þýzkalandi, en aldrei var hægt að sanna fyrr en nú. Stasískjölin sanna, að peningum var veitt til Sósí- alistaflokksins á Íslandi frá Austur-Þýzkalandi og að ís- lenzkir námsmenn í Austur- Þýzkalandi áttu samskipti við yfirvöld þar í landi, sem ekki þoldu dagsins ljós. Þær upplýsingar, sem dregnar hafa verið fram í dagsljósið úr skjalasöfnum í Moskvu og Austur-Þýzka- landi, staðfesta náin tengsl kommúnista og sósíalista á Ís- landi við kommúnistaflokka í Sovétríkjunum og Austur- Þýzkalandi og raunar víðar. Þessar upplýsingar sýna, að kommúnistar og sósíalistar á Íslandi ráku erindi ráða- manna í kommúnistaríkjunum í pólitískum átökum hér inn- anlands. Þær sýna, að komm- únistaflokkur Austur- Þýzkalands veitti fjármagni til sósíalista á Íslandi með því að prenta bækur og bæklinga fyrir Mál og menningu með þægilegum greiðslukjörum. Þær staðfesta, að sósíalistar leituðu eftir aðstoð frá skoð- anabræðrum sínum austan járntjalds til þess að kaupa prentvél fyrir Þjóðviljann.“ . . . . . . . . . . 6. febrúar 1985: „Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins um síðustu helgi leiddi í ljós klofning innan flokksins. Þar börðust þeir sem vilja heyja verkalýðsbar- áttuna á flokkspólitískum for- sendum og hinir sem vilja að dregin séu mörk á milli „fag- legra“ sjónarmiða og flokks- pólitískra í starfi verkalýðs- hreyfingarinnar. Slagnum lauk með því að þeir sem vilja grímulaust beita verkalýðs- hreyfingunni fyrir vagn Al- þýðubandalagsins báru sigur úr býtum. Þessi átök eru síður en svo háð án tilfinningahita og sárs- auka, eins og sjá má af yfirlýs- ingum Bjarnfríðar Leósdótt- ur, nýkjörins formanns verkalýðsmálaráðsins, og Þrastar Ólafssonar, fráfarandi formanns ráðsins, í Morg- unblaðinu í gær. Þröstur telur niðurstöðuna á fundi verka- lýðsmálaráðsins stórslys sem haft geti alvarlegar afleið- ingar. Bjarnfríður telur sigur sinn í kosningunni staðfesta gagnrýni alþýðubandalags- manna á forystusveit verka- lýðshreyfingarinnar; for- ystumennirnir séu búnir að missa af strætisvagninum.“ 6. febrúar 1975: „Sú spurning brennur nú á vörum fólks um land allt, hvað gert verði í efnahagsmálum. Um þessa einu spurningu snúast í raun allar umræður í landinu um þessar mundir, á götuhornum, í kaffihúsum, á vinnustöðum. Þetta er fagnaðarefni, því að þetta sýnir, að loksins hefur þjóðin vaknað. Loksins hafa augu almennings opnast fyrir því, að nú verðum við að staldra við og skoða okkar gang. Misserum saman hefur Morgunblaðið og talsmenn Sjálfstæðisflokksins varað við því hvert setefndi en allt sl. ár má í raun segja, að landsmenn hafi neitað að trúa.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. B orgarmenning og borgar- skipulag eru hugtök sem mikið hafa verið rannsökuð um heim allan á undanförn- um áratug, enda talið að mannkynið sé að stefna inn í það tímabil í þróun sinni sem einkennist umfram annað af borgarlífi. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu UNESCO, Menningarmálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, á um helmingur mann- kyns nú heima í borgum. Vöxtur borga jókst svo mjög á síðustu öld í öll- um heimsálfum að óhætt er að tala um byltingu á því sviði, en sá vöxtur á sér enn stað, enda aug- ljósustu sóknarfærin í flestum samfélögum oftast að finna innan borgarmarka, bæði fyrir einstak- linga og atvinnufyrirtæki. Þessa þróun í heiminum má sjá endurspeglast hér á landi sem annars staðar, því að jafnvel þótt hér sé einungis að finna einn þéttbýliskjarna sem stendur undir nafni sem borg, hefur hlutfallið á milli þeirra sem búa úti á landsbyggðinni og í borginni breyst mjög mikið borginni í vil. Þróun sem þessi, einkum er hún gerist hratt, leiðir af sér flóknar forsendur sem taka þarf tillit til, er lúta að bæði daglegu lífi fólks og öllu ytra umhverfi þess. Og til þess að borgin standi undir þeim væntingum sem fólk gerir sér um gæði borgarumhverfisins og þau tækifæri sem þar er að finna er nauðsynlegt, bæði fyrir yfirvöld og borgarana sjálfa, að öðlast skilning á þeim marg- víslegu og flóknu ferlum sem að verki eru í borg- inni. Þau skara nánast öll svið mannlegra athafna og lúta til að mynda að menningu, félagslegu um- hverfi, byggingarlist, skipulagsmálum, sam- göngum, útivist, menntun, tækni, stjórnskipulagi, heilbrigðisþjónustu, vistfræði og atvinnumögu- leikum, svo einungis fátt eitt sé nefnt. Þá eru ótaldir óræðari þættir sem einnig hafa víðtæk áhrif; svo sem hugmyndir um sjálfsímynd þjóðar (í það minnsta hvað höfuðborgir varðar) lífsstíl og lífsgæði. Áhrif borga á baklandið Eins og sagan sannar hafa borgir ekki ein- ungis áhrif á þá sem þær byggja eða sækja heim í einum eða öðrum tilgangi. Áhrif þeirra eru mjög víðtæk á allt nánasta umhverfi sitt – bak- landið – bæði efnahagslega og vistfræðilega. Sú staðreynd einskorðast ekki við risastórar borgir á borð við New York eða Mexíkóborg, né heldur við þær sögufrægu, svo sem Feneyjar eða Aþenu. Áhrif borgarmenningar og útþenslu borga geta verið margvísleg og ófyrirsjáanleg, eins og raunin hefur til að mynda orðið í Kanada, þar sem nú er rætt um vanda sem stafar af því að vöxtur borga hefur orðið á kostnað þess lands sem best er fallið til landbúnaðar. Á vefsíðu Globe and Mail í Kan- ada, var fjallað um það sl. mánudag að „stór hluti borgaruppbyggingar í Kanada hafi átt sér stað á landi sem sögulega séð hefur verið álitið vel til landbúnaðar fallið [...] svo mikið, að landið sem hefur tapast myndi hylja Prins Edwards-eyju þrisvar sinnum“. En þess má geta að eyjan er um 5.700 ferkílómetrar að stærð og um er að ræða þróun sem hefur átt sér stað á stuttum tíma; þrjá- tíu árum. Vegna útþenslu borga hafa bændur neyðst til að hörfa til landsvæða sem ekki eru jafnvel fallin til landbúnaðar, en einungis 5% af landsvæði Kanada teljast henta til landbúnaðar og borgirnar sneiða sívaxandi hluta þar af. Bent er á í þessu samhengi að sögulega séð hafi borg- arþróun augljóslega hafist á stöðum þar sem land var frjósamt og fólk vildi setjast að. Það hafi ekki skapað vanda fyrr en á seinni tímum þar sem út- þensla borga hafi ekki hafist að ráði fyrr en bílar komu til sögunnar og varð á allra færi að eignast þá. Þó að Íslendingar eigi ekki við sama vanda að stríða og Kanadamenn, eru þær aðstæður sem þeir standa frammi fyrir eftir greiningu á því nýt- anlega landsvæði sem fyrir hendi er í Kanada, ágæt vísbending um eigindi þeirra lögmála sem eru ráðandi í borgarþróun samtímans; lögmál bílamenningar – sem oft og tíðum stríða gegn al- mennum hagsmunum mannfólks þegar til fram- tíðar er litið. Þær eru líka ágæt áminning um þá staðreynd að mjög stutt er síðan bílamenning tók að móta borgir að svo miklu marki sem raun ber vitni í dag, og að sá tími spannar einungis brot af þeim árþúsundum sem borgir hafa verið í þróun. Reynsla okkar af borgum bílamenningarinnar er því frekar takmörkuð ef horft er til sögulegs sam- hengis. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ökutæki í eigu almennings eru komin til að vera, spurningin er bara hvernig hægt er að koma þeim sem best fyrir í borginni án þess að glata mörgum þeim hagkvæmu kostum sem borgarmenning hefur haft upp á að bjóða um langan aldur – ná- lægðinni við allt það sem flestir þurfa á að halda í sínu daglega lífi. Krafan um sjálfbæra þróun hef- ur orðið áberandi í því sambandi á síðari tímum. Borg á tímamótum Í borg á borð við Reykjavík, sem enn hefur vart slitið barns- skónum og er í mikilli mótun, eru margir möguleikar enn opnir í borg- arþróun. Segja má að borgin standi á tímamótum hvað framtíðina varðar, og það er því engin til- viljun hversu mikil umræða er um skipulagsmál og önnur málefni borgarinnar í samfélaginu. Íbúaþing, sem orðin eru algeng, hafa aukið vitund almennings um það að hvaða marki hver og einn getur haft áhrif á sitt nánasta umhverfi. Almennir umræðufundir, málþing og fyrirlestrar – m.a. í tengslum við nýlegt aðalskipulag fyrir höfuð- borgarsvæðið – hafa einnig miðlað mikilvægum upplýsingum til fólks um þá möguleika sem eru í framtíðarþróun borgarinnar. Slík upplýsing er mjög mikilvæg, enda ljóst að á síðustu áratugum hefur andstaða við stofnanavædda borgarþróun eða -skipulag aukist samhliða því að fólk hefur krafist leiða til að hafa marktæk áhrif á umhverfi sitt. Meðal þeirra sem komu að umhverfismati vegna aðalskipulags Reykjavíkur 2001–2024, var Riki Therival, prófessor við Oxford Brookes Uni- versity School of Planning, en hún er einn af fremstu sérfræðingum í umhverfismati fyrir áætlanir og skipulagningu. Markmiðið með slíku mati er m.a. að reyna að lágmarka neikvæð áhrif af skipulagningu og síðan framkvæmdum á um- hverfið og vann Therival með íslenska ráðgjaf- arfyrirtækinu Alta að umhverfismatinu hér á landi. Í samtali við Morgunblaðið, í byrjun apríl 2002, ræddi Riki Therival m.a. um samhæfingu skipulagsstefnu við sjálfbæra þróun. Spurð um hvaða túlkun búi að baki hugtakinu sjálfbærri þróun í sambandi við umhverfismat segir hún að í heimalandi hennar, Bretlandi, liggi þegar fyrir skilgreining á hugtakinu. „Hvað snertir umhverf- ismatið þá eru tvær hliðar á hugtakinu,“ segir hún. „Þegar við metum ástand í umhverfismálum notum við ákveðna stiku eða mælikvarða til þess, s.s. loft- eða vatnsmengun svo dæmi séu tekin. En í annan stað bætum við einnig við mælikvörðum á heilsufar fólks, öryggi, menntun o.s.frv. Síðan eru áhrif tiltekinnar áætlunar eða skipulags á alla þessa þætti metin.“ Therival segir að ef menn setji markið mjög hátt búi þeir ekki einvörðungu til lista yfir þessa þætti, heldur reyni einnig að tengja þá öðrum atriðum eins og til að mynda að- gengi fólks að vöru og þjónustu. „Það er hag- kvæmt að bæta aðgengi því þjóðfélagslegu áhrif- in eru jákvæð og lífsgæði fólks verða meiri fyrir vikið og hvað umhverfið snertir táknar það jafn- framt að menn eru að reyna að lágmarka þær vegalengdir sem fólk þarf að ferðast. Þessi hug- mynd er að vísu enn að miklu leyti í mótun en meginatriðið er auðvitað að greina hverjir hafi hag af tiltekinni áætlun og hverjir ekki eða kunni jafnvel að „tapa“ gæðum vegna hennar. Þetta eru samfélagslegir þættir sem menn hafa ekki tekist almennt á við“. Tveir valkostir Eins og flestum er ljóst hefur borgarþró- un á höfuðborgar- svæðinu einkennst af útþenslu. Það svæði sem Reykjavík þekur er tiltölulega stórt miðað við höfðafjölda, og hefur sú staðreynd einkennt þró- un borgarinnar um nokkurt skeið, eða frá því að uppbygging úthverfa hófst að einhverju marki um miðja síðustu öld. Sumir hafa viljað rekja or- sakir þessarar staðreyndar til þess hversu stutt er frá því að landsmenn fluttu úr sveitum á mölina – hafa sem sagt leitt að því líkur að vegna sterkr- ar tengingar sinnar við þá víðáttu sem ríkjandi er úti á landsbyggðinni hafi Íslendingar tilhneigingu til að vilja hafa rúmt um sig í borgarsamfélaginu. Aðrir benda á að uppbygging úthverfa hafi ef til vill verið mörkuð af kappi fremur en forsjá á tím- um áranna eftir stríð, þar sem mikið lá á að byggja sem mest á sem stystum tíma vegna bráðrar húsnæðiseklu í höfuðborginni. Hver svo sem ástæðan kann að vera, er ljóst að borgarþróunin hingað til hefur verið með þeim hætti að bílaeign hér á landi er orðin með því mesta sem gerist í heiminum og því komið að þeim tímapunkti að taka þarf tímamótaákvarð- anir í samgöngumálum innan borgarmarkanna. Umræður um framkvæmdir við Hringbraut, þverun Kleppsvíkur, framtíð Geirsgötu, framtíð Vatnsmýrarinnar, uppbyggingu við Laugaveg og styrkingu miðborgarinnar með tilkomu tónlistar- húss eru til vitnis um það, og vitaskuld sömuleiðis til marks um áhuga borgarbúa á framtíð Reykja- víkur. Vegna þess hversu margir þessir umræðufletir EIKARBÁTAR OG ARFLEIFÐIN Eru eikarbátar brennumatur?spurði Rúnar Óli Karlsson í að-sendri grein í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Og ekki að ástæðulausu, því eikarbátar hafa vissulega verið brennumatur á Íslandi um alltof langt skeið þrátt fyrir að þeir séu mikilvægur og órjúfanlegur þáttur í menningar- og atvinnusögu landsins. „Það svíður manni stundum sárar en orð fá lýst að mæta á áramótabrennu þar sem meg- inuppistaðan í brennunni er gamall eik- arbátur sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri. Maður veltir því fyrir sér hve- nær búið verði að brenna flesta báta í landinu sem ekki tókst að sökkva hér áð- ur fyrr í nafni hagræðingar í sjávarút- vegi“, segir Rúnar Óli og talar þar fyrir munn margra sem áhuga hafa á báta- og skipasögu landsmanna. Hann segir að til séu margar „sorglegar sögur af fal- legum bátum og skipum sem hefði verið hægt að gera upp sem skemmtibáta eða safnbáta en var frekar kastað og nýir keyptir í staðinn“. Einnig bendir hann á að ekki sé til „bátafriðunarsjóður eins og Húsafriðunarsjóður og í raun enga peninga að sækja neins staðar til við- halds gamalla báta og skipa [...]“. Ýmislegt hefur þó verið gert sem sómi er að, því áhugi á bátum, uppgerð þeirra og varðveislu fer vaxandi. Þannig hafa glæsilegir íslenskir eikarbátar ver- ið gerðir upp og notaðir við hvalaskoðun á Húsavík, en óvíst hefði verið um fram- tíð þeirra ef þeir hefðu ekki fengið þetta nýja hlutverk. Rúnar Óli vísar í grein sinni til starfsemi Byggðasafns Vest- fjarða, sem hann segir brauðryðjanda í verndun gamalla skipa á floti, en nýj- asta skipið sem komist hefur undir verndarvæng þess er björgunarskipið María Júlía, gamalt eikarskip sem talið er að hafi bjargað um tvö þúsund mannslífum á þeim árum sem það var notað til björgunarstarfa. Sú umgengni sem hefur tíðkast við gömlu trébátana og förgun þeirra lýsir skorti á virðingu fyrir þeirri víðtæku arfleifð er tengist íslenskum sjávarhátt- um. Það er kominn tími til að gera átak í þessum málum og taka stefnumótandi ákvarðanir til að bjarga því sem vert er að bjarga. EINBÝLI FYRIR ALDRAÐA Ýmsar upplýsingar, sem fram hafakomið að undanförnu um aðbúnað á öldrunarstofnunum, hljóta að vekja fólk til umhugsunar um það hvernig við búum að öldruðum á ævikvöldi þeirra. Í nýliðinni viku kom fram á Alþingi, í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar alþingismanns, að nærri þúsund einstaklingar á öldrunarstofn- unum þyrftu að deila herbergi með öðr- um, sér óvenzluðum. Björgvin benti í umræðum réttilega á að þetta væri langt frá því að vera viðunandi ástand. „Við eigum að stefna að því á mjög skömmum tíma, að aldr- aðir þurfi ekki að búa við það, nema þeir óski eftir því, að búa með öðrum, eða deila herbergi á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta snýst um sjálf- ræði og virðingu fólks.“ Heilbrigðisráðherra tók ekki vel í til- lögu Björgvins um bann við tvíbýli á öldrunarstofnunum. Slíkt bann kann ekki að vera raunhæft við núverandi aðstæður, en eins og Björgvin G. Sig- urðsson bendir á þarf að setja markmið um að búið verði að útrýma tvíbýli á öldrunarstofnunum innan tiltölulega stutts tíma. Slíkt á auðvitað líka að vera reglan við byggingu nýrra dvalar- og hjúkrunarheimila. Þetta er enn eitt málið, sem snýst um það hvort við ger- um nægilega vel við fólkið, sem byggt hefur upp allsnægtaþjóðfélag samtím- ans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.