Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
U
ppgangurinn í Kína á undanförnum ár-
um hefur verið með ólíkindum. Hag-
vöxtur í landinu hefur verið 9% á ári frá
1979 og er það rúmlega helmingi meira
en meðaltalið í heiminum. Landsfram-
leiðsla Kínverja hefur fjórfaldast á
þessum tíma. Sú var tíðin að Kína varð
vart vart í alþjóðaviðskiptum. Nú eru
Kínverjar í þriðja sæti yfir þær þjóðir,
sem stunda hvað mest alþjóðaviðskipti á eftir Bandaríkj-
unum og Þýskalandi og undan Japan. Sagt hefur verið að
vinnuafl sé helsta auðlind Kínverja. Í landinu búa 1,5 millj-
arðar manna að talið er. Þar eru 100 borgir þar sem íbúar
eru ein milljón eða fleiri. Meðaltekjur í borgunum eru þre-
falt hærri en í sveitinni og þessi tekjumunur hefur hleypt af
stað einhverjum mestu fólksflutningum sögunnar. Talið er
að árið 2010 muni helmingur Kínverja búa í þéttbýli.
Alþjóðleg fyrirtæki sækjast ekki aðeins eftir því að fram-
leiða vörur í Kína vegna lágra launa. Agi starfsfólks skiptir
ekki minna máli. Allir þekkja fatnað og leikföng framleidd í
Kína, en Kínverjar eru einnig orðnir stærstu framleið-
endur rafmagnstækja í heiminum. Menntakerfið í Kína er
einnig gott. Flestir háskólanemar í landinu eru í vísindum
og verkfræði. Á síðasta ári útskrifuðust þar rúmlega 300
Ámúrnum Kínamúrinn hlykkjast eins og ormur ofan á fjallgarði. Mutianyu-hluti múrsins er 70 km frá Peking. Þetta er stærsti heillegi hluti múrsins. Inni í múrnum liggja göng á milli varðturnanna.
Tákn valds Margir láta mynda sig fyrir framan turninn á Torgi hins himneska friðar, sumir með krepptan hnefa á lofti, aðrir með fána.
Himnahofið Á hverjum vetri komu keisararnir hingað og færðu fórnir til himna. Vinsælt er að láta taka mynd af sér á miðjusteini altarisins.
Kínverska
öldin
rennur upp
Talið niður Ólympíuleikarnir verða í Kína 2008.
Ljósmyndir Sverrir Vilhelmsson