Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Magnús HörðurMagnússon
fæddist á Þrándar-
stöðum Eiðaþinghá
27. júní 1935. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðihlíð í
Grindavík 20. janúar
síðastliðinn. Foreld-
ar hans voru hjónin
Sigurbjörg Ásgeirs-
dóttir húsmóðir, f.
23.8. 1909, d. 8.12.
1989, og Magnús
Friðriksson, bóndi á
Þrándarstöðum,
Eiðaþinghá, f. 25.8.
1904, d. 2.8. 1937. Frá tveggja ára
aldri fór Hörður í fóstur til Her-
borgar Jónasdóttur, f. 23.8. 1886,
d. 22.8. 1964, og Þorleifs Þórðar-
sonar, f. 17.4. 1891, d. 29.6. 1951,
er tóku við búi að Þrándarstöðum
eftir lát Magnúsar. Alsystkini
Bergur, f. 23.7. 1953, d. 15.3. 1958.
Systir samfeðra er Fanney hús-
móðir, f. 10.11. 1931. Hörður
kvæntist 26.12. 1959, Þórhöllu
Stefánsdóttur, f. á Vatnsleysu-
strönd 30.1. 1940. Dætur þeirra
eru: 1) Arnheiður, f. 3.11. 1960,
gift Helga Þór Óskarssyni, f.
29.11. 1961, börn þeirra eru Katr-
ín, f. 18.4. 1984, og Óðinn, f. 22.9.
1988. 2) Viktoría, f. 9.12. 1969, gift
Koert Hensema, f. 8.8. 1963, synir
þeirra eru Óliver, f. 19.11. 2001 og
Viktor, f. 8.12. 2002. Hörður og
Þórhalla eignuðust dreng er fædd-
ist andvana 1959 og tvær dætur
misstu þau einnig við fæðingu er
fæddust 1962 og 1963. Hörður og
Þórhalla slitu samvistum 1977.
Hörður gekk í Eiðaskóla 1951–
1954 og eftir það flutti hann til
Keflavíkur með fósturmóður sinni.
Hann hóf fljótlega störf á Kefla-
víkurflugvelli hjá bandaríska
hernum, starfaði þar uns heilsan
gaf sig eða um 20 ár, mestan tíma
sem matsveinn.
Útför Harðar fór fram frá
Kálfatjarnarkirkju 25. janúar, í
kyrrþey að ósk hins látna.
Magnúsar Harðar eru
Sigurður bankastarfs-
maður, f. 20.1. 1930, d.
18.4. 2003, Sigurborg
Hlíf hjúkrunarfræð-
ingur, f. 30.1. 1932,
Hörður, f. 14.1. 1934,
d. tveggja ára og Guð-
rún Ása íslenskufræð-
ingur, f. 30.12. 1937.
Systkini Magnúsar
Harðar sammæðra
eru Kjartan Heiðberg
sjómaður, f. 6.1. 1940,
Knútur Heiðberg sjó-
maður, f. 6.1. 1940,
Gestur Heiðberg tré-
smiður, f. 9.12. 1941, Kristbjörg
húsmóðir, f. 12.1. 1943, Gunna Sig-
ríður sjúkraliði, f. 30.6. 1944,
Sveinn húsasmiður, f. 23.6. 1945,
Kristín húsmóðir, f. 7.7. 1947,
Hjörtur vélvirki, f. 11.9. 1949, Sig-
urbjörn rafvirki, f. 6.7. 1951, og
Er Hörður, eins og hann var
ávallt kallaður, hefur kvatt þetta
jarðneska líf koma upp í hugann
leiftur minninga frá fyrir 30–40
árum sem gott er að orna sér við.
Þá gekk lífið sinn vanagang,
fjölskyldur okkar voru að stækka,
börnum okkar að fjölga. Og þó,
Hörður og fyrrverandi eiginkona
hans gengu í gegnum þá miklu
lífsreynslu að missa 3 börn við
fæðingu.
Sú lífsreynsla mun að okkar
mati, hafa haft þau afgerandi
áhrif á heilsufar hans og orðið
þess valdandi að hann smám sam-
an missti heilsuna á besta aldri.
Fjölskyldulífið stóðst ekki þetta
álag. Ungu hjónin, sem full bjart-
sýni fóru af stað út í lífið, fóru
sitt í hvora áttina, slitu samvist-
um.
Hörður var listakokkur og var
oft ánægjulegt að heimsækja
hann og konu hans á þeim árum
er lífið var eðlilegt og ýmislegt
gert sameiginlega er dætur
þeirra voru á yngri árum og börn
okkar að vaxa úr grasi.
En lífið var mági mínum mjög
þungbært er fram liðu stundir, í
um 30 ár var Hörður sjúklingur.
Dvaldi Hörður síðustu 6 ár á
sjúkrastofnunum, uns hann lést á
hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í
Grindavík 20. janúar síðastliðinn.
En við minnumst gamalla daga
með þakklæti, fyrir þá tíma er
allt gekk eðlilega og heilsan var í
lagi.
En lífið leikur suma grátt
heilsufarslega, við hin, sem heils-
una höfum, megum þakka al-
mættinu fyrir það er við höfum
haft. Sem er eitt það mikilvæg-
asta í lífinu, en það er góð heilsa.
Að lokum sendum við dætrum
Harðar og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að blessa minningu Magn-
úsar Harðar Magnússonar.
Jón Kr. Óskarsson, Sigur-
borg Hlíf Magnúsdóttir.
MAGNÚS HÖRÐUR
MAGNÚSSON
✝ Arnar ReynirValgarðsson
fæddist í Reykjavík
21. mars 1946. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
hinn 13. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Valgarður
Vigfús Magnússon, f.
22. október 1905, d.
1. júní 1995, og Okt-
avía Jamí Guð-
mundsdóttir, f. 22.
október 1904, d. 24.
mars 1988. Arnar
var yngstur af sjö
systkinum. Eftirlifandi syskini
eru eftirtalin: Guðrún, Guðmund-
ur Svavar, Hafsteinn, Georg Sæv-
ar, Esther Svanhvít og Ásdís
Svala.
Arnar kvæntist 26. desember
1980 Karen Hólmgeirs Jóhanns-
dóttur, f. 15. nóv. 1953, og á með
henni Söru Jamí, f. 9. nóv. 1983.
Áður átti Arnar dótturina Mar-
gréti Lindu, f. 2. ágúst 1972, og
er móðir hennar Hallfríður Bára
Einarsdóttir. Arnar
gekk börnum Kar-
enar, þeim Benedikt
Rúnar Guðmunds-
syni og Margéti Rós
Björnsdóttur, í föð-
urstað. Arnar og
Karen skildu.
Arnar fluttist með
foreldrum sínum af
Mýrargötu að
Karfavogi 19 og
gekk hann í Lang-
holtsskóla en síðar í
Vogaskóla. Hann
byrjaði að vinna 14
ára gamall á togar-
anum Aski og var síðar til sjós á
varðskipum og kaupskipum sem
háseti og bátsmaður. Arnar var
um kringum þrítugt þegar hann
fór að vinna sem húsamálari og
vann þá við hlið bróður síns Guð-
mundar. Arnar vann sem málari
þar til hann lét af störfum vegna
veikinda.
Útför Arnars var gerð í kyrr-
þey, að ósk hins látna, hinn 21.
janúar í Grafarvogskirkju.
Ég kynntist Arnari árið 1974
þegar leiðir bróður hans og móður
minnar lágu saman. Þau höfðu
keypt sér hús á Framnesveginum
þar sem við áttum margar góðar
stundir. Arnar var daglegur gest-
ur hjá okkur, ef ekki í mat þá yfir
kaffi. Þá var hann tuttugu og átta
ára og ég sextán ára. Þrátt fyrir
þennna aldursmun tókust með
okkur góð kynni og mikil vinátta.
Alltaf var glatt á hjalla þegar Arn-
ar var annars vegar. Hlátur hans
heyrðist langar leiðir þegar hann
af sinni alkunnu snilld var að segja
okkur gamansögur, bæði af sjálf-
um sér og öðrum. Síðar, eftir því
sem árin liðu, urðu heimsóknirnar
stopulli eins og gengur nema á
fjölskyldumótum. Þá var þráður-
inn tekinn upp að nýju, rifjaðir
upp gamlir tímar og hlegið dátt.
Ég á eftir að sakna hans mikið.
Þegar veikindi hans urðu ljós
helltist yfir mig sorg og leiði. Mér
fannst hans tími ekki kominn.
Veikindin voru honum erfið en
þrátt fyrir sorgina sem fylgir því
að missa góðan vin, veit ég að
hann er hvíldinni feginn.
Ég bið algóðan Guð að umvefja
dætur hans og gefa þeim styrk á
þessari erfiðu stund. Ég votta
þeim og öðrum ástvinum mína
dýpstu samúð.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Inga Hanna.
Látinn er langt um aldur fram
góður drengur og mikill vinur okk-
ar hjóna. Kynni okkar eru búin að
vara í hartnær 40 ár og hófust
þegar við Arnar vorum saman til
sjós, þá ungir menn. Arnar var
einstaklega vandaður maður bæði
til orðs og æðis og æðruleysi var
honum í blóð borið og kom það
best fram þessa síðustu mánuði
þegar hann barðist við þann sjúk-
dóm sem að lokum lagði hann að
velli. Þetta var honum erfiður tími
en sjaldan kvartaði hann og leit
alltaf björtum augum fram á veg-
inn. Þegar Arnar hætti til sjós og
var kominn með börn og bú varð
mikill vinskapur á milli okkar fjöl-
skyldna og urðu þau mörg matar-
og kaffiboðin.
Arnar lærði málaraiðn og starf-
aði við það allt þar til hann veikt-
ist s.l. vor. Mörg pensilförin tók
hann fyrir okkur og var alltaf
tilbúinn að hjálpa og gefa góð ráð
þegar við vorum að laga og end-
urbæta okkar húsnæði. Það var
einstaklega gott að leita til Arn-
ars ef eitthvað bjátaði á. Hann
var góður hlustandi og sá alltaf
björtu hliðarnar á öllum málum.
Lífið var honum erfitt á marga
lund hin síðari ár. Þau hjónin
slitu samvistum og upp frá því
bjó hann einn. Við tóku erfiðir
tímar en hann var alltaf vongóður
um að úr rættist og lífið myndi
brosa við sér á ný. Það var honum
því mikil ánægja þegar Sara dótt-
ir hans flutti aftur heim frá Dan-
mörku og veit ég að þau áttu
margar góðar stundir saman.
Að lokum viljum við þakka fyrir
að hafa kynnst þessum öðlingi og
eiga hann að vini í öll þessi ár. Við
sendum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til barna hans, systkina
og annarra vandamanna.
Hvíl í friði, elsku vinur.
Sverrir og Dýrunn.
ARNAR REYNIR
VALGARÐSSON
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, systur og ömmu,
ELÍNAR KATRÍNAR GUÐNADÓTTUR
frá Rifi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild-
um 11E og 11G á Landspítala Hringbraut.
Bjarni Gunnarsson,
Helgi Már Bjarnason, Linda Rut Svansdóttir,
Rúna Lísa Bjarnadóttir,
Bjarki Heiðar Harðarson, Guðmunda Jónsdóttir,
Hafdís Magnúsdóttir, Magnús S. Magnússon,
Jóhanna Marteinsdóttir, Smári Hilmarsson
og barnabörn.
Kæru vinir, bræður og systur.
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, kærleika
og ómetanlegan styrk frá ykkur öllum við andlát
litla drengsins okkar,
KARLS HANNESAR UNNARSONAR,
Langagerði 9,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu sunnudaginn 9. janúar.
Sérstakar þakkir tilhanda Hjörleifi Valssyni fiðlu-
leikara og Útfararþjónustu Íslands.
Öllu hlutaðeigandi fagfólki þökkum við einstaka nærgætni.
Guð blessi ykkur öll.
Unnur Karen Karlsdóttir,
Karl Gunnarsson og Nína Karen Jónsdóttir,
Anna Lilja Karlsdóttir,
Jón Gunnarsson og Nína S. Hannesdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar, ömmu
og langömmu,
JÓNU SVANHVÍTAR HANNESDÓTTUR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík,
sem lést 14. janúar sl.
Unnur Óskarsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir
og fjölskyldur.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR
frá Flögu,
Sunnuflöt 25,
Garðabæ,
sem lést föstudaginn 14. janúar.
Árni Þórarinsson,
Magnús Árnason, Kristbjörg Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Árnadóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Brynjar Þór Árnason
og barnabörn.
Kæru vinir.
Þökkum af alhug öllum þeim, er heiðruðu
minningu elskulegrar móður minnar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR,
Vatnskoti,
með nærveru sinni við útförina, minningar-
gjöfum og blómum.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Guð blessi ykkur öll.
Unnur Steindórsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Guðjón Gunnarsson, Guðrún Gísladóttir,
Halldóra Gunnarsdóttir, Erlingur Jónsson,
Steindór Gunnarsson, Heiðrún Sch. Ingvarsdóttir,
Björgvin Gunnarsson, Jóna Sigríður Scheving
og barnabarnabörn.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar