Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ eftir Böðvar Guðmundsson Leikgerð: Bjarni Jónsson í samvinnu við Þórhildi Þorleifsdóttur, Vytautas Narbutas og leikhópinn. „Sýningin er veisla fyrir augað og gædd glæsilegum skyndiáhlaupum í lýsandi mannlegum örlögum sem opna stór svið tilfinninga: ótta, vonar, ósigurs og vinninga, hláturs og harma. Þetta er glæsilega hugsuð og velbyggð leiksýning sem er öllum þeim til sóma sem að henni standa.“ PBB DV Viðskiptavinir KB banka fá 20% afslátt af miðaverði á Híbýli vindanna í febrúar. Skilgreining á nauðgun í kyn-ferðisbrotakafla íslenskuhegningarlaganna felurekki í sér nægilega viður-kenningu á því sem ætti að vernda, þ.e. kynfrelsi. Þetta er nið- urstaða Þorbjargar Sigríðar Gunn- laugsdóttur en hún varði ritgerð sína til embættisprófs í lögfræði sl. föstu- dag. Ritgerðin ber heitið Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar en í henni leitast Þorbjörg við að svara þeirri spurningu hvaða augum löggjafinn lítur nauðgun og kannar um leið að hvaða marki þolendur líta nauðgun öðrum augum. Þorbjörg bendir á að nauðgun eigi sér aðeins stað ef beitt er ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Annars kallist brot- ið misneyting eða ólögmæt nauðung. Hún segir að löggjafinn skilgreini ekki kynfrelsi sem sérstakt gildi held- ur leggi ofuráherslu á aðferðina sem er notuð við verknaðinn. „Það er ekki nóg að sýna fram á að það hafi verið brotið gegn þessum rétti, þ.e. kyn- frelsinu, heldur þarf að sýna fram á að það hafi verið gert með tilteknum hætti.“ Hin kynferðislega árás ekki aðalatriðið Þorbjörg skoðaði m.a. skýrslu nauðgunarmálanefndar sem starfaði á árunum 1984–1988 og bendir á að í henni sé fjallað um hver sé algengasta mótspyrna kvenna við nauðgunum. „Það er oft gert mikið úr mótspyrnu í nauðgunardómum. Eru áverkar á konunni? Eru ummerki um átök á vettvangi? Þetta sést meira að segja í málum þar sem gerandi og þolandi eru sammála um að engin átök hafi átt sér stað. Engu að síður er þetta oft stórt atriði um sönnun. Miðað við þær tölur sem eru til sést að fæstar konur fara þá leið að berjast á móti með lík- amlegu afli. Þær fara kannski frekar þá leið að reyna að telja gerandanum hughvarf eða að hreinlega lamast af hræðslu. Minnihluti gerenda þarf að beita miklu ofbeldi við verknaðinn,“ segir Þorbjörg og bætir við að með þessar tölur til hliðsjónar komi strax fram vísbendingar um að nálgun lag- anna sé vitlaus. „Þar er ofbeldi eða hótun um of- beldi aðalatriðið. Hin kynferðislega árás er ekki aðalatriðið heldur ofbeld- ið sem er beitt við verknaðinn. Nauðgunin telst ekki nauðgun í laga- legum skilningi fyrr en sýnt er fram á að ofbeldi hafi verið beitt við verkn- aðinn. Munurinn á refsimörkum fyrir nauðgun annars vegar og misneyt- ingu og ólögmæta nauðgun hins veg- ar felur í sér ákveðin skilaboð. Kyn- frelsið, athafnafrelsi og sjálfs- ákvörðunarréttur, að þú getir hvar sem er og hvenær sem er tekið þátt í kynferðislegum athöfnum eða hafnað þeim, vegur ekki nægilega þungt við skilgreiningu þessara brota.“ Niðurnjörvaðar skilgreiningar Þorbjörg segir að skilgreiningarn- ar í 194.–196. grein séu of niðurnjörv- aðar. Í því sambandi bendir hún á dóm þar sem 22 ára gamall maður var ákærður fyrir að þröngva fjórtán ára gamalli frænku sinni til þess að veita honum munnmök. Hann tróð liminum upp í munn hennar og hélt höfði henn- ar föstu á meðan hann hreyfði liminn til og frá. Í dóminum segir: „Verður við þessar aðstæður sérstaklega og vegna frændseminnar að telja þá full- yrðingu hennar trúverðuga að hún hafi ekki sjálfviljug tekið þátt í atlot- um ákærða.“ Þorbjörg bendir á að þarna sé skýrt að brotið hafi verið á kynfrelsi stúlkunnar, dómurinn telji að hún hafi ekki sjálfviljug tekið þátt. Hins vegar stóð dómurinn frammi fyrir þeim vanda að ekki var um of- Kynfrelsi er ekki verndað í íslenskum lögum Í almennu tali hefur nauðgun aðra merkingu en í laga- legum skilningi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skoðar skilning löggjafans á nauðgun í ritgerð sinni til embættis- prófs í lögfræði og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að kyn- frelsi er ekki verndað í íslenskum lögum. Halla Gunn- arsdóttir hitti hana að máli og spurði hana út í lagaákvæði um nauðganir og hið umdeilda hugtak nauðgun af gáleysi. Morgunblaðið/Golli Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að ákvæðin um kynferðisbrot séu gott dæmi um hvernig kynhlutlaus lagasetn- ing geti verkað með ólíkum hætti á kynin. Helgin öll… á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.