Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 19
Vatnsfirði af fyrirfólki á 17. öld.
Hjónamyndin frá Munkaþverá í
Eyjafirði; máluð tréskurðarmynd
frá um 1800, er mikið „raritet“,
ekki leynir sér að þau tilheyra yf-
irstéttinni og ugglaust ekki tilvilj-
un að húsbóndinn heldur vinstri
hendinni á sama hátt og Napóleon
gerði í myndum frá sama tíma.
Stallurinn undir hjónunum, með
útskornum ljónum, er mun eldri
en allt fer þetta ljómandi vel sam-
an.
Valþjófsstaðarhurðin, sem
margir þekkja, er þarna í allri
sinni dýrð og má lesa í texta að
hún er jafnvel talin hafa upphaf-
lega verið með þrem útskornum
myndum og þá þriðjungi hærri en
sú hurð sem við þekkjum nú.
Myndirnar tvær á hurðinni eru
haglega skorin listaverk.
Sú skoðun hefur nýlega verið
viðruð í útvarpi hvort rétt sé að
varðveita þessi listaverk sem þjóð-
minjar eða sýna þau í sérstakri
deild á Listasafni Íslands. Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður
kvaðst vera á móti slíkri breytingu
og benti á að næsta vor verður í
safninu stór yfirlitssýning á list-
sköpun fyrri alda. Hinum listræna
arfi verða gerð góð skil og þá ætti
að verða ljóst að íslenzk myndlist
byrjaði ekki með Þórarni B. Þor-
lákssyni um 1900!
Skemmtilegt er að sjá þá alúð
sem ókunnir útskurðarmeistarar
fyrri alda hafa lagt í margskonar
handverk. Þar á meðal eru trafa-
kefli, sem ætluð voru kærustum og
heitkonum. Brúðkaupssýningin er
líka dæmi um hve skemmtilega er
hægt að matreiða efni í hendur
sýningargesta. Á safninu skiptast
á smádeildir þar sem áherzlan er á
fræðilega upplýsingu; byggð í hin-
um forna Þjórsárdal til dæmis, svo
og sýningar á hlutum sem voru
notaðir í daglegu lífi forfeðra okk-
ar og formæðra.
Út úr rökkri sögunnar
Baðstofan, íverustaður og svefn-
staður heimilisfólksins, er á efri
hæðinni í næsta nágrenni við nú-
tímann, og það fær vel staðizt. Í
rauninni bjó íslenzka bændasam-
félagið í svona baðstofum að lang-
mestu leyti þar til síðast á 19. öld.
Á safninu hefur verið sett upp lítil
en raunsönn baðstofa með fjórum
rúmum og öll eru þau svo stutt að
nútímafólk gæti ekki rétt úr sér
þar. En svona var þetta. Baðstofur
voru nánast eingöngu með einn lít-
inn glugga, en annars varð að
paufast við daufa birtu frá kolu
eða kertum.
Á efri hæðinni er sýningargest-
urinn kominn út úr rökkri sög-
unnar; þar er bjartara og sýning-
argesturinn nýtur gripanna betur.
Líkan af skútunni Hafrúnu er
dæmi um sýningargrip frá upphafi
nútíðar, sem okkur finnst nú að
hafi byrjað með 20. öldinni. Hálf-
dán Bjarnason skipasmiður á Ísa-
firði á heiðurinn af því að hafa
smíðað líkanið, sem er um 3m á
lengd og unnið af geysilegum hag-
leik. Þó að maður hafi aldrei komið
nálægt sjósókn er ekki hægt ann-
að en að dást að þessari endur-
gerð.
Vitaskuld saknar gamall sveita-
maður margs frá nýliðinni öld; til
að mynda sérstakrar sýningar um
þá byltingu sem fólst í hestaverk-
færaöldinni sem stóð í hálfa öld.
Íslendingar fundu ekki upp hjólið
fyrr en skömmu fyrir aldamótin
1900 og fóru þá að nota hestvagna
í stað þes að lyfta öllu á klakk.
Jafn áhugaverð eru fyrstu ár bíls-
ins og upphaf vélaaldar sem lít-
illega er þó minnst á þessari sýn-
ingu. Ef til vill leyfði húsrýmið á
efri hæðinni ekki veigameiri að-
komu að þessu efni.
Frábær hugmynd, sem tengir
fortíðina við nútímann, er flugvall-
arfæriband og á því fjölbreytt
samansafn hvunndagslegra hluta
sem eldri kynslóðin þekkti vel og
voru hluti af lífi hennar á fyrri-
parti síðustu aldar. Sumt voru
tækniundur þess tíma; saumavél-
ar, stundum skrautmálaðar, voru
þar á meðal, að ekki sé nú talað
um símann.
Gripir í sérflokki
Endalaust er hægt að velta því
fyrir sér hvaða safngripur sé til-
komumestur; hver og einn getur
fundið eitthvað sem hreyfir sér-
staklega við honum. Ég hef íhugað
þetta og get sagt fyrir mitt leyti
að Grundarstólarnir séu þar á
meðal. Þeir hafa verið kenndir við
hústrú Þórunni Jónsdóttur, Ara-
sonar biskups, á Grund í Eyjafirði
og heimild er fyrir því frá árinu
1551 að þá eru þeir afhentir
Grundarkirkju. Sem betur fer, má
víst segja, komust þeir á forn-
gripasafn konungs í Kaupmanna-
höfn. Var öðrum stólnum skilað
1930 og við opnun Þjóðminjasafns-
ins 1. september síðastliðinn var
hinn einnig afhentur – en því mið-
ur aðeins til láns í fimm ár.
Einhvers konar undursamleg til-
finning fyrir efninu og forminu
birtist í smíði og útskurði stól-
anna; þeir eru með miðaldalagi,
sem svo var nefnt, og efnið er að
langmestu leyti íslenzkt birki, en
sumar fjalirnar eru úr eik. Þórunn
á Grund hefur haft frábæran smið
í vinnu og við vitum að hann hét
Benedikt Narfason. Upphaflega
hafa þessi viðhafnarsæti verið
kirkjustólar handa frú Þórunni og
bónda hennar og þessi skurðhagi
smiður forðast að hægri og vinstri
helmingar séu eins, eða með öðr-
um orðum að gripirnir séu sam-
hverfir. Fuglar og drekahöfuð á
hornstólpum eru sitt með hverju
móti, en skorið af listfengi, og
sjálfir eru hornstólparnir látnir
snúast út að ofan, þó mismikið. Ég
horfði alveg dolfallinn á þessa
gripi og sama get ég sagt um hval-
beinsúrskurð Brynjólfs í Skarði.
Ég óska Margréti Hallgríms-
dóttur þjóðminjaverði til hamingju
með safnið sem við getum nú bæði
skoðað okkur til ánægju og sýnt
öðrum með stolti.
Höfundur er rithöfundur
og blaðamaður.
Haglega smíðað líkan á Þjóðminjasafni, um 3 m langt, af skútunni Hafrúnu,
sem lengst af var gerð út frá Ísafirði en endaði í Stykkishólmi. Hún var smíðuð í
Danmörku 1874-75 og var hún 40 brúttólestir. Veiðar á þilskipum hófust hér á
landi um aldamótin 1900 og þá var stundum legið úti vikum saman. Þessi þil-
skip voru notuð fram til 1920.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 19
Aldrei fleiri
Verðdæmi á mann
áfangastaðir!
Verð frá 47.066 kr.*
Opið
í dag sunnudag 12-16
Costa del Sol
57.438 kr. ef 2 ferðast saman.
á Santa Clara í 7 nætur.
*á mann m.v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11 ára, ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting, 10.000 bókunarafsláttur og flugvallarskattar.
á Skala í 7 nætur.
á Elimar í 7 nætur.
á Halley í 7 nætur.
Verð frá 49.400 kr.*
Krít
60.100 kr. ef 2 ferðast saman.
Verð frá 39.500 kr.*
Portúgal
54.200 kr. ef 2 ferðast saman.
Verð frá 38.730 kr.*
Mallorca
47.730 kr. ef 2 ferðast saman.
Verð frá 34.230 kr.*
Benidorm
46.300 kr. ef 2 ferðast saman.