Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 41 AUÐLESIÐ EFNI SAMÚEL Jón Samúelsson og hljóm-sveitin Jagúar og tónlistar-maðurinn Mugison unnu mörg verðlaun þegar Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2004 voru veitt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudag. Fengu Samúel og Jagúar verðlaun bæði fyrir popptónlist og djasstónlist. Sigraði Jagúar í flokknum dægurlagaflytjandi ársins. Mugison fékk verðlaun fyrir lag ársins og poppplötu ársins. Mugison var líka valinn vinsælasti flytjandinn í símakosningu meðan á útsendingu frá verðlaunahátíðinni stóð í Sjónvarpinu. Hljómsveitin Hjálmar fékk verðlaun í flokknum rokkplata ársins. Páll Rósinkrans var valinn dægurlagasöngvari ársins. Ragnheiður Gröndal var valin dægurlagasöngkona ársins. Ragnheiður átti líka plötu ársins í flokknum dægurlagaplata ársins. Í sígildri tónlist fékk Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, tvenn verðlaun. Hún var valin flytjandi ársins. Plata hennar og Eddu Erlendsdóttur, píanóleikara, var valin plata ársins. Helga Ingólfsdóttir, semballeikari, fékk heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna. Ágúst Einarsson, prófessor, fékk hvatningarverðlaun fyrir bókina Hagræn áhrif tónlistar. Barði Jóhannsson fékk útflutningsverðlaun Loftbrúar Reykjavíkur. Íslensku tónlistarverðlaunin Samúel og Mugison sigursælir Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnheiður Gröndal var valin söngkona ársins. MANCHESTER United sigraði Arsenal í ensku úrvals-deildinni í fótbolta á þriðjudaginn var. Leikurinn fór 4:2. Þar með komst Manchester United í annað sæti deildarinnar. Arsenal er í þriðja sæti. Bæði liðin eru þó langt á eftir Chelsea sem er í fyrsta sæti. Chelsea sigraði Blackburn 1:0 á miðvikudag og náði ellefu stiga forskoti. Fyrir leikinn á móti Man. United lék Arsenal 33 leiki á heimavelli en þess að tapa. Man. United sigraði Arsenal Reuters Leikmenn Manchester United fagna marki á móti Arsenal. Þeir heita Rio Ferdinand (til vinstri) og Cristiano Ronaldo. FLUTNINGA-skipið Dettifoss bilaði fyrir utan Austurland fyrir viku. Stýrið skemmdist þannig að ekki var hægt að stjórna skipinu. Tvö varðskip, Týr og Ægir, komu til að hjálpa Dettifossi. Það gekk ekki vel því veðrið var mjög vont. Varðskipin ætluðu að draga Dettifoss en hann er svo stór að vírinn slitnaði þrisvar sinnum. Loksins þegar veðrið batnaði tókst að draga Dettifoss til Eskifjarðar. Nú er verið að draga Dettifoss alla leið til Hollands. Þar á að laga stýrið. Dettifoss bilaði Ljósmynd/Landhelgisgæslan Hér sést vel hvernig stýrið skemmdist. KOSNINGAR fóru fram í Írak á sunnudaginn var. Þær þóttu takast vel. Lítið var um árásir á kjörstaði. Uppreisnar-menn höfðu þó hótað miklum árásum til að spilla fyrir kosningunum. Þeir sögðust Ætla að drepa alla sem kysu. Kjörsóknin var meiri en búist var við. Þjóðar-leiðtogar víða um heim fögnuðu kosningunum og hrósuðu Írökum. Þeir sögðu Íraka hafa sýnt mikið hugrekki með því að flykkjast á kjörstaði við þessar aðstæður. Þeir sögðu kosningarnar vera áfall fyrir hryðju-verka-menn. Kjörsóknin var mest meðal Kúrda og sjíta. Margir súnní-arabar kusu þó ekki. Þeir eru múslímar eins og sjítar. Saddam Hussein er súnní-arabi. Súnní-arabar sögðust vera á móti kosningunum. Þeir vilja að allir erlendir hermenn fari frá Írak. Forsætis-ráðherra landsins hvatti Íraka til að sameinast eftir kosningarnar. Nýja þingið á að semja stjórnarskrá. Hún verður borin undir þjóðar-atkvæði síðar á árinu. Að lokum verður nýtt þing kosið, ekki síðar en 15. desember. Reuters Konur í bið-röð við kjörstað nálægt Bagdad, höfuð-borg Íraks. Kosningar í Írak þóttu takast vel SKJÁR einn má ekki sýna fótbolta-leiki með enskum þulum. Allir leikir verða að vera með íslenskum lýsingum. Útvarps-réttar-nefnd segir að Útvarpslög banni enskar lýsingar frá fótbolta-leikjum. Framkvæmda-stjóri Skjás eins er ekki ánægður með þetta. Hann segir að kannski verði leikirnir sýndir með engum þulum. Í útvarpslögum segir að það þurfi ekki lýsingu eða texta á íslensku ef um endur-varp er að ræða. Mörgum erlendum sjónvarps-stöðvum er endur-varpað hér á landi, t.d. CNN, Eurosport og Cartoon Network. Vilja íslensku í enska boltann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.