Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kínversk áramót Miðvikudaginn 9. febrúar nk. mun Íslensk-kínverska viðskiptaráðið halda upp á kínversk áramót, en þá gengur í garð ár hanans samkvæmt kínversku tímatali. Áramótafagnaðurinn verður haldinn á veitingastaðnum Kínahofinu, Nýbýlavegi 20, Kópavogi, og hefst kl.19:00. Boðið verður upp á fimm rétta máltíð. Þátttökugjald er 2.800 kr. Gestir kvöldsins eru þrír: Þórdís Sif Sigurðardóttir, Þóra Margrét Þorkelsdóttir og Þórarinn Hjörleifsson, öll viðskiptalögfræðingar útskrifaðir frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Þau eiga það sameiginlegt að hafa verið í skiptinámi við Shanghai University í Shanghai í Kína. Þau munu segja frá dvöl sinni og sýna myndir þaðan. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér gesti. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu ráðsins sem allra fyrst í síma 588 8910 eða netfang lindabara@fis.is FAGNAÐURINN ER ÖLLUM OPINN. ÍSLENSK KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Í FYRRINÓTT, aðfaranótt laugar- dags, fóru níu fíkniefnalögreglu- menn inn á nærri 10 skemmtistaði í Reykjavík og leituðu að fíkniefnum á nokkrum tugum gesta. Þetta er um- fangsmesta aðgerð lögreglu af þessu tagi en kveikjan að henni eru m.a. upplýsingar sem hafa komið fram um aukna fíkniefnaneyslu og fíkni- efnasölu á skemmtistöðum borgar- innar. „Það gengur ekki að menn geti labbað inn á skemmtistaði með fulla vasa af fíkniefnum og farið að selja eða taka fíkniefni. Þeir mega að minnsta kosti alltaf eiga von á því að lögreglumaður banki á öxlina á þeim,“ segir Ásgeir Karlsson, yfir- maður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, sem stjórnaði aðgerðinni á vettvangi. Morgunblaðið fylgdist með að- gerðinni sem hófst um miðnætti, talsvert áður en skemmtanalífið í miðborginni komst á fulla ferð, og stóð fram til um klukkan þrjú. Á þessum þremur klukkutímum komu upp 14 fíkniefnabrot og voru menn ýmist teknir með kókaín, amfetamín, eða kannabisefni, einkum sterku efnin. Þegar lögregla hætti aðgerð- um voru enn um 2-3 klukkutímar þar til skemmtistaðirnir lokuðu. Allt fór þetta friðsamlega fram, nema í einu tilviki en þá sáu þrír lög- reglumannanna þegar fíkniefnavið- skipti fóru fram úti á Tryggvagötu, og stukku þegar af stað til að koma í veg fyrir viðskiptin. Þrír menn tóku til varna en átökin urðu hvorki lang- vinn né blóðug, mennirnir áttu aldrei mikla möguleika gegn ofureflinu. Þrír voru færðir á stöðina og látnir gista fangageymslur. Lagt var hald á 7-8 g af amfetamíni. Ekki má leita á hverjum sem er Varla þarf að taka fram að fíkni- efnalögreglumennirnir voru allir óeinkennisklæddir en þeir, líkt og blaðamaður Morgunblaðsins, féllu misjafnlega vel inn í þann hóp sem fyrir var á skemmtistöðunum. Fljót- lega eftir að lögreglumennirnir komu sér fyrir inni á stöðunum hófu þeir að taka menn afsíðis og óska eft- ir að fá að leita á þeim. Leitað var í fatnaði, veskjum og töskum. Að- spurður segir Ásgeir að lögregla hafi ekki heimild til að leita á hverjum sem er. „Það er ekki hver sem er tek- inn, rökstuddur grunur verður að vera fyrirhendi. Við reynum til dæm- is að fylgjast með útliti fólks og hvort það sé hugsanlega undir áhrifum,“ segir Ásgeir. Einnig megi leita á fólki ef ábending hafi borist um að það sé með fíkniefni. Ef menn neita sé yfirleitt farið með þá upp á stöð og síðan óskað eftir dómsúrskurði um heimild til leitar. Fæstir vilji standa í því. Það kom í ljós í fyrrinótt að það spyrst fljótlega út ef lögreglumenn eru komnir inn á skemmtistaði, lík- lega ekki síst meðal þeirra sem lög- regla er helst á höttunum eftir, þ.e.a.s. sölumönnunum. Ásgeir segir að lögregla hafi í fyrri aðgerðum séð menn kasta frá sér efnunum en aðrir reyni að koma sér út. Sumum tekst það, aðrir eru of seinir. „Þetta spyrst fljótlega út og þá förum við bara á aðra staði. Og komum síðan jafnvel aftur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að svona eftirlit sé auðvitað ekki gallalaust en það séu heldur ekki margir kostir í stöðunni. Það sé t.a.m. ekki mögulegt að loka skemmtistöðunum og leita á hverj- um einasta gesti, slíkt sé einfaldlega ekki heimilt samkvæmt lögum. Að- spurður segir hann að það komi til greina að nota fíkniefnaleitarhunda við leit á skemmtistöðum en þeir hafa t.d. verið notaðir til að leita á gestum á popp- og rokktónleikum. Ásgeir segir að leit að fíkniefnum inni á skemmtistöðunum sé liður í því að fylgja eftir þeirri umræðu sem hefur verið í gangi í tengslum við neyslu fíkniefna við skemmtanalíf. Það sé klárt mál að eftirlitið sé nauð- synlegt og það verði að vera alveg ljóst að menn séu ekki óhultir með fíkniefni á sér. „Við ætlum að taka á þessu vandamáli af öllu afli.“ Aðspurður segir hann ekki útilok- að að gripið verði til svipaðra að- gerða á næstunni. Þá minnir hann á að fimm lögreglumenn í Reykjavík vinni við svokallað götueftirlit. Þeir hafi m.a. verið við eftirliti inni á skemmtistöðunum og muni beina at- hygli sinni í auknum mæli að skemmtistöðunum. Aðgerðin í fyrri- nótt er sú umfangsmesta af þessu tagi sem ráðist hefur verið í. Níu lög- reglumenn úr fíkniefnadeildinni fóru inn á staðina og þrír biðu átekta fyrir utan, tilbúnir til að veita aðstoð ef á þyrfti að halda. Alls eru 16 manns í deildinni og því voru þrír af hverjum fjórum fíkniefnalögreglumönnum í Reykjavík við störf þessa nótt. Níu fíkniefnalögreglumenn fóru milli skemmtistaða í miðborginni aðfaranótt laugardags Leitað að fíkniefnum á tugum gesta Morgunblaðið/Júlíus „Það gengur ekki að menn geti labbað inn á skemmtistaði með fulla vasa af fíkniefnum og farið að selja eða taka fíkniefni,“ sagði Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, sem stjórnaði aðgerðum. LÖGREGLUMÖNNUM líst vel á hugmyndir um fækkun og stækkun lögregluembætta á landinu. Þeir eru þó ekki endilega sammála öllum til- lögum verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála, s.s. um hversu mörg embættin eigi að vera. Þetta er mat Óskars Bjartmarz, formanns Lands- sambands lögreglumanna. Á formannafundi Landssambands lögreglumanna í gær kynnti Stefán Eiríksson, formaður verkefnisstjórn- arinnar, þær niðurstöður sem settar eru fram í skýrslu verkefnisstjórnar- innar. „Viðtökurnar voru bara góðar. Það var ekki annað að heyra en að mönnum litist vel á hugmyndir um að fækka embættum og stækka,“ sagði Óskar Bjartmarz. Margir lögreglu- menn hefðu lengi verið þeirrar skoð- unar og almennt teldu þeir að lög- gæslan yrði skilvirkari og öruggari með þeim hætti. Á hinn bóginn hefðu menn ýmsar hugmyndir um hversu stór embættin skyldu vera. Þá teldu sumir, þ. á m. hann sjálfur, að rétt væri að skilja á milli sýslumannsemb- ætta og lögreglunnar. Þess í stað yrðu skipaðir sérstakir lögreglustjórar, líkt og gert hefur verið í Reykjavík. Aðspurður um kosti þess sagði Óskar að þeir væru m.a. þeir að lögreglu- stjórar væru menntaðir til sinna starfa en sýslumenn hefðu ekki fengið sérstaka menntun til að vera lög- reglustjórar. „Það er ekkert í lög- fræðideildum háskólanna sem snýst um það að kenna mönnum að verða lögreglustjórar,“ sagði hann. Formannafundurinn í gær var einnig kjaramálaráðstefna en samn- ingar lögreglumanna eru lausir í lok apríl. Óskar sagði að gert væri ráð fyrir að hefja samningaviðræður í lok þessa mánaðar. Skýrsla um nýskipan lögreglumála kynnt á formannafundi LL Líst vel á hugmyndir um fækkun og stækkun NEI, ekki er hún Karen Sigurðardóttir í 7. bekk, Grunnskólans í Grímsey, ein í heim- inum í orðsins fyllstu merkingu. En ein er hún í sjöunda bekk og ein er hún að þreyta samræmt próf, því enginn fjórði bekkingur er í skólanum þetta árið. Svona geta hlut- irnir æxlast í smáskólum. Alls eru skóla- börnin 12 og skiptast í þrjár deildir. Mest af kennslunni er því einstaklingskennsla en auðvitað í bland við samkennslu. Spennandi vika er framundan hjá skóla- börnunum í Grímsey, því hér er bolludagur í hávegum hafður. Börnin leggja af stað til að bolla á bæjunum þegar fer að morgna, milli 5 og 6 að nóttu. Svona til að ná í skott- ið á sjómönnunum og bolla þá rækilega áð- ur en þeir halda á sjóinn. Þetta er áratu- gagamall siður og vinsæll. Öskudagur er stór líka, en þá fara skólabörnin syngjandi á alla vinnustaði eyjarinnar. Heilmiklar æf- ingar hafa átt sér stað undanfarið, bæði í söng og gítarundirleik. Mikið er í húfi, því veitt er vel í sætindum og drykkjum sem verðlaun fyrir góða skemmtun. Öskudags- gleðin endar svo í Félagsheimilinu Múla þar sem kvenfélagskonur í Baugi veita verðlaun fyrir frumlegustu og fallegustu búningana. Karen „ein í heiminum“! Grímsey. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.