Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 13-15 Árskógar 6 - íbúð 603 Falleg og björt 94 fm, 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í húsi fyrir eldri borgara í Mjóddinni. Íbúðin snýr í suður og vestur og er glæsilegt útsýni úr henni. Skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, þvottahús, tvö herbergi og stofu. Í kjall- ara er sérgeymsla og öll sameign hússins er á 1. hæð þ.m.t. öll þjónusta við eldri borgara. Innangengt í þjónustumiðstöð þar sem er matur, tómstundir og heilsugæsla. Óskað er eftir tilboðum í íbúðina. Hreinn og Þórey sýna. Upplýsingar gefur Óskar í síma 824 9092. 4753 Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur einbýlishús, raðhús og parhús víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Raðhús við Frostaskjól óskast. Höfum verið beðin að útvega 180-380 fm raðhúsvið Frostskjól. Allar nánari uppl. veitir Magnea. Einbýlishús í Garðabæ óskast - Staðgreiðsla Óskum eftir 180-250 fm einbýlishúsi í Garðabæ, gjarnan á einni hæð. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Einbýlishús á Seltjarnarnesi óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250-350 fm einbýlishús á Seltjarnarnesi. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Einbýlishús í Húsahverfi Erum með kaupanda að einbýli í Húsahverfi í Grafarvogi. Verðhugmynd 30-38 millj. Upplýsingar veitir Kjartan. Hús við sjóinn óskast Arnarnes - Skerjafjörður - Seltjarnarnes. Hús á bilinu 300-400 fm skv. ofangreindri lýsingu óskast. Staðgreiðsla. Sérhæð við Hvassaleiti, Stóragerði eða Háaleitishverfi óskast Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð á ofangeindum svæðum. Góðar greiðslur í boði. Nánari upplýsingar veita Sverrir og Kjartan. Hæð í Laugarnesi, Vogum eða Teigum óskast Óskum eftir 120-140 fm hæð á framangreindu svæði. Nánari uppl. veitir Sverrir. Hæð í Hlíðunum eða Kleppsholti óskast Traustur kaupandi óskar eftir 120-140 fm hæð í Hlíðunum. Sverrir veitir nánari uppl. „Penthouse“ í miðborginni óskast - Staðgreiðsla Óskum eftir 200-250 fm „penthouse“-íbúð eða (efstu) sérhæð í miðborg- inni eða í nágrenni hennar. Rétt eign má kosta 40-75 millj. Nánari upplýs- ingar veitir Sverrir. Sérhæð við miðborgina óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 fm hæð sem næst miðborginni. Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. 3ja herb. íbúð í vesturbæ óskast (svæði 101 eða 107) Nánari uppl. veitir Óskar. Ásholt 2ja herb. íbúð við Ásholt óskast. Staðgreiðsla. Magnea veitir nánari uppl. Fjársterkir aðilar óska nú þegar eftir góðu skrifstofuhúsnæði í Reykjavík Stærðir: 1.000 fm, 400 fm og 200 fm. Þeir sem hafa áhuga á að selja hafi vinsamlega samband við Sverri Kristinsson eða Óskar Harðarson. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. F A S T E I G N A S A L A HRAUNBÆR 103 - ELDRI BORGARAR Vorum að fá í sölu góða og vel stað- setta 87,5 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er vel innréttuð, með suð-vestursvölum og útsýni. Stuttur afhendingartími. V. 19,7 m. Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is FYRIR LANDIÐ ALLT 133 BÚJARÐIR/LANDSPILDUR 72 SUMARHÚS Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Einnig er oft til á sölu hjá okkur sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sem er alhliða fasteignasala og selur fasteignir jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Sölu- menn FM aðstoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. 800–1200 m2 i›na›arhúsnæ›i fyrir vélsmi›ju óskast Atvinnuhús ehf • Atli Vagnsson hdl., lögg. fasteignasali Skúlagata 30 • 101 Reykjavík • Sími: 561 4433 / 698 4611 Fax: 561 4450 • atli@atvinnuhus.is • www.atvinnuhus.is Leitum a› 800 –1200 m2 i›na›arhúsnæ›i me› gó›ri lofthæ› til kaups, í Reykjavík, Kópavogi e›a Gar›abæ. fiarf a› losna fljótlega. MENNTAMÁLARÁÐHERRA og fulltrúar ráðuneytisins heimsækja framhaldsskólana einn af öðrum um þessar mundir til þess að kynna þá framtíð- arsýn að íslensk ung- menni ljúki stúdents- prófi ári fyrr en tíðkast hefur. Í skýrslu ráðu- neytisins Breytt náms- skipan til stúdentsprófs eru settar fram allmót- aðar tillögur um breyt- ingar í þessa veru og ummæli ráðherra í fjöl- miðlum bera með sér að þeim eigi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. Útgangspunkturinn virðist vera sá að skipu- leggja stúdentsnámið sem þriggja ára nám í stað fjögurra að grunn- skóla loknum. Breytingar á náminu miðast sem sé við að passa inn í þennan ramma. Til þess að svo megi verða er einkum rætt um færslu á hluta námsefnis til grunnskóla, að nýta námstímann betur og bæta að- ferðir við kennslu og námsmat. Með öðrum orðum; til þess að hið nýja stúdentspróf verði ekki lakara, sér í lagi sem undirbúningur fyrir há- skólanám, á að vega upp skemmri námstíma með þeim mun betri vinnubrögðum. Tillögur um að bæta skólastarfið sbr. 6. kafla skýrslunnar sem ber heitið Vinnubrögð eru um margt yfirborðs- kenndar og óraunsæj- ar. Til dæmis er látið að því liggja að tími vinnist við það eitt að fjölga kennsludögum á kostn- að prófatíma. Þótt próf séu ófullkominn mæli- kvarði á nám er fráleitt að láta sem undirbún- ingur fyrir þau sé einskis verður; þvert á móti eru þau mörgum hvati til ýtrustu einbeitni og raun- verulegs náms. Ennfremur segir í skýrslunni (bls. 31–32) að nauðsyn- legt sé að veita kennurum stuðning, leiðbeiningu og hvatningu til þess að breyta vinnubrögðum sínum við að meta stöðu nemenda í námi, stofna þurfi starfshóp sem setji fram hug- myndir að fjölbreyttu námsmati, þróa beri aðferðir til að meta munn- lega færni nemenda, lögð skuli áhersla á þverfaglega kennslu, og hvatt er til tækni sem spari tíma við yfirferð verkefna og prófa. Þessi upptalning er hvorki ný sannindi né vegvísir fyrir kennara. Þeir kennarar sem ég þekki til leita sífellt nýrra leiða og þróa aðferðir til þess að gera námið árangursríkara fyrir nem- endur. Góð kennsla nærist á fag- þekkingu, hugmyndaauðgi og innsæi en ekki á klisjukenndum forskriftum. Það er blekking að halda að einhver útreiknuð framleiðniaukning skili sér í einu vetfangi inn í skólastofurnar. Ofuráhersla á styttingu námstíma er á skjön við þann raunveruleika að margir framhaldsskólanemendur eiga í basli með núverandi kröfur í stúdentsnámi og háskólastigið þarf síst á því að halda að undirbúningur verði rýrari en verið hefur. Ef það er álit manna að stúdents- námið þarfnist róttækrar endurskoð- unar þá tel ég að hún eigi að fara fram á forsendum innihalds en ekki umbúða, þ.e. einhverri greiningu á helstu styrkleikum og veikleikum þessa skólastigs í víðara mennta- pólitísku samhengi. Hver er t.d. staða óumdeildrar undirstöðugreinar á borð við stærðfræði? Eru há- skóladeildirnar ánægðar með færni nemenda í stærðfræði? Er raunhæft að fela grunnskólum helminginn af þeirri litlu stærðfræðikennslu sem nú tilheyrir kjarna félagsfræða- brautar og málabrautar? Í því sam- hengi vekur óneitanlega ugg að sam- kvæmt nýrri samantekt mats- og eftirlitsdeildar menntamálaráðu- neytisins er helmingur stærð- fræðikennara í 8.–10. bekk án sér- menntunar í stærðfræði. Þegar litið er til þess að hlutur fræðilegrar stærðfræði er afar lítill innan al- menna kennaranámsins og flest kennaraefni grunnskólans koma nú af þeim námsbrautum framhalds- skólans þar sem stærðfræðikjarninn er hverfandi, blasir við að óbreyttu, vítahringur síhrakandi færni í stærð- fræði. Hætt er við að slík þróun grafi undan tæknimenntun og raunvís- indum til lengri tíma og þar með samkeppnishæfni á mikilvægum sviðum. Hvað réttlætir slíkan glannaskap hjá þjóð sem ræður sín- um málum sjálf? Einhverjir kunna að segja að jafn- vel þótt hrakspár um lakari und- irstöðu framtíðarstúdentanna rætist, komi það ekki að sök þar eð há- skólastigið muni aðlagast breyttum aðstæðum og stoppa í götin ef svo má segja. Gott og vel, en hvað er þá orðið um sparnaðinn, hina einu skiljanlegu forsendu styttingarinnar, ef hann fer allur í að mæta sókn háskólanna nið- ur á við? Í stað þeirrar miðstýrðu skipu- lagsbreytingar sem nú virðist lagt upp með tel ég mun heillavænlegra að yfirstjórn menntamála liðki fyrir tilraunum einstakra skóla til þess að útfæra sjálfir námsleiðir sem hvetji fleiri til þess að ljúka námi á skemmri tíma. Leikreglur þurfa að vera þannig úr garði gerðar að þær leiði hvorki til þess að dregið verði úr eðlilegum kröfum né að í reynd verði háskólum falin framhaldsskóla- kennsla. Með þessu móti tel ég reynsla, samanburður og samkeppni skólanna myndi á tiltölulega fáum ár- um beina þróuninni í hinn hallkvæm- asta farveg. Stúdentspróf – umbúðir og innihald Lárus H. Bjarnason fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Útgangspunkturinnvirðist vera sá að skipu- leggja stúdentsnámið sem þriggja ára nám í stað fjögurra að grunn- skóla loknum. ‘ Lárus Hagalín Bjarnason Höfundur er skólameistari Menntaskólans við Hamrahlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.