Morgunblaðið - 06.02.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 29
eru, má leiða að því líkur að skortur á heildar-
stefnumótun sé enn til staðar, þrátt fyrir að búið
sé að samþykkja nýtt aðalskipulag fram til 2024.
Það er frekar að umræðan sé háværari, en að
slegið hafi á hana í kjölfar aðalskipulagsins. Svo
virðist sem tekist sé á um tvær grundvallarleiðir í
þróun borgarinnar til framtíðar; annars vegar til-
tölulega jafna dreifingu byggðar með fleiri en
einni miðju, og hins vegar áherslu á einn sterkan
miðborgarkjarna þar sem byggðin er langþéttust
næst miðborginni, og dreifist síðan út frá henni.
Dreifð byggð,
margar miðjur
Samkvæmt upplýs-
ingum sem Höfuð-
borgarsamtökin hafa
tekið saman má í raun
segja að önnur leiðin, þ.e.a.s. þróun dreifðari
byggðar með fleiri en einni miðju, hafi að vissu
marki þegar orðið ofan á í Reykjavík. Ef litið er til
upplýsinga Höfuðborgarsamtakanna um brúttó-
þéttleika byggðar, kemur í ljós að íbúar í Reykja-
vík voru 170 manns á hektara árið 1940. Til sam-
anburðar er tekið fram að brúttóþéttleiki
byggðar í Barcelona árið 2003 sé 225 íbúar á hekt-
ara. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar í
Reykjavík frá árinu 1940, því þéttleikinn árið
2003 hefur fallið niður í 70 íbúa á hektara á póst-
svæðinu 101 í Reykjavík, eða í um þriðjung þétt-
leika Barcelona, en niður í 16 íbúa ef litið er til
borgarinnar allrar. Þéttleikinn árið 2003 í mið-
borginni er m.ö.o. ekki svo fjarri meðaltali í evr-
ópskum borgum sama ár, því þar er þéttleikinn
80 íbúar á hektara, en frávikið ef tekið er tillit til
heildarinnar, þ.e.a.s. 16 íbúar á hektara, er slá-
andi. Sem viðmið segja Höfuðborgarsamtökin að
lágmarksfjöldi á íbúa þurfi að vera 50 íbúar á
hektara til að góðar almenningssamgöngur geti
þrifist. Samkvæmt spá um þróun brúttóþéttleika
byggðar í höfuðborginni gera samtökin ráð fyrir
að þéttleikinn minnki enn; verði 14 íbúar á hekt-
ara árið 2024.
Þessar tölur segja auðvitað ekki allt um þróun
borgarinnar og gæði borgarlífsins á því tímabili
sem um er að ræða, þ.e.a.s. því tímabili sem að-
alskipulagið nær til, því allteins má telja að ein-
hverjir álíti strjála byggð í borginni kost fremur
en löst. En þó er ljóst að ef þessi þróun verður of-
an á munu bílar í síauknum mæli verða þarfasti
þjónninn og miklu mun þurfa að kosta til við upp-
byggingu gatnakerfis, bílastæða og annarra þátta
er einkenna samfélög sem reiða sig á einkabílinn
sem aðalsamgöngumátann. Þótt vegalendir leng-
ist, verður erfitt vegna dreifingar byggðarinnar
að byggja upp almenningssamgöngukerfi sem
stendur undir væntingum þeirra sem einhverra
hluta vegna nota ekki bíl (barna og unglinga,
þeirra efnaminni, aldraðra o.s.frv.) – auk hinna
sem kjósa fara leiðar sinnar með öðrum hætti.
Líklegt er að mengun komi til með að verða vax-
andi vandamál með aukinni bílanotkun og lengri
vegalengdum og minni möguleikum á að fara
ferða sinna gangandi eða hjólandi.
Sú þróun sem borið hefur á hér á landi á und-
anförnum áratug hvað verslun og þjónustu varð-
ar, mun ganga enn lengra í þá átt að í borginni
myndist margar miðjur í kringum þjónustumið-
stöðvar og verslunarkjarna, en sterks vísis að
þessu sér nú þegar stað í uppbyggingu Kringl-
unnar, Mjóddarinnar, Breiddarinnar og Smárans
– og má í raun leiða líkur að því að Smárinn sé nú
þegar hið miðlæga þjónustu- og verslunarsvæði
Reykjavíkur, þó ekki hafi enn farið fram formlegt
umhverfismat á áhrifum uppbyggingar þar á þró-
un höfuðborgarinnar. Í borgum er einkennast af
þessari þróun, eru stórir og öflugir þjónustu-
kjarnar á nokkuð mörgum stöðum, en lítið um
þjónustu, afþreyingu eða verslun í smærri ein-
ingum innan hverfanna sjálfra. Hverfin, sem ein-
kennast þá fremur af lífsmunstri svefnbæja, eru
þó oft prýdd stórum lóðum og hugsanlega ágæt-
um útivistarmöguleikum á afmörkuðum svæðum,
en hefðbundin einkenni stærri borga með einum
sterkum kjarna og því lífi sem þar myndast,
minnka að sama skapi.
Þétting út
frá einni
sterkri miðju
Hinn kosturinn;
byggð með sterkum
og áberandi miðborg-
arkjarna og þéttingu
út frá honum er í raun
dæmigerður fyrir þá
þróun sem flestar evrópskar borgir hafa gengið í
gegnum. Eftir því sem íbúarnir verða fleiri á
hektara eru meiri líkur á því að smærri þjónustu-
og verslunarfyrirtæki beri sig inni í hverfunum,
og um leið aukast líkurnar á því að fólk geti sótt
sér það sem það þarfnast í sínu nánasta umhverfi,
hvort sem um er að ræða afþreyingu, neysluvör-
ur, þjónustu eða atvinnu. Mun auðveldara er að
reka skilvirkar almenningssamgöngur, sem aftur
leiðir til þess að frekar er hægt að stemma stigu
við mengun og umferðarvandamálum. Góðir
möguleikar eru á að töluverður tími geti sparast í
lífi borgaranna, þar sem minni tími fer í að sitja
undir stýri, bið á ljósum, leit að bílastæðum og
þar fram eftir götunum. Húsnæðisþróun verður
með öðrum hætti; byggðin langþéttust næst mið-
borginni, en dreifist síðan er nær dregur jöðr-
unum þar sem græn svæði verða meira áberandi.
Til að slík þróun væri möguleg í Reykjavík yrði
í raun að vinda ofan af þeirri þróun sem orðið hef-
ur á síðustu árum, styrkja miðborgina með mark-
vissari hætti og leggja mikla vinnu í forgangs-
röðun verkefna svo sem á sviði gatnagerðar og
samgöngumála miðborginni í hag. Einnig þyrfti
að styrkja miðborgina með þróun og uppbygg-
ingu nýrra íbúðasvæða; þéttingu byggðar í og
sem næst miðborginni – til að mynda í Vatnsmýri
– þyrfti að setja í forgang í stað þess að þétta
byggð á jöðrum borgarmarkanna, eins og rík til-
hneiging hefur verið til að undanförnu. Líkur á
því að hér á landi gæti myndast miðborg á við þær
sem við þekkjum úr erlendum stórborgum,
aukast auðvitað ef þessi kostur verður ofan á í
borgarþróuninni.
Kosið um mis-
munandi kosti
Ef marka má þróun
fasteignaverðs í póst-
hverfinu 101, sem
hækkað hefur umtals-
vert umfram það sem gengur og gerist annars
staðar, má gera ráð fyrir að nokkur straumhvörf
séu að verða í viðhorfi fólks á höfuðborgarsvæð-
inu til borgarþróunar. Leiddar hafa verið líkur að
því að um kynslóðabundinn mun sé að ræða og að
þær yngri kynslóðir sem í vaxandi mæli hafa
ferðast eða hlotið menntun sína erlendis og
kynnst kostum stærri og rótgrónari borgarsam-
félaga sækist fremur en eldri kynslóðir eftir því
að skapa áþekka borgarmenningu hér á landi.
Slíka þörf er þó erfitt að meta nema að hægt sé að
halda uppi málefnalegum umræðum og veita upp-
lýsingar um kosti og galla þessara ólíku borg-
armynda sem um er að ræða og borgarbúar ættu
að geta valið um.
Því er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort
ekki sé heillavænlegt, nú þegar draga fer að borg-
arstjórnarkosningum, að huga að því að skapa
hugmyndafræðilegan og stefnumótandi umræðu-
vettvang um þessi andstæðu grundvallarsjónar-
mið í framtíðarþróun borgarinnar. Að undan-
genginni málefnalegri og ítarlegri kynningu á
þeim meginvalkostum sem hér hefur rétt verið
drepið á og borgarbúar standa frammi fyrir,
mætti hugsa sér að kosið yrði um hvor félli borg-
arbúum í meginatriðum betur í geð. Slíkt myndi í
aðdraganda kosninga skapa holla umræðu um þá
möguleika sem fyrir hendi eru í skipulagi borg-
arinnar, yrði aukinheldur til þess að auka meðvit-
und og þekkingu almennings á umhverfi sínu, og
gæti að kosningunum afstöðunum flýtt mjög fyrir
þeirri stefnumótandi vinnu sem borgaryfirvöld
þurfa að vinna varðandi heildarmynd borgarinn-
ar og framtíðarþróun.
Borgin er sá staður þar sem félagslegar breyt-
ingar eru hvað örastar. Eina leiðin til að hafa
áhrif á þær á viðunandi hátt í þróun borgarinnar
er að nýta sér þá þekkingu sem rannsóknir á sviði
félaglegra vísinda leiða í ljós og tryggja að lýð-
ræðisleg vinnubrögð séu í hávegum höfð. Aldrei
má gleyma að siðfræðilegi grundvöllurinn við
mótun borga er afar einfaldur; leiðarljósið sem
hafa ber í hávegum er það að borgin þjóni fólkinu
– fyrst og síðast.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Menningarnótt.
Því er ekki úr vegi
að velta því fyrir sér
hvort ekki sé heilla-
vænlegt, nú þegar
draga fer að borg-
arstjórnarkosn-
ingum, að huga að
því að skapa hug-
myndafræðilegan
og stefnumótandi
umræðuvettvang
um þessi andstæðu
grundvallarsjón-
armið í framtíð-
arþróun borg-
arinnar. Að
undangenginni mál-
efnalegri og ít-
arlegri kynningu á
þeim meginval-
kostum sem hér hef-
ur rétt verið drepið
á og borgarbúar
standa frammi fyrir,
mætti hugsa sér að
kosið yrði um hvor
félli borgarbúum í
meginatriðum betur
í geð.
Laugardagur 5. febrúar