Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 1
KRISTÍN Ingólfsdóttir prófessor og Ágúst Einarsson prófessor urðu efst í rektorskjöri sem fram fór við Háskóla Íslands í gær. Kristín hlaut 28,7% gildra atkvæða og Ágúst 27,6%. Jón Torfi Jónasson prófessor hlaut 24,7% gildra at- kvæða og Einar Stefánsson pró- fessor 19,1%. Þar sem enginn frambjóðenda fékk meirihluta atkvæða verður kosið að nýju um Ágúst Einarsson og Kristínu Ingólfsdóttur fimmtu- daginn 17. mars næstkomandi. „Það munar sáralitlu á mér og Kristínu og við förum áfram í aðra umferð. Ég er mjög ánægður með þessi úrslit,“ segir Ágúst Einars- son. „Það var mitt takmark að komast í aðra umferð og það gekk eftir. Nú tekur vika við og ég er bara bjartsýnn með framhaldið,“ bætir hann við. „Ég get ekki annað en verið mjög ánægð með þessa niðurstöðu. Þetta var ákaflega tvísýnt og engin leið að vita hvernig þetta færi. Þetta voru mjög verðugir keppi- nautar og þetta er búið að vera drengileg og heiðarleg barátta og ég er þakklát fyrir það og eins fyrir þann stuðning sem ég hef fengið,“ segir Kristín Ingólfsdóttir. Úrslit í kosningunni lágu fyrir um miðnætti í nótt. Alls greiddu 2.934 atkvæði eða 29,6% þeirra sem voru á kjörskrá. Gild atkvæði voru 2.912. Atkvæði háskólakennara og annarra starfsmanna sem hafa há- skólapróf giltu sem 60% greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta giltu sem 30% greiddra atkvæða og at- kvæði annarra atkvæðisbærra giltu sem 10%. Séu úrslitin skoðuð eftir kjós- endahópum kemur í ljós að Kristín hlaut 31,2% atkvæða háskóla- menntaðra starfsmanna. Ágúst hlaut 26%, Jón Torfi 21,8% og Ein- ar 21,1%. Atkvæði stúdenta skipt- ust hins vegar þannig að Ágúst hlaut 28,4%, Kristín 27,2%, Jón Torfi 26,1% og Einar 18,3%. Atkvæði annarra starfsmanna skiptust þannig að Jón Torfi hlaut 38,1%, Ágúst 31,5%, Kristín 27% og Einar 3,4%. Kosið verður að nýju milli tveggja efstu í rektorskjöri 17. mars Ágúst og Kristín efst Úrslit á miðnætti Frambjóðendur fóru allir upp í Háskóla Íslands um miðnætti og kynntu sér úrslitin. Ágúst hlaut 27,6% gildra atkvæða og Einar 19,1%. Á myndinni til hliðar má sjá Jón Torfa óska Kristínu til hamingju með niðurstöðuna en Jón Torfi hlaut 24,7% og Kristín 28,7%.Morgunblaðið/ÞÖK STOFNAÐ 1913 68. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Ýsan klikkar aldrei Matarkistan uppfull af gómsætum uppskriftum | Daglegt líf 28 Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Hyundai Sonata – lipur og hljóðlát  18 ára Saab fær nýtt líf Íþróttir | Stjarnan í úrslit í blaki  Arsene Wenger hrósar ungviðinu  KR vann Snæfell í körfu PLACIDO Domingo, einn mesti óperusöngvari samtímans, kom til landsins í gærkvöldi á einka- þotu, ásamt Önu Mariu Martinez sem syngur með honum á tón- leikum í Egilshöll á sunnudags- kvöld. Með í för voru umboðs- menn þeirra og fylgdarlið. Óperukórinn og Sinfón- íuhljómsveit Íslands koma fram með þeim á tónleikunum, og á efnisskránni verða atriði úr óp- erum, söngleikjalög og fleira. Stjórnandi verður Eugene Kohn. Nánari upplýsingar um tón- leikana og söngvarana er að finna á vefnum www.dom- ingo.is. Með tónleikum Domingos hafa Tenórarnir þrír allir sungið hér á landi, Carreras, sem hefur sungið hér í tvígang, Pavarotti, sem söng á Listahátíð fyrir rúm- um 20 árum, og nú loks Dom- ingo. Morgunblaðið/Árni Torfason Placido Domingo lentur á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er ekkert líkt Íslandi,“ sagði söngvarinn við komuna og þótti veðrið greinilega alls ólíkt því sem hann hafði gert sér hugmyndir um fyrirfram. Domingo mættur ÞAÐ, sem ein- kennir okkar tíma, er aug- lýsinga- mennska af öllu tagi og ekki síst í Bandaríkj- unum þar sem hún er komin á alveg nýtt stig. Þar eru einstaklingar farnir að selja auglýsinga- aðgang að eig- in líkama. Sem dæmi um þetta má nefna Andrew Fischer, tvítugan mann í Nebraska, en hann auglýsti ennið á sér falt á eBay-uppboðsvefnum. Það gekk út og nú gengur hann um með auglýsingu frá fyrirtækinu SnoreStop en það fram- leiðir meðul við hrotum. Að því er segir í Berlingske Tidende borgar það rúm- lega 2,2 millj. kr. fyrir afnotin í einn mánuð en um er að ræða svokallað skyndihúðflúr, sem auðvelt er að ná af. Fischer er þegar búinn að bóka annan mánuð fyrir netspilavítið GoldenPalace.- com en það er síður en svo, að hann sé einn um hituna. Margir hafa áhuga á þessu, til dæmis New York-búinn Joe Tamargo, sem er kominn með níu aug- lýsingar, raunverulegt húðflúr, á annan framhandlegginn. Sagt er, að í Bandaríkjunum verði fólk fyrir áreiti frá 3.000 til 4.000 aug- lýsingum dag hvern og þær er að finna á hinum ólíklegustu stöðum, jafnvel á botni holanna á golfvellinum. Andrew Fischer Lifandi auglýsing BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfs- son er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista bandaríska blaðs- ins Forbes yfir ríkustu menn heims. Hann er númer 488 á lista yfir þá sem eiga yfir einn milljarð Bandaríkjadollara. Eru eignir Björgólfs Thors metnar á 1,4 milljarða dollara, sem svarar til um 83 milljarða íslenskra króna. Ríkasti maður heims er Bill Gates, stofnandi Microsoft, og eru eignir hans 46,5 milljarðar dollara, jafnvirði um 2.770 millj- arða íslenskra króna. Næstur kemur bandaríski fjárfestirinn Warren Buffett með eignir upp á 44 milljarða dollara og í þriðja sæti er stáljöfurinn Lakshmi Mittel á Indlandi með 25 millj- arða dollara. Fram kemur í til- kynningu frá Forbes að hann er sá sem hækkar mest á listanum. Aldrei fleiri milljarðamæringar Í tilkynningu Forbes kemur fram að aldrei fyrr hafi eins margir einstaklingar verið á lista blaðsins. Þá segir jafnframt að hinir ríku séu stöðugt að verða ríkari. Á listanum er samtals 691 milljarðamæringur og eru sam- anlagðar eignir þessa hóps um 2.200 milljarðar dollara, sem er 300 milljörðum dollara hærri fjárhæð en árið áður. Ríkasti maður á Norðurlöndum er Svíinn Ingvar Kamprad, stofn- andi IKEA verslunarkeðjunnar, og eru eignir hans metnar á 23 milljarða dollara, en hann er sjötti ríkasti maður heims. Sú kona sem er efst á listanum er hin franska Liliane Bettencourt hjá L’Oreal-snyrtivörukeðjunni. Hún er í sextánda sæti. Þá má nefna að hinn rússneski Roman Abramovich, olíujöfur og eigandi Chelsea, er í tuttugasta og fyrsta sæti. Listi viðskiptatímaritsins Forbes yfir milljarðamæringa heimsins Björgólfur Thor í 488. sæti á listanum                            ! "   !                AÐ minnsta kosti 47 manns biðu bana og meira en 80 særðust þegar tilræðismaður sprengdi sig í loft upp í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær. Varð spreng- ingin í sal við mosku þegar margir sjítar voru þar saman komnir til að vera við út- för Hishams al-Arajis, fulltrúa sjíta- klerksins Moqtada Sadrs í borginni. Mosul er þriðja stærsta borg Íraks og uppreisnarmenn hafa oft gert árásir þar frá því að þeir réðust inn í lögreglustöðv- ar borgarinnar í nóvember. Meginhluti lögregluliðs borgarinnar hætti þá störf- um. Súnní-arabar eru um helmingur 1,5 milljóna íbúa Mosul. Þar búa einnig sjít- ar, Kúrdar, Túrkmenar og fleiri minni- hlutahópar. Alltaf hætta fyrir hendi Börkur Gunnarsson, sem kominn er til starfa í Írak á vegum Íslensku friðar- gæslunnar, segir í viðtali við Davíð Loga Sigurðsson, að þar sé alltaf mikil hætta fyrir hendi en ekki sé til neins að velta sér upp úr henni. Starfar Börkur sem upplýsingafulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í Bagdad. Mikið mann- tjón í sjálfs- morðsárás Mosul. AFP.  Borgar sig ekki/Miðopna ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.