Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 27
DAGLEGT LÍF
ÞAÐ ER bæði bjart og vítt til veggja
inni í nýju íslensku Marimekko-
búðinni, sem kaupmaðurinn Margrét
Kjartansdóttir hefur nýlega opnað í
230 fermetra rými í kjallara Iðu-
hússins við Lækjargötu. Marimekko
er finnskt vörumerki og hefur verið
til í Finnlandi í rúma hálfa öld eða
allar götur frá árinu 1951. Alls eru
starfandi 24 Marimekko-búðir í
Finnlandi, ein í Svíþjóð og
nú ein á Íslandi, en
auk þess selur
Marimekko vörur
sínar í fjölda versl-
ana í um fimmtíu
löndum.
Margrét er eng-
inn nýgræðingur í
kaupmennsku, en
lýsti því hins vegar
sjálf yfir fyrir
þremur árum þeg-
ar hún seldi hús-
gagnaverslunina
Míru við Bæjarlind,
eftir að hafa rekið
hana um sex ára
skeið, að nú væri hún
loksins hætt og farin
að leika sér. „Ég hélt að
ég væri orðin nógu gömul til að
hætta alveg afskiptum mínum af
rekstri, en maður losnar ekki svo
auðveldlega við bakteríuna því kaup-
mannsblóðið heldur áfram að renna í
manni. Ég tvíeflist við það að komast
í tæri við ný og spennandi verkefni.
Maður er alltaf á besta aldri til þess
þó ég sé fljót að fá dálítið leið á hlut-
unum,“ segir Margrét, en auk þess
að hafa nýtt síðustu þrjú árin í að
ferðast og leika sér í útlöndum, hóf
hún að flytja inn skó í yfirstærðum.
„Mér fannst það bara ekki nógu
skemmtilegt, nennti því hreinlega
ekki, svo að hún systir mín tók við
þeim rekstri af mér.“
Vinkonan átti hugmyndina
En af hverju Marimekko nú?
„Ég hef átt Marimekko-kjóla síð-
an ég var unglingur og svo vorum við
vinkonurnar á gönguferð í Toscana
héraðinu á Ítalíu í fyrrasumar og ég
var að tala um að það væri kominn
tími á að fara til Kaupmannahafnar
og endurnýja eitthvað af Mari-
mekko-bolunum. Þá spurði vinkonan
af hverju ég færi bara ekki að flytja
Marimekko inn sjálf og þar með var
hugmyndin komin.
Þetta á því rætur að rekja til þess
að mig var farið að sárvanta svo mik-
ið Marimekkó-flíkur sjálfa að ég
dreif í þessu, en átti þó ekki hug-
myndina sjálf.
Ég dreif mig til Helsinki og nú er
búðin orðin að veruleika. Þetta hafa
verið uppáhaldsflíkurnar mínar í
gegnum árin. Þær eru allar úr alvöru
efnum, vandaðar, óslítandi og koma
alltaf eins og nýjar út úr þvotta-
vélum,“ segir Margrét.
Þegar kom að innréttingu nýju
verslunarinnar segist hún hafa kosið
að
bera tillögur og teikningar undir eig-
endur Marimekko í Finnlandi, en að
öðru leyti hafi hún ekki þurft að fara
eftir neinni forskrift. Allar innrétt-
ingar eru sérsmíðaðar eftir teikn-
ingum Guðbjargar Magnúsdóttur
arkitekts. „Ég er mjög ánægð með
afraksturinn og finnst mín búð alls
ekki síðri en finnsku búðirnar. Svo er
ég líka afskaplega glöð að tilheyra
miðbænum og finnst gaman að vera
þátttakandi í því að lífga svolítið upp
á miðborgina enda er ég sannfærð
um að hún eigi eftir að taka stakka-
skiptum innan fimm ára. Fyrstu við-
tökur við versluninni lofa jafnframt
góðu og ég heyri engan tala um hátt
verðlag þó finnsku vörurnar séu
óneitanlega ekki á Hagkaupsprís
enda fer framleiðsla varanna alfarið
fram í Finnlandi.
Vöruúrvalið í nýju Marimekko-
búðinni í Lækjargötu byggist á fatn-
aði, vefnaðarvöru, töskum, hand-
klæðum, rúmfötum og gardínuefnum
frá Marimekko auk háklassa fatn-
aðar frá finnska hönnuðinum Ann-
ikki Karvinin. Af og til hefur verið
hægt að fá vörur frá finnska fram-
leiðandanum Marimekko hér á landi.
Til dæmis hefur Epal haft til sölu
vefnaðarvöru og töskur frá Mari-
mekko. Verslunin Dimmalimm, sem
eitt sinn var við Skólavörðustíg, bauð
vörur þessar og hjá Kristjáni Sig-
geirssyni var hægt að versla Mari-
mekko fram til ársins 1988. „Finn-
arnir hafa náð að búa algjörlega til
sinn eigin klassíska stíl án þess að
hafa þurft að elta aðra strauma. Og
þessi stíll fer ekki allt í einu úr tísku.
Hið fræga „unikko“-blómamynstur
er til að mynda orðið fjörutíu ára
gamalt og kemur alltaf aftur
á hverju einasta ári, í
nýjum litum og nýj-
um búningi.“
Kaflaskipti
í lífinu
Þegar Margrét er
spurð hvað hafi orðið
um húsgagnaáhugann
úr því hún sé nú komin í
allt annan innflutning,
svarar hún því til að
ekki megi skilja það
sem svo að húsgagna-
áhuginn sé með öllu
horfinn. „Ég myndi hins
vegar aldrei vilja fara að
vinna við þau aftur því sá
kafli í lífi mínu er einfald-
lega liðinn og nýtt tekið við.“
Kaupmaðurinn í Iðu-húsinu þarf
að versla inn í tíma og er hún nú þeg-
ar búin að versla inn sumarlínuna
svo og vetrarlínuna fyrir næsta vet-
ur. „Það eru að koma inn voða spenn-
andi litir. Í sumar verða efnin úr hör,
bómull og viskos í mjög skærum og
sterkum litum, svo sem skærgrænu,
turkisbláu, bleiku og hvítu. Í vetur
verða ull- og bómullarflíkur áberandi
í ofboðslega flottum litum á borð við
dökkfjólublátt, flöskugrænt, hárautt
og svart.“
TÍSKA | Margrét Kjartansdóttir fer aftur í verslunarrekstur
Morgunblaðið/Þorkell
Margrét Kjartansdóttir verslar nú með föt, vefnaðarvöru, handklæði, gardínuefni og töskur.
„Sjálfa sárvantaði
mig Marimekko“
Hið fræga „unikko“-blómamynstur
er orðið fjörutíu ára gamalt og
kemur alltaf aftur á hverju ári í nýj-
um litum og nýjum búningi.
join@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Vínartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
miðvikudaginn 23. mars kl. 20:00 í Íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri
Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson.
Forsala aðgöngumiða í Pennanum - Bókvali.
Miðaverð í forsölu kr. 2.000.
Miðaverð við innganginn kr. 2.500.
Pantanir teknar í síma 895 1788.