Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 23 MINNSTAÐUR DAVÍÐ Guðmundsson, bóndi í Glæsibæ í Hörgárbyggð, sagði það alveg skýrt að það yrði engin sorp- urðun í sínu landi. Davíð, sem ásamt konu sinni Sigríði Manasesdóttur, stundar skógrækt á jörðinni sagði að skógrækt og sorpurðun færu illa saman. Frá árinu 1991 hafa um 560 þúsund plöntur verið gróðursettar á landareign þeirra hjóna. Enn er leit- að að nýjum stað undir sorpurðun í Eyjafirði enda mönnum orðið lítið ágengt undanfarin áratug. Eins og fram í Morgunblaðinu í gær var samþykkt ályktun á fundi oddvita og framkvæmdastjóra sveit- arfélaga sem aðild eiga að Sorpeyð- ingu Eyjafjarðar, þar sem lagt var til að stjórn sorpsamlagsins leitaði eftir því við eigendur Skjaldarvíkur og Glæsibæjar að fá hluta af jörð- unum tveimur undir sorpurðun og jarðgerðarstöð. Davíð sagði að á hluta jarðar sinnar væri sumarbú- staðaland í nágrenni við umrætt svæði. Hann sagði að aðilar máls hefðu átt að ræða þessa hugmynd við sig áður en ályktunin var sam- þykkt á fundi sorpsamlagsins. Skjaldarvík er í eigu Akureyr- arbæjar og þar er dvalarheimili fyr- ir eldri borgara. Skipulagsmál í sveitarfélaginu eru í höndum sveit- arstjórnar Hörgárbyggðar. Starfs- leyfi fyrir sorpurðun á Glerárdal rennur út sumarið 2009. Morgunblaðið/Kristján Heima Davíð Guðmundsson, bóndi í Glæsibæ í Hörgárbyggð. Engin sorpurðun í mínu landi Bóndinn í Glæsibæ í Hörgárbyggð AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | Í Urriðaholti er unnið að skipulagningu tæplega 50 þúsund fermetra verslunar- og þjónusturým- is. Þar af mun verslun IKEA vera rúmlega 20 þúsund fermetrar, sem fyrirhugað er að opna haustið 2006. Er það helmingi stærri verslun en sú sem er fyrir hér á landi. Svæðið er hluti af stærri skipulagsbreytingu á holtinu að sögn Jóns Pálma Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Þekkingarhússins, sem hefur umsjón með skipulagsvinnunni. Fyrirhugað er að byggja upp blandaða byggð þar sem verið sé að skipuleggja háskóla- hverfi í tengslum við fyrirtæki og íbúðarbyggð, sem myndi hýsa á bilinu þrjú til fjögur þúsund íbúa. Eins og fram hefur komið þá hefur Garðabær lýst yfir áhuga á því að Há- skólinn í Reykjavík komi til bæjarins til að mynda kjarnann í háskólaþorpi í Urriðaholti. Jón segir að áhersla sé lögð á að fá inn stærri verslanir sem séu leiðandi á sínu sviði hvað vöruúrval, verð, gæði og þjónustu varðar. Hann bend- ir á að þetta svipi ekki til Kringlunnar eða Smáralindar hvað þetta varði, hér sé um annað verslunarform að ræða. Á ensku er það kallað „retail park“ sem útleggja má sem kauptún, en Hallgrímur Helgason rithöfundur kom fram með þá nafngift samhliða öðrum hugmyndum. Fyrir utan IKEA er óráðið hvaða verslanir verða þarna en stefnt er á stórar verslanir t.d. byggingavöru- verslanir, verslanir með heimilisvör- ur, fatnað og bílahluti. Byggingarnar samlagist umhverfinu Að sögn Dennis Carlberg, arki- tekts hjá arkitektastofunni Arrow- street, sem vinnur að skipulagn- ingunni, hefur hraunið í umhverfi Urriðaholts mikið að segja þegar kemur að heildarskipulagi svæðisins. T.a.m. verður hraun nýtt á hliðar IKEA-verslunarinnar svo að verslun- in falli betur inn í umhverfið. Carl- berg segir að slíkt hafi IKEA-versl- anir ekki leyft hingað til, þ.e. að hróflað sé við útliti verslananna, en það fékkst samþykki fyrir í þessu til- viki. „Hugmyndin er sú að í stað þess að setja byggingar ofan á landið þá ætlum við að setja þær inn í landið, þannig að þær samlagist umhverfinu betur,“ segir Carlberg. Hann segir að áhersla sé lögð á góða göngu- og hjól- reiðastíga og að umhverfið verði gróðursælt. Sem dæmi má nefna verður bílastæðum í kauptúninu sem hýsir m.a. IKEA-verslunina skipt upp með náttúrulegri áferð. Þannig verði svæðið mun mildara og fái feg- urra yfirbragð en ef einungis gæfi að líta á stórt bílastæðaflæmi. Auk þess bendir Carlberg á að byggingar séu felldar inn í landið til að útsýni íbúð- arbyggðarinnar af hæðinni fái að njóta sín sem best. Áhersla á varðveislu Urriðavatns Eins og kemur fram í aðalskipulagi Garðabæjar er áhersla lögð á sterkt samspil byggðar við lítt snortna nátt- úru, hraun, vatn og votlendi, sem bjóði upp á einstök tækifæri til úti- vistar og hönnunar byggðar í sam- spili við náttúru. Einnig er lögð áhersla á varðveislu Urriðavatns og nærumhverfis þess á sjálfbæran hátt með friðlýsingu og að svæðið um- hverfis vatnið nýtist til útivistar og fræðslu um náttúruna. Jón segir marga kosti vera við Urriðaholtið. Svæðið sé t.a.m. mið- lægt á höfuðborgarsvæðinu og stað- sett við eina af stærstu stofnbraut- unum, þ.e. Reykjanesbraut. Auk þess sé nægt landrými fyrir stórar versl- anir á svæðinu. Við undirbúning voru m.a. haldnir samráðsfundir með hagsmunaaðilum í október og með íbúum Garðabæjar í nóvember. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti hinn 3. mars sl. að auglýsa skipulagstillöguna, þ.e. að deiliskipu- laginu, með formlegum hætti. Blönduð byggð með kauptúni, háskólahverfi og íbúðum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þekkingarhússins, fer yfir skipulagsmál Urriðaholts ásamt Dennis Carlberg, arkitekt frá Arrow- street-arkitektastofunni í Bandaríkjunum. Hér gefur að líta teikningu af væntanlegu kauptúni séð frá Urriðavatni. Skipulag Urriðaholts í Garðabæ með samspili byggðar og náttúru Seltjarnarnesbær | Rýnihópur um skipulagsmál á Seltjarnarnesi hefur tekið til starfa, en bæjarstjórn sam- þykkti fyrir skemmstu tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að efna til frekara samráðs við íbúa í skipulagsmálum. Brugðist við athugasemdum Á vef Seltjarnarnesbæjar segir að með tillögunni sé brugðist við at- hugasemdum sem bárust við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sel- tjarnarness og deiliskipulagi Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Markmið tillögunnar sé að opna íbúum betri sýn á forsendur skipu- lagsvinnunnar, mismunandi tillögur sem komið hafa til umfjöllunar í ferlinu og aðra mögulega uppbygg- ingarkosti innan bæjarins. Tillögur væntanlegar í lok apríl Hópurinn, sem í eiga sæti tólf manns, á að vera skipulags- og mannvirkjanefnd til ráðuneytis um álitamál sem tengjast skipulagi á Seltjarnarnesi. Samkvæmt erindisbréfi er hópn- um ætlað að vera vettvangur sam- ráðs um stefnumörkun bæjarins í skipulagsmálum. Markmið hópsins sé að leitast við að skapa skýrari heildarmynd og leita lausna sem eru til þess fallnar að skapa aukna sátt um uppbyggingu Seltjarnar- ness á skipulagstímabilinu 2005– 2024. Hópurinn muni fjalla um forsend- ur og meginmarkmið aðalskipulags, ráðstöfun einstakra svæða og leggja fram eina til tvær mögulegar heild- arlausnir fyrir skipulag Hrólfs- skálamels og Suðurstrandar. Að sögn Jónmundar Guðmars- sonar, bæjarstjóra Seltjarnarness, er áformað að hópurinn ljúki vinnu í lok apríl og að niðurstöður hans verði kynntar íbúum í maí. Til við- bótar við tillögur hópsins verði út- gáfa fyrri skipulagstillögu endur- skoðuð, þar sem tekið verði tillit til framkominna athugasemda. Rýnihópur um skipu- lagsmál tek- inn til starfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.