Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson hlaut hæstu einkunn í Íslensku ánægjuvoginni árið 2004 en nið- urstöður hennar voru kynntar í gær. Þetta var í sjötta sinn sem vogin var unnin. Í voginni tóku þátt 25 fyrirtæki sem skiptast í fjóra flokka: Fjár- málafyrirtæki, veitur, framleiðslu- fyrirtæki og smásöluverslun. Í flokki fjármálafyrirtækja hlutu sparisjóðirnir, að SPRON frátöld- um, hæstu einkunnina eða 78,3 stig af hundrað mögulegum. Í flokki veitna, þ.e. orku- og síma- fyrirtækja, hlaut Hitaveita Suð- urnesja hæstu einkunnina, 73,6 stig. Í flokki framleiðslufyrirtækja hlaut Ölgerðin Egill Skallagrímsson hæstu einkunnina, 79,1 stig, en í þeim flokki voru aðeins tvö fyr- irtæki, Ölgerðin og Vífilfell. Í flokki smásölufyrirtækja hlaut OLÍS hæstu einkunnina, 70,9 stig. Einnig var mæld ánægjuvog ís- lenskra iðnaðarvara 2004 og hlaut íslensk mat- og drykkjarvara þar hæstu einkunn, 83,7%, en aðrir vöru- flokkar voru byggingarvara, hönn- unarvara og neytendavara til dag- legra nota. Ánægja Ölgerðin nýtur mestrar ánægju allra fyrirtækja 4. árið í röð. Ölgerðin hlaut hæstu einkunn VERÐBÓLGAN síðastliðna 12 mánuði mælist 4,7% samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Þetta er aukning frá því í febrúar en þá var verðbólgan 4,5%. Án húsnæðis mælist verðbólgan nú 2,0%. Verð- bólgan er enn umfram verðbólgu- markmið Seðlabankans sem mið- ast við 2,5%. Vísitala neysluverðs í mars 2005 hækkaði um 0,75% frá fyrra mán- uði. Þetta er minni hækkun en greiningardeildir bankanna höfðu spáð en þær gerðu ráð fyrir að vísitalan myndi hækka á bilinu 0,9–1,0%. Án húsnæðis hækkaði vísitalan neysluverð um 0,35%. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að vetrarútsölum sé nú víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 12,2% milli febrúar og mars, og eru vísitölu- áhrif vegna hækkunarinnar 0,58%. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,3% (vísitöluáhrif 0,47%) en verð á bensíni og olíu hækkaði um 2,7% (0,11%). Verð á dagvöru (mat, drykkjar- vöru og öðru sem kaupa má í mat- vöruverslunum) lækkaði um 2,7% (vísitöluáhrif neikvæð um 0,47%) og segir Hagstofan að það megi að miklu leyti rekja til verðstríðs sem nú geisar á matvörumarkaði. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þensla á húsnæðismark- aði eigi stóran þátt í aukinni verð- bólgu og kyndi undir almennri eftirspurn í hagkerfinu.Hættan sé á frekari verðbólgu. Greiningardeild KB banka bendir á það í hálf fimm fréttum að hækkun fasteignaverðs komi inn í vísitölu neysluverðs með tveggja mánaða seinkun og að Hagstofan noti þriggja mánaða hlaupandi meðaltal við útreikn- inga. Áhrifa verðhækkunar á íbúðum muni því gæta í verð- bólgumælingum á næstu misser- um. Verðbólgan eykst TAP á rekstri SÍF nam á árinu 2004 um 3.985 þúsund evrum, 346 mill- ljónum króna, en árið 2003 var hagn- aður félagsins um 639 þúsund evrur. Afskriftir eru tæplega tvöfalt hærri en árið á undan, eru 15.363 þúsund evr- ur samanborið við 7.724 þúsund evrur árið 2003. Eins hefur annar rekstrarkostnaður fé- lagsins aukist verulega á milli ára, eða úr 33.543 þúsund evr- um árið 2003 í 52.250 þúsund evrur á síðasta ári. Að teknu tilliti til sérstakrar gjaldfærslu í Frakklandi og gjald- færslu í tengslum við kaup á Lab- eyrie Group var hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) 12.231 þúsund evrur, 1.063 milljónir króna, á árinu 2004 borið saman við 14.033 þúsund evrur árið 2003. Tap fyrir afskriftir og fjármagnsliði nem- ur 6.522 þúsund evrum. Tvöföldun afskrifta skýrist m.a. af því að Lyons Seafoods er nú í bókum félagsins allt árið sem var ekki árið 2003, afskrif- uð er að fullu viðskiptavild vegna SIF Canada, fjármögn- unarleigusamningar eru færðir til eignar og skuldar og Labeyrie Group er nú í bókum fé- lagsins. Horfur á árinu hvað varðar rekstur SÍF-samstæðunnar eru góðar, að því er fram kemur í til- kynningu. Lögð verður áhersla á samþættingu rekstrareininga í Frakkland í kjölfar kaupanna á Lab- eyrie Group, vöruþróun og markaðs- mál. Helstu áhættuþættir í starf- seminni verða sem fyrr hækkun hráefnisverðs, og þá fyrst og fremst á laxi, sem og aukin samþjöppun í smásölu á þeim mörkuðum sem fyr- irtækið keppir á. SÍF tapaði 346 milljónum í fyrra SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna (SH) hefur alla möguleika á að verða eitt af öflugustu fyrir- tækjum heimsins á sínu sviði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns félagsins, á aðalfundi þess í gær. Fram kom í máli Gunnlaugs Sævars að eignarhald SH hafi ver- ið of þröngt á síðasta ári. „Til stóð að bjóða út nýtt hlutafé á seinni hluta ársins til að fjármagna fjár- festingar í Bretlandi og jafnframt að fjölga hluthöfum,“ sagði Gunn- laugur Sævar. „Þetta tókst ekki og má segja að helsta ástæðan hafi verið sú að í lok nóvember sá stjórn SH sig tilneydda til að kaupa tæpan fjórðung eigin bréfa af keppinautnum, SÍF. Undir lok ársins seldist stór hluti eigin bréfa SH og með samruna SH og Sjóvík- ur undir nafni SH munu síðustu hlutabréfin hverfa úr eigu SH til eigenda Sjóvíkur sem hluti greiðslu vegna samrunans.“ Um síðustu helgi undirrituðu stjórnir SH og Sjóvíkur samning um samruna félaganna undir nafni SH og eignast hluthafar í Sjóvík 33% hlut í SH. Öflugast á sínu sviði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.