Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Auðvitað er hætta fyrirhendi,“ segir BörkurGunnarsson sem nýveriðkom til starfa hjá Atl- antshafsbandalaginu (NATO) í Írak á vegum Íslensku friðargæslunnar. „En ef maður ætlar sér að vera að velta sér upp úr henni alla daga þá lamast maður einfaldlega. Það er ekki til neins,“ segir hann jafn- framt. Börkur starfar sem upplýsinga- fulltrúi hjá þjálfunarsveitum NATO í Bagdad. Hann var sendur til Íraks af Íslensku friðargæslunni en til- gangurinn af hálfu íslenskra stjórn- valda er sá að taka þátt í þeirri upp- byggingu sem NATO stendur fyrir í Írak, í þessu tilfelli uppbyggingu írösku lögreglunnar. Segir Börkur að allar aðildar- þjóðir NATO styðji verkefni þetta með einum eða öðrum hætti, einnig Frakkar og Þjóðverjar sem ekki studdu upphaflegar hernaðarað- gerðir í Írak, enda sé aðstoðin svar við beiðni írösku bráðabirgðastjórn- arinnar. Börkur segir ennfremur að verkefnið tengist ekki Bandaríkja- her þótt NATO sé með aðstöðu á svæði þeirra í Bagdad. Börkur var í vikulangri þjálfun á Ítalíu áður en hann flaug til Íraks en sökum þess, að um starf hjá NATO er að ræða, hefur Börkur hlotið majórstign að forminu til og aðstæður krefjast þess jafnframt, að hann gangi með skotvopn öllum stundum. Sagðist Börkur í samtali við Morgunblaðið búa og starfa inni á græna svæðinu svokallaða, en þar er um að ræða svæði í miðborg Bag- dad sem Bandaríkjamenn lögðu undir sig er þeir tóku völdin í land- inu vorið 2003. Græna svæðið er tryggilega víggirt, enda hafa árásir á Bandaríkjamenn og íraska sam- starfsmenn þeirra verið algengar. Ekki út fyrir græna svæðið Börkur býr í hjólhýsi en segist lít- ið vera þar, unnið sé öllum stundum. Honum sé þó kunnugt um að inni á græna svæðinu sé ýmsa þjónustu að finna, þar sé bíóhús, íþróttasalir og kaffihús. Hádegismatinn hann borða í einni af fyr höllum Saddams Husseins Börkur leggur áherslu á um sýnist öryggi inni á svæðinu býsna gott, skærul vissulega reynt að koma sp inn á svæðið með sprengju sínum en lítinn usla getað Hann segist ekki hafa farið græna svæðið. „Og mun ha ferðum í algeru lágmarki hann við. Ekki sé gerð k slíkt af hálfu NATO. „Ég er í raun bara í sk vinnu, í staðinn fyrir að s bindi þarf ég að hengja á m una,“ segir Börkur. Ekki dregin fjöður yfir það að h fyrir hendi, öllum sé ljóst a í Írak er ekki eins og best kosið. Hafa tvívegis fundi sprengjur inni á græna svæ því að Börkur kom til Írak Það borgar sig e hugsa um of um h Börkur Gunnarsson fór nýverið til starf hjá NATO í Bagdad. Davíð Logi Sigurðss sló á þráðinn til hans en Börkur er í Írak á vegum Íslensku friðargæslunnar. ÓÞARFAR OPINBERAR LÁNASTOFNANIR Morgunblaðið hefur í vikunnifjallað í fréttaskýringum umtvær opinberar lánastofnan- ir, sem eiga báðar í erfiðleikum. Þetta eru Byggðastofnun og Lánasjóður landbúnaðarins. Útlán þessara stofn- ana hafa dregizt verulega saman und- anfarin ár og reksturinn versnað. Ástæðan er í báðum tilvikum sú sama. Dregið hefur úr spurn eftir lán- um þessara stofnana vegna þess að hagstæðari kjör bjóðast hjá bönkun- um. Bæði bændur og skjólstæðingar Byggðastofnunar hafa tekið lán í bönkum og greitt upp lán sín hjá hin- um opinberu stofnunum, enda hafa þeir fengið fyrrnefndu lánin á hag- stæðari kjörum. Í Morgunblaðinu á miðvikudag orð- aði Shiran Þórisson, viðskipta- og markaðsráðgjafi hjá Atvinnuþróunar- félagi Vestfjarða, það svo að við- skiptabankarnir kepptust nú við að bjóða samkeppnishæf lán á lands- byggðinni. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, sagði í sama blaði að við- horf til atvinnustarfsemi utan höfuð- borgarsvæðisins væri gjörbreytt frá því, sem var fyrir aðeins þremur ár- um. Þá hefði verið eins og fyrirtæki gætu aðeins þrifizt á suðvesturhorni landsins, en nú stæðu fyrirtækjum í öllum landshlutum góð lán til boða vegna samkeppni bankanna. Það er athyglisvert hvaða áhrif einkavæðing ríkisbankanna og aukin samkeppni á fjármálamarkaðnum hef- ur haft í þessu efni, ekki sízt í ljósi þess að sumir héldu því fram að með einkavæðingunni myndi draga úr möguleikum fyrirtækja úti á landi á því að fá hagstæð lán! Byggðastofnun var stofnuð upp úr Framkvæmdastofnun ríkisins, sem sett var á fót í tíð vinstristjórnarinnar sem sat 1971 til 1974. Þessar tvær stofnanir hafa á rúmum þremur ára- tugum tapað gífurlegum fjármunum, sem skattgreiðendur áttu og jafn- framt varið háum fjárhæðum úr sjóð- um almennings í rekstrar- og húsnæð- iskostnað. Samt hafa þær ekki náð neinum sýnilegum árangri í byggða- málum. Morgunblaðið hefur alla tíð verið þeirrar skoðunar að Byggðastofnun væri óþörf. Atvinnulífið um allt land ætti að byggjast á markaðskerfi og samkeppni, en ekki opinberri fyrir- greiðslu og styrkjum. Bankakerfið væri fullfært um að sjá fyrirtækjum fyrir lánsfé á markaðslegum forsend- um. Aðrar ríkisstofnanir gætu tekið að sér upplýsingaöflun og skýrslugerð um byggðamál. Nú virðist það liggja alveg ljóst fyr- ir, að Byggðastofnun hefur engu hlut- verki að gegna sem lánastofnun. Bankarnir bjóða einfaldlega betur en hún, eigi fyrirtækin sér á annað borð rekstrargrundvöll. Munurinn á lánum Byggðastofnun- ar og bankanna er að í bönkunum fer fram mat á hugmyndum og áætlunum þeirra, sem sækja um lán. Góðu hug- myndirnar fá lán, en slæmu hugmynd- irnar ekki. Gífurlegt útlánatap Byggðastofnunar í áranna rás sýnir að þar hefur verið lánað út á mjög marg- ar slæmar hugmyndir. Atvinnulíf, sem byggist á slæmum viðskiptahugmynd- um, á sér litla framtíð. Áfram er auð- vitað þörf fyrir áhættufjármagn til ný- sköpunar- og sprotafyrirtækja, en það er hlutverk Nýsköpunarsjóðs að styðja við slíka starfsemi og engin þörf á þeim tvíverknaði að Byggða- stofnun sinni jafnframt því hlutverki. Lánasjóður landbúnaðarins virðist með sama hætti orðinn óþarfur. Bændur, sem eiga arðbær bú, þurfa ekki á honum að halda. Hins vegar er sjóðurinn baggi á flestum bændum, því að enn er við lýði hið forneskjulega búnaðargjald, sem lagt er á alla bænd- ur til að fjármagna niðurgreiðslu á vöxtum sjóðsins. Þessi furðulegi flutn- ingur peninga milli vasa bænda til- heyrir sama fornaldarhagkerfinu og Byggðastofnun. Það er því jákvætt að Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra hefur sett á fót verkefnisstjórn, sem á að meta stöðu sjóðsins blákalt – eins og Guðni segir í Morgunblaðinu í gær, „hvort hann hefði enn tilgang og gæti starfað í óbreyttri mynd“. Valgerður Sverr- isdóttir, starfssystir Guðna, ætti að setja á stofn svipaða verkefnisstjórn til að leggja niður Byggðastofnun og koma þeim verkefnum hennar, sem einhverja þýðingu hafa, í fóstur á aðra bæi. HAGSMUNIR BARNA RÁÐI FERÐINNI Félag ábyrgra feðra átti fyrr í vik-unni fund með borgarstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, en hún fékk þá afhenta stefnuskrá félags- ins auk bókarinnar „Feður á nýrri öld“. Eins og fram hefur komið er það eitt helsta markmið félagsins að forsjá og jöfn umönnun barna við skilnað eða sambúðarslit verði meginviðmið í sam- félaginu. Rík ástæða er til að taka undir þessi sjónarmið Félags ábyrgra feðra. Aug- ljóst er að þótt foreldrar barna kjósi að ljúka sambúð sinni, eiga börnin samt sem áður tilkall til umönnunar beggja foreldra ef á því er nokkur kostur. Það er löngu viðurkennd staðreynd að heil- brigðar og eðlilegar samvistir barna við báða foreldra sína eru réttindi sem enginn hefur rétt til að svipta þau. Mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað á síðustu árum hvað þetta varðar, sem betur fer, og æ algengara verður að foreldrar semji um sameiginlegt forræði. Sú þróun er mjög til bóta því tæpast er hægt að leggja nægilega mikla áherslu á mikilvægi þess að foreldrar séu báðir jafnvirkir í umönnun og upp- eldi barna sinna. Það er auðvitað fyrst og fremst börnunum og hagsmunum þeirra til heilla, en þar að auki er það stórt framfaraskref í jafnréttismálum auk þess sem það hljóta að vera hags- munir fyrirtækja og atvinnulífs að ábyrgðinni af uppeldi og umönnun yngstu kynslóðanna sé deilt sem jafn- ast á báða foreldra. Ákæra stríðsglæpadóm-stólsins í Haag á hendurRamush Haradinaj, ein-um af leiðtogum Kosovo- Albana, hefur að mati fréttaskýr- enda sett aukinn þrýsting á serb- nesk stjórnvöld en þau hafa alla tíð verið heldur treg til samstarfs við dómstólinn og mörgum þykir þau hafa gert lítið til að hafa hendur í hári þeirra manna sem borist hefur krafa um að verði framseldir til Haag. Serbnesk stjórnvöld virðast hafa áttað sig á því að ákæran á hendur Haradinaj myndi beina kastljósinu að þeim því að ráðamenn í Belgrad hafa verið varkárir í yf- irlýsingum síðustu daga. Þeir hrósuðu jafnvel Haradinaj fyrir að hafa tekið þá „ábyrgu“ ákvörðun að segja af sér sem forsætisráðherra Kosovo og fara sjálfviljugur til Haag. Nú þegar Haradinaj hefur gefið sig fram við dómstólinn í Haag munu Serbar eiga erfitt með að neita að ræða beint við kjörna stjórn Kosovo á grundvelli þess að þar fari með völd aðilar sem gerst hafi sekir um stríðsglæpi. Umræður um fram- tíð Kosovo, sem er hérað í Serbíu en hefur lotið stjórn Sameinuðu þjóð- anna frá 1999, gætu því komist á ein- hvern rekspöl en Kosovo-Albanar gera kröfu um að hljóta sjálfstæði og segjast aldrei munu sætta sig við að lúta stjórn Serba aftur. Serbar hafa ennfremur lengi kvartað yfir því að dómstóllinn í Haag væri hlutdrægur; að aðeins væru gefnar út ákærur á hendur Serbum sem sakaðir væru um að hafa framið ódæðisverk í Kosovo 1998–1999 en aldrei á hendur liðs- mönnum Frelsishers Kosovo (UCK) sem þó hafi sætt sömu ásökunum af hálfu Serba í héraðinu. Nú munu stjórnvöld í Serbíu sem sé eiga erfiðara en áður með að malda í móinn varðandi framsals- kröfur á grundvelli þess að dóm- stóllinn sé hlutdrægur. Alls 37 ákæruliðir Greint var frá því í gær að ákæran á hendur Haradinaj væri í alls 37 lið- um. Sautján ákæruliðanna lúta að glæpum gegn mannkyni en Harad- inaj er sakaður um morð, nauðgun, ofsókn- ir, ómannúðlegar að- gerðir, að hafa haldið fólki föngnu með ólög- legum hætti og um að hafa hrakið fólk frá heimilum sínum. Tutt- ugu ákæruliðanna lúta að brotum á alþjóðalög- um um hegðun í stríði, m.a. er Har- adinaj sakaður um grimmúðlega meðferð á fólki, morð og nauðgun. Segir í ákærunni að Haradinaj hafi sem yfirmaður í UCK „persónu- lega skipað fyrir um, stjórnað og tekið þátt í barsmíðum“ á óbreyttum borgurum. Hann á yfir höfði sér lífs- tíðarfangelsi verði hann fundinn sekur en gert er ráð fyrir að hann mæti í réttarsal á næstu dögum til að lýsa yfir sekt sinni eða sakleysi. Frelsishetja í augum Albana Ramush Haradinaj verður 37 ára gamall á þessu ári en hann er að mati margra Kosovo-Albana ein af frelsishetjum þjóðarinnar, sem stuðlaði að því að yfirráðum Serba í Kosovo – en þar eru 90% íbúanna af albönsku bergi brotin – var hrundið og endi bundinn á þjóðernishreins- anir þeirra. Eru Kosovo allt annað en ánægðir me radinaj skuli nú hafa verið en ekki hefur þó komið t óeirða í Kosovo hennar v benda svör viðmælenda blaðsins í Kosovo til þess ingin á því sé sú að Haradin hvatti landa sína til að sýna er hann tilkynnti um afsög þriðjudag. Haradinaj fer raunar e stærsta flokki Kosovo AAK-flokkur hans er s stærsti en samkomulag v Haradinajs og leiðtoga LD Ibrahims Rugova, sem e Kosovo, um stjórnarsams þingkosningarnar í fyrra. Kastljósið beini Fréttaskýring | Ákæruatriði á hendur Ramush Haradinaj, leiðtoga Kosovo-Albana, voru gerð op- inber í gær en þau byggjast á ásökunum um aðild að ódæðisverkum í átökunum í Kosovo 1998–1999. Haradinaj gaf sig fram í Haag á miðvikudag en með máli hans eykst verulega þrýstingur á stjórnvöld í Serbíu um að sýna stríðsglæpadóm- stólnum í Haag tilhlýðilegan samstarfsvilja. Ramush Haradinaj var um Serbar eiga nú erfitt með að neita að ræða beint við kjörna stjórn Kosovo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.