Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 41

Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 41 MINNINGAR ar og reynum að gera það eins vel og okkur er unnt. Það er sárt að kveðja góðan dreng, en góðar minningar munu lifa í hugum kórfélaga. Við félagar Hallgríms í Þröstum vottum Erlu og börnum dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau á erfiðum stund- um. Þrastafélagar. Hallgrímur Guðmundsson, húsa- smíðameistari og kennari, lést á LSH deild B2 4. mars síðastliðinn. Halla og Erlu höfum við þekkt í mörg ár, eða frá því að við bjuggum í sama húsi og Rúna, mamma Erlu og tengdamamma Halla. Kynni okkar urðu nánari við þá tilviljun að bæði ég og Halli greindumst með taugahrörnunarsjúkdóminn MND. Halli hefur nú látið í minni pokann fyrir þessum óþverra sem engin lækning hefur enn fundist við. Við þökkum Erlu og Halla fyrir þá drengilegu baráttu sem þau háðu og fyrir liðsinnið sem þau og þeirra veittu MND-félaginu. Hver dagur þér strýkur sem dýrmætur blær, hver dagur er lífs okkar veldi. Í deginum eina hver dögun þín grær, dagsvonin ljós þitt að kveldi. Og dagurinn lifir með dásemd, svo hljótt sem demanti heimurinn skarti. Mundu að svo fæðist um myrkvaða nótt: morgunninn dýrðlegi, bjarti. (Jóhann Guðni Reynisson.) Þetta ljóð stórskáldsins viljum við senda Erlu og allri fjölskyld- unni. Megi Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins og fjölskyldan á Berjavöllum. Brosmildur og hlýr, þetta er það fyrsta sem upp í hugann kemur þegar hugsað er til Halla vinar okk- ar, hávaxinn, fríður og myndarlegur með glettni í augum. Síðan fer hug- urinn á flakk og litið er til liðinnar tíðar. Samleið fjölskyldna okkar í fjóra áratugi lýsir af virðingu og óskyggðum vinskap. Á svo langri samferð rifjast ótal margt upp, sem ómögulegt er að tína til hér. Halli var heilsteyptur og tryggur vinur, og sérlega vandvirkur til orðs og æðis. Sjálfstæð og skörp hugsun hans sem og leiftrandi rökfræði varð til þess að fjörlegar umræður urðu um hin ólíklegustu mál, kom pólitík þar sjaldan til sögu. Áhuga- mál hans voru mörg eins og gengur, en þó sérstaklega á öllu handverki, sem hann hafði menntað sig sér- staklega til við framhaldsnám í Sví- þjóð. Hann var kennari til margra ára við Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem nemendur nutu hans ríku hæfi- leika. Dverghagur var hann sjálfur og unun var að fylgjast með hvernig handverk hans og skipulag var við byggingu húss fjölskyldunnar við Hraunbrún 16. Skíðamaður var hann góður enda alinn upp í Önund- arfirði hjá foreldrum sínum, þar sem faðir hans var annálaður skíða- maður. Landið okkar þekkti hann vel, og göngugarpur mikill, fóru þau hjón í ótal ferðir vítt og breitt um landið og nutu náttúrunnar. Áhuga- maður um tónlist var hann, og féll hann því vel inn í tónelska fjöl- skyldu konu sinnar, Erlu Friðleifs- dóttur. Kórfélagi var hann í Þröstum í Hafnarfirði enda söngmaður góður og naut hann þess félagsskapar mikið. Það er umhugsunarvert hjá okk- ur mannfólki þegar við göngum lífs- ins veg, hve vinátta skiptir okkur miklu máli, við lítum til baka og sjáum hvað við erum lánsöm að hafa notið þeirrar vináttu sem er hjá okkar fjölskyldum. Það er söknuður og harmur í brjósti við fráfall okkar góða vinar, en minningin lifir með okkur og minnir okkur á hve dýrmætt það er að eiga vin. Elsku Erla og fjölskylda, Guð blessi ykkur og veiti ykkur styrk í sorg. Fjölskyldan Móabarði 26b. ✝ Aðalbjörg Val-entínusdóttir fæddist á Hellissandi 8. febrúar 1918. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Garðvangi í Garði 4. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Valent- ínus Ólason, f. 18. október 1885, d. 21. desember 1955 og Katrín Friðriksdótt- ir, f. 7. september 1878, d. 14. apríl 1958. Systkini Aðal- bjargar sammæðra voru Jóney Margrét Jónsdóttir, f. 27. júlí 1900, d. 29. mars 1994, Frið- jón Jónsson, f. 26. ágúst 1904, d. 7. desember 1974 og Sigursæll Benja- mín Magnússon, f. 25. desember 1910, d. 19. desember 2000. Aðalbjörg giftist 2. desember 1939 Jakobi Sigurðssyni, bónda á Hömrum í Reykholtsdal í Borgar- firði, f. 28. maí 1905, d. 22. júní 1970. Foreldrar hans voru Sigurð- gift Ólafi Jónssyni, f. 1936, börn þeirra eru Jakob, f. 1958, Lilja, f. 1965 og Helga, f. 1969. 5) Berta, f. 22. ágúst 1943, d. 25. nóvember 1999, gift Brynjari Valdimarssyni, f. 1939, d. 1973, börn þeirra eru Guðríður, f. 1967, Sigríður, f. 1969 og Borgar, f. 1972. Sambýlismaður Bertu er Ólafur Tryggvason, f. 1944, sonur þeirra er Brynjar, f. 1976. 6) Borghildur, f. 20. maí 1945, börn hennar eru Róbert, f. 1963 og Ólafur, f. 1965. Borghildur var gift Kristjáni Hólm Haukssyni, f. 1955, dóttir þeirra er Sunna, f. 1982. 7) Katrín, f. 8. apríl 1958, gift Guð- mundi Frey Gunnlaugssyni, f. 1955, synir þeirra eru Gunnlaugur, f. 1975 og Jakob, f. 1982. Aðalbjörg og Jakob stunduðu bú- skap á Hömrum í Reykholtsdal til ársins 1965 en fluttu þá á Akranes þar sem Aðalbjörg starfaði í eldhúsi Sjúkrahúss Akraness. Nokkrum ár- um eftir lát Jakobs fluttist Aðal- björg að Bræðraborg í Garði þar sem hún var matráðskona á hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Garð- vangi, uns hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Aðalbjargar fer fram frá Útskálakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Jarðsett verður í Reykholtskirkjugarði. ur Helgason, bóndi á Hömrum, f. 26. októ- ber 1857, d. 14. janúar 1949, og Guðrún Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. 17. júní 1870, d. 11. september 1941. Börn Aðalbjargar og Jakobs eru: 1) Ásta Hansdóttir, f. 9. apríl 1934, gift Þorsteini Péturssyni, f. 1930, börn þeirra eru Pétur, f. 1955, Ágúst, f. 1957, Kári, f. 1958, Guð- björg, f. 1961, Jakob, f. 1963, Skúli, f. 1965 og Sigrún, f. 1968. 2) Magnús, f. 9. ágúst 1939, kvæntur Valgerði Sig- urðardóttur, f. 1940, börn þeirra eru Sigurður, f. 1962, Fríður, f. 1965 og Hallgrímur, f. 1977. 3) Guð- rún, f. 9. nóvember 1940, gift Sig- urði Hallgrímssyni, f. 1937, börn þeirra eru Jakob, f. 1959, Sólveig, f. 1961, Sigrún, f. 1963, Aðalbjörg, f. 1963 og Stefanía, f. 1964. 4) Svan- hildur, f. 4. maí 1942, d. 7. júlí 2001, Komin er kveðjustund. Langur og bjartur ævidagur liðinn. Þú varst ferðbúin, Alla mín, og kvaddir sátt og þakklát við allt og alla. Þær eru margar, minningarnar, sem streyma fram í hugann, þegar ég lít yfir liðna tíð og hugsa um þær góðu og ógleymanlegu stundir, sem við áttum sameiginlegar. Þegar ég kom fyrst að Hömrum ásamt Svan- hildi minni, dóttur ykkar, sem verð- andi tengdasonur, tókst þú mér eins og besta móðir, og sem slík reyndist þú mér alla tíð. Og þegar börnin okk- ar Svönu komu til sögunnar, fundu þau fljótt, að ömmufaðmurinn var bæði hlýr og góður. Þú varst líka frábær ferðafélagi og oft var glatt á hjalla, bæði þegar far- ið var um landið okkar og litast um á erlendri grundu. Þó að árunum þín- um fjölgaði, leiftraði æskugleðin þér í sinni og sál. Það sannaðist á þér, sem skáldið segir, að: „Fögur sál er ávallt ung undir silf- urhærum.“ Síðustu árin voru þér þungbær. Heilsan fór hnignandi og sárt var að sjá á eftir tveimur dætrum á besta aldri, þeim Bertu og Svönu ofan í gröfina, með fárra ára millibili. En þá var líka gott og styrkjandi að eiga stund með þér. Um það get ég borið af persónulegri reynslu. Ég þakka þér, Alla mín, af alhug fyrir okkar góðu kynni og fyrir allt það, sem þú veittir mér af auðlegð elsku þinnar og umhyggju. Guð blessi þig. Megi minning þín ávallt vera okkar leiðarljós. Ólafur Jónsson. Elsku amma, þá skilur leiðir í bili, þú farin á fund afa, Bertu, mömmu og allra þeirra skyldmenna og vina sem á undan þér voru gengnir. Í hugann streyma fram myndbrot minninga allt frá því að ég sem ung- ur drengur fyrst man eftir mér í heimsóknum til afa og ömmu á Hömrum hlaupandi um túnin í hey- skapartíðinni eða í öruggan faðm ömmu í eldhúsinu á flótta undan litlu „belin“ og stóru „belin“ úr fjósinu. Ósjaldan var tekið í spil eða að afi sagði sögur sem hlustað var á af and- akt á meðan ónefnd móðursystir saug „lellann“ sinn. Þá eru og bjart- ar minningar frá jólahaldi á Hömr- um og jólatrésskemmtunum í Reyk- holtiJá, hún amma mín var hlý og fögur manneskja alltaf tilbúin að hlusta og gefa góð ráð, að miðla af reynslu sinni og náungakærleik. En lífið var ekki alltaf dans á rós- um hjá ömmu, nokkru eftir að hún og afi fluttu á Akranes eða árið 1970, féll afi frá. Bjó hún og starfaði á Akranesi nokkur ár eftir það en fluttist síðan að Bræðraborg í Garði. Í Garðinum undi hún hag sínum vel í nágrenni við Bertu dóttur sína sem var hennar hægri hönd, stoð og stytta, en 1999 dimmdi aftur í lífi ömmu er Berta lést og tveimur árum síðar Svana, móðir mín. Amma sýndi æðruleysi og tókst á við sorg sína í hljóði, en þó var ljóst að söknuður hennar var mikill. Síðustu ár sín bjó amma í nýrri þjónustuíbúð á Melteigi 5 í Garði og síðan á hjúkrunar- og dvalarheim- ilinu Garðvangi þar sem hún hafði starfað sem matráðskona til margra ára. Það voru okkur miklar gleðistund- ir er amma dvaldi með okkur á Hömrum eftir að við keyptum jörð- ina en þar lék hún við hvern sinn fingur, spilaði, prjónaði og passaði sig á að missa ekki af neinum þætti af Leiðarljósi. Rifjaði hún upp bæj- arnöfn, fólk og gamla tíma er við ók- um um sveitirnar í Reykholtsdal, Hálsasveit, Hvítársíðu, Flókadal, Lundarreykjadal, Andakíl og víðar. Amma, Guð blessi þig og varðveiti og styrki alla þá sem þig syrgja og sakna. Jakob, Violy, Kristín Margrét og Karen Sif. Elsku amma, nú þegar komið er að leiðarlokum er svo margs að minnast. Þó að ég muni nú ekki eftir þegar ég bjó hjá þér fyrstu æviárin mín uppi á Hömrum, þá á ég samt svo margar og góðar minningar um þig sem eru núna svo dýrmætar. Og svo þegar þið afi fluttuð út á Akra- nes, þá var ég vælandi um að fá að gista hjá ykkur hvenær sem færi gafst, og ég held bara að það hafi ekki klikkað að væla smávegis þá fékk ég mínu fram. En það voru nú ekki allir jafn ánægðir með hvað ég vildi alltaf vera mikið hjá þér, aum- ingja Kata sem er bara 3 árum eldri en ég, var nú ekkert alltaf ánægð, og mikið held ég að ég hafi farið í taug- arnar á henni, en hún er nú búin að fyrirgefa mér það. Elsku amma, ég gæti haldið áfram endalaust, en ég á þær minningar bara fyrir mig, ég vil bara þakka þér alla elskuna í minn garð og fjöl- skyldu minnar og takk fyrir allt, þín Sissa, Sólveig. Elsku amma allsstaðar. Nú ertu aftur orðin Alla allsstað- ar. Það var þitt líf og yndi að flakka um og vera allsstaðar þar sem eitt- hvað var um að vera. Í öllum vaktafríum varst þú rokin í bæinn, upp á Skaga eða í Borgar- fjörðinn. Í sumarfríum var svo öllu liðinu troðið inn í Pontiacinn. Dótið sett upp á toppgrindina og það sem ekki komst þangað var sett með þér og okkur fjórum börnunum í aftursætið – þótti ekki tiltökumál í þá daga. Svo var brunað á Snæfellsnesið þar sem þú fórst með okkur um æskuslóðir þínar á Hellisandi og nið- ur í Einarslón, þar sem þú passaðir hjá Eyju systur þinni. Þá skiptu bólgnir fætur ekki máli, hugurinn bar þig alla leið. Allmörg sumur fórum við líka í blíðuna í Borgarfjörðinn þinn og það brást ekki að við vorum vakin með blessuð blíðan og bæirnir allt í kring. Þegar þú varst heima var spilað á svo til hverju kvöldi. Fyrst spiluðum við aðallega kana og vist, en svo lærðum við kínversku skákina. Eftir það voru það bara raðir og þrennur í bunum og ekki brást það að alltaf fékkst þú flesta jokkana (tippana). Það er alltaf mest gaman í „síðasta spilinu“. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, nú ert þú örugglega byrjuð að spila við mömmu, Svönu, Einsa frænda og alla vini þína þarna hinum megin. Passið bara að stokka ekki vitið úr spilunum. Kaupi, Guðríður, Sigríður, Borgar og Brynjar. AÐALBJÖRG VAL- ENTÍNUSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Minningargreinar Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR KJARTAN RUNÓLFSSON bóndi í Ölvisholti, Hraungerðishreppi, verður jarðsunginn frá Hraungerðiskirkju laug- ardaginn 12. mars kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag hjartasjúklinga á Suðurlandi eða Sjúkrahús Suðurlands. Arnleif Margrét Kristinsdóttir, Sif Elín Kjartansdóttir, Tor Magne Nevestveit, Anna Guðrún Kjartansdóttir, Bjørn Gjærum, Halla Kjartansdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir, Steinn Þórarinsson, Jón Elías Gunnlaugsson, Þórhildur Rúnarsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR SVERRISSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og á Blönduósi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 15.00. Sverrir Ólafsson, Shameem Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir, Stefán Stefánsson, Ingi Ólafsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Viðar Viðarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.