Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i
J.H.H. Kvikmyndir .com
Besta mynd ársins
Besti Leikstjóri -
Clint Eastwood
Besta Leikkona -
Hillary Swank
Besti Leikari í
aukahlutverki -
Morgan Freeman
Besti Leikari - Jamie Foxx
Besta hljóðblöndun
Kvikmyndir.is
DV
H.J. Mbl.
Tilnefnd til 3
Óskarsverðlauna
Óperudraugurinn
Heimsins stærsti
söngleikur birtist
nú á hvíta tjaldinu
í fyrsta sinn!
J A M I E F O X X
Mynd eftir Joel
Schumacher.Byggt á söngleik
Andrew Lloyd Webber.
Með Íslandsvininum, Gerard Butler (Bjólfskviða), Emmy Rossum
(Mystic River) , Miranda Richardson og Minnie Driver
M.M. Kvikmyndir.com
HÁSKÓLABÍÓ
LIFE AQUATIC KL. 5.45-8-10.30. RAY KL. 7.50-10.30
LES CHORISTES (KÓRINN) KL. 6-8.10.MILLION DOLLAR BABY KL. 5.30-8-10.30. B.I. 14.
PHANTHOM OF THE OPERA KL. 6-9. B.I. 10. THE AVIATOR KL. 5-10. B.I. 12
Síðasta sýningarhelgi
Með tónlist eftir Sigur Rós!li i i
Með tónlist eftir Sigur Rós!li i i
Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda
Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Kate
Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum.
r f i fr r , fr l i
l ill rr , il , t
l tt j li t í l l t r .
Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda
Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Kate
Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum.
r fy i y fr r , fr l i
y l ill rr y, il , t
l tt j li t í l l tv r .
ÞETTA þriðja tilraunakvöld
Músíktilrauna lofaði svosem góðu
þegar Gay Parad hóf leik sinn,
þétt og ákveðin sveit. Sérstaklega
var annað lag sveitarinnar vel
heppnað, með góðum trommu- og
bassaleik – fínt lag.
Miklu þyngra efni var á boð-
stólum hjá Love Taken Away,
mikil mulningssveit. Ekki gekk
reyndar allt upp í fyrra laginu en
betur tókst til með það síðara. Það
var reyndar léttara, jaðraði við
popp á köflum, en svo duttu þeir í
jarðýtustuðið er leið á lagið.
Noxious-félagar státuðu af flott-
um gíturum sem gáfu fyrirheit um
góða keyrslu. Annað kom þó á
daginn, tónlistin var næsta mein-
laus. Vissulega ágætlega flutt, sér-
staklega síðara lagið, en það vant-
aði í þau stemningu og líf.
Það vantaði aftur á móti ekki
stemninguna hjá Wicca – þar á bæ
var allt á fullu frá fyrstu hljómum.
Þeir voru geysiþéttir en ekki svo
ýkja þungir. Seinna lag þeirra fé-
laga var gott í annarri atrennu, en
kannski full mikið í gangi.
Vestlendingarnir í Mad Mon-
goose hægðu heldur en ekki á
ferðinni með rólyndis- og dauflegu
rokki. Gítarspil var þó með ágæt-
um, sérstaklega í seinna lagi
þeirra félaga.
Enn voru menn á rólegu nót-
unum eftir hlé – Levenova hóf
hægfara siglingu en endaði úti í
skerjagarði framvindunnar. Fyrra
lagið var samhengislaust en það
síðara betra enda styttra.
Koda-menn voru þunglamalegir
framan af, lögin bæði vissulega
góð en vantaði aðeins upp á lífs-
háskann. Góð tilþrif í söng fleyttu
þeim þó langt og reyndar alla leið
í úrslit þegar upp var staðið.
AndRúM var eiginlega bara
einsmannssveit megnið af tím-
anum, mikil gítarfrasaveisla.
Seinna lagið byrjaði reyndar með
ágætri sýru, en datt síðan í gít-
arsukk aftur og það var helst að
orgelið skapaði einhverja spennu á
móti gítarnum.
Dress to Impress bauð upp á
harmonikkurokk / harmonikku-
húmor í fyrra laginu. Seinna lagið
var meira af því sama.
Armæðumenn voru geysiþéttir,
þéttasta sveitin þetta kvöld og
greinilega búnir að undirbúa sig
af kostgæfni. Söngurinn var
reyndar óskýr, en annað í fínu
lagi. Áberandi besta rokksveitin
en ekki að sama skapi sú
skemmtilegasta.
Salur kaus Gay parad áfram, en
dómnefnd vildi sjá Koda í úrslit-
um.
Rokk og
rólegheit
TÓNLIST
Músíktilraunir
Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tóna-
bæjar og Hins hússins, þriðja til-
raunakvöld af fimm. Þátt tóku Gay Par-
ad, Love Taken Away, Noxious, Wicca,
Mad Mongoose, Levenova, Koda, And-
rúm, Dress To Impress og Armæða. Hald-
ið í Tjarnarbíói 9. mars.
Tjarnarbíó
Árni Matthíasson
Love Taken Away
Levenova
Dress To Impress
Mad Mongoose
Noxious
Armæða
Wicca
AndRúM
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Eftirfarandi sveitir keppa í kvöld:
– Jamie’s Star
– Kalk
– Fordæmi
– Argasta
– Killer Bunny
– Kodiak
– Mextrakt
– Mystical Fist
– Weland
– Elysium
Kvöldið hefst stundvíslega
klukkan 19 í Tjarnarbíói. Að-
gangseyrir er 700 krónur en
miðasala verður opnuð kl. 18 og
verður svo með hin undan-
úrslitakvöldin. Með greiddum að-
gangseyri fylgir atkvæðaseðill.