Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 15

Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 15
SLÖKKVILIÐ Akureyrar fékk brunaútkall á veitinga- staðinn Bautann um miðjan dag í gær en þar hafði eld- varnarkerfi hússins farið í gang eftir að bakaraofn stað- arins var opnaður. Enginn var þó eldurinn en í þakklætisskyni fyrir heimsóknina var slökkviliðsmönnum boðið upp á bita af kökunni sem verið var að baka í ofn- inum, ís og kaffi. Slökkviliðsmennirnir voru að vonum ánægðir með að ekki væri eldur á staðnum og ekki síður með móttökurn- ar sem þeir fengu. Fjórir þeirra sem komu á staðinn voru á námskeiði í Brunamálaskólanum og höfðu verið ásamt sér reyndari slökkviliðsmönnum á dæluæfingu í Eyja- fjarðará. Hópurinn var á leið heim á slökkvistöð þegar útkallið kom og þeir voru því fljótir á staðinn. Fengu kökur og ís í brunaútkallinu Morgunblaðið/Kristján Akureyri. Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 15 FRÉTTIR OPIÐ málþing verður haldið á sunnudag um áhrif hreyfingar á þunglyndi. Að því standa Hugarafl og Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands. Málþingið hefst kl. 14.30 og verð- ur í fundarsal ÍSÍ í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal, við hlið Laug- ardalshallarinnar. Aðalfyrirlesari verður Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við stofnunina Institutt för Stessmedicin í Svíþjóð, en hún hef- ur sérhæft sig í íþróttalífeðlisfræði. Hún ræðir um rannsókn sína á áhrif hreyfingar á þunglyndi og segir í frétt frá fundarboðendum að hreyf- ing brenni mjög á notendum geð- heilbrigðisþjónustunnar hérlendis. Auk erindis Ingibjargar verða fulltrúar Hugarafls og ÍSÍ með inn- legg og boðið verður upp á spurn- ingar í lokin. Kaffiveitingar eru í boði og aðgangur er ókeypis. Málþing um áhrif hreyfingar á þunglyndi RÚM 61% fólks á aldrinum 15–89 ára og 60,4% fólks á aldrinum 18–69 ára eru fylgjandi því að allir veit- inga- og skemmtistaðir verði reyk- lausir samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar könnunar Lýðheilsustöðvar á viðhorfum landsmanna til reykinga á veitingahúsum. Um 85,5% aðspurðra sögðu að þeir myndu fara jafnoft eða oftar á þessa staði ef þeir væru reyklausir. Þá sögðust 93,8% aðspurðra telja það skaðlegt heilsu fólks að vinna í umhverfi þar sem reykingar eru leyfðar. Gallup gerði könnunina fyrir Lýð- heilsustöðina á tímabilinu 16. febr- úar til 1. mars og var úrtakið 1.425 manns af öllu landinu á aldrinum 15–89 ára. Svarhlutfall var 61,9%. 61% fylgjandi reykingabanni ALÞINGI hefur samþykkt sam- hljóða að heimila stjórn Utan- verðunesslegats í Sveitarfélaginu Skagafirði að selja ábúanda krist- fjárjarðarinnar Utanverðuness jörðina. Nokkrar umræður spunn- ust þó við atkvæðagreiðsluna um eignarrétt á jörðinni og hvort hún væri ekki í raun í eigu Krists. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vitnaði í Íslands- sögu Einars Laxness þar sem fjallað er um kristfjárjarðir en þær voru kristfé, fé gefið Kristi til framfærslu „guðs fátækra“ eða þeim til styrktar með öðrum hætti. Kirkjuvaldið hvatti menn þegar um miðja þjóðveldisöld til að gefa sér til sáluhjálpar eða guðsþakka. Sagðist Pétur, sem áhugamaður um eignarrétt, velta því fyrir sér hvernig hægt væri að líta á að Ríp- urhreppur hefði eignast jörðina og sagði að þingmenn væru í raun að samþykkja sölu á jörðinni og hefðu tekið sér umboð Krists sem ætti jörðina. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður VG, spurði Pétur hvernig hann teldi að tryggja ætti að réttur eigandi fengi í hendur gjaldið fyrir jörðina. Pétur sagði að fyrir því væri séð, þar sem til væri legat sem hirti arð af jörðinni og sæi um að salan yrði ekki undir verðmæti jarðarinnar. „Svo er alkunna að hann mun snúa aftur,“ bætti Pétur við. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist taka undir að það væri erfitt að hugsa sér að hægt yrði að koma þessum verðmætum í réttar hendur ef Jes- ús Kristur ætti jörðina. En samkvæmt upphaflegu gjafa- bréfi sem fylgdi með jörðinni átti að verja gjöfinni í þágu mun- aðarlausra barna í Rípurhreppi. Nú væri verið að samþykkja að selja þessa jörð og Utanverðuness- legat mundi sjá um að verja fjár- mununum í samræmi við gjafabréf- ið. Taka sér umboð fyrir Krist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.