Morgunblaðið - 11.03.2005, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BISKUPSSTOFA, Blaðamannafélag Íslands,
Dómstólaráð og Lögmannafélag Íslands stóðu í
gær að málþingi um fjölmiðla og umfjöllun þeirra
um sakamál. Var það vel sótt.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráð-
herra, hóf málþingið og benti á að óvægin fjöl-
miðlaumfjöllun kalli oftar en ekki á meiri sálgæslu
sakborninga. Hann vísaði til orða Elínar Sigrúnar
Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Dómstólaráðs,
sem sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að oft-
ar en ekki reyndist sú umfjöllun þungbærari við-
komandi aðilum en dómsniðurstaðan sjálf. Þetta
kom einnig fram í máli frummælenda málþingsins
t.a.m. hjá þeim Hildigunni Ólafsdóttur afbrota-
fræðingi og hjá Sigurði Tómasi Magnússyni, for-
manni Dómstólaráðs. Sigurður benti á að í nor-
rænni könnun hafi m.a. verið spurt um hvort fólki
þætti verra að þurfa að sæta gæsluvarðhaldi eða
fá fjölmiðlaumfjöllun um sig með nafni og mynd-
birtingu. Um 70% aðspurðra sögðu að fjölmiðla-
umfjöllunin væri verri refsing.
Björn sagði fréttir sem snerta mannlegan
harmleik ávallt hafa verið umfjöllunarefni, hins-
vegar sé ljóst að fjölmiðlarnir nálgast efnið með
ólíkum hætti og á ólíkum forsendum. Mikilvægt
væri að fjölmiðlar temdu sér vandaðan málflutn-
ing um sakamál þar sem allar hliðar mála séu
kannaðar og ekki gengið of nærri fólki.
Óvægin fjölmiðlaumfjöllun
Karl Sigurbjörnsson biskup sagði sjónvarps-
frétt hafa orðið til þess að hann hafði samband við
Dómstólaráð, en fréttin var þess efnis að karl-
maður sem dæmdur hafði verið í fangelsi hefði
svipt sig lífi í kjölfar dómsins. Fram kom í frétt-
inni að enginn hafi eftirlit með sálarheill þeirra
sem hljóta þunga dóma og hefja ekki afplánun
þegar í stað. Karl sagðist oft hafa orðið var við
óvægna fjölmiðlaumfjöllun af sakamálum og í
tengslum við ofangreinda frétt vaknaði sú spurn-
ing hjá Karli hvers vegna fréttir af dómum séu
sendar út umsvifalaust áður en þess sé gætt að að-
standendur hafi fengið að vita um málið, og þeim
gefist ráðrúm til þess að bregðast við. Hann segir
fjölmiðla skorta tillitssemi þegar kemur að slíkum
málum. „Við vitum það að í hlut eiga miklu fleiri
en hinir eiginlegu málsaðilar,“ sagði Karl. Velti
hann því upp hvort dómstólar gætu sett sér þá
vinnureglu að dómar séu ekki birtir fyrr en að
ákveðnum fresti liðnum. Auk þess hvort dóm-
stólar, lögmenn og fréttamenn gætu bundist sam-
tökum og sett sér siðareglur um þessi efni. Hann
varpaði fram þeirri spurningu hvaða tilgangi það
þjónaði að rekja í ítarlegu máli málsatvik eins og í
kynferðisbrotamálum.
Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur
fjallaði um fjölmiðlaumfjöllun um sakamál út frá
sjónarhóli afbrotafræðinnar. Í máli hennar kom
fram að ekkert skipulegt upplýsingastreymi sé að
finna frá lögreglu eða dómstólum til fjölmiðla.
Hún benti á að fjölmiðlaumfjöllun um sakamál
einskorðist við upphaf glæpsamlegs atferlis og við
dómsuppkvaðningu. Þeir fjalli t.a.m. um ákveðin
atriði sakamála og sýndu þ.a.l. oft afar takmark-
aða mynd af slíkum málum. Hún sagði að fjöl-
miðlar hefðu margþættu hlutverki að gegna og
bætti því við að fjölmiðlar verði oft hluti af at-
burðarás sem þeir fjalla um. T.a.m. hafi stöðugur
fréttaflutningur af tilteknu sakamáli mikil áhrif á
þjóðfélagsumræðuna. Hún geti svo aftur á móti
haft áhrif á ákvarðanir dómsvalda sem eigi ekki
að gerast, að sögn Hildigunnar.
Sigurður benti á að markmið opinberrar máls-
meðferðar væri m.a. að veita dómstólunum aðhald
og auka traust almennings á réttarkerfinu. Fjöl-
miðlar tryggðu að málsmeðferð fyrir dómstólum
væri í raun opinber, auk þess ætti almenningur
rétt á upplýsingum um sakamál. Hann sagði um-
fjöllun fjölmiðla oftast snúast um einstök afbrot,
t.a.m. að brot hafi verið framið, að brotamaður
hafi náðst og hvernig rannsókn máls miði. Ekki
bæri mikið á almennri umræðu um sakamál í fjöl-
miðlum. Hann sagði að opinber umfjöllun gæti í
vissum tilfellum skaðað rannsókn mála en aftur á
móti hafi verið dæmi þess að fjölmiðlaumfjöllun
hafi beinlínis leitt til lausnar á sakamálum.
Breytt viðhorf eða lagasetning
Hann sagði myndatökur af sakborningum, vitn-
um og brotaþolum í dómsölum og dómshúsum
væru bannaðar samkvæmt nýsettum réttar-
farslögum í Danmörku og Noregi. Rökin þar að
baki séu þau að nauðsynlegt sé að ákærði fái frið
til þess að halda uppi vörn í sínu máli. Sigurður
segir að unnið sé að því að endurskoða meðferð
opinberra mála hérlendis með hliðsjón af ofan-
greindum lögum. Hann benti á að fjölmiðlar hér-
lendis þyrftu að breyta sínum vinnubrögðum svo
ekki kæmi til lagasetningar um þetta líkt og gerst
hefur í Noregi og Danmörku.
Sveinn Helgason, hjá Fréttastofu útvarps,
sagði ljóst að fjölmiðlar eigi ekki að vera steyptir í
sama mót. Þeir eigi að vera ólíkir og það birtist
m.a. í umfjöllun þeirra um sakamál. Hann benti á
að umfjöllun um sakamál hafi aukist að und-
anförnum árum m.a. vegna þess að nýir brota-
flokkar hafi bæst við og hugsanlegt sé að áhugi
fólks sé meiri á umfjöllunarefninu. Sveinn sagði
að fjölmiðlar eigi að bera ábyrgð og velta því fyrir
sér hvaða áhrif umfjöllun þeirra hafi á hlutaðeig-
andi aðila.
Sveinn taldi DV hafa farið yfir strikið í umfjöll-
un sinni um móður í Reykjavík sem varð dóttur
sinni að bana. Þar hafi blaðið ekki sýnt nægilega
nærgætni og samúð. Hann benti hinsvegar á að
DV væri nauðsynlegur miðill sem bæði væri
ágengur og tæki á málum sem aðrir fjölmiðlar
létu vera. Spurningin sé hinsvegar sú hversu
langt fjölmiðlar eigi að ganga. „Það er línudans að
fjalla um sakamál,“ sagði Sveinn sem benti á mik-
ilvægi vandvirkni og að fjölmiðlar færu rétt með
lagaleg hugtök og staðreyndir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frummælendur á ráðstefnunni, frá hægri: Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, Hildigunnur Ólafsdóttir
afbrotafræðingur, Sveinn Helgason, fréttamaður á fréttastofu útvarpsins, og Sigurður Tómas Magnússon, formaður Dómstólaráðs.
Línudans að fjalla um sakamál
„Mannlegur harmleikur í sviðsljósinu – umfjöllun fjölmiðla um sakamál“ var yfirskrift málþings
þar sem rætt var um stöðu og áhrif fjölmiðla í slíkum málum út frá ýmsum ólíkum sjónarhornum.
VAR ÞAÐ tilviljun að Fischer fékk
ekki egg að morgni 2. mars og end-
aði í einangrun einmitt sama dag
og von var á Sæmundi Pálssyni og
unnustu Fischers, Miyoko Watai, í
heimsókn í fylgd íslenskra sjón-
varpsmanna? Ritstjóri Mainichi
Daily News, Tashima Norihiro,
efast mjög um það og telur jafnvel
að „eggjamálið“ endursepgli und-
irliggjandi átök Íslendinga og Jap-
ana og Bandaríkjamanna um Fisch-
ers.
Norihiro segir að engin lög
standi í vegi þess að Fischer fái að
yfirgefa Japan en japönsk stjórn-
völd hafi tekið pólitíska ákvörðun
um að halda honum í varðhaldi.
Þetta geri þau vegna þess að skila-
boð hafi komið frá Bandaríkja-
mönnum um að leyfa Fischer ekki
að fara til annarra landa en Banda-
ríkjanna.
Norihiro bendir á að Fischer hafi
alltaf fengið soðið egg í morgunmat
en þennan morgun hafi hann ekk-
ert fengið, Fischer því misst stjórn
á skapi sínu og slegið til fangavarð-
ar og hafi verið settur í einangrun í
kjölfarið - einmitt sama dag og Sæ-
mundur og Watai, unnusta Fisch-
ers, hafi ætlað að heimsækja Fisch-
er í fylgd íslenskra sjónvarps-
manna. „Af hverju gerðist þetta
þann dag sem vinur Fischers frá Ís-
landi ætlaði að heimsækja hann?“
spyr Norihiro. „Kannski var það til-
viljun. Kannski, en ég trúi ekki á til-
viljanir. Watai hafði heimsótt
Fischer oftar en hundrað sinnum
og hafði aldrei verið vísað frá. Af
hverju var henni vísað frá þennan
dag? […] Kannski var Fischer, sem
heldur mjög upp á egg, ögrað af
ásettu ráði með því að gefa honum
þau ekki. Hver veit sannleikann
þegar stjórnvöld neita að tjá sig.
Þetta er bara mín tilgáta um það
sem gerðist.“
Efast um að
„eggjamálið“ hafi
verið tilviljun
SÆMUNDUR Pálsson átti fund
með tveimur japönskum öld-
ungadeildarþingmönnum í gær.
Hann ræddi við þá um mál Bobbys
Fischers og bað
þá að taka það
upp í þinginu.
„Þeir tóku mér
mjög vel og sögð-
ust ætla að at-
huga hvað þeir
gætu gert, ef til
vill væri hægt að
koma með fyr-
irspurn um málið
í þinginu. Ég er
að reyna að ýta á þetta hér og þar,
sjá hvort við getum haft einhver
áhrif,“ sagði Sæmundur.
Hinir Íslendingarnir í sendi-
nefndinni sem fóru með Sæmundi
til Japans, þeir Guðmundur G. Þór-
arinsson, Einar S. Einarsson og
Garðar Sverrisson, fóru frá Japan í
gærmorgun.
Hitti japanska
öldungadeildar-
þingmenn
Sæmundur Pálsson
Aukin umfjöllun með
nýjum brotaflokkum