Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 11 FRÉTTIR FUNDI sem átti að halda í gær- morgun, þar sem fréttamenn á Rík- isútvarpinu áttu að hitta verðandi fréttastjóra sinn, Auðun Georg Ólafsson, var frestað, og ekki hefur verið ákveðið hvenær slíkur fundur mun fara fram. Bogi Ágústsson, framkvæmda- stjóri fréttasviðs Ríkisútvarpsins, hafði boðað til fundarins kl. 9.30 í gærmorgun, en fréttamenn ákváðu að hittast sjálfir á þessum tíma til þess að ræða málin. Bogi segir að hann hafi metið það svo að betra væri að fresta fundinum með Auðuni Georg, en reiknað er með að hann hefji störf 1. apríl. Spurður hvort þessi mikla óánægja starfsfólks komi sér á óvart segir Bogi: „Það sem kemur mér ekki á óvart er að starfsfólki Rík- isútvarpsins er mjög annt um Rík- isútvarpið. Mér kemur dálítið á óvart með hvaða hætti þeir sýna það.“ Hann segist þó ekki hafa haft sérstakar væntingar um hvernig starfsfólkið myndi láta vænt- umþykju sína í ljós. Bogi segir að það álit sem hann skilaði útvarpsráði hafi hann unnið ásamt starfsmannastjóra og sér- fræðingi frá ráðningarskrifstofu, en segir það alveg skýrt að þetta sé hans álit, sem hann einn beri ábyrgð á. „Það er augljóst að meirihluti út- varpsráðs hafði annað mat heldur en mitt, og ég hef lýst því yfir að auðvit- að þyki mér það leitt að þeir hafi ekki farið eftir mínum meðmælum.“ Fundi með nýjum frétta- stjóra frestað FRÉTTAMENN hjá Ríkisútvarpinu lýsa yfir van- trausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar hans á Auðuni Georg Ólafssyni í stöðu fréttastjóra Útvarpsins. Yfirlýsing þess efnis var samþykkt einróma á fundi í Félagi fréttamanna í gærmorgun. Í yfirlýsingunni kemur fram að ráðning Auðuns Georgs sé augljóslega á „pólitískum forsendum ein- vörðungu“, og með henni sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. „Útvarpsstjóri hafði tækifæri til að standa vörð um hagsmuni Ríkisút- varpsins og almennings en kaus að gera það ekki. Því nýtur hann ekki lengur trausts fréttamanna,“ segir þar ennfremur. Á almennum starfsmannafundi sem Starfs- mannasamtök Ríkisútvarpsins boðuðu til í hádeg- inu í gær var samþykkt ályktun þar sem skorað er á útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um ráðningu Auðuns Georgs í starf fréttastjóra. Góð þátttaka var á fundinum, rúmlega 200 manns, segir Jóhanna Margrét Einarsdóttir, formaður starfs- mannasamtakanna. Leynileg atkvæðagreiðsla var um ályktunina, og greiddi 191 starfsmaður atkvæði, en í dag starfa um 320 manns á Ríkisútvarpinu. Mikill meirihluti, 93% þátttakenda samþykktu ályktunina, 3% voru á móti og 4% tóku ekki afstöðu. Verðmætin felast í trausti almennings Í ályktuninni kemur fram að verðmæti fréttastof- unnar felist í trausti almennings, sem byggt sé á óhlutdrægum fréttaflutningi. Því þurfi ráðning fréttastjóra að vera hafin yfir allan vafa um póli- tíska íhlutun. „Með ákvörðun sinni virðast hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri hafa haft hagsmuni stofnunarinnar né almennings að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Fundinum var útvarpað um húsið til þess að þeir sem ekki komust á fundinn gætu fylgst með. „Menn eru reiðir, en það er gríðarleg samstaða hér í húsinu,“ segir Jóhanna. Spurð um framhald málsins segir hún að engar ákvarðanir hafi verið teknar um aðgerðir, heldur eigi að bíða og sjá hver framvindan verður. Auðun er augljóslega sá um- sækjandi sem hefur minnsta reynslu, sagði Val- gerður Jóhannsdóttir, fréttamaður á Sjónvarpinu, í samtali við Morgunblaðið að loknum fundi frétta- manna í gærmorgun. Hún sagði fréttamenn mjög ósátta við að útvarpsstjóri stæði ekki með þeim. „Það er vegið að þessari stofnun og það er vegið að okkur sjálfum. Við treystum honum ekki og við treystum ekki Auðuni Georg einfaldlega vegna þess á hvaða forsendum hann er ráðinn hingað inn,“ sagði Valgerður. Hún sagði fréttamenn vilja að Markús endur- skoðaði þá ákvörðun sína að ráða Auðun Georg. „Áður en að þessu kom var ég pínulítið vongóð um að Markús Örn myndi standa í lappirnar og sjá að nú væri fulllangt gengið og hann myndi ekki gera þetta.“ Hún sagði að verið væri að rýra trúverð- ugleika almennings á fréttastofunni, og að ef hags- munir Ríkisútvarpsins séu Markúsi Erni ofarlega í huga þurfi hann að opna augun fyrir því að hann hafi tekið ranga ákvörðun og breyta henni. Fréttamenn hafa skorað á Auðun Georg að taka ekki starfið að sér. „Maður getur vonað að Auðunn Georg sjái það sjálfur að hann er ekki að gera Rík- isútvarpinu gott með því að þiggja þetta starf á þessum forsendum,“ sagði Valgerður. Spurð hvort fréttamenn hjá stofnuninni ætli að grípa til frekari aðgerða sagði hún: „Sumum finnst að við eigum að segja upp, aðrir telja að þá séum við að gera nákvæmlega það sem þeir sem vilja Rík- isútvarpinu illt vilja. Það hefur verið rætt að trufla fréttatímana. Augljóslega hefur þetta áhrif á vinn- una hér, menn eru bara algerlega í losti og eru ekki að framleiða nein ósköp af fréttum rétt á meðan.“ Starfsmenn svæðisstöðva Ríkisútvarpsins fund- uðu einnig í gær, og mótmæltu fundarmenn ákvörð- un útvarpsstjóra um ráðningu nýs fréttastjóra. Ennfremur hörmuðu þeir að þetta skyldi verða til þess að Jóhann Hauksson, forstöðumaður svæðis- stöðvanna, hefði sagt af sér. Starfsmennirnir skora á útvarpsstjóra að endurskoða þessa ákvörðun sína svo hún valdi ekki meiri skaða en þegar er orðinn. Fréttamenn á Ríkisútvarpinu ósáttir við ráðningu í stöðu fréttastjóra Vantraust á útvarpsstjóra Morgunblaðið/Þorkell Rúmlega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins funduðu um ráðningu nýs fréttastjóra í hádeginu í gær. „Menn eru bara algerlega í losti“ FRÉTTASTOFA útvarps er sú deild sem rekin var með einna mest- um hlutfallslegum halla af öllum deildum útvarpsins á síðasta ári, segir Pétur Gunnarsson, vara- fulltrúi Framsóknarflokksins í út- varpsráði. Þær kröfur sem gerðar voru, þegar staða fréttastjóra var auglýst laus til umsóknar, beri með sér að gera eigi auknar kröfur til ábyrgðar fréttastjóra á rekstri fréttastofunnar. Pétur gerir grein fyrir atkvæði sínu í útvarpsráði í pistli á vefriti Framsóknarflokksins. „Mér finnst ánægjulegt að maður með svo fjölþætta reynslu hafi áhuga á að koma til starfa hjá Rík- isútvarpinu og aðstoða við að koma rekstri þess í betra horf. Ég veit að hann gerir það ekki vegna launanna. Ég þekki Auðun Georg ekki en mið- að við þær upplýsingar sem ég get byggt á um hann og aðra umsækj- endur treysti ég honum til þess að standa vörð um faglegt sjálfstæði fréttastofunnar og skapa henni þann ytri ramma að starfsemi henn- ar geti blómstrað hér eftir sem hingað til,“ skrifar Pétur. Órökstudd umsögn Í greininni leggur Pétur mikið uppúr rekstrarlegum forsendum ákvörðunarinnar. Það hefði komið skýrt fram í auglýsingunni hvaða reynsla væri æskileg til starfans. Rík krafa hefði verið gerð til skipu- lags- og samstarfshæfileika, frum- kvæðis, reynslu af stjórnunarstörf- um og þekkingar á fjármálum og rekstri. Að öllum þessum þáttum samanlögðum og með vísan til gagna sem lágu fyrir útvarpsráði hefði það verið mat hans að Auðun Georg væri hæfasti umsækjandinn. Pétur segist líta svo á að umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðs RÚV, hafi verið hans mat eins. Niðurstaða Boga sé í engu samræmi við gögn málsins enda geri Bogi ekki tilraun í sinni umsögn til þess að rökstyðja niðurstöðu sína með tilvísun til auglýsingarinnar eða annarra gagna. „Í þessu sambandi má minna á að útvarpsráð hefur nýlega hafnað hugmyndum sem Bogi Ágústsson lagði fram um skipulag fréttasviðs RÚV. Hugmyndir Boga gerðu ráð fyrir því að fréttastjórar útvarps og sjónvarps væru eingöngu faglegir verkstjórar á fréttastofunum, á þær hugmyndir var ekki fallist innan stofnunarinnar.“ Að lokum lýsir Pétur Gunnarsson þeirri von sinni að útvarpsráð verði lagt niður í núverandi mynd sem fyrst. Því sé ætlað það hlutverk samkvæmt núverandi lögum að hafa fyrst og fremst skoðanir á dag- skránni og starfsfólkinu. „En meðan lögin eru eins og þau eru starfar út- varpsráð í samræmi við þau og sinn- ir þeirri skyldu sinni að veita um- sagnir um umsækjendur. “ Rekstrarlegar forsendur réðu atkvæði Péturs Gunnarssonar í útvarpsráði Auknar kröfur um ábyrgð „SAMTÖKIN Hollvinir Rík-isútvarpsins harma þá pólitísku að- för að lögbundnu hlutleysi Rík- isútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu frétta- stjóra útvarpsins felur í sér. Enn einu sinni hafa stjórnvöld orðið ber að því að láta flokkspólitíska hags- muni ráða og líta framhjá faglegum sjónarmiðum þegar ráðið er í mik- ilvæg opinber störf,“ segir í yfirlýs- ingu sem samtökin sendu fjöl- miðlum í gær. Þá segir að það sé ólíðandi að sá umsækjenda, sem hafi minnsta reynslu og þekkingu á því starfi sem ráðið var til, sé tekinn fram yf- ir fréttamenn með áratuga reynslu. Hvetja samtökin Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóra til að endur- skoða ákvörðun sína. Pólitísk aðför að RÚV INGVAR Sverrisson, fulltrúi Samfylkingarinnar í útvarpsráði, segir að ráðning starfsmanna Ríkisútvarpsins eigi að vera í höndum stjórnenda stofnunar- innar en ekki pólitískra fulltrúa. „Ég tel að stjórnendurnir eigi að vera nógu hæfir til að velja fag- lega starfsmenn til að vinna þessa vinnu. Það var gert og ráð- gjafarfyrirtæki fengið til að vinna þetta með þeim. Þeir lögðu fram tillögu sem ég tel að Mark- ús Örn Antonsson hefði átt að nota þegar hann valdi ein- staklinginn,“ segir Ingvar. Fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá þegar greidd voru at- kvæði í útvarpsráði en ekki kom fram í bókun þeirra, sem lögð var fram í ráðinu, að útvarps- stjóri hefði átt að fara að tillögu Boga Ágústssonar, forstöðu- manns fréttasviðs. Ingvar segir að samt sem áður felist í bók- uninni stuðningur við það, að þetta ferli sé alfarið í höndum yf- irmanna RÚV. Það hafi meira að segja verið fengið sérhæft fyr- irtæki til að aðstoða þá við að leggja faglegar forsendur til grundvallar við ráðningu frétta- stjóra. Faglegt mat stjórnenda átti að ráða ÚTVARPSSTJÓRI er rétti aðilinn til að meta hver sé hæfasti maðurinn í stöðu fréttastjóra Útvarps, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Hún segir ljóst að bæði útvarpsstjóri og útvarpsráð hafi viljað fá utanaðkomandi aðila í starfið. „Ef það er einhver sem þekkir Rík- isútvarpið þá er það útvarpsstjóri, sem hefur áratuga reynslu af því að stjórna stofnuninni og hefur verið starfsmaður hennar líka. Menn verða að meta það þannig að hann hafi tekið faglega ákvörðun um hvað væri best fyrir stofnunina, og greinilegt að það skiptir máli að fá nýtt blóð þar inn.“ Þorgerður Katrín segir leitt að um- ræðan hafi þróast þannig að spjótum sé beint gegn Auðuni Georg Ólafs- syni, nýráðnum fréttastjóra Út- varps. Hann sé vel menntaður, með víðtæka reynslu og eigi að fá tæki- færi til að sanna sig. „Ég veit ekki til þess að hann sé eitthvað pólitískur frekar en aðrir umsækjendur,“ segir Þorgerður Katrín, en tekur fram að aðrir umsækjendur séu einn- ig vel hæfir og mikið sómafólk. Þorgerður segir Auðun hafa fengið þau atkvæði sem greidd voru í út- varpsráði og því erfitt fyrir útvarps- stjóra að ganga framhjá þeim eina umsækjanda sem fékk þar atkvæði. Spurð hvort það sé ekki jafnerfitt að líta framhjá áliti Boga Ágústssonar, framkvæmdastjóra fréttasviðs Ríkis- útvarpsins – en hann mælti með fimm af tíu umsækjendum – segir Þorgerð- ur að Bogi hafi talið alla umsækjend- ur hæfa, þótt hann hafi mælt sérstak- lega með fimm aðilum. „Bogi Ágústsson mælti með ákveðnum að- ilum, og bara innanhússfólki. Það er gömul saga og ný að það er erfitt fyrir utanaðkomandi menn að komast inn í útvarpið.“ Afgreiðsla minnihlutans í útvarpsráði undarleg Hún segir undarlegt hvernig minnihlutinn í útvarpsráði afgreiði málið, það sé lögboðið hlutverk þeirra að taka þátt í að móta umsögn um um- sækjendur í fréttastjórastarfið. „Ég veit ekki til þess að þeir fulltrúar minnihlutans sem eru í ráðinu hafi haft einhvern fyrirvara á því þegar þeir settust í ráðið að þeir myndu ekki sinna sínum lögboðnu skyldum, en þiggja engu að síður laun fyrir setu sína í útvarpsráði,“ segir Þorgerður Katrín. „Þessi umræða sýnir það – og þá er ekki verið að kasta rýrð á umsækj- endur eða útvarpsráð – að það má segja að þetta fyrirkomulag sé ekki í takt við tímann. Þessi löggjöf sem við búum við í dag er að mínu mati úrelt, og þess vegna er mjög brýnt að það komi fram breytingar á þessari stofn- un, sem er þjóðinni mikilvæg. Það þarf að eyða allri tortryggni í þessum málum.“ Menntamálaráðherra segir útvarpsstjóra hæfastan til að meta sitt starfsfólk Vill gefa Auðuni Georg tækifæri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.