Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.03.2005, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU FUNDUR Fiskimálanefndar Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO), samþykkti í gær leiðbeinandi reglur um um- hverfismerkingar sjávaraf- urða. Þar með er mikilvægum áfanga náð eftir nær áratugar starf að þessum málum innan FAO. Í fréttatilkynningu frá sjáv- arútvegsráðuneytingu segir að norrænu ríkin hafi unnið mjög vel saman að þessum málum frá upphafi og Ísland hafi verið leiðandi í undirbúningi og samningaviðræðum aðildar- landa FAO frá því að umræða hófst um að þörf væri á alþjóð- lega samþykktum leiðbeinandi reglum. Reglurnar setja um- hverfismerkingum sjávaraf- urða ramma þar sem meðal annars er kveðið á um efnisleg viðmið og lágmarkskröfur, stofnanalegt skipulag og fram- kvæmd slíkra merkinga þar með talið óháða faggildingu og vottun þriðja aðila. Segir að mikilvægi þessa áfanga fyrir framleiðendur sjávarafurða sé ótvírætt. Um- hverfismerki sjávarafurða séu þegar í boði og búast megi við að þeim muni fjölga á næstu árum. Þeir sem hafa boðið um- hverfismerki hafi til þessa get- að sett fram einhliða hvað felst í merkjunum og haft sjálf- dæmi um skipulag og fram- kvæmd. Með samþykkt FAO í gær hafi ríki heims komið sér saman um efnislegar reglur þannig að hægt verði að máta einstök merki og inntak þeirra við þann ramma. Þetta tryggi neytendum að umhverfis- merki sjávarafurða séu trú- verðug og byggi á sama grunni. FAO með reglur um umhverfis- merkingar LOÐNUVERTÍÐIN er í fullum gangi hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar og hrognataka er hafin. Fyrir skömmu var settur upp nýr og fullkominn hreinsibúnaður en með því aukast gæði og hreinsun hrognanna. Skip HÞ, Júpíter ÞH og Þorsteinn ÞH hafa séð um hráefnisöflun fyrir hrognafrystingu en einkum er fryst á Rússlandsmarkað. Á myndinni má sjá Gísla Jónsson, starfsmann HÞ, við svokallaða hreinsitromlu þar sem hrognin eru þvegin áður en þau eru fryst. Morgunblaðið/Líney Hrognin eru að koma SAMTÖK atvinnulífsins hafa höfðað mál á hendur Aðfanga- eftirlitinu fyrir hönd aðildar- fyrirtækis síns. Málinu er ætl- að að skera úr um lögmæti eftirlitsins sem Aðfangaeftir- litið innir af hendi. Aðfangaeftirlit ríkisins setti í ársbyrjun 2003 á fót nýtt eftirlit með útfluttu fisk- mjöli og lýsi. Samtök atvinnu- lífsins og Félag íslenskra fisk- mjölsframleiðenda hafa mótmælt þessu nýja eftirliti og telja samtökin það ekki eiga sér neina stoð í lögum. Á vef SA segir að dæmi séu um að eitt fyrirtæki sé krafið um á annan tug milljóna króna vegna þessa eftirlits á einu ári. Enn fremur segir að sjáv- arútvegsráðuneytið hafi jafn- framt sett fram þá afdráttar- lausu afstöðu að eftirlit Aðfangaeftirlits sé bæði ónauðsynlegt og ólögmætt. Um lögmæti þessa nýja eft- irlits er nú rekið prófmál fyrir dómstólum og fara SA með málið fyrir hönd aðildarfyrir- tækis. Ákvörðun Aðfangaeftirlits- ins um hið nýja eftirlit byggir á nýrri túlkun stofnunarinnar á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru frá árinu 1994. Fiskmjöl og lýsi eru reyndar ekki seld til útlanda sem fóður, heldur sem hráefni í fóður. SA hafa mótmælt þessu nýja eftirliti þar sem þess er hvergi getið í um- ræddum lögum. Telja SA ljóst að nýja eftirlitið sé í andstöðu við fyrri réttarframkvæmd og lagatúlkun um gildissvið lag- anna. Loks hafa SA bent á að ákvörðunin um hið nýja eft- irlit er beinlínis í andstöðu við gildandi lög um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávaraf- urða, þar sem eftirlit með fiskmjöls- og lýsisframleiðslu er falið Fiskistofu, sem og við- lög um opinberar eftirlitsregl- ur. Efast um lög- mæti eftirlits FÆKKUN stöðugilda hjúkr- unarfræðinga á öldrunarstofnunum veldur Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga (FÍH) áhyggjum og hvetur félagið stjórnendur öldr- unarstofnana til að endurskoða stefnu sína þar að lútandi. Þá telur félagið óviðunandi að nær helmingur þeirra einstaklinga sem vistast á hjúkrunarheimilum þurfi að búa við þau skilyrði að deila herbergi með öðrum alls ókunnugum einstaklingi. Kemur þetta fram í ályktun um öldr- unarmál sem samþykkt var á fé- lagsráðsfundi FÍH nýverið. Í ályktuninni segir að á öldr- unarstofunum sé sífellt verið að sinna flóknari og umfangsmeiri hjúkrun þar sem þorri aldraðra á stofnunum verður sífellt eldri og með flóknari hjúkrunarvandamál. Einnig eru aldr- aðir vistmenn sendir veikari heim eftir styttri legu á sjúkrahúsum nú en áður. Mikill fjöldi ófaglærðra starfsmanna og starfsmenn sem hafa litla eða enga íslenskukunnáttu kalli á aukna fræðslu og kennslu frá hjúkrunarfræðingum. „Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði þeirra sem þurfa að búa við stofn- anaþjónustu, minnkar öryggi þeirra og eykur hættu á óæskilegum atvik- um,“ segir í ályktuninni. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga telur mikilvægt að heilbrigð- isráðherra marki skýra stefnu varð- andi aðbúnað aldraðra á öldrunarstofnunum. „Þó markvisst hafi verið unnið að því undanfarin ár að fækka fjölbýlum á sumum öldr- unarstofnunum deila enn margir vistmenn herbergjum, salernum og sturtum,“ segir í ályktuninni. Enn verið að samþykkja teikningar með fjölbýlum FÍH vekur athygli á því að enn sé verið að leggja fram og samþykkja teikningar af stofnunum sem til stendur að reisa, þar sem gert er ráð fyrir fjölbýlum og sameiginlegum salernum og sturtum. „Félagsráðsfundur hvetur heil- brigðisráðherra sem og stjórnir og forstöðumenn öldrunarstofnana til að beita sér gegn byggingu nýrra stofn- ana sem ekki uppfylla mannsæmandi skilyrði varðandi aðbúnað vistmanna og rétt þeirra til friðhelgi á eigin heimili,“ segir í ályktuninni. Hjúkrunarfræðingar um fækkun starfa á öldrunarstofnunum Stjórnvöld endur- skoði stefnu sína Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar njóta útsýnisins á Seltjarnarnesi í blíðunni nýverið. Bensínstöðvarnar í bænum… á morgun  áður byggingalist nú auglýsingar? Í RÖKSTUÐNINGI með ályktunum öldrunarmál sem Félag ís- lenskra hjúkrunafræðinga hefur sent frá sér segir m.a. að á mörg- um hjúkrunarheimilum hafi hjúkrunarfræðingum verið fækk- að og minna menntað starfsfólk tekið á sig meiri ábyrgð. Kemur fram að Landlæknisembættið hafi fyrir nokkrum árum sett fram staðla eða viðmiðun um æskilega mönnun hjúkrunarheimila. „Nauðsynlegt er að þessi við- mið verði nýtt sem rammi varð- andi mönnun og fjárveitingar til hjúkrunarheimila,“ segir í rök- stuðningnum. Þó fleira fagfólk úr öðrum stoðstéttum hafi verið ráð- ið til öldrunarstofnana sé end- anleg ábyrgð á umönnun vist- manna hjúkrunarfræðinganna. Telur FÍH „algjörlega óásætt- anlegt að fjöldi hjúkrunarfræð- inga á öldrunarstofnunum sé svo lítill að á kvöld- og næturvöktum beri einn hjúkrunarfræðingur ábyrgð á allt að 200 ein- staklingum. Það gefur auga leið að sá hinn sami getur hvorki tryggt öryggi þessara ein- staklinga né veitt þeim þjónustu af þeirri fagmennsku sem gera verður kröfur til þegar um hjúkr- unarfræðinga er að ræða. Á sum- um hjúkrunarheimilum hefur ver- ið gengið enn lengra og hjúkrunarfræðingar eru ein- göngu á bakvakt á ákveðnum tímum sólarhrings. Hjúkr- unarfræðingur getur hvorki bor- ið ábyrgð á atvikum né við- brögðum við þeim ef hann er ekki á staðnum og fær vitneskju um stöðu mála jafnvel löngu eftir að atvik á sér stað eða breyting verður á heilsufari einhvers heimilismannsins,“ segir í rök- stuðningnum. Einn hjúkrunar- fræðingur sem ber ábyrgð á 200 manns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.