Morgunblaðið - 11.03.2005, Side 22
Hólmavík | Mikil stemmning
hefur verið á Hólmavík á föstu-
dagskvöldum í vetur vegna
IDOL-stjörnuleitar vegna þess
að einn þátttakandinn, Heiða,
er Hólmvíkingur, og hún er
komin alla leið í úrslitin sem
fram fara á Stöð 2 í kvöld. Í
gær var byrjað að undirbúa úr-
slitakvöldið í grunnskólanum.
Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir
og Birna Karen Bjarkadóttir
voru að gera Heiðu-veggspjöld
sem væntanlega verða áber-
andi í kvöld.
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Mála Heiðu-veggspjöld
Stjörnuleit
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Læra á bókasafnið | Elstu nemendum
leikskólans í Grundarfirði er kennt að taka
bækur að láni í bókasafni byggðarlagsins. Á
vef bæjarins kemur fram að í febrúar og
mars sé farið með þau í heimsókn á bóka-
safnið einu sinni í viku. Þar tekur starfs-
maður bókasafnsins á móti þeim og sýnir
hvernig þau geta notað safnið. Börnin taka
bók að láni til að fara með og skila henni
síðan viku seinna.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Orðabelgur opnaður | Vefurinn Orðabelg-
ur hefur verið formlega opnaður í Barna-
skóla Vestmannaeyja. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir opnaði vefinn að viðstöddum
nemendum í sérdeild skólans og gestum.
Orðabelgur.is er vefsíða sem hönnuð var
fyrir Daða Þór Pálsson, daufblindan dreng í
Vestmannaeyjum. Henni er ætlað að vera
orðabók hans, en hann tjáir sig nær ein-
göngu með því að gera tákn með höndunum.
Á vefnum kemur fram að mesta vandamálið
varðandi samskipti við Daða Þór er að skilja
hvað hann er að segja með táknum sínum.
Hann hefur skerta heyrn sem nýtist honum
þó vel til að skilja mælt mál. Þannig er ekki
þörf á að gera táknin eins og hann til að hann
skilji mann, hann skilur yfirleitt allt sem sagt
er við hann. Vefurinn nýtist hins vegar öðr-
um til að skilja Daða Þór.
Aðstanendur vefjarins gera sér vonir um
að hann geti nýst fleirum. Mætti jafnvel
hugssa sér að gert yrði sérstakt heimasvæði
fyrir hvern einstakling og tákn hans.
Geitarækt hafin á ný | Fyrsti kiðling-
urinn sem fæðist í Kelduhverfi til fjölda ára
kom í heiminn í liðinni viku. Langt er síðan
geitfjárrækt lagðist af í Kelduhverfi en hún
hófst að nýju í haust þegar tvær huðnur
komu til Víkingavatns frá bænum Rauðá í
Þingeyjarsveit. Þær hlutu nöfnin Smuga og
Mjöll. Þegar þær voru sóttar á Rauðá í
október var ekki vitað hvort þær væru með
fangi eða ekki en hafur hafði gengið með
þeim um haustið.
Nemendur í Öxarfjarðarskóla í Lundi
efndu til samkeppni um nafn á kiðlinginn og
voru ekki í vandræðum að koma með til-
lögur um nafn en alls bárust 25 nöfn í sam-
keppnina. Fjölskyldan valdi svo nafnið
Fönn á þennan nýjasta íbúa bæjarins, dótt-
ur Mjallar.
Hreysti, dáð oglúnir fætur erukjörorð Ds.
göngunnar sem fram fer
á Hellisheiði og ná-
grenni um helgina og
hefst í kvöld. Ds. gang-
an hefur verið fastur
liður í vetrarstarfi
skátahreyfingarinnar í
fimmtán ár. Nú stefnir í
að 50 til 70 manns taki
þátt sem göngumenn og
aðstoðarfólk og er það
met.
Keppendur velja sér
fyrirfram hvaða leið
þeir ætla að ganga,
hvort sem þeir fara
gangandi eða á göngu-
skíðum. Á hverjum
áfangastað þurfa þátt-
takendur svo að leysa
þraut. Gefin eru stig
fyrir tíma og lausnir á
þrautum. Keppnin tekur
þrjátíu klukkustundir.
Keppnin hefst í Dala-
koti í Hveradölum og er
mæting þar klukkan 19 í
kvöld. Keppninni lýkur
þar klukkan 16 á sunnu-
dag.
Ds. gangan
Útivistardagur varhjá Hafralækj-arskóla í Að-
aldal um helgina og var
vel mætt af foreldrum
með börn sín enda veðr-
ið eins og best var á kos-
ið. Að þessu sinni var
farið í Mývatnssveit og
farið í vetrargarðinn hjá
Hótel Seli þar sem ýmiss
konar íþróttir og leikir
fóru fram. Þar var einn-
ig boðið upp á hestvagn
á ísnum og hafði fólk
mjög gaman af þessari
nýjung enda ekki á
hverjum degi sem tæki-
færi gefst á því að fara í
slíkt ferðalag.
Það var Friðrik Jak-
obsson, starfsmaður hót-
elsins, sem stjórnaði
hryssunni Hemru á svell-
inu, en á myndinni má
sjá farþegana, þau
Bjarna Guðmundsson,
skólastjóra á Hafralæk,
og Sæunni Hreinsdóttur,
konu hans.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hestvagnaferð á ísnum
Davíð Hjálmar Haraldsson beiðvið útvarpstækið
fyrir fréttir klukkan tíu
og kveið því sem koma
mundi:
Ég kveið þess sem koma mundi,
kvalinn ég blés og stundi.
Er mér nú létt,
ein kom hér frétt:
Fréttamenn eru á fundi.
Og Davíð Hjálmar er
iðinn við kolann þegar
limrur eru annars vegar
og fáir honum fremri:
Í Fiat ég horfði á fýlinn
fljúga að landi með sílin
til hungraðra barna
í hreiðri. Og þarna
hægði sér múkkinn á bílinn.
Og enn yrkir hann:
Í uppsveitum Önundarfjarðar
ég æfingar stundaði harðar.
Þar var svo bratt
að þegar ég datt
þá var rúm tomma til jarðar.
Sigtryggur Jónsson lærði
vísnagerð hjá Ragnari
Inga Aðalsteinssyni:
Ragnar Ingi rýnir ljóðin,
rétt skal ort.
Varist allar vísur þjóðin
af vondri sort.
Af Ríkisútvarpi
pebl@mbl.is
Snæfellsnes | Hugmyndir eru uppi um að
skilja umferð vélknúinna ökutækja frá um-
ferð gangandi fólks og skíðafólks á Snæ-
fellsjökli. Ráðgjafarnefnd þjóðgarðsins
mun kynna tillögur um þetta við gerð
verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn.
Vegna vinnu við gerð verndaráætlunar-
innar boðaði Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
til fundar um umferð á jöklinum til sam-
ráðs við hagsmunaaðila. Guðbjörg Gunn-
arsdóttir þjóðgarðsvörður segir að ákveðin
mengunar- og slysahætta starfi af umferð
vélknúinna ökutækja á jöklinum. Göngu-
og skíðafólk kvarti undan því að það fái
ekki nógu mikinn frið þegar upp er komið.
Hávaði sé frá tækjunum auk sjónmengun-
ar og útblásturs. Þá skilji jepparnir eftir
sig djúp för sem geti valdið slysum þegar
leiðir skerast við skíðafólk.
Á fundinn komu liðlega fimmtíu manns,
meðal annars fulltrúar ferðahópa, göngu-
fólks, vélsleðafólks og jeppamanna. Guð-
björg segir að sáttatónn hafi verið í fund-
armönnum sem hafi verið á einu máli um
að nauðsynlegt væri að setja reglur um
akstur á Jöklinum þannig að allir fengju að
njóta hans. Menn höfðu hins vegar ólíka
sýn á hvernig þær reglur ættu að vera.
Guðbjörg segir að flestir hafi talið að ekki
ætti að banna alfarið eina tegund ferða-
máta frekar en aðra. Hún segir að rætt hafi
verið um möguleika þess að skipta Jökl-
inum upp í svæði fyrir mismunandi umferð
en hugmynd þessa efnis hafi verið uppi
þegar þjóðgarðurinn var stofnaður. Þá hafi
verið hugmyndir um að takmarka umferð á
ákveðnum tímabilum.
Ráðgjafarnefnd þjóðgarðsins sem í eiga
sæti fulltrúar Snæfellsbæjar, Ferðamála-
samtaka Snæfellsness, Umhverfisstofnun-
ar og Fornleifaverndar ríkisins mun vinna
úr þeim hugmyndum sem fram komu á
fundinum og leggja fram tillögur um um-
ferð á Snæfellsjökli. Þær verða meðal ann-
ars kynntar á heimasíðu þjóðgarðsins þeg-
ar þar að kemur.
Rætt um að
skilja að um-
ferð fólks og
farartækja
Árangursstjórnun og
frammistöðumat
Ráðstefna mánudaginn 14. mars,
Hótel Loftleiðum kl. 13:00 – 16:30
Ráðstefnan er haldin á vegum Stjórnvísi og faghópa
um þekkingarverðmæti og stefnumiðað árangursmat
Dagskrá
Hvernig á að hagnast á þekkingarverðmætum?
Eggert Claessen, framkvæmdastjóri
Tölvumiðlunar hf. Eggert Claessen
Stefnustjórinn
– nýtt hugtak í stefnumiðuðu árangursmati
Símon Þorleifsson, stjórnunarráðgjafi hjá IMG.
Kaffi
Árangursstjórnun og frammistöðumat
Símon Þorleifsson
Bernard Marr dósent við Cranfield School
of Management og gestaprófessor
við University of Basilicata á Ítalíu.
Árangursstjórnun hjá Flugleiðum
Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri
hjá Flugleiðum
Bernard Marr
Ráðstefnustjóri:
Ásta Þorleifsdóttir,
verkefnastjóri Hugvit
Ásta Þorleifsdóttir
Einar Sigurðsson
Verð kr. 5.900 fyrir félaga Stjórnvísi,
ra. Skráning á www.stjornvisi.iskr. 10.500 fyrir að