Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 26

Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING TERENCE MacKenna setti fram þá kenningu í bókinni Food of the Gods að upphaflegar hugmyndir mannsins um Guð hafi verið til- komnar vegna neyslu ofskynj- unarsveppa. Hvort það er rétt skal ég ekki fullyrða; margir telja sig skynja nærveru Guðs alveg bláedrú; nokkrir virðulegir einstaklingar hafa t.d. sagt mér að þeir hafi orðið fyrir trúarlegri reynslu þegar Passía Haf- liða Hallgrímssonar var frumflutt fyrir fáeinum árum. Þótt verk Huga Guðmundssonar, Adoro Te Devote, sem frumflutt var á tónleikum í Hall- grímskirkju laugardaginn 26. febr- úar, hafi ekki náð sömu hæðum og Passían var engu að síður ánægjuleg stemning yfir tónlistinni. Greinilegt var að hugleiðingar um hinn ósýni- lega Guð sem á að vera svo nálægur hafa orðið tónskáldinu yrkisefni. Tónsmíðin hófst á innhverfum nótum; langir saxófóntónar Raschér-kvartettsins sköpuðu strax dulúðugt andrúmsloft og þegar Mótettukór Hallgríms- kirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar hóf að syngja upphafserindi sálmsins Adoro Te Devote eftir Tómas frá Aquino varð andrúms- loftið ennþá magnaðra. Úrvinnsla Huga á þessum grund- vallarefniðvið var sannfærandi; ómstríðir hljómar saxófónanna sköpuðu sársauka en íhugull söng- urinn náði ávallt að lækna sárin og kyrrðin í lokin var sérlega áhrifa- mikil. Óhætt er að fullyrða að Hugi sé eitt af efnilegustu tónskáldunum okkar af yngri kynslóðinni. Sömuleiðis er óhætt að staðhæfa að Raschér-kvartettinn samanstandi af hæfileikafólki, var það auðheyrt á glæsilegum flutningi á þremur kontrapunktum úr Fúgulistinni BWV 1080 eftir Bach og á kvartett Pendereckis (upphaflega fyrir klar- inettu og strengjatríó en hér í saxófónútsetn- ingu Harry-Kinross Whites), þótt óneit- anlega hljómi hann betur í frumútgáfunni. Mótettukórinn er líka prýðilegur kór; þrátt fyrir að einstaka inn- komur í Komm, Jesu, Komm BWV 229 hafi ekki verið alveg full- nægjandi var söngurinn í það heila þéttur, tær og þrunginn innileika. Agnus dei eftir Pendercki var enn- fremur afar fallegt; fullt af tilfinn- ingum og flókin fjölröddunin snyrti- lega útfærð. Tónlistarstarfið í Hallgrímskirkju hefur í gegnum tíðina verið skemmtileg blanda barokk- og nú- tímatónlistar; í takt við tímann án þess að söguleg arfleifð gleymist. Megi svo verða áfram. TÓNLIST Hallgrímskirkja Mótettukór Hallgrímskrikju og Raschér- kvartettinn (Christine Rall, Elliot Riley, Bruce Weinberger og Kenneth Coon) fluttu tónsmíðar eftir Huga Guðmunds- son, Bach og Penderecki. Laugardagur 26. febrúar. Kór- og kammertónleikar Jónas Sen Hugi Guðmundsson Nærvera hins ósýnilega Guðs Leikfélag Reykjavíkur, í samstarfi viðleiklistardeild Listaháskólans, frum-sýnir í kvöld kl. 20 Draumleik eftir Strindberg í þýðingu Hafliða Arngrímssonar á stóra sviði Borgarleikhússins. Draumleikur er dæmisaga og segir frá Agnesi dóttur guðs sem bregður sér til jarð- arinnar til að athuga hvernig mennirnir hafa það. Hún verður sannarlega margs fróðari í þeirri ferð. Það er útskriftarárgangur leiklistardeild- arinnar sem tekur þátt í uppfærslunni og er þetta lokaverkefni þeirra á sviði fyrir útskrift- ina. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, sem leikur Agnesi, og Guðjón Davíð Karlsson, sem leikur lögmanninn sem Agnes hrífst af á jörðu. Guðjón Davíð segir æfingatímabilið hafa verið þrælskemmtilegt, og búið sé að gera mikið af skemmtilegum tilraunum, meðal ann- ars í tæknivinnu og við stórbrotna leikmynd Gretars Reynissonar. Það er ungu leik- urunum þó nýtt að þurfa ekki sjálfir að sinna vinnu við neitt annað en leikinn. „Nei, nú er þetta rosa skrýtið. Allt í kring- um okkur er fullt af fólki sem sér um búninga og ljós; ekkert vesen hjá okkur – við einbeit- um okkur bara að því að leika,“ segir Jóhanna Friðrika og Guðjón Davíð bætir því við að þau hafi hingað til átt því að venjast að byrja jafn- vel æfingar á búningasaumi, eða sinna kynn- ingarmálum og öðrum tilfallandi verkefnum. „Það hefur tekið svolítinn tíma að átta sig á því að hér þurfi maður ekki að bera ábyrgð á öllum þáttum leikhússins,“ segir Jóhanna. Hún kveðst njóta þess mjög að glíma við Agnesi. „Hún er dóttir guðsins Indra, og ákveður að fara sjálf til jarðar til að skoða mannfólkið. Hún kemst að því að á jörðinni er ekkert annað en vælandi verur. Pabbi hennar vissi það, og var búinn að segja við hana að þegar hún kæmi til jarðar myndi hún ekkert heyra nema móðurmál jarðarbúa, og það héti kvein. Hún vildi komast að sannleikanum sjálf, og var viss um að geta fundið hamingj- una á jörðinni.“ „Þó var Indra búinn að segja henni að hann gæti ekki einu sinni andað þar, – hann var al- veg búin að afskrifa þetta blessaða mannfólk, – sífellt kvartandi og kveinandi,“ segir Guð- jón. Fulltrúar kennda og persónueiginleika Mannfólkið leiðir Agnesi á ferð hennar um jörðina. Og þar að kemur að hún finnur ást- ina. „Hún kemst í þannig samband við mann- fólkið að hún verður eiginlega jarðbundin,“ segir Jóhanna, – en með lögmanninum eignast hún barn. Guðjón segir að allar þær mörgu persónur sem Agnes hittir á ferðum sínum séu í rauninni að rugla í henni. „Þær sýna henni sína réttu mynd. Allt er ömurlegt, allir eiga svo bágt, alltaf volandi og grenjandi,“ segir Guðjón. Hann segir hverja persónu vera fulltrúa ákveðinna kennda og persónueinkenna – lög- maðurinn er til dæmis fulltrúi sjálfumgleð- innar. Hann kvartar eins og allir hinir, en er þó glaður – í það minnsta til að byrja með. „Þessar persónur eru eiginlega fulltrúar ákveðinna leiðinda í mannlegu fari,“ bætir hann við. „Það er í rauninni mjög skemmtilegt að æfa þetta – þurfa að finna leiðindin í sjálf- um sér, og allar þær ólíku tegundir leiðinda sem fólk nennir að velta sér upp úr.“ Og af nógu er að taka í leiðindunum segir Jóhanna. „Það eru ekki bara stóru vandamálin sem valda þessu fólki leiðindum, – það eru líka litlu hlutirnir, – smáatriðin sem skipta sko engu máli. Fólk getur endalaust fundið eitthvað til að finna að.“ Guðjón nefnir söguna af mann- inum sem alla ævi hafði dreymt um að eignast háf með grænu neti. Þegar hann eignaðist loks háf var hann bara ekki alveg eins og hann hafði hugsað sér að hann yrði. „Svona er þetta allt – tóm leiðindi.“ Jóhanna segir verkið endurspegla vel enda- lausa hamingjuleit manneskjunnar. „Við erum alltaf að miða hamingjuna við eitthvað sem er ekki: „Þegar ég er búin að missa fimmtán kíló verð ég æðislega hamingjusamur,“ eða „Þegar ég er búin að eignast rauða Toyotu, þá verð ég hamingjusöm og kannski ástfangin líka.“ Hamingjan er aldrei í núinu sem fólkið er að upplifa, – heldur einhvers staðar handan við hornið. Fólk kann ekki að njóta augnabliks- ins,“ segir hún. Guðjón tekur undir það að þetta sé inntak verksins. „Það er alveg ótrú- legt hvað þetta verk talar til dagsins í dag og er í takt við tímann. Það er eiginlega ógnvæn- legt – manneskjan lærir aldrei neitt. Strind- berg gæti vel hafa verið að skrifa þetta í dag.“ Uppfærslan algjört augnayndi Að öllu ofangreindu sögðu er varla hægt að komast hjá því að spyrja Jóhönnu Friðriku og Guðjón Davíð hvers vegna fólk ætti að vilja koma í leikhús og sjá slík býsn af leiðindum. „Strindberg er að bjóða okkur að líta í spegil. Við mannfólkið þurfum að passa okkur – og læra að njóta þess að vera til. Það er hægt að finna spennandi fleti á öllu í lífinu, og við þurfum ekki alltaf að gera úlfalda úr mý- flugu, sama hve ómerkilegir hlutirnir eru,“ segir Guðjón. „Og það er líka svo gott að geta hlegið að sjálfum sér,“ segir Jóhanna. „Það eiga allir eftir að kannast við ýmislegt í eigin fari og annarra í þessu verki.“ Þau eru sammála um að leikritið hafi í raun marga fleti, og að leikhúsfólki þyki ekkert ein- falt mál að takast á við það. Þau segja nýja þýðingu Hafliða Arngrímssonar afbragðsgóða og skemmtilega, og að leikgerð Gretars Reyn- issonar og Benedikts Erlingssonar leikstjóra sé alveg fruntalega góð. „Hér hefur fólk tæki- færi til að sjá þessa miklu klassík, sem er al- gjörlega í takt við tímann. Þetta er líka mikið „show“ og leikmynd, búningar og lýsing eru algjört augnayndi,“ segir Guðjón og hnýtir við sposkur: „Ég held að þjóðfélagið eigi eftir að taka miklum og stórvægilegum breytingum eftir frumsýninguna. Ég efast ekki um það. Við munum finna hamingjuna!“ Leiklist | Útskriftarnemar LHÍ sýna Draumleik Strindbergs með Borgarleikhúsfólki Svona er þetta allt – tóm leiðindi begga@mbl.is Eftir: August Strindberg Þýðing: Hafliði Arngrímsson Leikarar Nemendaleikhússins: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Atli Þór Al- bertsson, Guðjón Davíð Karlsson, Jó- hanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jóhann- es Haukur Jóhannesson, Oddný Helgadóttir, Ólafur Steinn Ingunn- arson, Orri Huginn Ágústsson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Aðrir leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Guðmundur Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttur, Hall- dór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttur, Pétur Einarsson og Theodór Júl- íusson. Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Pétur Þór Benediktsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Leikmynd: Gretar Reynisson Leikstjórn: Benedikt Erlingsson Draumleikur Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögmaðurinn sem hrífst af Agnesi. Guðjón Davíð Karlsson. Agnes með heiminn í hendi sér. Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. Vorsýning Kynjakatta verður haldin 12. og 13. mars 2005 í reiðhöll Gusts, Álalind, Kópavogi. Sýningin er opin frá klukkan 10 - 18 báða dagana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.