Morgunblaðið - 11.03.2005, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Glæsileg húsgögn frá Brasilíu
Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg) Garðabæ
Sími: 565 3399
FYRIR HEIMILIÐ
OG BÚSTAÐINN
Ingibjörg Helgadóttir, hjúkr-unarfræðingur og Herbalifelífsstílsleiðbeinandi, hefur fiskí matinn a.m.k. einu sinni í
viku. Oftast er það soðin fersk eða
nætursöltuð ýsa með kartöflum,
soðnum gulrótum og rúgbrauði með
smjöri. „Það er vegna þess að svona
fiskur gengur best í börnin mín, seg-
ir Inga. Hún gefur uppskrift að aust-
urlenskri ýsu sem er í uppáhaldi um
þessar mundir. „Þetta er einfaldur
réttur, ferskur, spennandi og bragð-
góður. Hann er líka hollur, prótein-
ríkur, kolvetnasnauður og fitulítill.
Klikkar aldrei,“ segir Inga.
Ýsa með
austurlensku ívafi
500 g ýsa eða annar fiskur
salt og pipar
1 pakki víetnamskur
hrísgrjónapappír
2 gulrætur
½ gúrka
baunaspírur
¼ búnt fersk mynta
sæt basilíka (fæst í Sælkera-
búðinni við hliðina á Nings)
½ búnt ferskt kóríander
núðlur
Spring roll dipping sauce
frá Thai choice.
Ýsan er léttsoðin og látin kólna.
Kryddið með salti og pipar en engu
öðru kryddi. Sjóðið núðlur. Skerið
gulræturnar í langa og mjóa bita og
gúrkuna í litla bita. Saxið myntu,
basilíku og kóríander. Bleytið hrís-
grjónapappírinn í sjóðandi vatni í
nokkrar sekúndur. Látið fisk, núðl-
ur, grænmeti og krydd inn í hrís-
grjónapappírinn og vefjið í rúllur.
Dýfið í sósuna. Hjónin Elsa Hólm-
geirsdóttir og Óli Austfjörð, sem bú-
sett eru á Akureyri, eru gjarnan
saman í eldhúsinu þegar mikið
stendur til enda finnst þeim
skemmtilegt að fá matargesti í heim-
sókn. Þau segjast vera mikið fyrir
fiskmeti af öllu tagi og hefur hús-
bóndinn haft þann sið til fjölda ára að
veiða sér sjálfur í soðið auk þess sem
hann bæði herðir og saltar fiskinn
sinn sjálfur.
Fiskur er alla jafna á borðum á
heimilinu tvisvar til þrisvar í viku og
þau segjast ekki hika við að bera
fiskrétti á borð fyrir gesti sína því til
séu ótal lúxus-afbrigði af slíkum rétt-
um. Þegar leitað var í þeirra smiðju
eftir gómsætum ýsu-uppskriftum,
kom húsbóndinn með skemmtilega
uppskrift af ýsubögglum, sem hann
fékk fyrst að smakka hjá Gunnari
bróður sínum sem er kokkur og bú-
settur í Danmörku. Kartöflurétt-
urinn, sem fylgir, er svo bráðnauð-
synlegur með auk bernaisesósu og
rauðvíns, segir Óli.
Þennan rétt er svo upplagt að gera
á útigrillinu nú þegar vor er í lofti.
Húsmóðirin töfraði hins vegar fram
heimagerða ýsu-uppskrift, sem gott
er að búa til þegar hreinsa þarf til í
ísskápnum, en í þá uppskrift er m.a.
notaður gráðostur og ristaðar
möndluflögur, sem gefa réttinum
sérstakan blæ. Loks áttu þau í poka-
horninu uppskrift af fiskimáltíð, sem
er sérlega vinsæl hjá börnum. Notuð
er barbeque-sósa í matargerðina og
það bregst aldrei að koma fiski í börn
með þessari aðferð.
Ýsubögglar
Grænmeti úr ísskápnum,
t.d. paprika, sveppir, laukur
og hvítlaukur, grófsaxað.
álpappír, sniðinn niður til
að mynda böggla.
ólífuolía
salt
jurtakrydd og sítrónupipar
Grænmetinu skipt niður á fjölda
matargesta og lagt á álpappír fyrir
hvern og einn. Fiskstykki lögð ofan á
grænmetið. Um það bil 3 msk. af
ólífuolíu hellt yfir hvern skammt og
kryddað með salti, jurtakryddi eða
sítrónupipar. Pakkað inn í álpapp-
írinn og búnir til bögglar. Bakað í
ofni eða á útigrilli.
Hvítlaukskartöflur
Frekar litlar kartöflur, helst nýleg-
ar, þvegnar og settar í eldfast mót
með flusinu. Hvítlaukur eftir smekk
fínsaxaður og stráð yfir ásamt salti
og ólífuolíu. Öllu þessu velt saman og
bakað í ofni.
Gráðosta- og möndluýsa
Laukur, paprika, gulrætur og svepp-
ir brytjað gróft og svitað á pönnu.
Sett í eldfast mót. Matreiðslurjóma
hellt yfir grænmetið. Ýsuflök skorin í
stykki og lögð yfir. Fiskurinn er síð-
an kryddaður með sítrónupipar og
salti. Gráðostur mulinn yfir og rifn-
um osti stráð líka yfir. Möndluflögur
ristaðar á pönnu og þeim dreift yfir
að lokum. Bakað í ofni í 10–15 mín-
útur og borið fram með soðnum kart-
öflum og brauði.
BBQ-ýsa
Ýsustykkjum velt upp úr hveiti og
kryddi og síðan upp úr barbeque-
sósu. Stykkin eru síðan steikt í
smjörlíki eða olíu á pönnu og síðan er
meira af barbeque-sósunni bætt út á
pönnuna ásamt matreiðslurjóma og
látið malla um stund.
Slatti hér og slurkur þar
Hjördís Óskarsdóttir, ritari hjá
Læknasetrinu í Þönglabakka, var
einmitt nýbúin að prófa þessa ýsu-
uppskrift sem hún fékk hjá Þorgerði
Jónsdóttur, samstarfskonu sinni,
þegar falast var eftir ýsuuppskrift
hjá henni. Hjördís sagði uppskriftina
byggða á slatta hér og slurki þar og
væri hún einstaklega góð. Hún átti
barbecuesósu og bætti henni í upp-
skriftina og sá ekki eftir því.
Ýsa með öllu
Smátt skornir ýsubitar
matarolía
góður slatti af lauk
1 poki af frosinni íslenskri
grænmetisblöndu
50 g af íslenskum rjómaosti
góður slurkur af matreiðslurjóma
2 kúfaðar tsk. af karrý
2 kúfaðar tsk. af barbecuesósu
Niðurskorinn laukurinn er hitaður
í olíu í djúpri pönnu. Grænmet-
isblöndu bætt í, síðan rjómaosti,
matreiðslurjóma, karrý og barbecue-
sósu. Að síðustu er ýsubitunum bætt
í og þeir hitaðir í mesta lagi í 5 –7
mínútur. Borið fram í pönnunni og
hrísgrjón og snittubrauð haft með.
Ýsa í karrý fyrir gesti
Það er húsbóndinn á heimilinu sem
sér um matseldina þegar fiskur er á
boðstólum hjá hjónunum Finni
Björgvinssyni og Önnu Alfreðs-
dóttur. „Við erum með fisk tvisvar í
MATARKISTAN
Ýsuflök hafa verið á hagstæðu
verði að undanförnu. Það er
liðin tíð að ýsan sé bara soðin
og borin fram með kartöflum og
smjöri þótt þannig sé hún líka
góð. Nokkrir voru beðnir um að deila
með lesendum sínum uppáhaldsuppskriftum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Guðrún Pálína Haraldsdóttir er að elda fiskrétt og Marta Valdís Reykdal,
fimm ára, fylgist áhugasöm með matreiðslunni.
Hjónin Elsa Hólmgeirsdóttir og Óli Austfjörð hafa oft fisk í matinn og þá
bæði hversdags og til hátíðarbrigða.
Finnur Björgvinsson sér um matseldina þegar fiskur er á boðstólunum.
Ýsan klikkar aldrei
Morgunblaðið/Kristján
Morgunblaðið/ÞÖK