Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 29
DAGLEGT LÍF
viku og þá er það ég sem sé um mat-
seldina í svona 90% tilvika,“ segir
hann. „Uppáhaldið er lúða, og þá á
ég við stórlúðu „steik“ en þorskurinn
er farinn að sækja mikið á og svo sýð
ég stundum gellur en þá er ég einn í
mat. Anna er ekki hrifin af þeim. En
ýsa í karrý hefur lengi verið vinsæl á
heimilinu bæði hversdags og eins
þegar við erum með gesti. Ég tala nú
ekki um þegar við erum með útlend-
inga í mat, þeir eru vitlausir í þennan
rétt.“
Karrý-ýsa
1 kg ýsa, skorin í stykki
safi úr einni sítrónu
salt og pipar
hveiti
karrý
olía
smjör
fiskkraftur
matvinnslurjómi
soja
maizenamjöl og vatn
Ýsan er skorin í stykki og sítróna
kreist yfir. Saltað og látið standa í
um það bil hálftíma.
Stykkin eru síðan þerruð og velt
upp úr smá hveiti sem karrý hefur
verið blandað í.
Ýsustykkin brúnuð á pönnu og
krydduð með pipar.
Sett í eldfast fat.
Dálítið karrý og smjör brætt sam-
an á pönnu, síðan er fiskikrafti, mat-
vinnslurjóma og soja bætt út í og lát-
ið sjóða saman.
Gott að setja smá vatn út í, jafnað
með smá maizena og hellt yfir fisk-
inn. Hitað í ofni við 200º í um 10 mín-
útur. Borið fram með bönunum, rús-
ínum, hnetum og mango eða engifer
chutney, salati og hrísgrjónum.
Fljótlegir en vinsælir réttir
Á heimili Hólmfríðar Þorgeirsdóttur
er allajafna fiskur á borðum tvisvar í
viku og ýsan er vinsælasti fiskurinn.
„Þetta eru ekki endilega mínar uppá-
haldsuppskriftir en þetta er það sem
gengur best ofan í unglinginn á
heimilinu.“ Hólmfríður segir að ef
ýsa verði ekki fyrir valinu þá sé það
valið sem líti vel út í fiskborðinu eins
og smálúða, silungur eða lax. Sjálf
segir hún að fátt jafnist á við góða
fiskisúpu með nýbökuðu brauði. Hún
leggur uppúr því að hafa fisk á borð-
um, bendir á að það sé góður matur
og hollur og nú þegar verðið er að
lækka á ýsunni ýtir það undir aukna
fiskneyslu sem er af hinu góða.
Ýsa með grænmeti og
Mexíkó-ostasósu
fyrir 4
600 g ýsa
2–3 gulrætur
100–200 g spergilkál
sítrónupipar
hveiti
olía til steikingar
Sósa:
4 dl léttmjólk
¼ Mexíkóostur rifinn
(eða annar ostur)
½ teningur grænmetis- eða
kjötkraftur
3 msk. sósujafnari
Fisknum velt upp úr hveiti, krydd-
aður með smá sítrónupipar og
snöggsteiktur upp úr olíu. Sett í eld-
fast fat ásamt spergilkáli og nið-
urskornum gulrótum. Sósunni hellt
yfir og ef vill má strá 2–3 msk. af
rifnum osti yfir. Bakað í ofni við
175°C í 10–15 mín. Borið fram með
soðnum hrísgrjónum eða kartöflum
og hrásalati. Oft fullsteiki ég fiskinn
á pönnunni og ber sósuna með ásamt
öðru meðlæti án þess að ofnbaka
réttinn. Þá set ég jafnvel gulrætur út
í sósuna. Eins er gott að nota aðra
osta til tilbreytingar t.d. paprikuost
og skera þá papriku út í sósuna.
Ýsa í tortillakökum
(fyrir 4)
500 g soðin ýsa
1 dós hrein jógúrt
50 g rifinn
17% gauda ostur
Öllu blandað saman og kryddað með
salti, pipar og Mexíkókryddi
Sett í 4–6 tortillakökur sem er
rúllað upp og settar í eldfast fat. Ef
vill má smyrja smá salsasósu á kök-
urnar og strá 1–2 msk. af rifnum osti
yfir. Bakað í ofni þar til þetta er orð-
ið vel heitt. Borið fram með soðnum
hrísgrjónum, salsasósu og hrásalati.
Klassísk ýsa í ofni
Guðrún Pálína Haraldsdóttir er mik-
il fiskikona og henni finnst fiskur oft-
ast vera miklu betri en kjöt. „Ég
reyni að elda fisk þrisvar sinnum í
viku. Ýsu kaupi ég oftast, en ég er
líka rosalega hrifin af saltfiski og
elda líka mikið af saltfiskréttum.
Rækjur og lúða eru frekar ofarlega á
vinsældalistanum.
Ýsa í ofni er sennilega uppáhalds-
réttur fjölskyldunnar og ég hugsa að
þessi réttur sé eldaður í hverjum
mánuði um þessar mundir. Ég hef
eldað fullorðins útgáfu af þessum
rétti og þá bæti ég við mikið af hví-
lauk, sveppum, papriku og fersku
kryddi. Þessi réttur er líka bara
betri daginn eftir kaldur, t.d. ofan á
ristað brauð. Það er um að gera að
láta hugmyndaflugið njóta sín þegar
verið er að gera fyllinguna.“
Ýsa í ofni
800–1000 g ýsa
1 dl olía
1 stk. púrrulaukur meðalstór
2–3 dl rasp
1–2 msk. steinselja ostur eftir
smekk (gott að hafa sterkan ost)
salt og pipar
Ýsan er skorin í hæfilega bita og
sett í eldfast form, saltað og piprað
eftir smekk.
Olían er hituð í potti, púrrulauk-
urinn skorinn smátt og steiktur í ol-
íunni þangað til að hann er orðinn
gullinn. Takið pottinn af hellunni.
Raspið, osturinn og steinseljan sett
út pottinn og öllu blandað vel saman.
Það er oft ágætt að salta fyllinguna
líka. Þetta er svo sett ofan á ýsuna og
sett í ofninn á 180–200°C í 40 mín-
útur eða þangað til að raspið fer að
gulna. Það er alveg frábært að hafa
hrísgrjón, soja-sósu og nýtt brauð
með.
Ingibjörg Helgadóttir býður upp á spennandi og
bragðgóðan ýsurétt með austurlensku ívafi.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir gefur meðal annars upp-
skrift að Mexíkóýsu sem er vinsæl á hennar heimili.
Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/ÞÖK
t í m a r i t u m m a t o g v í n
e i t t 2 0 0 5
hollur matur í lit • vinkonur og veislumáltíðin þeirra • fiskiveisla á páskaborði • náttúran og
nestið • ostur sem veislukostur • matarhefðir á vorhátíð
matur á
páskum
– fyrir sælkera á öllum aldri
m - tímarit um mat og vín
fylgir Morgunblaðinu á
laugardaginn
hollur matur í lit
vinkonur og veislumáltíðin þeirra
fiskiveisla á páskaborði
náttúran og nestið
ostur sem veislukostur
matarhefðir á vorhátíð
Meðal efnis